Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingileif ÞóraSteinsdóttir fæddist á Lambalæk í Fljótshlíð 27. nóv- ember 1908. Hún lést á dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 6. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg D. Gunnarsdóttir, f. 16. mars 1875, d. 31. ágúst 1969, og Steinn Þórðarson, f. 17. ágúst 1882, d. 24. desember 1979. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Kirkjulæk í Fljótshlíð ásamt systkinum sínum, þau eru Gunnbjörg, f. 13. maí 1910, d. 10. ágúst 1992, Ólafur, f. 20. nóvember 1911, d. 19. október 1993, og Guðrún Hulda fóstur- systir, f. 22. júlí 1925. Ingileif giftist hinn 16. septem- Stúlka, f. 1. nóvember 1934, d. 3. janúar 1935. 3) Sigríður, f. 30. maí 1939, gift Ágústi Ólafssyni, f. 29 júní 1943. Börn þeirra eru: a) Bjarnveig, maki Reynir Ólafur Reynisson og eiga þau þrjú börn. b) Ingileif, maki Agnar Þór Gunn- laugsson og eiga þau tvo syni. c) Gísli Jón, maki Sunna Alberts- dóttir og eiga þau tvö börn. 4) Sig- urbjörg, f. 10. júní 1950, maki Við- ar M. Pálsson. Börn þeirra eru a) Páll Vignir, maki Inga Kolbrún Ív- arsdóttir og eiga þau þrjú börn. b) Ingileif Dagný, maki Hjalti Tóm- asson og eiga þau tvö börn. c) Sveinn, maki Ingibjörg Guð- mundsdóttir og eiga þau fjögur börn. d) Dagrún, maki Eyjólfur Kristinsson og eiga þau tvö börn. Eftir að Sveinn lést árið 1978 flutti Ingileif til Steinunnar dóttur sinnar og Jóns tengdasonar síns í Reykjavík. Þar bjó hún í 28 ár eða þangað til hún flutti að dval- arheimilinu Lundi á Hellu vegna veikinda sinna hinn 1. júní síðast- liðinn. Útför Ingileifar verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ber 1934 Sveini Sig- urþórssyni, f. 28. maí 1904, d. 6. september 1978. Foreldrar hans voru Sigríður Tóm- asdóttir, f. 7. maí 1884, d. 5. feb. 1966, og Sigurþór Ólafs- son, f. 7. júlí 1870, d. 6. apríl 1955. Ingileif og Sveinn hófu bú- skap í Kollabæ í Fljótshlíð og bjuggu þar þar til Sveinn lést árið 1978. Þau eign- uðust fjórar dætur, þær eru: 1) Steinunn D., f. 28. ágúst 1933, gift Jóni Stefánssyni, f. 10. nóvember 1926. Börn þeirra eru a) Laufey, maki Birgir Árna- son og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn, b) Ingileif, maki Rüdi- ger Þór Seidenfaden og eiga þau tvær dætur og áttu eina sem lést í frumbernsku og c) Sveinn. 2) Elsku Inga, mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Ég vil þakka þér sérstaklega þær góðu stundir sem við áttum saman, fyrirhyggjuna og fórnfýsina sem þú sýndir okkur alltaf. Það fylgdi þér alltaf svo mikil gleði og dugnaður og ávallt var stutt í hláturinn hjá þér. Þegar þú fluttir frá Kollabæ til Reykjavíkur var hugurinn samt allt- af í sveitinni, sama hvort það var smalamennska, heyskapur, sauð- burður, eða eitthvað annað. Guð blessi þig á nýjum vegum. Þinn tengdasonur. Viðar. Elsku besta amma mín, nú er komið að leiðarlokum hjá okkur. Ég vona svo sannarlega að nú hafir þú fundið aftur hann afa minn og nafna sem fór héðan fyrir 28 árum. Elsku amma mín, betri ömmu gat enginn fengið, þvílík forréttindi að hafa fengið að búa með þér öll þessi ár. Þetta eru ómetanleg verðmæti sem ég mun geyma í huga mér og hjarta alla ævi. Þetta verður aldrei frá mér tekið og mun búa með mér meðan ég lifi, það er öruggt. Þú gafst mér svo miklu meira en þú gerir þér grein fyrir og ég gerði mér grein fyrir. Ekkert veraldlegt gæti nokkurn tíma komið í staðinn fyrir þennan andlega fjársjóð, elsku amma. Ævi þín og upplifun er efni í heila bók. Vel með á nótunum alla tíð og alveg fram í andlátið. Þú varst lifandi gluggi að liðinni öld og manst allt frá því þú varst krakki eins og það hefði gerst í gær. Það var ómetanlegt fyrir mig, systur mínar og öll langömmubörnin