Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 45 ÞANN 7. desember 2006 hélt Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, gagnmerka og stefnumarkandi ræðu um orku- öryggismál á 52. ársfundi „Atlantic Treaty Association“ (ATA) í Aþenu, sem lesa má á vefsetri hans. Í ræð- unni komst ráð- herrann að þeirri nið- urstöðu, að öryggi orkuflutninga mundi verða forgangsmál við skipulagningu örygg- ismála við norðanvert Atlantshaf í nánustu framtíð. Er þetta vafalaust rétt mat og til marks um lykilhlut- verk það, sem orku- málin munu gegna á vegferð mannkyns inn í 21. öldina. Í ræðunni var bent á þá gríðarlegu eldsneytis- gasflutninga, sem fram munu fara í grennd við og jafnvel í lögsögu Ís- lands á næstu áratugum. Norðmenn eru gríðarlega auð- ugir af orkulindum og frá Noregi mun verða flutt kælt gas á vökva- formi í þrýstigeymum stórskipa til Bandaríkjanna. Virkjun vatnsfalla hófst í Noregi fyrir alvöru um alda- mótin 1900 og olíu- og gasvinnsla af hafsbotni um 70 árum síðar. Íslendingar eru líka auðugir af orku, þó að vinnanlegt eldsneyti undir hafsbotni í lögsögu Íslands hafi enn ekki verið staðfest, og Ís- lendingar hafa, eins og Norðmenn, gríðarlegra hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Þessir hags- munir eru fólgnir í jafnvægi lífríkis hafsins og öryggi sjóflutningaleiða til Evrópu og Bandaríkjanna. Álút- flutningur frá Íslandi, sem gæti numið 1,5 milljón tonnum á ári um 2020, er útflutningur Íslendinga á orku. Flutningar að og frá Íslandi vegna áliðnaðar gætu numið allt að 10 milljónum tonna á ári í framtíð- inni. Þó að þetta jafnist engan veg- inn á við áformaða flutninga Norð- manna, er þó ljóst, að Íslendingar og Norðmenn munu gegna mjög mikilvægu hlutverki í búskap NATO-þjóðanna vegna orkuút- flutnings til Evrópu og Bandaríkj- anna. Ljóst er, að ágreiningur er á Ís- landi um þessa orkuútflutningsleið. Þó er deginum ljósara, að hún hef- ur fallið mjög vel að þjóðarbú- skapnum og orðið efnahags- og at- vinnulífi á Íslandi umtalsverð lyftistöng. Stjórnlyndir stjórnmálamenn með hugmyndafræðilegar rætur í sameignarstefnu Karls Marx, þó að Lenín hafi verið lagður fyrir róða, vinna þó meðvitað eða ómeðvitað gegn framtíðaratvinnuöryggi og -hagsæld almennings í landinu með því að útiloka frekari nýtingu orku- lindanna til álframleiðslu. Nýlegt dæmi um þetta eru um- mæli formanns Samfylkingarinnar í viðtali, er birtist í Fréttablaðinu 9. desember 2006. Þar segir hún m.a.: „Jöfnuðurinn þarf að ná til atvinnu- lífsins líka, þar gengur ekki lengur að leggja allt traust á stóriðjuna, við viljum stuðla að jafnræði milli atvinnugreina með meiri áherslu á þekkingargreinar.“ Hér stefnir allt að sama brunni. Nú á að stöðva erlendar fjárfest- ingar í iðnaði, sem breytt getur rennandi vatni og jarðgufu í út- flutningsverðmæti. Einni atvinnu- grein er stillt upp sem andstæðingi annarrar. Staðreyndin er hins vegar sú, að atvinnu- greinar styðja hver aðra, og fjölbreytnin er styrkur atvinnulífs- ins. Sprotafyrirtæki hafa sprottið upp í skjóli stóriðjunnar, og alls konar hönnunar-, smíða og þjónustufyr- irtæki hafa veitt stór- iðjunni eftirsókn- arverða þjónustu, sem yfirleitt hefur reynzt vera öllum ábatasöm. Frá stóriðj- unni hefur verið spurn eftir há- tækniþróun, sem hefur hentað ís- lenzkum sprotafyrirtækjum ágætlega til þróunar innviða sinna. Er höfundi þessarar greinar til efs, að útflutningur sprotafyrirtækja hefði náð að skjóta rótum án und- anfarandi vöruþróunar innanlands. Nú standa Hafnfirðingar frammi fyrir ákvörðun um deiliskipulag á landi sínu. Þeir geta tekið ákvörðun um að tryggja starfsemi kjölfestu- fyrirtækis í Hafnarfirði fram yfir miðja þessa öld eða hafnað frekari