Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 17 FYRIRTÆKI Glitnir, Landsvirkjun, Toyota Reykjanesbæ og Vinnueftirlitið eru allt aðilar á vinnumarkaði sem tekið hafa upp stefnu í starfsmannamálum sem þeir telja fjölskylduvæna. B jarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að tímaskortur í samskiptum foreldra og barna sé bæði viðvarandi og vaxandi vandamál á Íslandi. „Stærð og umfang þessa vanda á bara eftir að aukast. Þetta er ekkert sem fyr- irtæki eða stjórnvöld koma til með að leysa ein og sér. Með aukinni efnahagslegri velferð snýst þetta fyrst og fremst um val einstaklingsins um ráðstöfun síns tíma, jafnvægi í sínu lífi og mat á því hvað eru gæði í lífinu. Stundum þarf að fórna efnislegum gæðum fyrir tíma en það er alveg klárt að tími er einn af fáum þáttum í líf- inu sem er jafnt skipt milli mannanna,“ segir Bjarni og bætir við að fólk sem eignast börn sé að takast ákveðna skuldbindingu á hendur til margra ára og hljóti að hafa löngun til að sinna því mikilvæga hlutverki af kostgæfni. Bjarni segir að samhliða breyttri heims- mynd séu ferðalög, fjarvera frá heimili og auk- in krafa um viðbragðsflýti orðin viðvarandi hluti af starfi þeirra sem taka þátt í þekking- arsamfélaginu. „Þetta kallar á það að menn finni mótvægi við þessa þætti og ég held að það hljóti að liggja í sameiginlegum viðbrögðum vinnuveitenda og launþega sem eru í rauninni orðin úrelt hugtök því þátttakendur í þekking- arsamfélaginu eru allan sólarhringinn í vinnunni. Hugmyndir geta kviknað þegar þú ert í sturtu eða situr úti á verönd og oft er lagð- ur grunnur að framtíðarplönum í óformlegu spjalli sem ekki er skilgreint sem hluti af vinnutíma eða vinnuvettvangi. Þessir þættir eru allir gjörbreyttir.“ Glitnir forgangsraðar ekki fyrir fólk Fólk á Íslandi eignast fleiri börn en fólk víð- ast hvar í Evrópu og Bjarni segir að það hljóti að benda til þess að við viljum sinna þessum málaflokki betur en ýmsir aðrir. „Í iðnvæddari samfélögum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu, er það meðvituð ákvörðun marga ein- staklinga að eignast ekki börn, hvort sem það breytist svo síðar á lífsleiðinni eður ei. Ýmsir sem ég þekki og starfa í svipuðu umhverfi og ég hafa tekið slíka ákvörðun. Frá mínum bæj- ardyrum séð er þetta röng ákvörðun en frelsi einstaklingsins er vitaskuld grundvöllur allra efnahagslegra framfara.“ Bjarni segir starfsmannastefnu Glitnis snú- ast um einstaklinga, ekki bara barnafólk. Það sé aftur á móti staðreynd að stór hluti þeirra starfsmanna sem Glitnir reynir að laða til fyr- irtækisins sé vel menntað ungt fólk. „Þetta er sá hópur í samfélaginu sem er að eignast börn og að sjálfsögðu reynum við af fremsta megni að koma til móts við þarfir þessa fólks. Þegar upp er staðið verður fólkið sjálft hins vegar að forgangsraða. Glitnir getur ekki gert það fyrir það.“ Bjarni segir Glitni leggja áherslu á að starfs- menn fyrirtækisins hafi helgarnar út af fyrir sig. „Við viljum að menn stilli sínum tíma- ramma upp þannig að þeir klári verkefnin á virkum dögum og haldi helgunum fríum. Þetta er í samræmi við þá þróun sem við sjáum í hin- um engilsaxnesku löndum. Það þarf að búa til pásur inn á milli.“ Bjarni segir að réttur til frís sé ríkur á Ís- landi og af því geti hlotist ýmis vandamál fyrir fyrirtæki. „Við hjá Glitni höfum t.a.m. reynt að sinna þörfum barnafólks í vetrarfríum sem hafa rutt sér til rúms í skólum á undanförnum árum, svo dæmi sé tekið.“ Glitnir opinn fyrir sveigjanlegum vinnutíma og fjarvinnu Bjarni segir að Glitnir horfi fyrst og fremst til árangurs fólks í starfi en ekki vinnutíma. „Þannig að við erum mjög opin fyrir sveigj- anlegum vinnutíma og fjarvinnu. Hafandi sagt það þá er sveigjanleiki takmarkaður vegna eðli margra starfa. Þeir sem eru að vinna við miðl- un gjaldeyris verða að sjálfsögðu að vera á staðnum meðan gjaldeyrismarkaðurinn er op- inn, svo dæmi sé tekið.