Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLMENNI var við vígslu Reykjanesvirkjunar sl. föstudag, en um er að ræða 100 MW gufuaflsvirkjun. „Þetta er langstærsta einstaka skrefið í sögu fyr- irtækisins,“ sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, við Morgunblaðið. Benti hann á að með gangsetningu Reykjanesvirkjunar færi framleiðslugeta fyrirtækisins úr 45 í 145 MW. Orkan fer inn á lands- netið en hefur verið seld til Norðuráls næstu 20 árin. Aðspurður segir Júlíus mikla stækkunarmöguleika fyrir hendi, því með tíð og tíma geti afkastageta virkj- unarinnar orðið allt að 190 MW. Á myndinni sést Júlíus ásamt fulltrúa japanska framleiðandans brjóta lokið á saki-tunni að japönskum sið og skenkja viðstöddum í þar til gerðar tréöskjur. Ljósmynd/Ellert Grétarsson Stærsta skref í sögu fyrirtækisins Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is STEFNA Samtaka eigenda sjávarjarða (SES) á hendur íslenska ríkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í nýliðinni viku. Í stefnunni er þess krafist að ríkið viðurkenni eignar- og nýtingarrétt stefnanda, sem er eigandi sjávarjarðarinnar Horns I í Hornafirði, yfir netlögum jarðarinnar. Að sögn Ómars Antonssonar, formanns SES og bónda á Horni I, er hér um prófmál að ræða sem getur haft áhrif fyrir eigendur rúmlega 1.100 jarða í landinu, sem eiga útróðrarrétt sem hlunn- indi. Ragnar Aðalsteinsson hrl. og lögmaður fé- lagsins kynnti félagsmönnum SES stefnuna á að- alfundi samtakanna í sl. föstudag. Aðalkrafa stefnanda snýr að því að viðurkennt verði með dómi að eignarland jarðarinnar Horns I teljist allt landsvæði innan netlaga jarðarinnar og teljist netlögin sjávarbotn 115 metrar út frá stór- straumsfjöruborði. Er þess einnig krafist að eign- arréttur stefnanda „nái jafnt til hafsbotnsins í net- lögum og þess sem neðan og ofan hafsbotnsins er, svo og að eignarrétti þessum fylgi einkaréttur, þar á meðal í atvinnuskyni, til fiskveiða, dýraveiða og fuglaveiða, svo og önnur nýting náttúruauðlinda í netlögum jarðarinnar, þ.e. í sjónum, á hafsbotni, undir hafsbotni og í loftrými fyrir ofan netlögn.“ Að sögn Ómars hefur allt frá stofnun SES árið 2001 átt sér stað langar og strembnar þreifingar í málinu, en þær hafi ekki skilað því að eignarréttur bænda hafi verið viðurkenndur að nýju og því hafi ekki verið annað til ráða en að stefna ríkinu. „Bændur sem eiga land að sjó eiga hlutdeild í hafinu og þar með er auðlindin í hafinu að hluta til þeirra eign líka. Allt síðan lög um fiskveiðirétt voru sett á 9. áratugnum hafa bændur hins vegar ekki mátt nýta sér útróðrarréttinn sem hlunnindi. Það er hins vegar ekki nóg með það að bændum sé meinað að nýta sér réttindi, sem kveðið er á um allt aftur í Grágás, heldur er búið að afhenda öðr- um þennan rétt að nýta okkar land,“ segir Ómar og vísar þar til þess að kvótaeigendur einir hafi rétt til að nýta auðlindir hafsins. Spurður hvaða vonir hann geri sér um niður- stöður þegar málið verði tekið fyrir hjá dómstól- um landsins segir Ómar erfitt að spá fyrir um það. „Það er hins vegar umhugsunarvert að á sama tíma og íslenska ríkið er að hirða stórland af ís- lenskum bændum á grundvelli þjóðlendulaga, þá er verið að skila bændum landi í Rússlandi sem hirt var af þeim á sínum tíma,“ segir Ómar. Snertir um 1.100 jarðir Samtök eigenda sjávarjarða hafa stefnt íslenska ríkinu og vilja fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í gildandi lögum um stjórn fiskveiða Í HNOTSKURN »Samtök eigenda sjávarjarða voru stofn-uð árið 2001 með það að markmiði að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og stað- festan í gildandi lögum um stjórn fiskveiða. »Stofnfélagar voru 500 talsins. »Alls eiga á 3 þúsund bændur á Íslandiland að sjó. Um 1.100 jarðir eiga út- róðrarrétt sem hlunnindi. ALLS var veitt fjárhagsaðstoð á vegum Reykjavíkurborgar í 2.929 málum á árinu 2005, samanborið við 3.438 mál árið 2004. Fjárhagsaðstoð- armálum fækkar því um 15% milli áranna 2004 og 2005. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu Velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur einnig fram að í 318 málum hafi umsókn um fjárhagsaðstoð verið synjað, samanborið við 445 mál árið áður og er það fækkun um 29%. Þegar skoðaður er aldur þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar, má sjá að langflestir, eða rúm 39%, eru á aldrinum 20–29 ára. Næstflestir, eða tæp 23% eru á aldrinum 30–39 ára. Sé fjölskyldugerð notenda skoðuð kemur í ljós að einhleypir karlar eru langfjölmennastir meðal notenda eða tæp 43%. Einstæðir foreldrar eru næstflestir meðal notenda eða tæp 31% og því næst koma einhleyp- ar konur sem eru 20% notenda. Í tæpum 5% tilvika eru notendur hjón eða sambýlisfólk með börn. Í rúmlega 50% tilvika var fjár- hagsaðstoð veitt umsækjanda í 1–3 mánuði. Í tæpum 19% tilvika stóð fjárhagsaðstoðin í 4–6 mánuði og í tæpum 13% tilvika í 7–9 mánuði. Fjárhags- aðstoðar- málum fækkar VIÐRÆÐUR Íslands, Bretlands, Ír- lands og Danmerkur, fyrir hönd Færeyja, um Hatton Rockall-málið fóru fram í Kaupmannahöfn sl. föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu voru viðræð- urnar jákvæðar og m.a. rætt um hugsanlegar leiðir til skiptingar svæðisins milli aðilanna fjögurra, en sem kunnugt er hafa öll ríkin fjögur gert tilkall til landgrunns- réttinda utan 200 sjómílna á Hatton Rockall-svæðinu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að samkomulag um skiptingu landgrunnsins milli ríkjanna eða samkomulag um sam- eiginlegt nýtingarsvæði er for- senda þess að raunhæft sé að nýta auðlindir á jafn umdeildum svæð- um og Hatton Rockall-svæðið er. Þá þarf einnig að nást niðurstaða um afmörkun ytri marka landgrunns- ins. Næsti viðræðufundur verður í Reykjavík í lok febrúar nk. Viðræður um Hatton Rockall-svæðið STJÓRN Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún lýsir yfir stuðningi við yfirlýsingu Álfheiðar Ingadóttur, fulltrúa flokksins í stjórn Landsvirkjunar, frá sl. föstu- degi. Í yfirlýsingu stjórnar VG seg- ir að stóriðjustefnan sé keyrð áfram á fullri ferð þó ýmsir ráð- herrar séu á harðahlaupum undan henni og fyrri verkum. „Grænn hjúpur fulltrúa ólíkra flokka virðist ekki rista djúpt þegar á hólminn er komið. Þá vekur það athygli að fulltrúar annarra flokka en VG, þ.e. Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, í stjórn Landsvirkjunar, greiddu at- kvæði með því að orkusöluverð til Alcan verði haldið leyndu fyrir eig- endum Landsvirkjunar, þjóðinni,“ segir í yfirlýsingu stjórnar VG. Stjórn VG styður Álfheiði ENGAN sak- aði þegar dekk sprakk undir bifreið sem ekið var í norðurátt í gegnum Fá- skrúðsfjarð- argöng um miðjan dag á föstudag. Öku- maður, sem var einn í bílnum ásamt hundi sínum, missti við óhappið stjórn á bifreiðinni sem lenti utan í útskoti á vegg og hafnaði að lokum þvert yfir veginn, óökufær. Þannig lokaðist fyrir umferð í göngunum þar til lögregla kom á vettvang og færði bifreiðina. Nokkuð af olíu lak úr bílnum og skapaði eldhættu en loka þurfti göngunum á nýjan leik á meðan olían var hreinsuð upp. Sprakk á bif- reið í göngum TVEIR menn gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík eftir að annar þeirra velti bifreið sinni á Vesturlandsvegi upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Mennirnir hlutu minniháttar áverka og þurftu ekki að gangast undir læknis- hendur en fengu þess í stað að sofa úr sér yfir nóttina og voru yfir- heyrðir í gærdag – grunaðir um akstur í annarlegu ástandi. Að sögn lögreglunnar er talið að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni en rannsókn stendur yfir á orsökum þess. Látnir sofa úr sér eftir veltuEftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FJÖLMARGIR Íslendingar koma að byggingu skóla og íþróttamið- stöðvar fyrir Aberdeen-borg, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær bar samstarfshópur undir forystu Nýsis sigur úr býtum í samkeppni sem borgaryfirvöld efndu til. Stofn- kostnaður verkefnisins er um 15 milljarðar króna. Arkitektar eru íslensku arkitekta- stofurnar Á stofunni og VA arkitekt- ar í samstarfi við Aedas arkitekta- stofuna í Skotlandi. „Þetta er bæði áhugavert og spennandi verkefni, einkum vegna þess að hér gefst tækifæri til þess að setja mælistiku á íslenska arkitekta og bera þá saman við kollega sína í Evrópu,“ segir Hilmar Þór Björns- son, arkitekt hjá Á stofunni. „Nið- urstaðan er sú að Íslendingar eiga fullt erindi á þennan stóra og harða markað í Evrópu.“ Auk Hilmars Þórs Björnssonar hafa til þessa komið að verkinu ís- lensku arkitektarnir Sigríður Ólafs- dóttir og Finnur Björgvinsson frá Á stofunni og Sigurður Björgólfsson og Indro Candi frá VA arkitektum, en gert er ráð fyrir að þetta verði verkefni fyrir um 60 arkitekta. Spennandi verkefni fyrir arkitekta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.