þróun og uppbyggingu á áliðnaði í Straumsvík með þeirri óvissu, sem slík höfnun hefði í för með sér í at- vinnumálum Hafnfirðinga og margra annarra á höfuðborg- arsvæðinu. Hvers konar skilaboð fæli höfnun af hálfu Hafnfirðinga í sér til um- rædds kjölfestufyrirtækis? Samfylkingin fer með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Til- vitnuð orð formannsins sýna mæta- vel, hvaðan vindurinn blæs á þeim bæ í garð stóriðjunnar. Erfið staða Samfylkingarmanna í Hafnarfirði við ákvarðanatöku í þessu máli má og verða lýðum ljós við lestur stefnuleysismörkunar Samfylking- arinnar í virkjanamálum, sem hún nefnir „Fagra Ísland“, en boð- skapur hennar er að fresta allri ákvarðanatöku. Er það í samræmi við froðusnakkið um, að óábyrgt sé að virkja núna, því að virkjanir séu óafturkræfar og komandi kynslóðir muni e.t.v. vilja fara aðrar leiðir í atvinnu- og umhverfismálum. Í Há- skóla Íslands hafa þó fræðimenn komizt að því, að samkvæmt alþjóð- legum viðmiðunum í slíkum efnum séu íslenzkar virkjanir aft- urkræfar. Hvernig á að komast að því, hvaða augum komandi kyn- slóðir munu líta á virkjanir eða önnur mannvirki? Ef þetta sjón- armið hefði alltaf verið ráðandi, væri mannkynið enn á steinald- arstigi, og frummaðurinn hefði þá sennilega ekki enn flutzt frá Afr- íku. Ef vinstri menn, hvort sem þeir kenna sig við grænku eða jöfnuð, verða ráðandi á Alþingi eftir næstu þingkosningar, er hætt við, að brátt muni verða þröngt í búi hjá ýmsum verkamönnum, iðn- aðarmönnum, sérfræðingum og öðrum landsins börnum. Ætla þessir stjórnlyndu stjórn- málamenn þá að segja við fólk, sem annars gæti séð sér farborða með einum eða öðrum hætti með til- komu nýrra virkjana og áliðnaðar og fyrirtækja, sem þrífast á slíkri starfsemi, að það geti bara farið að gera „eitthvað annað“; eða verður þá e.t.v. farið á ný að ausa fé úr op- inberum sjóðum í vonlaus gælu- verkefni? Sporin frá valdatíma R- listans í höfuðborginni hræða. Auðlindanýting og atvinnulíf Bjarni Jónsson skrifar um vax- andi mikilvægi orkunýtingar á Íslandi og annars staðar og álitamál frá sjónarmiðum orku- öryggis og verðmætasköpunar »Ef vinstri menn,hvort sem þeir kenna sig við grænku eða jöfnuð, verða ráð- andi á Alþingi eftir næstu þingkosningar, er hætt við, að brátt muni verða þröngt í búi hjá ýmsum verkamönnum, iðnaðarmönnum, sér- fræðingum og öðrum landsins börnum. Bjarni Gaukur Þórmundsson Höfundur er verkfræðingur. Auglýst var: Þessi vara er sérstaklega framleidd fyrir þig. BETRA VÆRI: … framleidd handa þér. Ath.: … framleidd fyrir þig ætti fremur að merkja: … til þess að þú þurfir ekki að framleiða hana sjálf(ur).) Gætum tungunnar Fréttir í tölvupósti smáauglýsingar mbl.is „KARTÖFLUR OG ÚTIRÆKT“ SÝNING Í ÖREBRO Í SVÍÞJÓÐ Unnið er að því að skipuleggja hópferð á sýninguna „Potatis og Friland“ sem haldin verður í Örebro í Svíþjóð 7.-9. febrúar 2007 • Sýningin hefst miðvikudaginn 7. febrúar kl. 17:00 og lýkur föstudaginn 9. febrúar. • Fjöldi stórra og smárra fyrirtækja kynnir vélar, tæki og þjónustu við framleiðendur kartaflna og útiræktaðs grænmetis. • Unnið er að því að skipuleggja skoðunarferðir til framleiðenda og pökkunar/vinnslustöðva í tengslum við sýninguna. • Fyrir sýninguna, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 10:00-16:00, verður kynning og málstofur um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði kartöflu- og útigrænmetisræktar. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku hafi samband við Magnús Á. Ágústsson, Bændasamtökum Íslands, sími 892 4003, netfang maa@bondi.is eða Helgu Hauksdóttur, Sambandi garðyrkjubænda, sími 891 9581, netfang helgahauks@gardyrkja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.