Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurSvavar Böðv- arsson fæddist á Ljósafossi í Gríms- nesi 11. nóvember 1952. Hann lést á Kaiser Oakland Hospital í Kali- forníu 29. nóvem- ber síðastliðinn. Guðmundur er son- ur Böðvars Stef- ánssonar, skóla- stjóra á Ljósafossi, f. 2. janúar 1924 og konu hans Svövu Eyvindardóttur húsfreyju og skólaráðskonu, f. 20. apríl 1928, d. 8. júlí 1994. Bræður Guð- mundar eru Stefán Magnús kennari á Selfossi, f. 14. desem- ber 1949, og Reynir Eyvindur verkfræðingur við Uppsalahá- skóla, f. 2. desember 1950. Guðmundur kvæntist árið 1976 Mary Alice Gibson, f. í Norður- Karólínu 5. janúar 1952, dóttur Berkeley-háskóla í Kaliforníu og tók þar doktorsgráðu í jarðvís- indum árið 1981. Starfaði að rannsóknum við Lawrens Berke- ley Laboratory frá 1980 til dauðadags. Jafnframt vann hann að ýmsum verkefnum á sviði jarðhitarannsókna m.a. á Íslandi. Frá 2001 var hann yfirmaður jarðvísindadeildar L.B.L. Eftir Guðmund liggur fjöldi fræðirit- gerða á íslensku og ensku, oft í samvinnu við samstarfsmenn hans á Íslandi og í Bandaríkj- unum og var hann meðal annars einn fremsti ráðgjafi banda- rískra stjórnvalda varðandi geymslu á geislavirkum úrgangi. Guðmundur var mjög virkur íþróttamaður alla ævi og stund- aði körfubolta, knattspyrnu og blak á Íslandi og í Bandaríkj- unum. Minningarathöfn var haldin í Epworth United Methodist kirkju í Berkeley þriðjudaginn 5. desember að viðstöddu fjöl- menni. Útför Guðmundar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Aska hans verður lögð í kirkjugarðinn á Stóru-Borg, þar sem móðir hans er jarðsett. Roberts, f. 21. mars 1927 og Lucy Gib- son, f. 11. nóvember 1925, d. 7. apríl 2003. Sonur þeirra Guðmundar og Mary er Róbert Daníel, f. 20. desem- ber 1977. Guð- mundur og Mary Alice skildu. Sonur Guðmundar og Xi- aomei Ma, f. 24. febrúar 1967 er Erik Ma, f. 21. maí 1999. Guðmundur varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni vorið 1972. Hann lauk BS-prófi í eðlisfræði og stærðfræði við Catawba College 1974 og verk- fræðinámi við Ríkisháskólann í Norður-Karólínu árið 1976. Vann síðan hjá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins á Keldum um eins árs skeið, en fór síðan til framhaldsnáms við Við svo mjög sviplegt andlát mágs míns koma upp í hugann ótal minningar. Kynni okkar hófust 1977 þegar við Stefán fórum að draga okkur saman. Þá bjó Guð- mundur, eða Kúti eins og hann var kallaður innan fjölskyldunnar, hér á Íslandi ásamt Mary þáverandi eiginkonu sinni og áttu þau von á barni og var mér tekið eins og góðum vini. Strax þarna við fyrstu kynni fannst mér eins og ég hefði eignast nýjan bróður, mikinn og góðan vin. Þetta var að haustlagi og fluttu þau skömmu síðar út til Banda- ríkjanna og fór hann í frekara nám þar. Í desember það sama ár fæddist Daniel. Við Mary urðum mjög góðar vinkonur á þessum tíma og hefur sá vinskapur haldist alla tíð síðan, fyrst með bréfa- skriftum en síðar með nútíma tækninni, tölvupósti, auk þess sem Mary hefur komið hingað nokkr- um sinnum eftir að þau skildu. Við Stefán heimsóttum þau Mary árið 1980 til Albany í Kaliforníu og vor- um þar í 3 vikur. Þetta var ógleymanlegur tími. Ferðuðumst við heilmikið, bæði með þeim og einnig á okkar eigin vegum. Þarna úti hittust þeir bræður Reynir, Guðmundur