Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Arndís, Jónína og Guðrún Karlsdætur, Karl Guðlaugsson, Ingibjörg Magnúsdóttir og Sigrún Karlsdóttir. S kipulag er lykilatriði fyrir einstæða foreldra. Það er allt hægt með góðu skipulagi,“ segir Björg Snjólfsdóttir, þriggja barna einstæð móðir. Björg og eiginmaður skildu fyrir tæpum þremur árum og fara þau í sameiningu með forsjá tveggja barna sinna, átta ára drengs og þriggja ára stúlku. Fyrir átti Björg 21 árs gaml- an son. Þau hafa börnin sína vikuna hvort. „Auðvitað tvístrar þetta fyrirkomulag þeim svolítið en hjá því verður ekki komist. Við ákváðum strax að hafa þetta svona enda tryggir þetta jafna samveru með foreldrum,“ segir Björg. Eins og gefur að skilja stendur elsti son- urinn utan þessa fyrirkomulags „enda fullorð- inn maður með kærustu úti í bæ“. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvort þetta sé draumaskipulagið. „Skilnaður hjóna er alltaf uppgjör fyrir alla í fjölskyldunni og það er vandasamt að finna hina fullkomnu leið í sam- skiptum eftir að sambúð er lokið. Við teljum okkur samt vera að gera það besta í stöðunni. Við urðum strax sammála um að setja börnin í öndvegi. Það hefur að mínu mati tekist mjög vel og verður sífellt betra þó í upphafi hafi þetta verið strembið. Skilnaður er alltaf erfiður fyrir börn og ég er sannfærð um að yngri strákurinn myndi frekar vilja að við byggjum ennþá sam- an, sú litla þekkir ekkert annað en þetta fyr- irkomulag. En um það er ekki að ræða og því ber okkur að gera það besta úr þessu.“ Sálfræðingurinn hjálplegur Björg og eiginmaður hennar fyrrverandi leit- uðu strax til sálfræðings eftir skilnaðinn sem veitti þeim ráðgjöf varðandi eftirmála skiln- aðarins með tilliti til barnanna. „Hann var ákaf- lega hjálplegur og ég hvet alla sem eru í þessari stöðu að leita faglegrar aðstoðar við að vinna úr svona málum. Það getur skipt sköpum í því til- finningastríði sem skilnaður getur verið.“ Björg segir það líka hjálpa að hún og eig- inmaður hennar vinna bæði á stöðum þar sem rekin er fjölskylduvæn stefna. Hún hefur und- anfarið hálft annað ár starfað sem þjón- ustustjóri hjá Svefni og Heilsu og segir hús- bændur þar hafa sýnt sér mikinn skilning. Vikuna sem hún er með börnin vinnur hún frá kl. 9–16 en hefur lengri viðveru hina vikuna. „Ég fór fram á þetta þegar ég var ráðin og það var sjálfsagt mál. Það er engin ástæða til að fórna fjölskyldunni fyrir vinnuna. Ég veit um fráskilinn mann í krefjandi starfi sem þorði ekki að segja vinnuveitanda sínum frá því að hann væri helgarpabbi og fyrir vikið hefur hann enn minni tíma til að sinna börnunum, ekki einu sinni aðra hvora helgi. Það er dapurlegt. Að mínu mati á fólk skilyrðislaust að fara fram á það að vinnutíminn henti fjölskyldunni. Það er engin ástæða til að gefa sér fyrirfram að vinnu- veitandinn taki þeirri umleitan illa. Fyrirtæki eru mun opnari fyrir þessu en við höldum. Það er hægt að finna flöt á öllum málum.“ Björg hrósar Svefni og Heilsu sérstaklega fyrir fjölskylduvæna stefnu í starfsmanna- málum en hún er alls ekki eina manneskjan sem hefur sveigjanlegan vinnutíma. Eftir skilnaðinn gerði Björg sér fljótt grein fyrir því að hún þyrfti að skipuleggja tíma sinn mjög vel. „Ég setti mér strax það markmið að reka fjölskylduvæna stefnu heima fyrir.