Morgunblaðið - 16.12.2006, Side 55

Morgunblaðið - 16.12.2006, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 55 ✝ Auður Ísfelds-dóttir fæddist á Kálfaströnd í Mý- vatnssveit 20. mars 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 6. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ing- ólfur Ísfeld Ein- arsson bóndi á Kálfaströnd, f. 19. apríl 1879, d. 26 júní 1957, og El- ínar Helga Hall- dórsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1882, d. 2 jan. 1936. Systkini Auð- ar voru Hólm- fríður, Halldór og Einar, öll látin. Auður átti alla tíð heima á Kálfa- strönd en stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Laugum einn vet- ur. Útför Auðar verður gerð frá Skútustaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Í dag er borin til grafar ömmusyst- ir mín Auður Ísfeldsdóttir húsfreyja á Kálfaströnd í Mývatnssveit. Auður bjó nær allt sitt líf á Kálfaströnd, sveitabýli þar sem náttúrufegurð er rómuð og jafnvel hefur verið haft á orði að Kálfaströnd sé eitt fegursta bæjarstæði á landinu. Auður naut þess að búa í nánum tengslum við náttúruna enda mikill náttúruunn- andi. Hún fylgdist vel með umhverfi sínu og var manna fróðust á því sviði. Ég minnist ferðar að vorlagi sem ég fór ásamt fjölskyldu minni í kringum Mývatn til þess að skoða fuglana við vatnið. Í ferðinni komum við í Kálfa- strönd. Auður, þá komin hátt á níræð- isaldur, fræddi okkur um þær anda- tegundir sem hefðu sést við vatnið það vorið og hvernig þær hefðu komið undan vetri. Auður var ekki einungis fróð um náttúruna og fuglana. Allt fram á síð- asta dag fylgdist hún náið með mann- lífinu í Mývatnssveit. Hún lifði mikla breytinga- og umrótatíma í sveitinni. Auður lá ekkert á skoðunum sínum á málefnum sem styr stóð um og tók virkan þátt í umræðum. Gestagangur var alltaf mikill á Kálfaströnd og gestrisni heimilis- fólksins í sérflokki. Heimsóknir fjöl- skyldu minnar í Kálfaströnd voru allt- af jafn ánægjulegar. Sem barni er mér minnisstæður leikur í fjörunni við vatnið, það sama á við í dag um börn mín sem kunna vel að meta leik í fjörunni á Kálfastönd. Seinna eftir að áhugamálin hafa breyst eru göngu- ferðir um nágrennið mér ofarlega í huga, s.s. upp á Nónhól eða út í Klasa. Auður gekk með eins langt og hún treysti sér til, og heilsan leyfði, og miðlaði göngufólki af fróðleik sínum um örnefni og annað sem tengdist sögu svæðisins. Stundum hugsa ég um það að heimsóknir í Kálfaströnd hefðu mátt vera enn fleiri í tíð Auðar því í hvert skipti sem við komum þangað var eins og við hefðum gert henni stórgreiða. Ég sá Auði síðast nú í ágúst sl. en þá heimsótti ég hana á sjúkrahúsið á Húsavík en þar dvaldi hún um tíma vegna slæms beinbrots. Þá varð henni tíðrætt um það hvenær hún kæmist aftur heim í Kálfaströnd. Hún fór aftur heim í Kálfaströnd og eyddi þar síðustu mánuðum ævi sinnar á fögru hausti. Ég kveð Auði með söknuði en mér er efst í huga að þar er farin einstök kona og minning hennar mun lifa lengi í huga þeirra sem hana þekktu. Ég og fjölskylda mín sendum sam- úðarkveðjur til aðstandenda Auðar og þá sérstaklega heim í Kálfaströnd til Ellu og Fríðu. Elín Gunnhildur. Hún Auður ömmusystir mín er dá- in. Það átti ekki að koma á óvart, hún