Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Danmörk er eitt þeirra fjögurra grannríkja, sem íslenzk stjórnvöld leita nú til um samstarf í varnar- og öryggismálum eftir að varnarlið Bandaríkjanna fór af landi brott. Danir líta hins vegar ekki svo á að lokun Keflavíkurstöðvarinnar sé vandamál út frá þeirra eigin varnar- og öryggishagsmunum, eins og Norðmenn gera. Danskir viðmælendur Morgunblaðsins benda á nærveru danskra varðskipa og eftirlitsflugvéla á hafsvæð- inu umhverfis Ísland og það mikla samstarf, sem nú þegar fer fram milli Íslands og Danmerkur. Það er hins vegar ekki mjög líklegt að Danmörk vilji leggja mikið meira af mörkum til varna Íslands eins og Noregur hefur boðizt til. fer er sá tími liðinn og ástandið er gerbreytt. Í því ljósi sjáum við ákvörðun Bandaríkja- manna. Hún er til merkis um þankagang, sem við erum einnig fulltrúar fyrir í Dan- mörku og höfum skjalfest með varnarstefn- unni, sem gildir frá 2005 til 2009. Í henni við- urkennum við að varnir Danmerkur og danskra hagsmuna hefjast ekki við landa- mæri Danmerkur eða mörk NATO-svæðisins. Þær fara fram með því að við tökumst á við ógnanir á heimsvísu þar sem þær koma fram, hvort sem það er í formi ríkja í upplausn, hryðjuverka eða útbreiðslu gereyðing- arvopna. Þess vegna sendum við mikinn fjölda danskra hermanna til átakasvæða, þar sem við teljum að við getum stuðlað að öruggari heimi.“ Áherzla á alþjóðlegar aðgerðir Varnarstefnan, sem Pilgaard vísar til, und- irstrikar að hefðbundin hernaðarleg ógn, sem steðji að dönsku landsvæði, sé „horfin í fyrir- sjáanlegri framtíð“ og þess vegna sé ekki þörf lengur á hefðbundnum, svæðisbundnum vörnum. Þvert á móti þýði hinar nýju hættur að færa eigi hinn öryggispólitíska þunga að verulegu leyti yfir í alþjóðlegar aðgerðir. Danir leggja nú áherzlu á vel þjálfaðar, A fstaða danskra stjórnvalda til breytinga í öryggismálum á Norður-Atlantshafi með brott- hvarfi Bandaríkjamanna frá Keflavíkurstöðinni er talsvert ólík viðhorfum ráðamanna í Nor- egi, sem lýst var í fyrstu grein þessa greina- flokks fyrir fjórum vikum. Danir telja lokun Keflavíkurstöðvarinnar ekki sérstakt vanda- mál fyrir eigin varnar- og öryggishagsmuni og hafa tæplega nokkurn áhuga á því að gera eins og Norðmenn hafa boðið fram; að senda orrustuþotur til reglulegra æfinga eða eft- irlitsferða á Íslandi. Þeir benda hins vegar á að eftirlitsflugvélar þeirra séu á ferð um- hverfis Ísland hvort sem er vegna verkefna í lögsögu Grænlands og Færeyja. Danir hafa mestan áhuga á áframhaldandi samstarfi við Ísland á sviði landhelgisgæzlu, björgunar- og leitarmála. Þar er sennilegt að varnir gegn umhverfisvá verði enn ríkari þáttur en nú er. Danir, eins og Íslendingar, átta sig á þeirri áhættu, sem er samfara stóraukinni skipaum- ferð um Norður-Atlantshaf. Þetta er í grófum dráttum niðurstaðan af samtölum við ýmsa embættismenn í danska stjórnkerfinu í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Samkvæmt þessu er þess ekki að vænta að Danir taki jafnríkan þátt í vörnum Íslands og Norðmenn hafa lýst sig reiðubúna að gera. En ekki er heldur hægt að útiloka að Danir vilji halda spilunum þétt að sér fyrir fyrsta fund hátt settra danskra og íslenzkra emb- ættismanna um öryggis- og varnarmál, sem verður haldinn í Kaupmannahöfn á morgun, mánudag. Dönsk stjórnvöld telja sig í raun ekki vita fyrr en eftir þann fund hvað það sé í raun, sem Íslendingar muni fara fram á hvað varðar aukið samstarf í öryggis- og varnarmálum. Breytt staða á Norður-Atlantshafi Þegar spurt er hver sé afstaða danskra stjórnvalda til lokunar Keflavíkurstöðv- arinnar, er svarið það að varnarviðbúnaður í Keflavík sé fyrst og fremst tvíhliða mál milli Íslands og Bandaríkjanna. „Það að Bandarík- in skuli hafa tekið ákvörðun af þessu tagi, þýðir auðvitað að miklar breytingar hafa orð- ið í varnar- og öryggismálum,“ segir Peter M. Pilgaard, skrifstofustjóri NATO-skrifstofu danska varnarmálaráðuneytisins. „Í kalda stríðinu var Norður-Atlantshafið mjög áhuga- vert í hernaðarlegum skilningi, en það þýddi líka að það var háspennusvæði, þar sem hernaðarleg starfsemi var mikil. Sem betur hreyfanlegar sveitir, sem hægt er að senda hvert á land sem er