“ Ekki dregur það úr skipulagsþörfinni að hún er í tvöfaldri aukavinnu. „Annarri vinnunni sinni ég eingöngu helgina sem ég er ekki með börnin en hinni sinni ég heima á kvöldin þegar ég er með börnin, eftir að þau eru sofnuð.“ Björg kveðst nýta tímann mjög vel til ann- arra verka þegar börnin eru hjá föður sínum. „Þá vikuna þríf ég heimilið og versla í matinn. Ég versla mjög sjaldan í matinn þegar börnin eru hjá mér. Þannig spara ég heilmikinn tíma. Ég skipulegg líka matseðil vikunnar fyrirfram sem er einnig hagkvæmara fyrir budduna.“ Björg leggur áherslu á að veita börnunum það sem hún skilgreinir sem „gæðalíf“ heima fyrir. „Það felst ekki í því að fara með þau í búð- ir. Áreitið í stórmörkuðum er mikið og getur verið bullandi árás á börnin. Ég varast því markvisst að fara á slíka staði. Raunar hef ég á tilfinningunni að ég nýti tímann með börnunum betur en margt hjónafólk.“ Björg tekur þó fram að fyrrverandi eig- inmaður hennar og hún séu með gott sam- komulag um hver keyri og sæki átta ára soninn í tómstundaiðkun. „Vikuna sem þau eru hjá mér gerir hann það og öfugt þegar þau eru hjá honum svo það raski ekki rútínunni hjá stelp- unni enda er þetta yfirleitt í kringum matartím- ann.“ Björg tekur alltaf við börnunum á mánudegi en ekki föstudegi og sækir þau í skólann og leik- skólann. „Við urðum fljótt sammála um að það væri betra að gera þetta á mánudegi. Á föstu- degi er of mikil spenna fyrir helgina.“ Björg kemur að jafnaði heim með börnin upp úr kl. 16 á daginn. „Ég byrja á því að athuga með heimalærdóminn hjá stráknum en oftast er hann búinn að læra í skólanum. Oft eru þau þreytt, sérstaklega stelpan, og þurfa bara að vera í ró eða vilja spjalla. Síðan eldum við eða förum annað í mat. Venjan er að borða klukkan sex, þannig að við höfum góða samverustund eftir matinn. Ég geng oftast frá eftir matinn eftir að þau eru sofnuð. Tíminn líður svo hratt. Þetta eru bara nokkur ár sem börnin okkar eru lítil og ég er ekki í vafa um að þau búa að því alla ævi að hafa varið meiri gæðatíma með for- eldrum sínum.“ Björg segir það ekkert keppikefli hjá sér að gera sem mest og fara sem víðast með börnin. Aðalatriðið sé að gera hluti sem skilja eitthvað eftir sig fyrir þau. Það sé alveg eins hægt að gera heima í stofu og eins og á fjarlægri sólar- ströndu. Oft er rætt um bágan fjárhag einstæðra for- eldra. Björg kvartar hins vegar ekki. „Fyrir mér skiptir öllu máli að börnin séu heilbrigð. Al- varleg veikindi setja örugglega strik í reikning- inn. Ég var einu sinni fátækur námsmaður og ófaglært fólk í lægst launuðu störfunum á sam- úð mína alla. Þar er ástandið víða erfitt.“ Björg segir það líka hjálpa til að þau fyrrver- andi eiginmaður hennar skipti öllum útgjöldum sem viðkoma börnunum jafnt á milli sín. „Það hefur aldrei komið upp ágreiningur í þeim efn- um enda berum við hag barnanna fyrir brjósti í þessu sem öðru.“ Björg hlær þegar hún er spurð hvort hún eigi nokkurn tíma út af fyrir sig. „Það er allt hægt með góðu skipulagi og ég hugsa að ég eigi ekk- ert minni frítíma til einkalífs og tómstunda en aðrir og jafnvel bara meiri ef eitthvað er.