var orðin háöldruð en hún var svo ung í anda að manni fannst hún ekki vera gömul. Hún hafði líka alltaf verið á Kálfaströnd, það var einhvern veginn sjálfsagður hlutur. Þegar ég var krakki fórum við þangað í heimsóknir. Það voru alltaf ævintýri. Bærinn kúrir í lítill vík við Mývatn í heimi út af fyrir sig og bara birtist allt í einu þegar maður kom fyrir hornið niður í fjöruna. Í of mörg ár var svo ekki mikið um ferðir í Kálfaströnd hjá mér en ég hitti Auði stundum hjá ömmu og afa á Helluvaði. Hún kom til þeirra af og til og stoppaði hjá þeim, einkum eftir að þau eltust og höfðu meiri þörf fyrir nærveru sinna nánustu. En svo hög- uðu atvikin því þannig að upp kom sú staða að við fórum að hittast meira, jafnvel daglega og eiga stundir sam- an, oft ekki langar í einu, en engu að síður góðar og gefandi fyrir mig. Þrátt fyrir áföll sem hún varð fyrir og álag sem þeim fylgdi þegar hún var komin undir nírætt gafst hún ekki upp heldur reis upp aftur með sinni eðlislægu bjartsýni, jákvæðni og ein- stökum baráttuvilja. Hún sýndi mér þá svo ekki varð um villst hverju æðruleysi og jákvæður hugur geta áorkað. Nú þegar leiðir skiljast að sinni langar mig bara að þakka fyrir stund- irnar sem við áttum saman, þær eru mér svo undur dýrmætar í minning- unni. Ég hlakka til þegar við hittumst aftur einhvers staðar og getum tekið upp þráðinn að nýju í spjallinu. Kveðja Kristín. Sunnangolan leikur hlý í frjálsum fjallareit, fuglarnir og vorið koma heim í Mývatnssveit. Vakinn upp með sólarkossi brosir lítill bær, brumið vex á greinunum og lyng í móa grær. Gufustrókar kynjamyndum skreyta heiðið hátt hverfa svo í daggarperlum út í loftið blátt. Endurnar á vatnsfletinum synda hlið við hlið, heyra má í klettasprungu þýðan lækjarnið. Vökunætur rökkurlausar verma huga manns. Vindurinn og glettin bára stíga léttan dans. Yfir færist sumarlognið, allt er kyrrt og hljótt. Undarlegt er Hverfellið í vorsins björtu nótt. Við mér blasa æsku minnar ævintýralönd, óravíður fjallahringur rís við sjónarrönd. Átthaganna von og trú í brjósti bærist heit og björtust finnst mér sólin vera hér í Mývatnssveit (Hákon Aðalsteinsson) Auður á Kálfaströnd er látin. Mig langar að þakka frænku minni öll árin sem við vorum samtíða hér í Mý- vatnssveit. Þegar vinir kveðja leitar hugurinn oft til baka – til bernskuáranna. Ég man fyrst eftir Auði á samkomu í Þinghúsinu á Skútustöðum – en þá var ég mjög ung. Hún var öðruvísi en hinar konurnar því á svörtu kápunni sinni bar hún silfurrefaskinn yfir axl- irnar. Þetta fannst mér mjög fínt. En hún hafði líka fleira til að bera sem vakti aðdáun barna. Það var þessi hlýja og glaðværa framkoma sem ein- kenndi Auði alla tíð. Hún var mikið náttúrubarn og elskaði allt sem lífs- anda dregur. Hún elskaði líka náttúr- una – fjöllin okkar – vatnið – hraunið – hólana-birkihríslurnar – blómin og himininn. Oft hermdi hún eftir fugl- um og lifnaði öll við þegar hún var að lýsa því hvaða endur væru komnar á vorin. Hún naut þess að taka á móti gest- um og rifja upp gamla tímann og margt gullkornið gróf hún upp er hún minntist samferðamanna sinna. Heimilið á Kálfaströnd stóð öllum op- ið og þangað kom mikill fjöldi fólks. Auður var 21 árs gömul þegar hún