að hafa daglegan aðgang að þér á heimili í 28 ár. Þetta er því miður orðið frekar fátítt í dag. Í þér kom fram dýrmætasti arfur þjóðarinnar sem myrk og ill öfl í þjóðfélaginu vilja taka frá unga fólk- inu og færa því tómarúm í staðinn. Arfleiðin er kristnin sem er ein af meginstoðum samfélagsins á svo miklu fleiri sviðum en flestir gera sér grein fyrir. Þetta kom fram í þér á öfgalausan hátt, amma mín. Þú upplifðir einhver mestu fyrirbæri síðustu aldar úr sveitinni þinni Fljótshlíðinni. Þú sást það þaðan í beinni en það var Kötlugosið 1918, Hekla 1947, Surtsey 1963 og síðan gosið á Heimaey 1973. Manst þetta allt svo vel og búin að lýsa fyrir mér, systr- um og systrabörnum. Þetta eru bara dæmi af þinni upplifun sem þú ert búin að miðla til okkar svo vel, elsku amma. Þú varst svo stór hluti af daglegu lífi okkar allan þennan tíma, náðir svo vel til allra óháð aldri. Þú náðir aldrei að verða gömul í anda, alltaf sama unga konan þótt líkaminn væri orðinn 98 ára. Það skipti engu hvort það var barn, unglingur eða fullorð- in manneskja sem þú spjallaðir við. Alltaf sama góða skapið, gleðin og bjartsýnin. Þú settir þig svo vel inn í allt, bæði hjá ungum og öldnum, að aðdáun- arvert var, hvílík lífsgleði alla tíð. Ég vildi óska að allir gætu verið svona lífsglaðir og bjartsýnir eins og þú varst, amma mín. Ef þetta er ekki uppskriftin að langlífi umfram ann- að. Elsku amma mín, þegar þú komst inn á heimili foreldra minna fyrir 28 árum gastu ekki fengið betri stað til að vera á, á þínum efri árum. Þau hlúðu vel að þér öll þessi ár, þú varst fljót að kynnast nýju fólki í nýju umhverfi og tókst mikinn þátt í kirkjustarfi Grensáskirkju meðan þú hafðir þrek til og gafst mikið af þér til baka. Líkamlegu þreki þínu hnignaði allra síðustu árin en ekki andlegu og svo var svo komið að þú neyddist til að fara frá okkur í lok maí á þessu ári og fórst á dvalar- heimilið Lund á Hellu þar sem að þú fórst á friðsælan hátt eins og þú hafðir óskað þér. Það heimili gat ekki verið þér betra. Yndislegt heimilis- og starfsfólk sem mest má vera. Nú kveð ég þig í bili, elsku kæra amma, og vonandi hittumst við aftur í fyllingu tímans. Bestu kveðjur, þinn Sveinn. Elsku amma mín. Ég kveð þig sárlega í dag en veit þó að betri staður beið þín. Minning þín mun lifa lengi með mér. Ég man það þegar ég var lítil stelpa í Kollabæ og sat á stól inni í eldhúsi, þá fórst þú alltaf að athuga hvort glerhænan á ísskápnum væri búin að verpa eitthverju sælgæti handa mér. Við áttum saman góðar stundir og gátum talað um allt og alla. Ég vil þakka fyrir þann dýr- mæta tíma sem við áttum saman á Lundi. Þú ert ein sú sterkasta kona sem ég hef kynnst. Þú barst höfuðið hátt, alltaf hugulsöm, góð og sást það besta í hverjum og einum. Í dag ber ég nafnið þitt með stolti og virð- ingu. Ég vona að ég hafi erft meira en nafnið eitt, ég vona að í mínu blóði renni þessi styrkur sem mun leiða mig eins langt og þú hafðir trú á. Ég sakna þín afar mikið, en minn- ing þín mun lifa og veita okkur öllum styrk. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig Ingileif Dagný Viðarsdóttir (Sissa). Elsku amma mín. Núna ertu farin frá okkur og skil- ur eftir stórt skarð í fjölskyldunni, en ég veit að núna ertu komin til hans afa og að ykkur líður vel. Þú hefur alltaf verið góð fyrirmynd fyr- ir okkur öll. Þú varst alltaf svo kát og góð við allt og alla. Einnig varstu alltaf svo fín og sæt eins og drottn- ing, sem þú varst. Ég get bara ekki trúað að þú sért farin, ég á eftir að sakna þess að fá ekki að faðma þig og knúsa sem var alltaf svo gott. Ég man þegar ég var yngri, þá hlakkaði ég alltaf til þegar það kom sumar, því þá komst þú alltaf til okkar á Hlíðarból og