Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Valdarán hafa oft sett svip sinn á stjórnskipan mála á Fídjí-eyjum Tíska | Nærbuxnaleysi poppprinsess- unnar Britney Spears hefur valdið miklu fjaðrafoki í bandarískum fjölmiðlum undanfarið. Þjóðarsálin | Geirfuglar komust í tísku á Íslandi 1971 þegar þjóðin lagðist á eitt til að kaupa uppstoppað eintak af fuglinum. VIKUSPEGILL » Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is S érfróðir segja litlar líkur á öðru en að valdarán hersins á Fídjí-eyjum hafi skelfilegar afleiðingar fyrir íbúana þar og framþróun sam- félagsins. Valdarán er vitanlega ekkert grín en því verður vart á móti mælt að það sem framið var á Fídjí-eyjum í byrj- un mánaðarins er með þeim undarlegri sem sagan greinir frá; valdaránið var boðað með margra mánaða fyrirvara, því var seinkað vegna rúgbí-leiks og bílaleigubílar voru not- aðir við framkvæmd þess. Valdaræningjarnir hafa þegar kallað yfir sig einangrun á alþjóðavettvangi þar sem Fídjí-eyjum hefur verið vikið úr Breska samveldinu. Þetta er raunar í þriðja skiptið sem Fídjí-eyjar eru reknar úr þeim fé- lagsskap enda hafa valdarán verið iðkuð þar af umtalsverðu kappi á undanliðnum árum. Eftir því sem næst verður komist hefur stjórnvöldum fjórum sinnum verið komið frá á síðustu 20 árum eða svo. Þessi rás atburða hefur haft skelfilegar afleiðingar einkum fyrir hagkerfið sem mjög er háð ferðamannaþjónustu. Fídjí saman- stendur af um 800 eldfjalla- og kóraleyjum í Suður-Kyrrahafi austur af Ástralíu. Þar búa um 850.000 manns einkum á eyjunum Viti Levu og Vanua Levu. Þjóðin skiptist nokk- urn veginn til helminga í innfædda Fídjí- menn og Fídjí-menn af indverskum ættum, afkomendur verkamanna sem á sínum tíma voru sóttir til eyjanna. Samskipti á milli þessara hópa eru svo lítil að undrum sætir en félagsleg spenna hefur löngum sett mark sitt á samfélagið. Valdarán á eyjunum hafa oftar en ekki tengst þessari skipan mála. Valdarán hersins nú í byrjun mánaðarins var á hinn bóginn framið á öðrum for- sendum þótt tæpast hafi það komið á óvart. Lofsunginn fyrir herlögin Fyrir valdaræningjunum fer Voreqe Bai- nimarama, yfirmaður hersins, sem þekktur er undir nafninu „Frank“. Hann hefur nokkra reynslu af þessum vettvangi þar sem hann setti herlög í landinu árið 2000 eftir að algjör upplausn hafði ríkt í nokkra daga í kjölfar valdaráns kaupsýslumannsins George Speight. Hann fór fyrir flokki inn- fæddra þjóðernissinna er steypti af stóli Mahendra Chauty, sem tekið hafði við emb- ætti forsætisráðherra, fyrstur Fídji-manna af indverskum ættum. Frank, sem þá var nýtekinn við sem yf- irmaður hersins, varð á augabragði þjóð- hetja og lofsunginn fyrir að hafa bjargað sjálfu lýðræðinu á Fídjí-eyjum. Frank fór fyrir bráðabirgðastjórn þar til forseti hafði verið valinn og sá síðan til þess að Laisenia Qarase var skipaður forsætisráðherra. Flokkur Qarase fór síðan með sigur af hólmi í kosningum árið 2001 og aftur nú í ár. Frank hafði á undanliðnum mánuðum ítrekað varað Qarase við því að hann yrði sviptur völdum færi hann ekki að kröfum herforingjans. Ríkisstjórnin hugðist breyta lögum landsins í því skyni að tryggja George Speight, sem dæmdur var í lífstíð- arfangelsi, og öðrum leiðtogum valdaránsins árið 2000 uppgjöf saka. Sakaruppgjöfin