Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 24,7% H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 54 1 SJÓÐUR 10 – ÚRVAL INNLENDRA HLUTABRÉFA BESTA ÁVÖXTUN SAMBÆRILEGRA SJÓÐA SÍÐUSTU 12 MÁNUÐI** Markmið sjóðsins er að ná hærri ávöxtun en úrvalsvísitala Kauphallar Íslands. Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 10 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- sjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. * Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð ** Sjá ávöxtun innlendra hlutabréfasjóða á www.sjodir.is Nafnávöxtun síðustu 12 mánuði m.v. 30.11.2006* Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „MAÐUR veitir ekki þá þjónustu sem maður telur sig eiga að veita. Maður kemst ekkert yfir nema það allra nauðsynlegasta. Það veldur vanlíðan,“ segir Ragnheiður Sigur- geirsdóttir, sjúkraliði og trúnaðar- maður á Hrafnistu í Hafnarfirði, en 39 sjúkraliðar af 41 sem starfa við heimilið afhentu forráðamönnum stofnunarinnar áskorun á föstudag þar sem krafist er úrbóta sem fyrst. Ragnheiður segir launin í engu samræmi við álagið. Mannekla hafi verið viðvarandi í lengri tíma og starfsmenn orðnir langþreyttir á ástandinu. Hið mikla álag sé langt frá því metið við starfsmennina og því sé meira um uppsagnir nú en áð- ur. Fjórir sjúkraliðar, sem starfað hafa á heimilinu í fleiri ár, hafa sagt upp störfum á síðustu dögum. Sam- kvæmt upplýsingum frá forstjóra Hrafnistu vantar í um 15 stöðugildi á Hrafnistu í Reykjavík og líklega í álíka mörg í Hafnarfirði. Þar sem heimilið þar er minna er ástandið nokkuð verra en í Reykjavík. Fyrst og fremst vantar ófaglært fólk í umönnunarstörf sem og sjúkraliða. „Það er gríðarlegt álag á okkur og tíðari veikindi, hiklaust,“ segir Ragnheiður um ástandið. Í fréttatilkynningu frá sjúkralið- unum segir að undirmönnun í lengri tíma valdi óhjákvæmilega miklu álagi, andlegu sem líkamlegu. Afleið- ingar þess séu þreyta, veikindi og uppgjöf. Knúnir til að segja upp „Stjórnendur Hrafnistu verða að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að það er ekki að ófyrirsynju að fjöldi reyndra sjúkraliða sem í raun hafa verið burðarásar heimilisins í áratugi sjá sig knúna til að segja störfum sínum lausum vegna óánægju með kjörin,“ segir í áskor- uninni. Sveinn H. Skúlason forstjóri, segir Hrafnistu fara nákvæmlega eftir öll- um kjarasamningum. „Hins vegar telja þær sig eiga inni ákveðinn framgang samkvæmt samningnum sem er alltaf ákveðið matsatriði í báðar áttir.“ Hann segir að viðræður milli Hrafnistu og Sjúkraliðafélags- ins séu að fara af stað og ekkert verði hægt að aðhafast í launamálum starfsmanna fyrr en þeim loknum. Sveinn segir ekkert svigrúm innan kjarasamninganna til að umbuna fólki á miklum álagstímum. „Við höf- um valið að umbuna okkar fólki á ýmsan máta,“ segir Sveinn. M.a. með því að gefa starfsfólki afmæl- isgjafir eftir ákveðinn tíma í starfi, þá er öllum starfsmönnum boðið í grillveislu á haustin og sömuleiðis á árshátíð. Að auki fær hver deild ár- lega ákveðna upphæð sem hún getur ráðstafað að vild og oft er nýtt til að fara út að borða í kringum jólin. „Þetta höfum við gert því við viljum sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir sína miklu vinnu. Ef við reiknum þetta inn í kjarasamninga eru þetta einhverjir þúsundkallar á mánuði á mann.“ Sveinn segir að starfsmannavelt- an á Hrafnistu sé mikil og ástandið hafi verið sérstaklega slæmt í haust. Ákveðinn kjarni, um 70–80% starfs- manna, hafi verið lengi í vinnu. Aðrir staldri stutt við og erfitt sé að fylla í skörðin. Þreyta, veikindi og uppgjöf á Hrafnistu Viðvarandi undirmönnun hefur tekið sinn toll af starfsfólki Hrafnistu og sjúkraliðar krefjast úrbóta hið snarasta Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FRAMSÓKNARFLOKKURINN ætlar að standa fyrir ýmsum við- burðum á næstu mánuðum í tilefni af 90 ára afmæli flokksins sem er 16. desember. Flokkurinn ætlar m.a. að halda málþing í janúar um miðjustefnu í stjórnmálum og efnt verður til afmælishátíða víða um land í febrúar. Í mars verður síðan haldið flokksþing þar sem málefna- skrá flokksins fyrir þingkosning- arnar í vor verður mótuð. Stofnskrá Framsóknarflokksins var undirrituð 16. desember 1916, en áður höfðu verið