Morgunblaðið - 17.12.2006, Page 27

Morgunblaðið - 17.12.2006, Page 27
hönnun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 27 „Þetta var hálfgerður heimilisiðn- aður, sem þróaðist af nauðsyn og varð smám saman að hönnunar- og framleiðslufyrirtæki,“ segir hönnuðurinn David Sandahl um tilurð Inoodesign, fyrirtækis hans í Hässleholm í Suður-Svíþjóð. Sú nauðsyn, sem hann vísar til, var ör fjölgun í fjölskyldunni, en hann og kona hans, Sigríður Heim- isdóttir hönnuður, eignuðust þrjú börn á skömmum tíma og þeim umskiptum fylgdi breytt tilhögun á heimilinu. Sigríður starfar sem hönnuður hjá Ikea, en fyrir kemur að þau hjónin leggi á ráðin um hönnun sem viðkemur þeirra nánasta um- hverfi. Hilluna, sem er úr 2 mm stáli og þolir vel hnjask og átroðn- ing, hannaði David upphaflega til þess að bækur barnanna væru þeim aðgengilegar og ekki að flækjast út um alla íbúð. „Hillan er 120 sm, tekur dágóðan fjölda bóka og er þannig útbúin að börn- in sjá greinilega framan á bæk- urnar og eiga því auðvelt með að velja sér bók þegar lestrarþörfin kemur yfir þau,“ segir David og jafnframt að mikilvægt sé að hafa hilluna í þægilegri hæð fyrir krakkana. Hann bendir á að hillan passi ekki síður vel í eldhúsið og bið- stofu hjá tannlækni svo dæmi séu tekin. „Markmið Inoodesign er að framleiða skemmtileg, hagnýt og vel hönnuð húsgögn og fylgihluti, sem endast lengi og auðvelda fólki lífið. Langtímamarkmiðið er að fá unga, íslenska hönnuði til að hanna hluti og húsgögn, sem ég myndi síðan annast framleiðslu og dreifingu á,“ segir David. Auk barnabókahillunnar, sem fæst í Epal, hefur hann hannað spagettímæli, sem verið hefur á boðstólum í Kokku „og selst mjög vel“, að hans sögn. Hilla fyrir litla lestrarhesta Barnabókahilla Mikilvægt er að hillan sé í þægilegri hæð fyrir krakkana. Mælir Spaghettímælirinn frá Inoodesign er vinsæll. Gjöf til framtí›ar Legg›u gó›an grunn a› framtí› barnsins me› Framtí›arbók KB banka. Me› 5.000 kr. gjafabréfi fær n‡r Framtí›arbókareigandi 2.500 kr. mótframlag frá bankanum. A› auki fylgir glæsilegt flísteppi öllum 5.000 kr. gjafabréfum til n‡rra jafnt sem eldri Framtí›arbókareigenda. fiú getur gengi› frá kaupum á Framtí›arbók í síma 444 7000 e›a í næsta útibúi KB banka. E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 8 0 6 ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.