með skömmum fyrirvara. Segja má að breytingar á norska herafl- anum hafi flestar verið í sömu átt og hjá Danmörku og fleiri NATO-ríkjum; með stór- aukinni áherzlu á alþjóðlegar aðgerðir. Síð- ustu misseri, einkum eftir stjórnarskiptin í Noregi, hafa norsk stjórnvöld hins vegar á ný beint athyglinni að norðurslóðum, ekki sízt vegna áformanna um mikla orkuvinnslu í Barentshafinu, sem útheimtir varnir bæði vinnslutækjanna og flutningaleiða til og frá olíu- og gasvinnslustöðvum. Breytingarnar á danska hernum eru hins vegar í fullu samræmi við „umbreytinguna“ á herafla Atlantshafsbandalagsins og sömuleið- is endurspeglun á stefnu bandaríska varnar- málaráðuneytisins hin síðari ár. Danmörk hefur staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í t.d. bæði Írak og Afganistan, tekið virkari þátt í bardögum þar en flest önnur NATO-ríki og hlotið fyrir pólitísk prik í Washington. Rétt eins og Bandaríkin hefur Danmörk nú miklu meiri áhuga á hernaðaraðgerðum í fjarlægum heimshlutum en á Norður-Atlantshafinu. Að sumu leyti er það í samræmi við sögulega hefð; þrátt fyrir að eiga hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafseyjunum hafa Danir ávallt horft meira til suðurs og austurs við mótun utanríkisstefnu sinnar. Ekki beinar varnir Danskur herafli er vissulega áfram til stað- ar á Norður-Atlantshafi. En það er fyrst og fremst í þágu eftirlits með því að fullveldi Danmerkur í lögsögu Grænlands og Færeyja sé virt, en síður í þágu beinna varnarhags- muna, segir Aage Buur Jensen, yfirhöfuðs- maður hjá dönsku yfirherstjórninni. „Við sjáum um þau verkefni, sem danska ríkið hefur á Norður-Atlantshafssvæðinu; sem eru fullveldisárétting, fiskveiðieftirlit, eftirlit með lífríki sjávar og stuðningur við samfélögin á Grænlandi og í Færeyjum,“ segir Jensen. Sérstakar herstjórnarmiðstöðvar Dana eru enn starfræktar í Færeyjum og á Grænlandi – og ekki er til umræðu að sameina þær á Ís- landi, eins og einhverjar vangaveltur hafa verið um í fréttum. Viðbúnaður Dana í lög- sögu landanna tveggja felst fyrst og fremst í því að þeir hafa þar varðskip og þyrlur. Ann- ars vegar eiga þeir fjögur stór (3.500 tonna) varðskip; Thetis, Vædderen, Triton og Hvid- bjørnen, sem eru tíðir gestir í íslenzkum höfnum. Hins vegar eru þrjú minni skip, svo- kallaðir kútterar, sem eru 330 tonn. Alla jafna er eitt stórt varðskip með Lynx- þyrlu innanborðs við Færeyjar og annað við Grænland. Kútterarnir eru yfirleitt við eft- irlit undan strönd Vestur-Grænlands en eru stundum sendir í færeysku lögsöguna. Fær- eyingar eiga auk þess tvö varðskip sjálfir, Tjaldrið og Brimil. Gott samstarf við Ísland Verkefni dönsku varðskipanna eru svipuð og íslenzku varðskipanna; eftirlit með lögsög- unni, þ.e. með skipaferðum, fiskveiðum, lífríki sjávar (t.d. olíuleka eða -losun frá skipum), leit og björgun, kafaraþjónusta, flutningar á fólki og búnaði, aðstoð við vísindastarf og sjó- mælingar o.s.frv. Dönsku varðskipin eiga mikið og gott sam- starf við íslenzku Landhelgisgæzluna og hafa tekið þátt í ótal æfingum með Gæzlunni, bæði áhöfnum varðskipa og þyrlna. Þá veita varð- skip og þyrlur gagnkvæma aðstoð við leit, björgun og önnur verkefni. Danir og Íslend- ingar hafa með sér samning um slíkt sam- starf, sem oft hefur verið endurskoðaður og aukinn. Í næsta mánuði, 10.–11. janúar, mun Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerk- ur, koma í heimsókn til Íslands og þá stendur til að skrifa undir viljayfirlýsingu um aukið HVAÐ GERA DANIR NÚ? Ljósmynd: Henning Kristensen/Danska flugherstjórnin Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is Má með góðum vilja segja að danskar flugvélar fylli nú þegar að einhverju leyti upp í það tómarúm í eftirliti úr lofti sem Banda- ríkin skildu eftir sig. Sömuleiðis stuðlar samstarf við Dani í björg- unarmálum að því að bæta fyrir þann missi, sem fólst í því er þyrlu- björgunarsveit varnarliðsins hvarf af landi brott. UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁL ÍSLANDS » Eftirlitsflug Challenger-eftirlitsflugvélar danska flughersins eiga oft leið framhjá Íslandi. Þær fljúga 350 tíma á ári í grænlenzku lögsögunni einni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.