haldnir fundir á Austurlandi og Suðurlandi þar sem stofnun flokksins var undirbú- in. Flokkurinn var í upphafi stofn- aður sem þingflokkur en upp úr 1930 var farið að stofna félög um allt land. Afmælisviðburðir fram í mars „Þó að Framsóknarflokkurinn sé orðinn þetta gamall þá endurnýj- ast hann með hverri kynslóð og þeim einstaklingum sem taka þátt í starfi hans. Hann er því enn ung- ur og öflugur. Flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á að fylgjast með tímanum og endurmeta stöðu sína. Við erum jafnframt núna á þessum tímamótum að rifja upp og skerpa á ýmsum sígildum verð- mætum og hugsjónum eins og þjóðlegum gildum, félagslegum gildum og mannúðlegum gildum. Við erum að fara yfir þessi atriði í aðdraganda flokksþings sem haldið verður í mars,“ sagði Jón Sigurðs- son, formaður Framsóknarflokks- ins. Í gær, á afmælisdaginn, stóð Framsóknarflokkurinn fyrir hátíð- ardagskrá á 14 stöðum um allt land. Í janúar kemur út 5. bindi í ritröðinni Sókn og sigrar, en þetta bindi er tileinkað 25 ára sögu Landssambands framsóknar- kvenna. Í febrúar ætlar Fram- sóknarflokkurinn að standa fyrir málþingi um miðjustefnu í stjórn- málum. Í sama mánuði ætlar Sam- band ungra framsóknarmanna að standa fyrir afmælishátíð. Þá verða afmælishátíðir í febrúar á 15–20 stöðum víða um land þar sem fjallað verður um sögu og verk Framsóknarflokksins. Jón sagði að flokksþingið í mars yrði málefnaþing. Þingið sem hald- ið hefði verið í ágúst hefði kosið nýja forystu fyrir flokkinn og síðan hefði þinginu verið frestað. Á flokksþinginu yrðu stefnumál flokksins rædd og áherslur lagðar fyrir komandi þingkosningar. Brýnt erindi Jón sagði að saga Framsóknar- flokksins væri samofin sögu þjóð- arinnar. Flokkurinn hefði setið í mörgum ríkisstjórnum og komið miklu í verk. Flokkurinn byggði á samvinnuhugsjón og það hefði oft verið hans hlutverk að draga ólík öfl saman að borði. Hann sagði að flokkurinn ætti enn brýnt erindi við þjóðina. „Það er mikið rætt um að flokk- urinn mæti andbyr nú um stundir en sannleikurinn er sá að það eru kosningar sem meta byrinn en ekki skoðanakannanir. Við höfum um- boð u.þ.b. 18% kjósenda og það er á þeim grundvelli sem við erum að vinna.“ Framsóknarflokkurinn fagnar 90 ára afmæli Framsóknarmenn ætla að efna til málþings í febrúar um miðjustefnu í stjórn- málum og einnig ætlar flokkurinn að standa fyrir afmælishátíðum um allt land Í HNOTSKURN »Í gær kynnti Framsóknar-flokkurinn nýtt afmælis- merki sem hann ætlar að nota á afmælisárinu og í kosningabar- áttunni næsta vor. »Framsóknarflokkurinn hef-ur átt aðild að 22 rík- isstjórnum, að þeirri sem nú situr meðtalinni. Alls hafa 36 ríkisstjórnir setið að völdum frá 1917. »Framsóknarflokkurinn hef-ur farið með forystu í 13 ríkisstjórnum eða 14 ef með er talin sú stjórn sem nú situr. »Núverandi formaður, JónSigurðsson, er 13. formað- ur Framsóknarflokksins. Að- eins sex menn hafa veitt flokknum forystu frá stofnun lýðveldisins. »Framsóknarflokkurinn erelstur þeirra stjórn- málaflokka sem nú starfa. Næstelstur er Sjálfstæðisflokk- urinn, en hann var stofnaður 1929. »Alþýðuflokkurinn var líktog Framsóknarflokkurinn stofnaður árið 1916. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Afmæli Létt var yfir leiðtogum flokksins í gær. Jón Sigurðsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður tak- ast í hendur og með þeim eru Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Jóns, og Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins. Á EINUM sólarhring tók lögreglan í Reykjavík tólf ökumenn yfir ölvun- arakstur sem er óvenju mikið. Ef litið er í dagbók lögreglu frá klukkan sjö á fimmtudagsmorgni til sjö að morgni föstudags sést að tíu karlmenn og tvær konur voru tekin fyrir ölvunarakstur. Karlarnir voru á ýmsum aldri; sá yngsti 17 ára en sá elsti um áttrætt. Konurnar voru báðar á fertugsaldri. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi en sá fjórði í hópnum var jafnframt tekinn fyrir ölvunarakstur fyrr í vikunni. Síðdeg- is á föstudag hafði einn ölvaði öku- maðurinn enn lent í klóm lögregl- unnar en ekki fylgir sögunni hvort jólaglöggin eru að valda þessu í miðri viku. Tólf ökumenn teknir ölvaðir á sólarhring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.