og Stefán allir saman í fyrsta skipti í 8 ár. Urðu heldur betur fagnaðarfundir. Kúti var alla tíð mikill keppn- ismaður og sást það vel þarna úti þegar við fórum öll í skemmtiferð út í skóg og fengum okkur að borða. Þá var efnt til keppni, sem fólst í því að fimm tegundum af bjór var hellt í glös og áttu þeir bræðurnir að segja til um hvaða bjórtegund væri í hvaða glasi. Þetta var hin besta skemmtum og fóru leikar þannig að Reynir vann og var með allar tegundirnar á hreinu, Kúti vissi 2 eða 3 tegundir en Stefán ekki neina tegund. Kúti vildi nú ekki una þessum úrslitum og hellti einni tegund, sem hann valdi sjálfur, í eitt glasið og vildi láta Reyni finna út hvaða tegund það væri. Reynir gat það, svo Kúti varð að viðurkenna sig sigraðan. Þessa keppni endurtók ég þegar Kúti kom hingað til lands 2002 til að halda upp á fimmtugsafmælið sitt. Leikar fóru á sömu leið, Reynir vann, Kúti í öðru sæti og Stefán í því þriðja. Höfðu allir gaman af þessu, menn héldu sínum sætum og allt í besta bróðerni. Kúti kom oft hingað heim og var þá slegið upp veislu honum til heiðurs og alltaf voru hafðar Ora grænar baunir með matnum, því honum fannst þær ómissandi og tók hann alltaf með sér nokkrar dósir þegar hann fór til baka. Einnig er mér minnisstætt eitt- hvert skiptið sem þau komu hing- að öll þrjú og við leigðum okkur sumarhús upp í Húsafelli. Við borðuðum góðan mat og svo var farið að spila bridge. Mary hafði aldrei spilað það spil áður en ég kunni eitthvað smávegis. Þeir bræður höfðu lært að spila uppi á Ljósafossi þar sem mikið var spil- að. Við Stefán byrjuðum að spila saman og Kúti og Mary voru sam- an. Ekki hafði Kúti alveg nógu mikla þolinmæði að leiðbeina Mary, því hann var að spila til að vinna spilið. Þannig að við skipt- um. Ég spilaði við Kúta og Mary við Stefán. Gekk þetta vel en úrslit man ég ekki. Þegar hann varð fimmtugur hélt hann mikla veislu í Reykjavík og bauð fjölskyldunni, gömlum skóla- systkinum, vinnufélögum og fleira fólki. Þetta var skemmtileg stund og er þessi stund nú dýrmæt fyrir alla því þó hann væri að koma til landsins þá gafst ekki alltaf tími til að hafa samband við gamla félaga, fyrir utan nánustu fjölskyldu. Sumarið 2004 var haldin mikil afmælisveisla hér. Við Böðvar tengdapabbi eigum bæði sama af- mælisdag og áttum merkisafmæli. Kom Kúti þá til landsins með Erik son sinn sem við sáum þá í fyrsta skiptið, en hann er 7 ára núna. Einnig kom Mary fyrrverandi eig- inkona hans og Travis hennar maður ásamt tveimur börnum og Daniel sonur þeirra Mary. Þetta var allt í sátt og samlyndi þótt þau væru skilin. Þá áttum við góðar stundir og sáum við þá hvað Erik var mikill gleðigjafi fyrir föður sinn. Í júní 2005 fórum við Stefán með Samkór Selfoss í söngferðalag til vesturstrandar Bandaríkjanna. Þegar því ferðalagi lauk urðum við eftir í um vikutíma og gistum hjá Kúta, í húsi sem hann hafði keypt sér, í miðjum Berkeleyhæðum. Þetta var stórt og mikið hús og var staðsett hátt uppi. Hann náði í okkur á hótelið í San Francisco og keyrði okkur heim til sín með farangurinn og síðan niður í bæ, þar sem við ætl- uðum að hitta Daniel, en hann var sjálfur að fara á fund. Hann teikn- aði upp fyrir okkur þá leið sem við áttum að ganga heim. Þessi ganga heim til hans var einhver sú erfiðasta sem ég hef gengið, allt