varst hjá okkur. Mikið áttum við góðar stundir þar saman sem ég mun ávallt geyma í mínu hjarta. Alltaf var gott að koma til þín í Hvassaleitið og sitja þar inni í her- berginu þín og tala um daginn og veginn. Það voru líka góðar stundir. Þegar þú veiktist fluttir þú á Lund á Hellu en alltaf varst þú jafn dugleg og náðir góðum bata þar. Elsku amma mín, ég mun alltaf varðveita þær stundir sem við áttum þar sam- an og þegar ég heimsótti þig þá fengum við okkur alltaf kaffi og súkkulaði og töluðum og hlógum mikið. Elsku amma mín, þú átt alltaf stóran sess í hjarta mín sem ég mun geyma og varðveita, ég elska þig svo mikið og sakna þín, en ég veit að þú vakir yfir okkur og passar okkur.Við hittumst einhvern tíma síðar. Þús- und kossar og þúsund faðmlög, elsku amma mín. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Guð verði með þér. Dagrún Viðarsdóttir. Elsku amma, við þökkum þér fyr- ir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Þú varst alltaf svo glöð og sást björtu hliðarnar á öllu. Við kveðjum þig með söknuði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Elsku amma, guð blessi þig og varðveiti Inga, Agnar, Gísli Jón, Sunna og börn. Elsku amma mín, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar í Kollabæ hjá ykkur afa. Mér hef- ur hvergi liðið eins vel og þar, um- vafin umhyggju og kærleik ykkar. Ég mun minnast þessara stunda alla mín ævi. Nú á kveðjustund koma upp í huga minn margar minningar um ykkur afa. Ég, þessi óþekktarormur, átti alltaf skjól hjá ykkur, þið sáuð til þess að úthluta mér alltaf nægum verkefnum, vissuð að þá myndi ég ekki gera neitt af mér á meðan. Minningar úr sveitinni koma nú hver af annarri upp í huga minn, t.d. fótaböðin í kælikofanum, hvernig þú svæfðir mig með því að strjúka á mér bakið, Bjössakökurnar, sem ég var alltaf að stelast í og þú bjóst lika til besta súkkulaðiís í heimi. Elsku amma mín, nú ertu komin til afa og ég sé ykkur fyrir mér standandi fyrir framan bæinn og segja „ætli hann hangi þurr í dag“. Takk fyrir allt, amma mín, allt sem þú hefur kennt mér og leiðbeint mér með. Viltu knúsa afa fyrir mig, frá mér, og að lokum langar mig að kveðja þig með bæn sem þú kenndir mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma mín, hvíl í friði. Þín Bjarnveig. Hún amma, langamma og langa- langamma er dáin. Það bar brátt að en það gerðist á þann hátt sem hana hafði alltaf dreymt um, án nokkurs fyrirvara. Ekki hefði okkur, fjöl- mörgum afkomendum hennar, dott- ið það í hug fyrir fáeinum dögum, þegar við héldum upp á 98. afmæl- isdaginn hennar, að það ætti eftir að verða síðasta stundin okkar með henni. Eftir situr söknuðurinn en jafnframt þakklætið fyrir að hafa fengið að alast upp í nábýli við þessa yndislegu konu og fallegu sál. Það var góður tími og mikil for- réttindi að fá að dveljast í sveitinni hjá afa og ömmu meðan þau bjuggu í Kollabæ, heimili sem einkenndist af hlýju og væntumþykju. Þaðan býr maður að mörgum yndislegum minningum. Þá var einnig notalegt að setjast inn í herbergið hennar í Hvassaleit- inu og hlusta á lifandi frásagnir af liðinni öld eða bera henni tíðindi úr daglega lífinu. Hún fylgdist af mikl- um áhuga með því sem ættingjar hennar og vinir höfðu fyrir stafni. Stundum var gripið í spil en hún hafði mikið dálæti á þeim. Ef maður veltir því fyrir sér hvað hafi helst einkennt þessa lífsglöðu konu koma fyrst og fremst upp í hugann orð eins og prakkari eða grallari. Það var sjaldan langt í góð- látlegt grín hjá henni og smitandi hláturinn fylgdi í kjölfarið. Með þessum örfáu orðum kveðj- um við konu sem á fastan sess í hjörtum okkar og sendum dætrum hennar, Steinunni, Sigríði og Sigur- björgu, okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Hvíl