Morgunblaðið - 17.12.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.12.2006, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ vera samkvæmisskvísan Paris Hil- ton sem fæst aðallega við það að versla og mæta í gleðskap. Óþekkustu stelpurnar í slúður- pressu bandarískra fjölmiðla eru án efa Britney Spears, Lindsay Lohan og Paris Hilton í seinni tíð og voru þær meðal annars nefndar „þrjár gálur opinberunarinnar“ á forsíðu New York Post fyrir skömmu. „Þrjár stelpur, sem verða sífellt ill- ræmdari fyrir stórbrotin mistök, partípíur með dágóðan skammt af kæruleysi og mikið þol fyrir áfengi og slæmum blaðafulltrúum,“ sagði í téðri umfjöllun. Tómir ósiðir Blaðakona Póstsins heldur því meðal annars fram, að Britney hafi verið fljót að tileinka sér ósiði vin- kvennanna eftir langa fjarveru úr skemmtanalífinu sakir hjónabands og tíðra barneigna. „Og hún er líka búin að læra hvernig hún á að fara að því að koma ljósmyndum af sér í um- ferð, eins og til dæmis með því að gleyma nærhaldinu heima og láta óvart glitta í viðkvæma staði á sama tíma og hún þykist hata slúðurpress- una og grátbiður hana um að láta sig í friði.“ Svo djarfar eru ljósmyndir af téð- um vinkonum úti á lífinu um þessar mundir að tímaritið US Magazine sá ástæðu til þess að hafa samband við háreyðingarþerapista Parisar Hilton og fá fregnir af hárleysistísku á ónefndum stöðum líkamans. Næsta skref var að nálgast um- fjöllun þessa með vitsmunalegri hætti og af því tilefni hafði blaða- maður tímaritsins samband við fem- ínistann Camille Paglia og innti hana Britney steingleymir nærhaldinu DÆGURSTJÖRNUR» Hneyksli? Poppsöngkonan vinsæla Britney Spears fór út að skemmta sér í stuttum kjól á dögunum og þykir hafa skaðað ímynd sína allverulega. Í HNOTSKURN »Britney Spears er eink-um þekkt fyrir stúdíó- popp og myndbönd og hefur selt rúmlega 76 milljón plöt- ur á heimsvísu frá því að hún varð fræg árið 1998. »Ferill hennar náði mikl-um hæðum um og eftir aldamótin og vann hún með- al annars til Grammy- verðlauna, lék í auglýsingu fyrir Pepsi og í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum, auk þess að fara í tónleika- ferðalög. »Britney ætlar að gefa útplötu á nýju ári og þá reynir á hvort ferill hennar hefur beðið varanlegan skaða af nærfataleysinu. Spyrja má hvort hún glími við athyglissýki eða sjálfseyðingarhvöt Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helga@mbl.is Mikið fjaðrafok varð í lið-inni viku vegna drykkjuog undirfataleysisbandarísku poppprins- essunnar Britney Spears, sem hneykslar nú landa sína og aðdáend- ur með því að fara klæðalítil út að skemmta sér kvöld eftir kvöld. Myndir af henni nærbuxnalausri hafa farið eins og eldur í sinu um net- ið og valdið almennu uppþoti, en síð- ast sást til hennar í gegnsæjum blúndutoppi úti á galeiðunni á þriðjudagskvöldið var. Britney fann sig knúna til þess að afsaka nær- buxnaleysið og lofa bæði klofbót og betrun í framtíðinni um síðustu helgi og setti meira að segja skilaboð í þeim dúr inn á heimasíðu sína, en náðst hafa opinskáar ljósmyndir af henni að minnsta kosti fjórum sinn- um upp á síðkastið. Ekki leið þó á löngu þar til hún sást enn og aftur úti að kvöldlagi og hafði þá skilið brjóstahöldin eftir heima, til tilbreytingar. Britney er 25 ára og sótti nýverið um skilnað frá eiginmanni sínum til tveggja ára, Kevin Federline. Þau eiga tvo syni, 15 og þriggja mánaða, og standa meðal annars í harðvítugri forræðisdeilu, að því er hermt er. Ein nýjasta og besta vinkona hinnar einhleypu Britney virðist Reuters Vinsæl Spears á hátindi frægðar með auglýsingasamning við Pepsi. Eftir Ingu Rún Sigurðadóttur ingarun@mbl.is Og þá er komið að fuglidagsins (löng þögn). Fugldagsins var geirfugl.