upp í mót og sumar brekkurnar næstum lóðréttar. Þegar ég sagði þetta við hann fannst honum þetta ekki mikið. Hann gengi þetta oft í viku og stundum fyrst niður í bæ og svo í vinnuna sem var efst uppi á þessu bratta fjalli eins og ég vil meina að það hafi verið. Gangan niður í bæ var líka svolítið erfið, því þá þurft- um við að spyrna við fótum. Ég sagði að ég myndi ekki ganga þetta aftur svo eftir þetta lánaði hann okkur bílinn sinn! Hann var í mjög góðu formi og stundaði íþróttir og göngur. Og hann notaði tímann vel í þessum göngum, því þá var hann að hugsa um vinnuna sem var mjög krefjandi. Hann fór með okkur á vinnu- staðinn sinn og þá sá maður hversu vel liðinn og dáður og góð- ur yfirmaður hann var. Hann var hress, glaður, gerði að gamni sínu við starfsfólkið og gaf því klapp á öxlina og hrósaði en einnig hefur hann líka verið kröfuharður á sitt fólk og ætlast til þess að það ynni sína vinnu vel og samviskusam- lega, því þannig var hann sjálfur. Hann gat líka verið mjög skemmti- lega stríðinn, þannig að allir höfðu gaman af. Fyrir nokkrum árum flutti Mary á sínar æskuslóðir í Norður-Karól- ínu ásamt Travis manninum sínum og tvíburunum þeirra en Daniel varð eftir í Kaliforníu þar til um síðustu áramót, að hann og sam- býliskonan hans, Brie, fluttu líka til Norður-Karólínu þar sem þau fóru að vinna. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Kúta, en hann hafði Erik, litla gullmolann sinn, sem hann var mikið með. Þessir dagar núna hafa verið mjög erfiðir, en hlýhugur og vin- átta allra hefur gefið okkur styrk og við höfum fundið að við stönd- um ekki ein. Við höfum fengið ótal símtöl, hlý orð og einnig kveðjur frá vinnustaðnum hans og þökkum við fjölskyldan af alhug fyrir það. Það er ómetanlegt. Blessuð sé minningin um elsku- legan mág og góðan vin. Anna Björg Þorláksdóttir. Sem lítil stelpa átti ég því láni að fagna að vera alin upp á Ljósa- fossi í Grímsnesi, í fallegri sveit og innan um gott fólk. Foreldrar mínir bjuggu í Barna- skólanum á Ljósafossi og á hæð- inni fyrir ofan bjuggu skólastjóra- hjónin Böðvar og Svava og synir þeirra þrír, Maggi, Reynir og Kúti. Ekki einungis eru þau Böðvar og mamma systkinabörn í báðar ættir, heldur hefur verið einstök vinátta með fjölskyldunum alla tíð. Bræðurnir ,,uppi“ voru því svo- lítið eins og stóru bræður mínir og á ég einungis ljúfar og góðar minningar frá þessum tíma. Það var mikið reiðarslag að fá þær fréttir að Kúti væri látinn, langt um aldur fram, 54 ára gam- all. Guðmundur Svavar Böðvarsson hét hann fullu nafni, en aldrei ann- að en Kúti í mínum huga. Hann ólst upp við þessar að- stæður sem ég lýsti hér að ofan, hjá góðu og skemmtilegu fólki, enda erfði hann allt það besta frá foreldrum sínu, var skarpgreindur, skemmtilegur og glæsilegur mað- ur og mikill íþróttagarpur. Mínar fyrstu bernskuminningar eru þegar ég fylgdist með þeim bræðrum í íþróttasasalnum í Ljósafossskóla, þar sem heldur betur var tekist á og þar kom snemma í ljós það mikla keppn- isskap sem Kúti hafði og nýttist það honum örugglega æ síðan í leik og starfi. Mér er mjög minnisstæð ferð sem við systurnar ég og Ýr, feng- um að fara með Kúta árið 1971. Foreldrar mínir bjuggu þá í Malmö í Svíþjóð og komu þau Svava, Böðvar og Kúti í heimsókn. Kúti fékk þá það ábyrgðarfulla hlutverk