Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 30
gríptu augnablikið og lifðu núna Komdu með gamla símann þinn og: Vodafone gefur 1.000 kr. til góðgerðamála fyrir hvern gamlan GSM síma. Þú færð 1.000 kr. afslátt af nýjum síma. Gamli síminn verður sendur til þróunarlanda eða endurunninn. Látum gott af okkur leiða um jólin Komdu við í verslun okkar eða hjá umboðsmanni, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.vodafone.is til að fá nánari upplýsingar. Motorola PEBL 19.900 kr. live! símtæki Sharp GX 17 9.900 kr. live! símtæki daglegt líf 30 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Krummi spáfugl mikill Hannes segir að oftast verði þó nokkuð mörg ljóð útundan þegar hann safnar í bók. „Ég ætlaði að hafa þessa bók lengri, en tíndi töluvert úr henni. Mér fannst nóg komið. Tíminn sem rammar þetta verk inn, ef svo má segja, er einn dagur sem líður að kvöldi. Mér fannst þessir förunautar búnir að segja alveg nóg. Ég kippti líka ýmsu út sem mér fannst ekki falla vel að þessari syrpu og reyndi að hafa hana sem samfelldasta, því fyrir mér er þetta hálfgildings ljóðaflokk- ur. Þess vegna setti ég engar yf- irskriftir yfir ljóðin og var feginn að vera laus við það, því það getur vísað í skakkar áttir ef maður er óheppinn með yfirskriftir og truflað lesendur.“ – Hvað gerirðu við ljóðin sem detta út, birtast þau nokkurn tíma? „Ég get stundum notað línur og línur úr þeim í öðru samhengi; það er töluvert um að ég hafi gert það. Öðru hef ég alveg kastað eða lagt til hliðar. Þau ljóð hafa þá engan rétt á að lifa eða fara neitt lengra skulum við segja – eiga það ekki skilið. Það er bara eins og gengur og gerist; það er ekki allt vakurt þó riðið sé. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að maður taki of margt í bækur sínar. En það er ein- kennilegt, að ég hef veitt því athygli að ljóð úr fyrri bókum mínum, sem enginn hefur nefnt á nafn, eins og það væri ekki til, hefur náð til þessa les- andans en ekki hins. Einn maður vakti athygli á ljóði sem náði sér- staklega eyrum hans og ég hef engan heyrt nefna. Þannig að maður veit aldrei hvert ljóðin rata og getur því kannski ekki álasað sér fyrir að hafa tekið of mörg.“ – Krummar koma við sögu í tveim ljóðum; hvað er það við þennan fugl sem hrífur skáldin? „Þetta er fugl Óðins náttúrlega og svo er hann þessi fugl sem fann land- ið …“ – Þetta hrafnfundna land. „Já, já, eins og ég nefni frá séra Matthíasi Jochumssyni; það er úr skammarkvæði séra Matthíasar um Ísland, sem hann sá svo mikið eftir að hafa ort. Svo er krummi spáfugl mik- ill og manni nálægur á allan hátt, því þetta er einn af fyrstu fuglunum sem maður fór að gefa gætur og var hluti af umhverfi manns alla tíð. Og já, hrafnarnir eru miklir fuglar landsins, þó að fálkinn yrði kennitákn Íslands vegna þess að hann var fluttur út sem veiðifálki. Hann var kominn í skjald- armerki höfðingjaætta á Íslandi snemma, en hrafninn hefur verið miklu nákomnari þjóðinni – þjóð- trúnni og þjóðlífinu.“ – Og hann kemur sterkt fram í kvæðum Davíðs Stefánssonar. Þið kynntust? „Já, ofurlítið. En ég ætla að skrifa hjá mér þá sögu og get ekki sagt hana.“ – Já, þannig að … „Jú, jú, ég get sagt hana … jæja,“ segir Hannes, hættir við og þagnar. „Jú, ég get sagt úr henni eitthvað að- eins … jæja.