kynni einnig að hafa náð til hermanna sem risu upp gegn Frank sex mánuðum eftir valdaránið árið 2000 og hugðust drepa hann. Herforinginn tjáði því forsætisráðherranum að lagabreyting í þessa veru yrði aldrei lið- in. Spennan í samskiptum þessara tveggja manna jókst til muna í októbermánuði þegar Qarase forsætisráðherra reyndi að setja Bainimarama af er hann var á ferð í útlönd- um. Maðurinn sem tilnefndur hafði verið herstjóri neitaði á hinn bóginn að taka við embættinu og lýsi yfir hollustu við Frank. Næstu vikurnar magnaðist orðrómur mjög um að valdarán væri yfirvofandi. Frank, sem er annálaður fyrir yfirlýsinga- gleði og rómaður herkill, sagði raunar ítrek- að að til blóðbaðs gæti komið yrði kröfum hans hafnað. Qarase forsætisráðherra átti síðan fund með herforingjanum sem um margt var sérkennilegur ekki síst sökum þess að hann fór fram í skírnarveislu barna- barns Franks á Nýja-Sjálandi. Virtist þá sem forsætisráðherrann hefði ákveðið að verða við flestum kröfum herforingjans. Þetta nægði Frank ekki. Hann skipaði hermönnum að hefja skotæfingar í höfuð- borginni, Suva, og tilkynnti forsætisráð- herranum að hann myndi ræna völdum hefði ekki verið fallist á allar kröfur hans 1. des- ember. Sögulegur rúgbí-leikur Fresturinn rann út en ekkert gerðist. Boð bárust ekki frá Frank og hermenn héldu sig til hlés. Leit var hafin og fannst Frank loks á rúgbí-leik þar sem mættust lið hersins og lögreglunnar. Aðspurður taldi hann ekkert liggja á að ræna völdum. „Ég stend við kröf- ur mínar og það sama gildir um frestinn sem gefinn var. Ég mun greina frá afstöðu minni eftir rúgbí-leikinn,“ sagði herforing- inn. Rúmum þremur sólarhringum síðar skýrði Frank síðan frá því að hann hefði tekið sér forsetavald. Fyrsta verk hans var að leysa ríkisstjórnina frá völdum. Hélt hann því kinnroðalaust fram að þetta emb- ættisverk hans væri í samræmi við stjórn- arskrá landsins. Hermenn umkringdu skrif- stofu og heimili forsætisráðherrans. Á sama tíma tóku hermenn að aka um höfuðborgina og fóru sumir þeirra um á rækilega merktum bílaleigubílum. Vega- tálmum var komið upp en bílaflotinn vakti ekki minni athygli. Ein alþjóðleg bílaleiga greip þá til þess ráðs að auglýsa sérstak- lega að ekki væri spurt hvaða not menn hygðust hafa af bifreiðunum, eina krafan væri sú að gjaldið fyrir þær væri innt af hendi. Rúmum sólahring síðar skýrði Frank frá því að valdaránið væri afstaðið. Til allrar lukku kom ekki til blóðsúthellinga en hald manna er að betur auglýst valdarán hafi aldrei verið framið í sögunni. Ráðherraembætti auglýst Frank hefur nú skipað Jona Senilagakali, 77 ára gamlan fyrrum herlækni, forsætis- ráðherra til bráðabirgða. Sú aðgerð var einnig um margt sérkennileg ekki síst sök- um þess að forsætisráðherrann vissi ekki af því að hann ætti þessa upphefð í vændum fyrr en Frank greindi frá ákvörðun sinni. „Ég er afar undrandi, afar undrandi,“ var það fyrsta sem heimsbyggðin heyrði frá nýja forsætisráðherranum er hann var innt- ur eftir því í viðtali hvernig starfið legðist í hann. Fyrsta verk Senilagakali, sem aldrei hefur áður komið nærri stjórnmálum, var síðan að lýsa yfir því að valdaránið hefði verið ólöglegt þvert á það sem Frank hafði haldið fram. Eftir að hafa tryggt völd sín hófst Frank handa við að reka úr