“ Heppin að eiga góða að Við erum svo heppin að eiga góða að, því mæður okkar beggja eru nýhættar að vinna úti, segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjúkrunarfræð- ingur á bráðamóttöku Landspítalans við Hring- braut. Hún og Karl Guðlaugsson, eiginmaður hennar, eru bæði útivinnandi og með fjögur börn á heimilinu, það yngsta tveggja ára. „Við fáum góða aðstoð frá þeim og svo hefur pabbi líka létt undir með okkur annað slagið til að brúa bilið,“ segir Ingibjörg, en hún er í 60% starfi. Karl á fyrirtækið Markaðsmenn og hefur tök á því að skreppa úr vinnunni þegar þörf er á. „Ef ég er búin að vera á næturvakt getur hann farið og sótt elstu dóttur okkar, Jónínu, þegar hún er búin í skólanum og tekið hana með sér. Suma daga er ég í fríi heima og með þessu skipulagi höfum við sloppið við að setja hana í gæslu eftir skóla,“ segir hún. „Við höfum reynt að púsla þessu þannig sam- an að Ingibjörg vinni á þeim tíma sem passar heimilinu af því að hún getur unnið á vöktum. Upp á síðkastið höfum við skipt þannig með okkur verkum að annað hvort okkar sé nánast alltaf til staðar á heimilinu. Gallinn er þá kannski sá, að stundum náum við rétt að heils- ast og kveðjast í útidyrunum og oft borðum við ekki kvöldmat saman,“ segja þau. Allir eiga að vinna mikið Þau segja jafnframt að fólk sem ákveður að vera heimavinnandi eða draga úr vinnu eða neyslu verði oft fyrir þrýstingi. „Samfélagið reiknar með því að allir eigi sinn starfsframa og leggi allt í hann,“ segir Karl og Ingibjörg bætir við: „Mér finnst áherslan líka mjög mikil á það, að allir eigi að vinna svo mikið og vera svo fínir og flottir og eiga allt til alls. Viðkvæðið er að maður geti alltaf fundið sér tíma til þess að sinna sjálfum sér og fara í líkamsrækt og þess háttar, en þegar maður er með ung börn er það hreint ekki svo einfalt ef maður ætlar að sinna þeim líka. Við erum á þessum tímapunkti í lífinu að vera með ung börn, það var okkar val að eiga þau, svo kemur okkar tími bara seinna,“ segir hún. „Ég er sammála Ingibjörgu, þetta er tímabil þegar við erum að sinna uppeldinu og maður helgar sig bara því verkefni,“ segir Karl. Annað heima Ingibjörg og Karl eiga þrjár dætur saman og þegar sú elsta, Jónína, fæddist var Ingibjörg heima í ár. Að því búnu hagræddu þau vinnu- tíma sínum þannig, að annað hvort þeirra væri heima þar til hún komst á leikskóla. „Já, við hugsuðum þetta þannig að annað hvort gæti verið heima upp að vissu marki því við vildum eyða tíma með Jónínu. Þegar Sigrún, sem er næstelst, fæddist var Ingibjörg aftur Skipu- lagið lykilatriði Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margrét Einarsdóttir og Pálína Björk M. Pálsdóttir. Morgunblaðið/ÞÖK Björg Snjólfsdóttir, sem er einstæð móðir, ásamt börnum sínum Hirti Snæ og Sóldísi. FJÖLSKYLDUR Einstæð þriggja barna móðir, hjón með fjögur börn og foreldrar tveggja ára stúlku veita Morgunblaðinu inn- sýn í fjölskyldulíf sitt. Það er í mörg horn að líta hjá barnafólki á Íslandi og því ríður á að skipuleggja tímann vel og vandlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.