Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 28
daglegt líf 28 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ að logar á rauðu kerti yfir arninum á heimili Hann- esar Péturssonar og skáldið er sest í sinn hægindastól. Allt eins og það á að vera; á borðinu sandur í köku og baunir í kaffi og í bakgrunni hátíðlegt tif í klukku. Tíminn sí- nálægur í skáldskap Hannesar og undirtónn fyrstu ljóðabókar hans í 13 ár, Fyrir kvölddyrum, sem tilnefnd hefur verið til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Margir fallnir í valinn Hannes er í rauðu vesti og létt yfir honum eftir að hafa skrifað jólakort framan af degi. „Ég skrifa í til sumra og lími merki á umslögin, svo þau séu ekki eins og hvert annað bréf. Jóla- kortin voru fleiri á tímabili, en það eru margir fallnir í valinn sem ég sendi kort – tíminn líður.“ Hannes er að mestu heima á Álfta- nesi með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Hauksdóttur, yfir hátíðirnar. Þau halda boð fyrir fjölskylduna annan í jólum, en á aðfangadag bregða þau út af venjunni og fara í „bæjarferð“ til Hauks sonar síns og fjölskyldu hans á Ásvallagötu. En Hannes segir tilvalið á gaml- árskvöld að rölta út á Garðaholt, þar sem Álftanes rís hæst, og lýsir útsýn- inu þaðan sem hringsjá: „Maður sér bókstaflega hringinn frá Akranesi suður til Keflavíkur. Þetta er falleg sjónarhæð á öllum árstímum og sam- felldur ljósbaugur frá Gróttu að manni finnst út á Garðsskaga.“ Gata í stað flugvallar Ómögulegt er að skrifa um Hannes án þess að geta Álftaness, enda hefur hann búið þar í rúma þrjá áratugi og farið ófáar gönguferðir innan um vot- lendi, mýrar, tjarnir, fjörur og auðugt fuglalíf. Hann er á meðal þeirra sem hafa beitt sér fyrir því að ekki verði byggt öllu meira en orðið er, annars verði þetta eins og hvert annað út- hverfi Reykjavíkur. „Fólk flyst hing- að á þeim forsendum að þetta sé bær í sveit eða sveit í bæ og það má ekki stela því, þannig að ekkert verði eftir af þessari blessuðu sveit sem menn vilja hafa, kyrrð og nálægð við nátt- úruna.“ Túngata sem Hannes og Ingibjörg búa við var fyrsta skipulagða gatan á Álftanesi, en fyrir voru bændur á lög- býlum. „Þeir höfðu staðið í miklu stríði vegna þess að það átti að flytja Reykjavíkurflugvöll út á Álftanes, leggja flugbrautir í kross og malbika fram og aftur. Sú hugmynd var ekki drepin fyrr en Hannibal Valdimars- son varð samgönguráðherra. Vissir menn á Álftanesi þekktu hann nokk- uð vel og gátu sýnt honum fram á hverslags fásinna það væri að reisa flugvöll alveg ofan í Bessastaði. Fljót- lega upp úr því, um 1973, tóku þeir sig til og skipulögðu fyrstu göturnar, sem lágu þannig að þær gengu þvert á fyrirliggjandi hugmyndir um flug- brautir. Þeir vildu drepa með því all- ar frekari hugmyndir um flugvöll hér.“ Hannes dregur upp silfurslegnar tóbaksdósir, lendir tóbaki í nefið en lætur það ekki trufla talið um flug- velli. „Síðan eru komnar upp hugmyndir um flugvöll úti í Bessastaðanesi. Þar eiga Bessastaðir mikið land, eitt mesta graslendi í gömlu Gull- bringusýslu. Sumir láta sér detta í hug að malbika þar; ég veit ekki hvort það verður nokkurn tíma. Þetta er allt svo einkennilegt. Það stendur til að friða Skerjafjörð og fjörur hans, en samt eru stöðugar vangaveltur um flugvöll úti á Lönguskerjum.