“Svona hljómaði grínið hjá Útvarpi Matthildi, sem hljómaði á Rás 1 1971–2. Auðvitað heyrðist ekkert í honum því hann er löngu þagnaður. Íslendingar skutu síð- ustu tvo fuglana í Eldey 3. júní 1844 og hafa skammast sín alla tíð síðan fyrir að hafa útrýmt þessum álkulega fugli. Nú hefur verið gerð enn ein at- lagan að þessum ágæta fugli í framhaldslífinu. Þó hefði frekar verið um dráp af gáleysi að ræða en morð ef aðförin hefði heppnast. Eins og greint var frá í fréttum vikunnar var uppstoppaður geirfugl Náttúrugripasafns Íslands hætt kominn eftir heitavatnsleka. Björg- unin tókst og er búið að pakka fugl- inum ofan í kassa í geymslum Þjóð- minjasafnsins þar til viðeigandi aðstöðu verður komið upp í Nátt- úrugripasafninu. Óuppfylltur draumur fuglsins Ómögulegt er að vita hver fram- tíð geirfuglsins hefði orðið ef hann hefði lifað. Í útliti líkist geirfuglinn (Pinguinus impennis) nokkuð mör- gæsum en þær hafa notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldinu. Má nefna Ferðalag keisaramörgæsanna, Ósk- arsverðlaunamynd og vinsælustu heimildarmynd allra tíma. Heimild- armyndina Ferðalag geirfuglanna fær enginn að sjá. Happy Feet, glæný teiknimynd með mörgæsum í aðalhlutverkum, ýtti sjálfum James Bond í Casino Royale, úr toppsæti kvikmyndahúsanna í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi. Geir- fuglateiknimynd er möguleiki en þá verða engir fuglar til taks til að tipla rauða dregilinn í Hollywood en mörgæsir voru viðstaddar frum- sýninguna á Happy Feet. Á næsta ári er svo væntanleg myndin The Farce of the Penguins þar sem stjörnur á borð við Christina Ap- pelgate, Jason Alexander, Whoopie Goldberg og Jamie Kennedy tala fyrir fuglana. Mörgæsir eru í tísku en geirfuglar ekki. Geirfuglar komust þó í tísku árið 1971 þegar íslenska þjóðin lagðist á eitt til að kaupa uppstoppað eintak af fyrrnefndum geirfugli í London. 4. mars sama ár var Íslendingum sleginn fuglinn á uppboði hjá Sotheby’s í London fyrir 1,9 millj- ónir króna, þá níu þúsund pund. Þegar spurðist að geirfugl væri til sölu var hafin almenn söfnun í land- inu, sem gekk glimrandi vel. Fulltrúi hinnar auðugu DuPont- ættar bauð á móti landanum en enskur sérfræðingur sá um upp- boðið fyrir hönd Íslendinga. Aldrei fyrr hafði náttúrusögulegur hlutur verið sleginn fyrir svo háa upphæð hjá uppboðsfyrirtækinu. Dr. Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur tók við geirfuglinum, sem var síðar afhentur Náttúru- fræðistofnun Íslands. Danskur bar- ón hafði eignast þennan sama fugl og flutt hann til Danmörkur 151 ári áður. Dr. Finnur var viðstaddur uppboðið ásamt Valdimari Jóhanns- syni, framkvæmdastjóra söfnunar- innar, en Flugfélag Íslands bauð þeim út til að sækja gripinn. Við gáfum okkur geirfuglinn Gamall Suðurnesjamaður sendi dr. Finni eftirfarandi vísu, sem birt var í blaðinu: Danir bjóða upp dýr- gripinn/ duga krónur slyngar./ Gef- um okkur geirfuglinn/ góðir Íslend- ingar. Daginn fyrir uppboðið hafði safn- ast rösk milljón, þar af hafði skrif- stofa Morgunblaðsins tekið á móti 18.894 krónum. Með samstilltu lokaátaki var hægt að klára ævin- týrið. Íslendingar gáfu sjálfum sér geirfuglinn og safnaðist nóg til að borga fuglinn að fullu. Fram- kvæmdanefnd söfnuninnar birti þakkarbréf í Morgunblaðinu 5. mars en í því eru undirtektirnar sagðar vera merki um „hinn mikla náttúrufræðiáhuga þjóðarinnar og vakandi skilning á mikilvægi þess að þjóðin eignist sem flesta dýr- gripi á því sviði.“ „Andrúmsloftið var nánast raf- magnað,“ segir í fyrirsögn blaðsins í baksíðufrétt, þar sem uppboðs- ævintýrið er rakið. Ennfremur er mynd af dr. Finni með fuglinn á forsíðu en hann sagði um fuglinn að hann liti „mjög sæmilega út, væri svolítið rykugur, en hann mætti hreinsa. Hann kvað fuglinn vel sett- an upp og sízt verri en þá fugla, sem söfn eiga.“ Skiptar skoðanir um söfnunina Í blaðinu sama dag eru vegfar- endur spurðir álits á söfnuninni en þrátt fyrir mikinn áhuga á geirfugl- inum voru ekki allir sáttir við að al- menningur og fyrirtæki þyrftu að skrapa saman til kaupanna. „Þó hefði mér fundizt það eiga betur við að ríkið keypti geirfuglinn,“ sagði Erla Hafsteinsdóttir skrifstofu- Ferðalag geirfuglsins Morgunblaðið/ÞÖK Gersemi Vonandi fær þessi uppstoppaði geirfugl meiri athygli þegar hann kemur upp úr kössum Þjóðminjasafnsins og þann sess sem honum ber. ÞJÓÐARSÁLIN» »Mörgæsir eru í tísku en geir- fuglar ekki. Í HNOTSKURN »Síðustu tveir geirfuglarnirvoru drepnir í Eldey 3. júní 1844. » Íslendingar keyptu upp-stoppaðan geirfugl fyrir metverð, 1,9 milljónir króna, hjá Sotheby’s í London 4. mars 1971 eftir peningasöfnun á landsvísu. »Geirfuglinn var allt að 70cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.