í friði. Laufey, Birgir og fjölskylda. Elsku langamma, nú hafa himn- arnir opnast og hleypt þér til svo margra ástvina þinna. Oft hafðirðu orð á því að þegar þú myndir yf- irgefa þennan heim tæki ein dætra þinna og þinn ástkæri eiginmaður Sveinn á móti þér við himnahliðið. Það er því ekki með sorg í hjarta sem við sjáum á eftir þér heldur full- ar af þakklæti fyrir allar þær ynd- islegu stundir sem þú hefur fært okkur. Gaman var að við gátum öll hist saman og átt góða stund á 98 ára afmæli þínu og séð þig í hið hinsta sinn. Þú varst mjög barngóð og nutum við ætíð góðs af því. Það var ófátt sem þú kenndir okkur s.s. kvæði, leiki og hin ýmsu spil t.d. „tveggja manna vist“ og „að hengja hunda“. Kvæðin og spakmælin sem þú kenndir okkur munu lifa innra með okkur ævilangt og ávallt minna á þig. Alltaf var það jafn skemmtilegt þegar þú sagðir okkur sögur frá barnæsku þinni og þegar við sátum á gólfinu í herberginu þínu og feng- um að skoða jólakortin í koffortinu undir rúminu. Lífsgleði þín skein af þér hvert sem þú fórst og þú heill- aðir alla, unga sem aldna, með léttu geði og skopskyni. Náðir þú að veiða upp úr okkur upplýsingar um hin ýmsu mál en efst á baugi voru þó strákamálin. Notfærðir þú þér þá vitneskju í leiknum „Skip mitt er komið að landi“ sem er alltaf sígildur. Við gát- um treyst þér fyrir leyndarmálum eins og vinir gera enda þekktir þú okkur oft betur en okkur grunaði. Þú varst einstaklega lagin í hönd- unum enda nutu margir góðs af og verðum við ævinlega þakklátar fyrir alla þá handavinnu sem þú gafst okkur. Oftar en ekki týndist heklu- nálin þín og sagðir þú okkur þá að huldufólkið hefði fengið hana að láni og myndi skila henni fljótlega. Kenndir þú okkur að bera virðingu fyrir öllu því æðra sem augað ekki sér. Einnig kunnir þú vel að meta tunglið og var það því ekki tilviljun að þú yfirgafst þennan heim í fullu tungli. En sá dagur er okkur systr- unum einnig kær því hann er helg- aður hinum heilaga Nikulási. Hann var þekktur fyrir ljúfmennsku og kætti börn um veröld alla. Það sama gerðir þú fyrir okkur og vorum við lánsamar að verða þess aðnjótandi að kynnast þér svona vel og hvað þá að eiga svo náið og einstakt vina- samband við þig. Við elskum þig og þú munt alltaf skipa stóran sess í hjörtum okkar. Sandra og Silvia Seidenfaden. Hún Inga er farin frá okkur og eftir sitjum við með söknuð í hjarta og autt sæti, sem verður vandfyllt. Hún fór inn í birtu og gleði jólahá- tíðarinnar alveg á þann hátt sem hún hefði helst óskað sér. Hún flutti á dvalarheimilið Lund á Hellu 1. júní, og var nýbúin að halda upp á 98 ára afmælið sitt, á sinni heimaslóð, þar sem náttúran skartaði sínu feg- ursta, henni til heiðurs. Hekla var eins og brúður í fíngerðum hvítum brúðarkjól og yfir öllu saman skein skammdegissólin frá heiðum blá- himni. Þvílík fegurð. Þar sem mér hlotnaðist sú gleði að sitja við hliðina á henni við háborðið, sem dætur hennar höfðu fagurlega skreytt, þá Ingileif Þóra Steinsdóttir Elsku langamma, við söknum þín mjög mikið, okk- ur langar til að þakka fyrir góðar stundir með þér. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Silja,Viðar, Telma Björg og Kristinn Viðar Innileg þökk fyrir uppörv- andi návist og skemmtilega samveru í kirkjustarfi Grensáskirkju meðan heils- an leyfði, fyrir jákvæða af- stöðu, gjafmildi og góð kynni í hvívetna. Guð blessi minningu góðr- ar konu. Ólafur Jóhannsson sóknarprestur. Inga mín. Mig langar til að þakka þér góðar stundir, sem við áttum saman. Þú varst ein- stök kona. Öllum þótti svo gott að vera í návist þinni. Ég kveð þig með þakklæti í hjarta. Kveðja. Anna Magnúsdóttir. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.