missti móður sína en þá tók hún við húsmóðurhlutverkinu á heimili föður síns. Ég vil þakka þér, elsku frænka, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og allt sem þú gafst mér og minni fjölskyldu. Fjölskyldu þinni sendi ég samúðar- kveðjur. Sólveig Illugadóttir. Minningar mínar um Auði eru órjúfanlega tengdar tveimur heimil- um á Kálfaströnd í æsku minni. Þegar ég hóf þessi skrif uppgötvaði ég að í raun veit ég ekki nokkurn skapaðan hlut um þessa öldruðu vinkonu mína. Ég veit ekkert um lífshlaup hennar, veit ekkert hvernig hún var sem barn eða ung stúlka. Hverjar voru vonir hennar og þrár þegar hún var ung? Aldrei ræddi ég um slíkt við hana og líklega hefði hún ekki svarað mér. Fólk af hennar kynslóð var ekkert að bera tilfinningar sínar á torg. Ég veit að hún bjó á Kálfaströnd með bræðr- um sínum og mágkonu og að hún gift- ist ekki eða átti börn. Og ég veit eitt- hvað um hvern mann hún hafði að geyma. Þegar ég var lítil var hún í huga mér sem nákominn ættingi. Þessi tengsl rofnuðu aldrei alveg, þótt heimsóknum fækkaði. En nú er hún farin blessunin og með henni hverfur hluti af lífi mínu, þótt minningin ylji áfram. Á æskudögum mínum voru það miklar hátíðisstundir tilverunnar að heimsækja Kálfaströnd. Stundum var ekið, en allra best þótti mér að sigla yfir vatnið og leggja að í fjörunni neð- an við Kálfastrandarbæinn. Heim- sóknin hófst í gamla bænum hjá Ásu og Valda. Þar skoðuðum við systkinin hvern krók og kima, það var alltaf jafn mikið ævintýri. Mér þótti merki- legt að ekki skyldi vera klósett, ann- aðhvort var farið fram í fjós eða á úti- kamarinn ofan við bæinn. Sjálfsagt þætti manni það ekkert spennandi í dag, en okkur fannst þetta skemmti- legt. Það var líka gaman að príla stig- ann bratta upp á loft þar sem her- bergi Valda og Ásu voru. Stássstofan var ævintýri út af fyrir sig og garð- urinn í brekkunni með ýmsum mat- jurtum og blómum. Á meðan við systkinin vorum í könnunarleiðangri bakaði Ása frænka pönnukökur, hit- aði súkkulaði og skrafaði við móður okkar. Ég man nú ekkert hvar pabbi var meðan á þessu gekk, en þó senni- lega að spjalla við Valda. Ása og Valdi voru dásamlegt fólk, fyrir mér voru þau nánast í dýrlingatölu. En mér þótti ekkert síðra að heim- sækja hinn bæinn. Þar var fjölmennt, hjónin Einar bróðir Auðar, Fríða konan hans og Ella dóttir þeirra, Rikka gamla sem ég vissi aldrei nein deili á fyrr en löngu eftir hennar dag og fyrstu árin sem ég man var einnig Halldór bróðir Einars og Auðar í heimili, en ég man lítið eftir honum. Móttökurnar voru alltaf jafn góðar og heimilisfólkið gestrisið og glaðvært. Ella er lítið eldri en ég en var samt svo fullorðinsleg og móðurleg við okk- ur systkinin. Ekki var eigingirninni fyrir að fara þótt hún væri einbirni, við máttum leika okkur að dótinu hennar að vild. En að öllum öðrum ólöstuðum þá þótti mér vænst um Auði. Mér fannst hún svo falleg með mikla dökka hárið sitt og blíðu brúnu augun og brosið sitt elskulega. Alltaf tók hún fagnandi á móti okkur og um- vafði okkur ástúð. Þegar ég var lítil hittist oft þannig á að réttardaginn bar upp á afmælið mitt. Ég minnist afmælisdags í réttinni, Auður kemur til mín brosmild og óskar mér inni- lega til hamingju og réttir