að fara með okkur systur, Ýr þá 16 og mig12 ára með ferj- unni til Kaupmannahafnar. Þaðan lá leiðin í Tívolí í Dyrehavsbakken. Þetta var ógleymanlegur dagur fyrir 12 ára stelpuskott og var stóri frændi traustur og passaði vel upp á okkur systur. Eftir frábæran námsárangur í Menntaskólanum að Laugarvatni bauðst Kúta að fara til Bandaríkj- anna í nám og þar ílengdist hann síðan og veit ég að hann var virtur og vinsæll meðal þess fólk sem hann kynntist og starfaði með. Þar eignaðist hann tvo syni, sem sjá nú á eftir föður sínum og er missir þeirra mikill. Kúti hélt tryggð við fjölskyldu sína og vini á Íslandi, þrátt fyrir langa fjarveru ytra, fyrir 4 árum hélt hann upp á 50 ára afmæli sitt hér heima, þar sem við, sem hann þekktum, áttum með honum frá- bæra kvöldstund. Nú verða samverustundirnar ekki fleiri í bili, en minningin um góðan frænda lifir. Elsku Böðvar og fjölskyldan öll, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Anna Guðmundsdóttir. Alltaf hlakkaði ég til þegar von var á Kúta frænda í heimsókn. Hann var svo skemmtilegur. Samt komst ég aldrei í gönguferð með honum því þær voru bæði langar og svo gekk hann svo hratt. Það sem mér fannst alltaf mjög skemmtilegt var þegar hann kom heim til Íslands eftir mikla fjar- veru en svo fór hann alltaf aftur. Ég á samt örugglega aldrei eftir að gleyma 50 ára afmælinu hans þar sem ég hjálpaði smá við að undirbúa veisluna. En alltaf tók ég eftir hvað hann var glaður og var aldrei langt í húmorinn. Þinn frændi Svavar Ingi. Það er með sárum söknuði sem við kveðjum Guðmund Böðvarsson, bekkjarfélaga okkar í Menntaskól- anum að Laugarvatni 1968–72, og margar minningar um lífið hrann- ast upp. Guðmundur var á margan hátt einstakur maður. Hann var mjög góður námsmaður og naut þar bæði gáfnafars en ekki síður mikillar eljusemi í námi. Alla æv- ina hafði hann gaman af íþróttum og stundaði margar greinar af miklu kappi, svo sem knattspyrnu, körfuknattleik, blak, tennis og síð- ustu árin strandblak. Hann lék m.a. með landsliði Íslands bæði í körfuknattleik og blaki. Það er kaldhæðni örlaganna að Guðmund- ur, ímynd hreysti og atorku, skuli falla frá svo langt um aldur fram og er fráfall hans okkur bekkjar- félögunum mikið harmsefni. Æskuár Guðmundar á Ljósa- fossi voru mjög hamingjurík í faðmi mjög samheldinnar og ást- ríkrar fjölskyldu. Lát móður hans var mikið áfall fyrir hann og var það honum áreiðanlega erfið raun að vera búsettur í Kaliforníu svo fjarri heimahögunum þegar móðir hans stríddi við erfiðan sjúkdóm. Minningarnar um Guðmund eru margar tengdar eldmóði hans við íþróttaiðkun en hann hafði mikið keppnisskap og gerði miklar kröf- ur bæði til sjálfs sín og liðsfélag- anna. Á Laugarvatni var mjög eft- irsótt að leika körfubolta og spila blak í gamla íþróttahúsinu en ásóknin í að komast í salinn var mikil svo að færri komust að en vildu. Á vorin og haustin var það fótboltinn og er það minnisstætt að Guðmundur var ekki ánægður fyrsta haustið okkar í skólanum þegar bekkurinn tapaði 17:0 fyrir 4. bekk, enda átti hann ekki slík- um úrslitum að venjast þar sem hann var þátttakandi. Frammi- staðan átti eftir að batna með auk- inni reynslu og þegar Guðmundur var búinn að hvetja okkur hin til dáða. Í busavígslunni sama haust tókst Guðmundi lengst allra að verjast því