starfi nokkra helstu stjórnendur lögreglunnar og embættismenn sem sýnt höfðu mótþróa. Herstjórinn segir að spilling og rasismi hafi einkennt alla framgöngu stjórnar Qarase forsætisráð- herra. Mikla athygli vakti síðan sú ákvörðun for- setans að auglýsa í dagblöðum lausar stöður ráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Fídjí-eyja. Í auglýsingunni er tekið fram að umsækj- endur megi ekki hafa verið lýstir gjaldþrota og krafist er minnst tíu ára starfsreynslu eða háskólamenntunar. „Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að tiltaka á hvaða sviði stjórnsýslunnar þeir gætu hugsað sér að starfa,“segir þar og. Þegar síðast fréttist höfðu um 300 umsóknir borist. Valdaránið hefur verið fordæmt í ná- grannaríkjunum og hafa stjórnvöld í Ástr- alíu t.a.m. lýst yfir því að „hrokafullur ein- ræðisherra“ hafi tekið völdin í friðsömu lýðræðisríki í sínar hendur. Alexander Dow- ner, utanríkisráðherra Ástralíu, bætti því við að herinn beitti nú „skelfilegum aðferð- um“ til að þagga niður í andstæðingum stjórnarinnar nýju. Þannig væri vitað að fólk sem ritað hefði gagnrýnin bréf og feng- ið þau birt í dagblöðum sætti nú ógnunum. Áfall fyrir hagkerfið Hagvöxtur á Fídjí-eyjum hefur mælst um 3,5% á ári. Heldur hefur hægt á honum að undanförnu. Rúmur helmingur þjóðartekna á rætur að rekja til ferðamannaþjónustu. Frá því í septembermánuði hefur ferða- mönnum fækkað mjög miðað við meðalár og er sú þróun rakin til valdaránsins sem flest- um mátti ljóst vera að væri yfirvofandi. Hið sama gerðist eftir valdaránið árið 2000. Þá tók fimm ár að rétta hagkerfið við á ný. Tvö valdarán árið 1987 höfðu áþekkar afleið- ingar í för með sér. Stjórnvöld höfðu kynnt áætlun um efna- hagsumbætur á árunum 2007 til 2011 en víst þykir að ekkert verði af þeim. Segja sérfróðir um málefni Fídjí-eyja að valdarán Franks sé að sönnu um flest sérkennilegt en ljóst sé að hagkerfið verði enn á ný fyrir afar þungu höggi. Áhrifamiklir ættbálka- höfðingjar innfæddra Fídjí-búa lýstu yfir því á föstudag að valdaránið væri óþolandi með öllu og boðuðu þeir að hafnar yrðu í vikunni viðræður við Laisenia Qarase. Verði af þeim fundi mun spenna aukast mjög á eyjunum. Valdarán að hætti „Franks“ Valdarán hersins á Fídjí-eyjum þykir sæta tíðindum ekki síst sökum þess að það var afar vel auglýst þótt nauðsynlegt hafi reynst að fresta því um nokkra daga sökum rúgbí-leiks Reuters Herstjórinn Frank Voreqe Bainimarama, herstjóri á Fídjí-eyjum, er 52 ára gamall. Hann telur herinn nauðsynlega kjölfestu í stjórn landsins en er vændur um oflátungshátt og lýðskrum. ERLENT » »Næstu vikurnar magn- aðist orðrómur mjög um að valdarán væri yfirvofandi. Frank, sem er annálaður fyrir yfirlýsingagleði og rómaður herkill, sagði raunar ítrekað að til blóðbaðs gæti komið. Qarase forsætisráð- herra átti síðan fund með her- foringjanum sem um margt var sérkennilegur ekki síst sökum þess að hann fór fram í skírnarveislu barnabarns Franks á Nýja-Sjálandi. Frjálslegur Laisenia Qarase, hinn nýlega af- setti forsætisráðherra, fær sér kava ásamt stuðningsmönnum. Reuters Óreyndur Jona Senilagakali sver embætiseið forsætisráðherra Fídjí-eyja. Senilagakali, sem er fyrrum herlæknir, hefur enga reynslu af stjórnmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.