mér um- slag frá Ásu og Valda sem í voru seðl- ar. Ég hef sennilega ekki verið meira en sex til sjö ára og fannst þetta svo mikill viðburður að hann stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Þótt árin færðust yfir hélt ég áfram að heimsækja Kálfaströnd af og til en þær heimsóknir urðu þó strjálli með árunum. Alltaf var jafn innilega tekið á móti mér, enda heimilið annálað fyr- ir gestrisni. Einstöku sinnum heim- sótti ég Auði til að spyrja hana út í eitthvað gamalt því minni hennar var gott. T.d. nafngreindi hún Mývetn- inga á gömlum ljósmyndum og vafðist það ekkert fyrir henni. Auður kunni margar vísur eftir afasystur mína, Þuru í Garði. Ein vísa þótti henni svo afskaplega falleg og fór nokkrum sinnum með hana fyrir mig. Þetta litla ljóð sem er tvö erindi sagði Auður mér að Þura hefði ort til Kristjönu frá Hörgsdal sem bjó á Akureyri en hafði alltaf heimþrá í Mývatnssveitina. Mig langar að birta fyrra erindið hér, sem Auður var svo hrifin af: Hún er falleg heiðin þín í haustsins litabrigðum, eins þegar mjallar ljósa lín liggur yfir byggðum. Samúðarkveðjur sendi ég til Fríðu og Ellu sem nú eru tvær eftir af því góða fólki bernskuminninganna á Kálfaströnd. Sigríður K. Þorgrímsdóttir (Sigga Stína) frá Garði. Þessi ótrúlegu, djúpu og hlýju augu. Í þeim blikaði eitthvert per- sónulegt tímaleysi. Tímaleysi þess sem lifað hefur nærfellt heila öld í meira nábýli við undrafagra náttúru en venjulegt er. Gleði yfir öllu sem þar heppnaðist. Umburðarlyndi yfir því sem úrskeiðis fór. Ég kom eitt sinn sem oftar að Kálfaströnd. Í þetta sinn með útlend- an blaðamann með mér sem vildi fræðast um framgang lífríkisins í Mý- vatni. Auður hafði eftirfarandi sögu að segja: „Ég tók eftir því í vor að ofurlítil Mývatnsdrottning var byrjuð að teygja sig upp yfir þröskuldinn á reykhúsinu. Núna um daginn sá ég að hún var orðin svosem eins og hnéhá og farin að blómstra.“ Þetta var hennar fínlegi máti að segja á jákvæðan hátt frá því sem sumir aðrir töldu til stórmæla, semsé að engin silungsveiði væri lengur í Mývatni. Það fór enginn í reykhúsið lengur. Stæðilegustu plöntur náðu að vaxa óáreittar í miðjum gangvegin- um. Að svo mæltu gekk hún að gamla bænum og sýndi okkur hvernig dugg- öndin lét sem ekkert væri. Á torfþaki bæjarins lágu fimm endur á jafn- mörgum hreiðrum og rótuðu sér varla þegar við gengum að þeim. Og á dyraloftinu lá húsönd á dúnkringdum eggjum í gömlum vefstól. Nú er gamli bærinn fallinn og ein Mývatnsdrottning hefur hneigt höfuð sitt. Árni Einarsson, Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn. Þú vóst upp björg á þinn veika arm þú vissir ei hik né efa. (Einar Ben.) Þessar ljóðlínur koma mér í hug, þegar ég minnist Auðar Ísfeldsdóttur og svo margra annarra af hennar kynslóð, sem létu alltaf skylduna ganga fyrir eigin löngunum og þörf- um. Auður fæddist og ólst upp á Kálfaströnd í Mývatnssveit, við vog- ana og vatnið, sem enn má sjá myndir af á póstkortum. Hún var í Kvenna- skólanum á Laugum veturinn 1934– 35 og skólasystur hennar þar voru tvíburasystur frá Bjarnarstöðum í Bárðardal, María og Þuríður, sem einnig voru fóstursystur mínar. Þessar þrjár ungu stúlkur bundust vináttuböndum, sem entust ævina út. Engin