að eldri bekkingar færðu hann út í Laugarvatn til vígslu inn í skólann. Svo hart var barist að engu líkara var en að það væri þess virði að berjast til síð- asta blóðdropa til að þurfa ekki að hlýða á latneskar kennisetningar og vera ausinn vatni úr skólabjöll- unni, en í því var og er innvígsla nýnema fólgin. Árin á Laugarvatni voru okkur að flestu leyti mjög ánægjuleg og náin sambúð á heimavist skólans myndaði í mörg- um tilfellum svo nána vináttu milli okkar bekkjarfélaganna að sam- skiptin urðu eins og milli frænd- systkina. Sú vinátta er enn mjög traust þó að oft líði talsvert langur tími milli endurfunda, enda búum við um allt land og jafnvel erlend- is. Það er okkur dýrmæt minning þegar Guðmundur lagði leið sína hingað til lands og bauð okkur í veglegt fimmtugsafmæli. Guð- mundur er fjórði bekkjarfélaginn sem deyr langt fyrir aldur fram og eru því stór skörð höggvin í lítinn hóp en við vorum einungis 24 sem útskrifuðumst vorið 1972. Elsku Böðvar, Reynir, Stefán, Mary, Daníel, Erik og fjölskyldur, megi sterkt samband ykkar á milli styrkja ykkur við þann mikla missi sem andlát Guðmundar er. Bekkjarfélagar á Laugarvatni. Við skulum láta hugann reika um fjörtíu og fimm ár aftur í tím- ann og fylgjast með þegar lítill kútur finnur skeifu í moldargötu er hann trítlar á eftir búsmala í sveit sinni. Drengurinn tekur upp skeifuna og segir stundarhátt. „Nú vantar mig ekkert annað en þrjár skeifur í viðbót og hest.“ Þessi orð sagði Guðmundur Svavar, þá korn- ungur. Höfum við æskuvinir hans jafnan kímt út í annað er þau hafa verið rifjuð upp. En nú er Guðmundur Svavar frændi minn allur, skyndilega og langt fyrir aldur fram. Því verður mér stirt um stef er ég reyni að koma hugsunum mínum í orð. Vinátta okkar frændanna, mín og Guðmundar ásamt bræðra hans, var slík sem værum við hinir samrýmdustu bræður. Var hún til komin vegna vinsamlegs nágrennis fjölskyldna okkar og náins skyld- leika okkar strákanna. Treysti ég frændunum fyrir þyngstu áhyggj- um mínum. En stundum var leitað til Svövu móður þeirra ef lausnin var vandfundin sem leysti þá úr vandanum af festu en einnig hlýju, þannig að tilefnið gleymdist brátt og ég skokkaði sporléttur heim á leið. Guðmundur hlaut í vöggugjöf marga af helstu mannkostum for- eldra sinna, þeirra Böðvars og Svövu. Hann var afburða náms- maður, hafði yndi af leikum og var hvers manns hugljúfi, frjór í hugs- un og rökfastur, kappsamur og uppörvandi, glaðlyndur og spaug- samur, greiðvikinn og verklaginn. Hellti hann sér jafnan af fullum krafti í aðkallandi verkefni og valdi þá oft fáfarnari leið að úr- lausn þess, mætti hún verða til að auka þekkingu hans eða vekti spurningar sem hvatt gætu til uppbyggjandi umræðu og frekari athafna. Ævinlega var hann at- kvæðamikill í þeirri íþróttagrein sem hann tók þátt í hverju sinni enda var hann jafnan sjálfskipaður fyrirliði í keppnisliðum sínum. Lífshlaup Guðmundar var sem þátttaka í knattspyrnumóti. Hann hóf leikina af eldmóði og sigur- vissu enda reyndust honum flestir þeirra auðunnir, en gengju leik- kerfin ekki upp þannig að marka- tölur væru óhagstæðar, þá tók hann leikhlé og stappaði stálinu í leikmennina með fáum en velvöld- um orðum er nægðu liðinu síðan til sigurs. Guðmundur Svavar Böðvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.