Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg breytileg átt og léttskýjað víðast hvar. Talsvert frost verður og kaldast í inn- sveitum. » 8 Heitast Kaldast 0°C -10°C BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylf- ingur úr GKG, komst í gegnum niður- skurðinn á móti í Evrópumótaröðinni í golfi í Suður-Afríku í gær þegar hann lék hringinn á 69 höggum, þremur undir pari vallarins. Hann er þar með samtals á einu höggi undir pari eftir tvo fyrstu keppn- isdagana og er einn af 90 kylfingum sem halda áfram keppni í dag og á morgun en 65 atvinnukylfingar féllu úr leik í gær. Keppni hófst á ný eldsnemma í morgun og Birgir er í ráshópi með keppendum frá Spáni og Englandi. | Íþróttir Birgir Leifur komst áfram DOFRI Hermannsson varaborgarfulltrúi skrifar grein í Lesbók í dag þar sem hann leggur fram umsókn til umhverfis- ráðherra um leyfi til rannsókna á þeirri auðlind sem felst í núverandi nátt- úruverðmætum á hálendi Íslands. Ef leyfið fæst munu rannsóknirnar bein- ast að verndargildi svæðanna sem um ræðir, óháð nýtingu þeirra, gildi þess að eiga svæðin með óskertri náttúru sinni fyrir annars vegar ímynd Íslands og hins vegar sjálfsmynd þjóðarinnar og að síð- ustu munu rannsóknirnar beinast að þeim möguleikum sem felast í nýtingu svæð- anna samhliða verndun þeirra. Svæðin sem um ræðir eru Brennisteins- fjöll, Torfajökulssvæðið, Grændalur, Öl- kelduháls, Kerlingarfjöll, vatnasvæði jök- ulánna í Skagafirði, vatnasvið Skjálfanda- fljóts, Langisjór, vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Þjórsárver. Sækir um leyfi til að rannsaka verndargildi hálendisins Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is HÓPUR fjárfesta á vegum fyrrum Sambandsfyrirtækja, Samvinnu- trygginga og fleiri, undir forystu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi forstjóra VÍS, eru meðal nýrra fjárfesta í Straumi-Burðarási. Samtals keypti hópurinn um 7% hlut fyrir 10 milljarða króna af Straumi-Burðarási. Frá því var greint í gær að FL Group hefði ákveðið að selja 22,6% af 26% hlut sínum í Straumi-Burð- arási, og að þar af ætli bankinn að kaupa sjálfur rétt innan við 10%. Hópurinn sem hefur keypt 7% hlut í Straumi-Burðarási er sá sami og keypti 32% hlut í Icelandair Group af FL Group í októbermán- uði. Þeir eru, auk Finns, Helgi S. Guðmundsson, stjórnarformaður Seðlabankans, og Þórólfur Gísla- son, stjórnarformaður Samvinnu- trygginga og kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Sigurjón Rafnsson, stjórnarfor- maður Lönguskerja, fjárfestinga- félags í eigu Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, sem keypti 3,75% í Straumi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi hópur fjárfesta teldi að hér væri um góð- an fjárfestingarkost að ræða. „Í okkar huga er þetta mjög áhuga- verður fjárfestingarkostur. Við treystum þessum stjórnendum og eigendum til þess að þróa bankann á farsælan hátt,“ sagði Sigurjón. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burð- aráss, kveðst ánægður með kaup Straums-Burðaráss á 22,6% hlut FL Group í félaginu. „Stjórnarsamstarfið hefur geng- ið mjög vel síðan í sumar og það hefur ekki komið til neins ágrein- ings. Við erum þegar komnir með öfluga innlenda og erlenda kaup- endur að ákveðnum hlutum og öðr- um hlutum munum við miðla út í rólegheitunum,“ sagði Björgólfur Thor í gær. | 18 Fyrrum Sambandsfyrir- tæki kaupa 7% í Straumi Í HNOTSKURN »FL Group sem seldi Ice-landair nýlega selur nú 22,6% af um 26% eignarhlut sínum í Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka. »Fjárfestar á vegum fyrr-um Sambandsfyrirtækja, sem keyptu 32% hlut í Ice- landair, kaupa 7% hlut í Straumi-Burðarási. »Frekari hlutum íStraumi-Burðarási verð- ur miðlað út í rólegheitum að sögn stjórnarformanns. NÚ þegar aðeins eru átta dagar til jóla er vissara að fara að huga að jólaklippingunni. Hárgreiðslumeistarar landsins hafa í nógu að snúast á aðventunni við að snyrta hár fólks á öllum aldri. Hún Arna hjá Soho á Laugavegi er engin undantekning, sem hér fer fagmannlegum höndum með blásarann á hár Jennýjar, eins viðskiptavina stofunnar, eftir vel heppnaða og líflega hárgreiðslu. Morgunblaðið/Ásdís Jólaklippingin má ekki gleymastEFTIR að hafa fylgst með útsendingu Sjón- varpsins um síðustu helgi frá atskákar- einvígi Arnars Gunn- arssonar og Braga Þor- finnssonar fékk Helgi Ólafsson, stórmeistari og skákskýrandi Morg- unblaðsins, símtal frá Bobby Fischer, þar sem hann benti á vinningsleið fyrir Arnar í fyrstu atskákinni við Braga, sem hann tap- aði. Helgi lýsir þessu í skákþætti blaðsins í dag en Arnar hafði sigur að lokum í ein- víginu með bráðabana í þriðju atskák. | 58 Fischer benti á vinningsleið Bobby Fischer JÓHANNES Zoëga hitaveitustjóri lýsir því í endurminningum sínum þegar hann varð vitni að málsverði Adolfs Hitlers og lafði Unity Mitford á veitingastað í Mün- chen, en Mitford var aðdáandi Hitlers. Jóhannes var staddur á veitingahúsinu ásamt Baldri Steingrímssyni, sem var mál- kunnugur Mitford, en hún gaf sig á tal við þá félaga þennan dag meðan Hitler snæddi málsverð sinn við borð skammt frá borði Íslendinganna. | Miðopna Adolf Hitler á næsta borði Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FULLTRÚAR Garðabæjar og Klasa hf. und- irrituðu í gær samning um uppbyggingu nýs miðbæjar í Garðabæ og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2010. Þær verða á þremur svæðum á um 38.540 fermetra land- svæði; við Kirkjulund, Garðatorg og Hafn- arfjarðarveg. Áætlað er að kostnaður Garða- bæjar verði um 350 milljónir króna og kostnaður Klasa um 7 til 8 milljarðar. Verkefnið hefur verið í þróun undanfarin tvö ár með hagsmuni allra, sem hlut eiga að máli, í huga. „Það er algjör samstaða í bæjarstjórn um að fara þessa leið og byggja á þessum frum- hugmyndum sem nú liggja fyrir,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Erling Ás- geirsson, formaður bæjarráðs, segir að samn- ingurinn sé mikið ánægjuefni. „Þetta eru ákveðin tímamót, segir hann og bendir á að lengi hafi verið unnið að málinu. Margar áætl- anir og hugmyndir hafi verið uppi um nýjan miðbæ í Garðabæ í mörg ár en þær hafi aldrei náð fram að ganga fyrr en nú. Hugmynda- samkeppni á meðal arkitekta um skipulag mið- bæjarins 2002 hafi sýnt fram á að ýmislegt mætti gera og nú sé frágenginn annars vegar samningur um skipulagsvinnu og uppbyggingu og hins vegar um rekstur atvinnuhúsnæðisins, en Klasi muni sjá um að velja inn verslanir sem eigi saman. „Það hefur verið haft víðtækt sam- ráð við íbúa og hagsmunaaðila og fólk getur treyst því að það verður áfram.“ | Miðopna Nýr miðbær í Garðabæ Samið við Klasa um uppbyggingu miðbæjar fyrir á áttunda milljarð króna Morgunblaðið/Sverrir Samningur Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Þorgils Óttar Mathiesen frá Klasa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.