Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Krókháls 5a • 110 Reykjavík • Sími: 588 7700 • Fax: 588 8700 • www.radning.is • radning@radning.is VERK- OG TÆKNIFRÆÐINGAR Vegna aukinna verkefna óskar verkfræðistofan Fjölhönnun ehf. eftir að ráða verk- og tæknifræðinga á burðarþolssvið og vega- og byggðasvið. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði byggingaverkfræði eða tæknifræði • Framhaldsmenntun æskileg • Reynsla af sambærilegum störfum kostur Fjölhönnun ehf. er öflugt og rótgróið ráðgjafa- fyrirtæki á sviði byggingarverkfræði sem starfrækt hefur verið síðan 1970. Fyrirtækið sérhæfir sig m.a. í hönnun bygginga, vega og brúa ásamt því að sinna eftirliti með fram- kvæmdum og byggingastjórnun. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast á heimasíðu þess www.fjolhonnun.is Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2007 Áhugasömum er bent á að leggja inn umsókn á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar www.radning.is og sækja þar sérstaklega um starfið. Umsjón með starfinu hefur Inga Steinunn Arnardóttir, inga@radning.is Krókháls 5a • 110 Reykjavík • Sími: 588 7700 • Fax: 588 8700 • www.radning.is • radning@radning.is Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2007. Áhugasömum er bent á að leggja inn umsókn á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar www.radning.is og sækja þar sérstaklega um starfið. Umsjón með starfinu hefur Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, sigrunedda@radning.is Himnesk hollusta óskar eftir starfsmanni til að sjá um bókhald fyrirtækisins. Um 80% starfshlutfall er að ræða og vinnutími eftir nánara samkomulagi. Himnesk hollusta sérhæfir sig í innflutningi á hágæða matvöru og fæðubótaefnum frá viðurkenndum fyrirtækjum. Um áhugavert starf er að ræða hjá fyrirtæki sem valið var fyrirmyndarfyrirtæki VR árið 2006. Hæfniskröfur: • Góð bókhaldsreynsla • Reynsla af áætlanagerð kostur • Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum • Áhugi á heilsusamlegum lífsstíl Starfssvið: • Umsjón og ábyrgð með bókhaldi fyrirtækisins • Áætlanagerð • Greiðsla og umsjón reikninga • Innheimta • Önnur tilfallandi verkefni BÓKHALD Fréttir í tölvupósti Fréttir á SMS sunnudagur 17. 12. 2006 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 9.577 » Innlit 17.025 » Flettingar 128.233 » Heimild: Samræmd vefmæling JÚNÍSAMKOMULAGIÐ LÖG? ASÍ FAGNAR FRUMVARPI FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA UM RÉTTINDI OG SKYLDUR ERLENDRA ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJA >> 10 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 53/57 Staksteinar 63 Menning 60/71 Veður 63 Leikhús 68 Daglegt líf 26/39 Myndasögur 70 Forystugrein 40 Krossgáta 72 Reykjavíkurbréf 40 Dægradvöl 73 Umræðan 44/51 Staður og stund 74 Bréf 50 Bíó 74/77 Sjónspegill 28 Víkverji 76 Auðlesið 52 Velvakandi 76 Hugvekja 53 Sjónvarp 78 * * * Innlent  Karlmaður á þrítugsaldri fórst í bílslysi á Álftanesvegi aðfaranótt laugardags. Er talið að tildrögin megi rekja til hálku. Maðurinn var einn á ferð á vesturleið þegar hann missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Að sögn lögregl- unnar í Hafnarfirði kom upp eldur í bílflakinu. Sagði lögreglan að að- koman hefði verið skelfileg. Loka þurfti Álftanesvegi í tvær stundir meðan lögregla og Rannsókn- arnefnd umferðaslysa könnuðu vett- vang slyssins. » Forsíða  Dönsk stjórnvöld munu varla bjóða fram viðlíka framlag til varna Íslands og Norðmenn hafa gert en viðræður Dana og Íslendinga um varnarmál hefjast á morgun. Danir telja lokun Keflavíkurstöðvarinnar ekki snerta þá jafn mikið og Norð- menn. Hins vegar benda þeir á að samstarf á sviði landhelgisgæslu sé þegar mikið og á því megi byggja. » Forsíða  Tilhneiging er til þess á Íslandi að líta á börn sem annars flokks fólk, að sögn dr. Herdísar Þorgeirs- dóttur, prófessors í stjórnskip- unarrétti og mannréttindum við lagadeild Háskólans á Bifröst. Meg- inreglan ætti að vera að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang. » Baksíða  Samtök eigenda sjávarjarða hafa stefnt íslenska ríkinu og vilja fá út- ræðisrétt sjávarjarða staðfestan í lögum sem nú gilda um stjórn fisk- veiða. Alls eiga um 3.000 íslenskir bændur land að sjó og um 1.100 jarð- ir eiga útróðrarrétt. » 4  Framsóknarflokkurinn fagnaði í gær, laugardag, 90 ára afmæli sínu og af því tilefni var nýtt merki flokksins afhjúpað. Á næstu mán- uðum hyggst flokkurinn standa fyrir ýmsum uppákomum, m.a. málþingi í janúar um miðjustefnu í stjórn- málum. » 6 Erlent  Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hvatti í gær fyrrverandi liðs- menn herja Saddams Husseins til að ganga í hinn nýja her landsins. Sagði hann herinn opinn öllum nema þeim sem hefðu framið mjög alvarlega glæpi í tíð Saddams. Sáttaráðstefna á vegum ríkisstjórnarinnar hófst í gær í Bagdad og meðal hundraða fulltrúa voru nokkrir gamlir liðs- menn hins bannaða Baath-flokks Saddams og vígasveita sem berjast gegn Bandaríkjamönnum. » Forsíða www.jpv.is Vilborg Dagbjartsdóttir kann þá list að segja börnum góðar sögur sem halda huganum föngnum. Í bókinni birtast sögur og ljóð sem komu út á árunum 1959–2005. Barnaefni Vilborgar er þegar orðið sígilt. Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is PÓLSK stjórnvöld hyggjast opna aðalræðisskrifstofu hér á landi á næsta ári. Þá mun Indland opna sendiráð í Reykjavík á nýju ári og Færeyjar munu stofnsetja ræðis- skrifstofu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er ákvörðun Pólverja einkum til komin vegna mikillar fjölgunar pólskra ríkisborgara hér á landi, en í lok síðasta árs voru Pólverjar með búsetu hér á landi yfir 3.600 talsins. Áformað er að þrír fastir starfsmenn verði á að- alræðisskrifstofunni. Ísland hefur ekkert sendiráð eða sendiskrifstofu í Póllandi. Íslenzkt sendiráð hefur hins veg- ar verið opnað í Nýju-Delí á Ind- landi og Indverjar áforma nú að opna sendiráð í Reykjavík á næsta ári. Hversu fjölmennt það verður, liggur ekki fyrir. Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra tilkynnti í haust að opn- uð yrði aðalræðisskrifstofa í Þórs- höfn í Færeyjum í haust. Hún er fyrsta aðalræðisskrifstofa erlends ríkis, sem opnuð verður í Færeyj- um. Nú hefur færeyska landstjórn- in ákveðið að opna ræðisskrifstofu í Reykjavík. Þar verður væntanlega einn starfsmaður. Pólverjar opna ræðis- skrifstofu í Reykjavík Indverskt sendiráð og færeysk ræðisskrifstofa á næsta ári EINHVERJUM gæti dottið í hug að hér séu neytendur á ferðinni í verslunarleiðangri en hið rétta er að sjálfsögðu að tvær gæsir spíg- sporuðu um Kirkjutorgið í Reykja- vík í vikunni, fyrir framan versl- unina Pelsinn. Frostið hefur bitið þær líkt og mannfólkið og við þær aðstæður getur verið notalegt að klæða sig í hlýjan pels. Morgunblaðið/Sverrir Gæsir í verslunarferð? BIRGIR Leifur Hafþórsson, at- vinnukylfingur úr GKG, lék vel á þriðja keppnisdegi SA Airways- golfmótsins á Evrópumótaröðinni í golfi á laugardag eða á 70 höggum og var hann í kringum 50. sætið af alls 90 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn. Birgir var einn undir pari sam- tals eftir fyrstu tvo keppnisdagana en hann er samtals á 213 höggum eða þremur höggum undir pari. Þetta er í 10. sinn sem Birgir tek- ur þátt á móti í Evrópumótaröðinni, næststerkustu atvinnumótaröð heims. Sigurvegari mótsins í S-Afríku fær um 15 millj. kr. í sinn hlut í verðlaunafé en sem dæmi má nefna að þeir sem enda í 50. sæti mótsins fá rúmlega 415.000 kr. í sinn hlut. Birgir Leifur hélt sínu striki HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt fyrrverandi forsvarsmann fyrirtækis í 6 mánaða skilorðs- bundið fangelsi og 16 milljóna króna sekt fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt, bókhaldsbrot og brot gegn almenn- um hegningarlögum. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa vanrækt að halda virðis- aukaskattskýrslur og bókhald þeg- ar hann rak fyrirtæki á árunum 1999 og 2000 sem flutti inn og seldi bíla. Hann neitaði sök en dómurinn taldi að ákærði hefði gerst sekur um þau brot, sem ákært var fyrir. Ásgeir Magnússon héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi var Ólafur Thoroddsen hdl. og sækjandi Björn Þorvaldsson fulltrúi ríkislög- reglustjóra. Fangelsisdóm- ur og sekt fyrir skattsvik WHOLE Foods-verslunarkeðjan lagði nýverið inn pöntun fyrir 2,5 tonnum af íslensku skyri. Eins og kunnugt er hefur verslunarkeðjan ákveðið að hætta markaðssetningu á íslenskum vörum vegna hvalveiða Íslendinga en íslenskar vörur virð- ast þó enn seljast ágætlega. Í samtali við Morgunblaðið sagði Baldvin Jónsson, framkvæmda- stjóri Áforms, of snemmt að draga einhverjar ályktanir um framhaldið jafnvel þó íslenskar vörur seldust enn vel í verslunum Whole Food- verslunarkeðjunnar. Benti hann á að yfir stórhátíðir væri mikil eft- irspurn eftir gæðamatvælum og því aukin sala á nær öllum vöruteg- undum í Whole Foods-verslun- unum. Segir hann ljóst að áhrifin af ákvörðun íslenska yfirvalda um að hefja hvalveiðar að nýju séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Enn engin svör Að sögn Baldvins átti hann fund með forsvarsmönnum Whole Foods-verslunarkeðjunnar á föstu- dag og þar kom fram að íslensk stjórnvöld hafa enn ekki svarað at- hugasemdum fyrirtækisins. „Þeir bíða svara og á meðan er þetta í þessum hefðbundna far- vegi,“ segir Baldvin, en tekur fram að skaðinn sé þó þegar skeður þar sem Whole Foods sé hætt að kynna íslenskar vörur þó búðirnar hafi þær enn til sölu. Pöntuðu 2,5 tonn af skyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.