“ Og skyndilega fær Hannes nóg af pólitík og sígur niður í tímann „líkt og svartfuglabjörg væru“. Ef til vill finn- ur hann þar „hliðstæðu“ þess hvernig komið er fyrir umræðunni um flug- völlinn. „Það var á Lönguskerjum sem Tyrkir strönduðu í Tyrkjaráninu,“ segir hann. „Skipin stóðu þar í grjótinu um tíma og losnuðu ekki fyrr en varð hásjávað. Það er ákaflega mikill munur á flóði og fjöru hér við ströndina. Mönnum varð tíðrætt um hvað Bessastaðavaldið var tregt að ráðast til atlögu gegn þessum skip- um, en þar var margt íslenskra fanga sem búið var að ræna. En menn þorðu ekki, enda höfðu Tyrkir sínar fallbyssur í lagi og hefðu getað bomb- arderað þetta allt ef gerð hefði verið árás á skipin.“ Oft liðið best að vera einn Þó að Hannes kunni vel við sig á Álftanesi liggja rætur hans í Skaga- firði og eiga þau hjónin sumarbústað í Steinsstaðahverfi. „Þar er töluverð byggð, mikill jarðhiti og indælt,“ seg- ir Hannes. „Þar höfum við verið eftir atvikum, alltaf við og við, miklu frek- ar en á Sauðárkróki. Ég er tengdur þessu byggðarlagi, var í sveit á kirkjustaðnum Mælifelli og á öðrum bæ litlu framar. Afi minn bjó þarna fram frá, langafi minn um tíma og þetta voru æskuslóðir föður míns. Svo þetta er eiginlega það byggð- arlag í Skagafirði sem stendur mér næst og það kemur stundum við sögu í kveðskap mínum í ýmsum mynd- um.“ Hann segist stefna að því að verða þar meira á öðrum árstímum en bara um hásumar eins og hingað til. „Kon- an mín er hætt að vinna, búin að standa sína vakt, þannig að nú erum við miklu frjálsari ferða. Við vorum þarna sex vikur í haust og vorum ákaflega heppin með veður, miklar stillur og fallegir haustlitir og fjalla- birta. Mér var alltaf þvælt suður í skóla á þessum árstíma, sem hófst í byrjun október, og ég hef því eig- inlega aldrei notið haustsins á þess- um slóðum síðan ég var krakki. Það rifjaðist upp af því að veðrið var svo hagstætt. Svo geta menn lent í allt annarri veðráttu. En ég er meira og minna gróinn niður hérna á Nesinu – kann ákaflega vel við mig. Ég fer stundum út fyrir sveitamörkin og ber taugar til Reykjavíkur, þar gekk ég í skóla ung- ur og átti lengi heima. Þó þekki ég borgina ekki nema lítillega núna; hún hefur breyst óheyrilega síðan árið 1975 og er allt annar staður orðinn.“ – Hefurðu komið til Grímseyjar? „Ekki til Grímseyjar,“ svarar Hannes. – Sem þó ber á góma í bók- inni,klapparsker við Grímsey. „Já, ég hef lengi haft það í huga að komast þangað. Byggðina í landi hef ég séð nánast alla og dálítið af há- lendinu, en ekki líkt því allt. Við hjón- in vorum í Vestmannaeyjum góða sumardaga og ég hef farið töluvert á Vestfirði. Svo fórum við geysigóða hringferð um landið árið 1984. Þá fór- um við á Austfirði og kræktum alla útúrkróka sem við gátum á bílnum, skoðuðum okkur um í þorpum og fjörðum. Ég hef ekki verið mikill göngumaður og ekki þrammað fjöll og firnindi eins og nú er gert. Ég fór sem strákur ásamt vini mínum á fjöll í kringum Skagafjörð, en eftir að ég fullorðnaðist lagði ég slíkar göngur af. En ég hef haft mikla ánægju af útiveru alla tíð. Oft hefur mér liðið best að vera einn, alveg frá því ég var barn fór ég miklum einförum inn á milli, þurfti eitthvað á því að halda að ramba beint af augum hingað og þangað, vera einn með umhverfinu – Það er margt skrýtið í Þegar ljóðabókin Fyrir kvölddyrum kom út mælti gagnrýnandi með því að skálað væri í viskíi eða tæru heið- arvatni. Eftir 13 ára bið var ástæða til að fagna. Pétur Blöndal ræðir við Hannes Pétursson um kyrrsetu og ferða- lög, Davíð og Stein, sér- visku og vökunætur. Morgunblaðið/Einar Falur Hannes „Oft hefur mér liðið best að vera einn, alveg frá því ég var barn fór ég miklum einförum inn á milli …“ »Ætli fólk kalli þettaekki draumlyndi? Ég veit ekki hvað skal segja, einhver ann- arlegheit, sérviska og útúrboruháttur? Það má nefna þetta ýmsum nöfnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.