Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ER ÍSLAND BARNVÆNT SAMFÉLAG? GREIN 6 Á Á 21. öldinni held ég að við komum til með að beina sjónum okkar í auknum mæli að börnunum og þeim að- stæðum sem þau búa við,“ segir dr. Herdís Þorgeirs- dóttir, prófessor í stjórnskip- unarrétti og mannréttindum við lagadeild Háskólans á Bifröst. „Við erum stöðugt minnt á slæmt ástand meðal stórra hópa barna, bæði á Íslandi og annars staðar, svo ekki sé minnst á þær hörmungar sem milljónir svangra, sjúkra og vanræktra barna búa við víða um heim. Það er ekki nóg vitneskja til staðar um almenn réttindi barna. Þau njóta allra sömu grunnréttinda og við sam- kvæmt stjórnarskrá og alþjóð- legum mannréttindasamningum. Þess utan er Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna, sem öðlaðist gildi gagnvart Íslandi 1992, einn víð- tækasti alþjóðasamningur sem til er, viðurkenning á því að börnum beri sérstök vernd og aðstoð. Það þýðir ekki að við eigum aðeins að líta á börn sem eign okkar eða andlag miskunnsemi ef eitthvað bjátar á. Þau eru verur sem hafa sama rétt og við á mannhelgi og að vera ekki mismunað á grund- velli þátta sem þau geta ekki breytt eins og kynferði, þjóðern- isuppruna, kynþætti, litarhætti, efnahag, ætterni og stöðu að öðru leyti. Ein meginreglan varðandi ráðstafanir sem varða börn er sú, að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang. Þessi regla virðist því miður ekki ráða ferðinni á allt of mörgum Morgunblaðið/Kristinn AFTUR TIL SAKLEYSIS Ein meginreglan í Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna er sú, að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang. Þessi regla virðist því miður ekki ráða ferðinni. Við erum flest á klafa gegndarlausrar verald- arhyggju og drögum börnin okkar með, seg- ir Herdís Þorgeirs- dóttir prófessor. Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helga@mbl.is og Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið og viðmælendur þess hafa fengið mikil viðbrögð frá lesendum við umfjöllun um spurninguna hvort Ísland sé barnvænt samfélag, en athygli vekur að erindin eru öll frá kon- um. Hér koma tilvitnanir í nokkur bréf. „ Takk fyrir frábærar grein- ar og greinaflokka. Loksins koma einhverjar sem ræða um líðan barna og hafa hagsmuni þeirra og velferð að leiðarljósi ... Ég hef annast börn frá unga aldri. Á sex systkini, er fimm barna móðir, sjö barna amma og er sérkennari sem vinn með van- sæl og óörugg börn sem líður illa í látunum og margir foreldrar hafa ekki tíma til að sinna.“„ Þetta stofnanauppeldi sem viðgengst í dag getur ekki verið það besta fyrir börnin. Það getur heldur ekki verið skortur á jafnrétti þegar kona velur að vera heima og hugsa um börnin sín.“„ Ég er kennari og amma og hef miklar áhyggjur af vel- ferð barna á Íslandi. Þegar ég var með ung börn valdi ég að vera heima hluta úr degi og sé ekki eftir einum klukkutíma. Ég er ekki verðlaunuð fyrir að koma góðum þegnum út í samfélagið heldur er mér hegnt fyrir það með því að skerða lífeyrinn minn.“„ Þetta er mikið hitamál í mínum huga og sjálf hef ég miklar áhyggjur hvert þetta þjóð- félag stefnir varðandi börnin, sem skipta öllu máli. Ég er ein- mitt heima með 8 mánaða dóttur minni og hef fengið furðuleg við- brögð frá alltof mörgum. Ertu ennþá heima? Ætlar þú ekki að fara að vinna? Ég sótti um pláss hjá dagmömmu þegar ég var komin 2 mánuði á leið o.s.frv. Það gefa alltof fáir sér tíma til að annast börnin sín og þetta er sorgleg þróun.“„ Ég er að velta fyrir mér hvort hægt sé að halda þess- ari umræðu áfram því hún er svo mikilvæg. Við leikskólakennarar höfum talað um þetta í nokkur ár, okkar á milli.“„ Ég er ekki í vafa um að fólk les þetta vel. Það er sjald- gæft að þessi málaflokkur fái svo gott rými og svo ítarlega og fag- lega umfjöllun.“ VIÐBRÖGÐ LESENDA VIÐ UMFJÖLLUN UM BARNVÆNT SAMFÉLAG  SKIPULAG ER LYKILATRIÐI FYRIR EINSTÆÐA FORELDRA  ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ FÓRNA FJÖLSKYLDUNNI FYRIR VINNUNA  VINNUVEITENDUR OPNARI FYRIR SVEIGJANLEGUM VINNUTÍMA EN VIÐ HÖLDUM  VILJUM AÐ ANNAÐ HVORT OKKAR SÉ ALLTAF TIL STAÐAR Á HEIMILINU  FLESTIR FORELDRAR LEGGJA MJÖG HART AÐ SÉR TIL AÐ SINNA BÖRNUNUM VEL  LANDSVIRKJUN AUGLÝSIR SIG SEM FJÖLSKYLDUVÆNT FYRIRTÆKI  FJÖLSKYLDUVÆN STEFNA EN GLITNIR FORGANGSRAÐAR EKKI FYRIR FÓLK  FEÐURNIR TAKA HLUTA AF SAMVISKUBITI MÆÐRANNA  SJÁLFSAGT AÐ MÆTA ÞÖRFUM FJÖLSKYLDUNNAR HJÁ TOYOTA  UMÖNNUNARÁBYRGÐ VEGNA VEIKINDA Í AUKNUM MÆLI Á HEIMILUM »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.