Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 62
|laugardagur|16. 12. 2006| mbl.is Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Nú í haust kom barnabókin Stórskrímsli gráta ekki samtímis út íSvíþjóð, Færeyjum og á Íslandi.Áslaug Jónsdóttir er höfundur mynda í bókinni, auk þess sem hún á hlut í textanum ásamt þeim Kalle Güettler frá Sví- þjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Þetta er önnur bókin um skrímslin sem kemur út og segir Áslaug viðtökurnar við þeim hafa verið góðar. „Já, þær hafa bara verið að gera það mjög gott, ekki síst í Svíþjóð. Þar var fyrsta bókin mjög vinsæl en hún heitir Nei! sagði litla skrímslið. Hún seldist upp og var prentuð aftur,“ segir Áslaug, en bókin hlaut Íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm árið 2004. Þá hafa skrímslabækurnar hlotið góða dóma í Svíþjóð og hefur meðal annars verið sagt að þær séu bæði sérstakar og öðruvísi en aðrar barna- bækur á markaðnum. Vald tungunnar Áslaug segir að höfundarnir þrír skrifi textann í sameiningu en hún sjái ein um myndskreytingar og hönnun. „Þegar margir höfundar standa að einni hugmynd koma svo margir útúrdúrar þegar verið er að ræða saman, en ef maður situr einn þá veit maður nokkurn veginn hver hugmyndin er, maður þarf ekkert að vera að ræða það við aðra en sjálfan sig,“ segir Áslaug og bætir því við að búið sé að vinna fleiri handrit og því sé von á nýrri skrímslabók á næsta ári. Áslaug segir sérstaklega skemmtilegt að taka þátt í norrænu samstarfi sem þessu, því Íslendingar eigi margt sameiginlegt með bæði Svíum og Færeyingum, en einnig sé margt ólíkt með þjóðunum. „Það sem hefur þó verið sérstakast í hópi okkar skrímslahöf- undanna er þetta nána samstarf milli höf- unda sem eru staddir hver í sínu landinu. Þetta kostar ferðalög og langa tölvupósta og þess háttarskeyti,“ segir Áslaug. „En við höf- um unnið sögurnar á öllum þremur tungu- málunum samtímis sem hefur komið af stað mjög fjörugum umræðum um vald tung- unnar, sem er oft ólíkt í þessum löndum. Til dæmis hvað má segja og hvernig segir maður það, eitt smáorð til eða frá getur breytt gangi sögunnar.“ Engin væmni Svíar hafa mikinn áhuga á myndbókum og er markaður fyrir slíkar bækur stór þar í landi. Áslaug segist því mjög ánægð með að hafa komist inn á þann markað. „Ef maður skoðar sænskar myndabækur sér maður að myndskreytingarnar eru mjög ólíkar þessu, svona ljúfar eins og við þekkj- um til dæmis úr Ólátagarði. Þessar eru hins vegar frekar krassandi,“ segir hún, en ítrek- ar þó að þetta séu barnabækur fyrir allra yngstu kynslóðina sem eldri krakkar geti þó líka haft gaman að. „Ég hef verið að lesa bækurnar fyrir leikskólakrakka en líka fyrir krakka alveg upp í fjórða bekk. Myndirnar eru langt frá því að vera væmnar og því geta þau alveg verið með og það skilja allir það sem um er rætt.“ Aðspurð segir Áslaug yngstu börnin ekki vera hrædd við skrímslin. „Nei nei, ég kom til dæmis í einn leikskóla og þar voru börnin búin að gera heilmikið skrímslaþema og þau voru öll meira eða minna í skrímslabúningum og mjög vígaleg.“ Önnur bók sem Áslaug myndskreytti kom út á átta tungumálum nú í nóvember, en það er bókin Draugurinn sem hló. Áslaug segir bókina fyrir eldri börn og unglinga. „Þetta eru alvöru draugasögur og mjög skemmtilegar,“ segir hún, en í bókinni eru 15 nýjar draugasögur eftir jafnmarga norræna höfunda. Áslaug myndskreytti söguna Bara Sara eftir Gerði Kristnýju, en sögurnar komu meðal annars út á samísku og græn- lensku, auk allra norðurlandamálanna. Áslaug segir nóg af verkefnum framundan. „Ég er sjálf að vinna handrit sem vonandi kemur út í vor, þar verð ég bæði með texta og myndir,“ segir hún. „Svo er ég með margt fleira á döfinni, ég má bara ekki segja frá,“ segir Áslaug hlæjandi. Stór skrímsli og hlæjandi draugur Vinsæl skrímsli „Ég kom til dæmis í einn leikskóla og þar voru börnin búin að gera heilmikið skrímslaþema og þau voru öll meira eða minna í skrímslabúningum og mjög vígaleg.“ Áslaug Jónsdóttir myndskreytir vinsælar barna- og unglingabækur Norrænt Rakel Helmsdal, Áslaug Jónsdóttir og Kalle Güttler, höfundar skrímslabókanna. staðurstund Arnar Eggert Thoroddsen skoð- ar þær barnaplötur sem koma út fyrir þessi jól og segir mis- jafnan sauð í mörgu fé. » 64 barnaplötur Flóki Guðmundsson fjallar um nýjustu kvikmynd Mel Gibson sem heitir Apocalypto og er mjög umdeild. » 65 kvikmyndir Hljómsveitin Trabant leikur á tónleikum á NASA í kvöld ásamt nokkrum öðrum sveit- um. » 63 tónlist Helga Þórey Jónsdóttir gefur jólaplötu Bogomils Font og Stórsveitar Reykjavíkur fjórar stjörnur. » 64 gagnrýn Angelina Jolie og Brad Pitt velta nú vöngum yfir því hvað- an þau eigi að ættleiða næsta barn. » 75 fólk N æ st Þessar skemmtilegu og spennandi sögur hins kunna höfundar Enid Blyton fjalla um nokkur börn og vini þeirra úr dýraríkinu sem lenda í ótrúlegustu ævintýrum. ÆVINTÝRA eyjan Hver man ekki eftir Fimm-bókunum og Ævintýra-bókunum. Hér eru þær komnar aftur í nýrri útgáfu til óblandinnar ánægju fyrir alla. KLASSÍSKAR BARNABÆKUR Sími 562 2600 Endurútgáfa þessara bókaflokka hófst í fyrra. í nýjum ævintýrum Fimm Kíkí ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.