“ Bjarni segir að Glitnir sé í auknum mæli far- inn að vinna yfir mörg tímabelti en sjálfur er hann staddur í Kína meðan samtalið fer fram. „Ég er átta tímum á undan klukkunni á Íslandi og við það eykst vinnuálagið sjálfkrafa. Ég þarf að vinna fullan vinnutíma hér og þegar það er búið þarf ég að svara símtölum og tölvupósti, koma málum í framkvæmd, halda hlutum gangandi og þar fram eftir götunum.“ Bjarni segir Glitni reyna að ýta undir sveigj- anlegan vinnutíma, m.a. með heimtengingum fyrir starfsmenn. „Þannig bregðumst við m.a. við óvæntum aðstæðum og fyrirséðum að- stæðum eins og veikindum barna.“ Því hefur verið haldið fram að heimteng- ingar geti leitt til aukins vinnuálags og Bjarni útilokar ekki að það sé rétt. „Það er gömul saga og ný að frelsi eykur ábyrgð. Samt sem áður er þetta fyrsta sveiflan í ákveðinni þróun. Þetta er eins og með gsm-símana, fólki finnst það skuld- bundið að svara í þá enda þótt það sé á sama tíma að tala í heimasímann við sína nánustu. Allt snýst þetta hins vegar um forgangsröðun og hún á eftir að breytast þegar fram líða stundir.“ Góð reynsla af feðraorlofi Bjarni segir feðraorlof geysilega stórt skref í rétta átt. Sjálfur á hann fjögur börn, þar af eina tvíbura, og hefur nýtt sér feðraorlofið. „Ég tók feðraorlof með yngstu dóttur minni en ekki með þeim eldri. Það mætti miklum skilningi minnar stjórnar. Ég vissi að það var hvorki auðvelt né skynsamlegt fyrir mig að taka orlof- ið í einu lagi og því gerði ég það í tvennu eða eiginlega þrennu lagi. Fyrst sneri ég mér alfar- ið að eldri börnunum þannig að koma nýs barns væri ánægjuleg og þau eldri lentu ekki út und- an. Ég held að það hafi verið sniðugt enda gat ég hvort eð er ekkert aðstoðað við brjóstagjöf- ina,“ segir hann í léttum dúr. Þegar yngsta dóttirin var ársgömul fór Bjarni aftur í orlof og kveðst hann ekki í vafa um að tilfinningaleg tenging hans við hana sé mest af börnunum. „Það er afrakstur þessarar vinnu og ég held að allir njóti góðs af því – ekki síst ég sjálfur. Ég er ekki í vafa um að virðið í feðraorlofinu til lengri tíma litið liggur í því að feðurnir eru að taka hluta af samviskubiti mæðranna sem hefur verið þeirra versti óvinur gegnum tíðina. Þær eru sífellt með nagandi samviskubit yfir því að sinna ekki öllum sínum hlutverkum vel.“ Í umfjöllun Morgunblaðsins hefur komið fram sú hugmynd að fyrirtæki skoði möguleika á því að koma á fót gæslu fyrir börn starfs- manna innan veggja fyrirtækisins. Bjarni telur ólíklegt að Glitnir feti þá braut. „Persónulega hef ég horft með mikilli að- dáun á það frumkvöðlastarf sem Margrét Pála Ólafsdóttir hefur unnið á undanförnum árum, bæði í leikskólum og grunnskólum, og held að aukin ábyrgð einkaaðila í þessum efn- um sé framtíðin. Án þess að endanleg nið- urstaða liggi fyrir af okkar hálfu tel ég lík- legra að við myndum styrkja slíka starfsemi frekar heldur en bankinn sem slíkur fari að annast rekstur dagvistar. Það sem skiptir mestu máli er að þjónustan sé innt af hendi og þá er best að það sé gert af þeim sem eru best í stakk búnir.“ Kortlögðu sveigjanleikann Landsvirkjun var í hópi fyrirtækja sem tóku þátt í verkefninu Hið gullna jafnvægi á sínum tíma en tilgangur verkefnisins var að kanna þörf lítilla og meðalstórra fyrirtækja fyrir stuðning til að þróa starfsmannastefnu sem Stundum þarf að fórna efnislegum gæðum fyrir tíma Ljósmynd/Víkurfréttir Ævar Ingólfsson eigandi Toyota Reykjanesbæ. Dagrún Þórðardóttir, skrifstofustjóri hjá Vinnueftirlitinu. Morgunblaðið/ÞÖK Ragnhildur Vigfúsdóttir, deildarstjóri á starfsmannasviði Landsvirkjunar. Morgunblaðið/Jim Smart Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Ása G. Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Vinnueftirlitinu. heima í ár, en þá réðum við ekki alveg við þetta, svo hún fór til dagmömmu í smátíma,“ segir Karl. Sú yngsta, Guðrún, sem er rúmlega tveggja ára þurfti hins vegar ekki að vera í gæslu fyrr en hún byrjaði á leikskóla, þar sem fjölskyldan skipti með sér verkum. Karl er körfuboltaþjálfari og hefur meðal annars þjálfað dætur sínar í körfubolta í gegn- um tíðina og segist hafa byrjað með þá elstu, Arndísi, til þess að geta verið með henni í ein- hverri tómstundaiðkun. „Það var alveg eins gott fyrir mig að stofna kvennalið og þjálfa hana, eins og að keyra hana í aðra íþrótt og bíða eftir henni. Yngri stelpurnar, Jónína og Sigrún, hafa svo fylgt í kjölfarið og byrjað að æfa eins og stóra systir þeirra. Eftir áramót í fyrra, þeg- ar Ingibjörg byrjaði á kvöldvöktum, gat þetta hins vegar stundum verið æði skrautlegt, því þá var ég með alla hersinguna með mér á æfing- um,“ segir hann. Ingibjörg hefur unnið á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum til þess að mæta þörfum fjölskyldunnar. „Eftir áramót ætla ég að reyna að vinna frá sex til tvö á nóttunni og á morgunvöktum og sjá hvernig það gengur. Launin spila líka inn í, því ef ég er bara á morg- unvöktum fæ ég ekki vaktaálag. En ég er hepp- in með það á bráðamóttökunni að geta breytt vinnutíma og skipt um vaktir eftir því sem hent- ar,“ segir hún. Flestir foreldrar leggja mjög hart að sér Margrét Einarsdóttir er móðir tveggja ára stúlku og segist þeirrar skoðunar, að umræðan um fjölskylduna snúist mikið um það, að börn séu níu tíma á dag í leikskólum og að foreldrar standi sig ekki í stykkinu, eins og hún orðar það. „Ég er ekki sammála því og held að flestir foreldrar leggi mjög hart að sér til þess að sinna börnunum sínum vel. Við hjónin erum bæði í fullri vinnu, ég er aðstoðarmaður dómara í Hæstarétti og maðurinn minn, Páll Ragnar Jó- hannesson, vinnur í banka. Vinnudagurinn minn byrjar klukkan átta á morgnana og stend- ur til fjögur og við skiptum með okkur verkum þannig að hann fer með dóttur okkar í leikskóla klukkan níu og ég sæki hana klukkan fjögur. Dóttir okkar þarf því ekki að vera lengur á leik- skóla en um það bil sjö tíma á dag. Einu sinni í viku sækir önnur amman hana síðan klukkan tvö en það er auðvitað eitthvað sem ekki allir hafa tök á,“ segir hún. Dóttir þeirra, Pálína Björk, er tveggja ára og segir Margrét ungan aldur eina ástæðu þess að þau kjósa sjö tíma vistun. „Hún nýtur þess að vera í leikskóla og lætur frekar bíða eftir sér þegar hún er sótt en hitt, en við höfum skipu- lagt þetta svona svo að við höfum meiri tíma með henni sjálf,“ segir hún. Margrét bætir við að stundum sæki Páll Ragnar dóttur sína í leikskólann sjálfur til þess að verja tíma með henni og fari síðan aftur í vinnuna, ef þannig ber undir. „Rómantísk“ með vinnuna í fanginu „Svo eigum við oft „rómantískt“ kvöld saman í sófanum þegar hún er sofnuð með vinnuna í fanginu. Við höfum grínast með það en reyndar leiðist okkur það ekki. Atvinnulífið gerir miklar kröfur en með því að taka vinnuna með sér heim getur maður haldið áfram að vinna þegar barnið er sofnað. Okkur þykir báðum ákaflega mikilvægt að hafa þennan sveigjanleika til að geta nýtt tímann með Pálínu Björk þegar hún er vakandi.“ Margrét segir ennfremur að þeirra fyr- irkomulag sé ekkert einsdæmi. „Ég sé það bara á mínum vinkonum og vina- fólki sem er í krefjandi störfum, útivinnandi for- eldrar reyna virkilega að verja sem mestum tíma með börnunum sínum og skipuleggja sig út frá því. Við erum líka nísk á þann tíma sem við höfum þegar við erum ekki að vinna. Okkur langar helst til þess að verja tímanum með dótt- ur okkar og vera saman. Við höfum bæði verið á kafi í félagslífi í gegnum tíðina en okkur finnst við ekki fórna neinu með því að draga stórlega úr því á meðan við erum með litla krakka. Við erum bæði í fullri vinnu og viljum það og þá verður tíminn sem verður afgangs að fara í samveru fjölskyldunnar.“ Margréti finnst hún ekki þurfa að draga úr sinni vinnu og að það gildi um báða foreldrana. „Okkur finnst við geta þetta svona og þar að auki vil ég vera fyrirmynd. Mér finnst mik- ilvægt að dóttir mín alist upp við það að hennar menntun skipti máli, að hún geti verið fjárhags- lega sjálfstæð og staðið á eigin fótum,“ segir Margrét Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.