þeirra giftist eða eignaðist börn, allar áttu heimili á fæðingarstað sínum til æviloka, þótt tvíburarnir færu tímabundið að heiman. Örlög allra urðu að hlúa að systkinum, systkinabörnum og vandalausu fólki, ungu sem öldnu. Þannig kynntist ég Auði, fyrst af afspurn, seinna af eigin raun. Lítil og grönn með dökkt hár og stór brún augu, svo viðkvæm og brot- hætt að sjá, en bjó yfir þreki og seiglu sem enst hefur til 90 ára og rúmlega það. Oft hefur leið okkar hjóna legið í Kálfaströnd, þótt ferðum hafi fækkað í seinni tíð. Og það sást á gestabókinni þar, að þangað komu margir fleiri og nutu ómældrar gestrisni. Þar átti Auður sinn þátt í. Allt þetta vil ég nú þakka, en síðast en ekki síst samveru okkar á sjúkrahúsinu á Húsavík í september sl. Þar var Auður á ferli með göngugrind til stuðnings og stytti mér stundirnar með samræð- um, bæði um nýtt og gamalt. Mér fannst hún enn ótrúlega minnug og fylgjast vel með, líka í nútímanum. Það er ekki í anda Auðar að hafa mörg orð um hennar verk, en þessar samvistir okkar í haust sönnuðu mér að oft hafa þungar byrðar verið lagð- ar á veikar herðar og þær ekki kiknað undan. Mæðgunum á Kálfaströnd, Hólm- fríði og Elínu, sem lengst hafa átt samfylgd með Auði vottum við hjón hluttekningu okkar svo og öðrum að- standendum. Hjördís Kristjánsdóttir. Auður Ísfeldsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Í dag, 16. desember, hefði faðir minn Sveinn Halldórsson orðið átt- ræður, en hann lést hinn 18. júlí síðastliðinn. Þegar ég minnist hans kemur fyrst upp í hug- ann hláturinn, glensið og glettnisblik- ið í augunum, það var alltaf líf og fjör þar sem hann var. Mér eru minnis- stæðar allar ferðirnar á Selfoss, þar sem amma Júlía og afi Halldór bjuggu. Nánast hverja helgi var brunað austur, alltaf á flottum amer- ískum bílum og hvergi stoppað á leið- inni, mér og Emil bróður mínum til mikils ama. Þegar komið var í Ártún 1 var amma alltaf tilbúin með veislu- borð, oft nýjan lax og heimalagaðan ís. Yfirleitt var húsið fullt af ættingj- um og vinum og þar var pabbi í essinu Sveinn Halldórsson ✝ Sveinn Hall-dórsson fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1926. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 18. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 27. júlí. sínu, ekki síst ef Guðni tvíburabróðir hans var líka á staðnum, þá var sko hlegið. Eldri bræð- ur mínir, Oddur og Halldór, komu líka mikið til ömmu og afa og ótrúlegt hvað komst mikið af fólki fyrir í litlu borðstofunni. Pabbi hafði mjög sterkar skoðanir á mönnum og málefnum en gat verið umburðar- lyndur gagnvart þeim sem voru kannski ekki alveg sammála honum. Pabbi átti tvo bræður, Árna, f. 22. október 1924, d. 23. nóvember 1998 og tvíburabróður sinn Guðna, f. 16. desember 1926, d. 30. janúar 2003. Pabbi og Guðni voru ákaflega nánir og sláandi líkir, bæði í útliti og inn- ræti. Þegar Guðni lést eftir erfið veik- indi 2003, fannst mér að pabbi hefði misst mikið og heilsa hans versnaði. Fjölskyldan, mamma, við systkinin 6, barnabörnin og barnabarnabarnið voru honum mikils virði og fylgdist hann vel með sínu fólki. Við minn- umst hans og Guðna í dag. Júlía Margrét Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.