“ Enn þagnar hann. „Ég er farinn að grípa fram í fyrir sjálfum mér!“ – En hvernig er með … „Ég get sagt frá því að ég heim- sótti Davíð einu sinni,“ grípur Hann- es fram í. „Ég hafði hitt hann laus- lega áður og hann sagði að ég skyldi heimsækja sig ef ég ætti leið um Ak- ureyri. Við hjónin fórum í brúðkaups- ferð norður í land árið 1960 og fórum um Akureyri á leið í Vaglaskóg. Ég vissi að það stæði ýmislega á fyrir Davíð. Hann átti við þunglyndi að stríða að allra dómi og mér skildist að hann sæti löngum stundum í skamm- deginu, einn í myrkrinu. Ég hringdi því í Gísla Jónsson mennta- skólakennara, sem ég þekkti dálítið og vissi að hann kynni svör við því hvernig stæði á fyrir Davíð. Hann sagði að það lægi ágætlega á honum; ég skyldi hringja í hann. Þegar ég gerði það kom Davíð í símann og sagði að ég skyldi bara koma til sín strax. Hann tók vel á móti mér, skákaði heilli vodkaflösku á borðið, sagðist ekkert þola að drekka lengur, en vildi endilega gefa mér í glas. Svo fórum við að spjalla saman. Ég man að ég settist, líklega í óðagoti, í stólinn hans í stofunni, því ég sá að það voru blöð á litlu borði, vinnublöð, og blýantskrot á þeim. Líklega hefur hann verið að yrkja. Hann tók það nú ekki nærri sér, settist í sófa gegnt mér og þar sást mjög vel inn í hans mikla bóka- safn, – þessar voldugu hillur blöstu við. Fyrst spurði hann mig um hitt og þetta og ég sagði honum að ég væri á leið suður á meginland og alla leið til Ítalíu. Honum þótti skemmtilegt að heyra það og fór þá að segja mér frá sinni Ítalíuferð. Síðan er það svo ein- kennilegt að hann fer að tala við mig eins og ég þekki hann reglulega vel, nýkominn þarna í húsið, trúir mér fyrir þunglyndisköstum sínum og segir meðal annars: „Ég skal segja þér það, Hannes, að ég er stundum svo heillum horfinn, að þó að ég sæti hérna í sófanum eins og ég geri núna og sæi eld læsast um allar bækur mínar, þá myndi ég ekki rísa upp til að bjarga einni einustu af þeim!“ Ég varð hissa á því að hann skyldi segja mér þetta, stráklingnum; hann lauk upp sínum hugarfylgsnum að þessu leyti.“ – Og táknrænt að bækurnar verði eldinum að bráð. „Bókasöfnun var hans ástríða,“ segir Hannes með alvöruþunga. „Þetta var ekki lítið að geta ekki hugsað sér að rísa úr sæti til að bjarga einni einustu bók, því hann var geysilega ástríðufullur safnari og hafði náð svo miklu safni saman.“ Af bókasafni Davíðs Hannes segist ekki vera ástríðu- fullur bókasafnari sjálfur, en hann eigi þó nokkuð mikið af bókum. „Það er aðallega til að þurfa ekki að fara af bæ til að fletta einhverju upp,“ segir hann. „Ég á gott handbókasafn og það sem kallast heimilisbókasafn og hef fengið mikið af bókum gefins frá höfundum. Ég skil ekkert af hverju, því ég er út úr að mörgu leyti. Ekki er ég neitt sérlega vinsæll meðal al- þýðu – en það var Davíð! Og fyrst þú nefndir bókasöfnun, þá var Páll heitinn Jónsson á Borg- arbókasafninu, mikill bókasafnari og fagurkeri á bækur, fenginn til að meta safn Davíðs, ásamt Þorsteini Jósefssyni, sem var annar stórsafn- arinn til. Þeir fóru í gegnum safn Davíðs bók fyrir bók og mátu það til verðs. Páll sagði við mig að það hefði komið sér verulega á óvart að það fundust aðeins tvær áritaðar bækur frá höfundi í safni Davíðs. Hann var undrandi því hann hélt að skáld hefðu sent Davíð sem þjóðskáldi og fræði- manni bækur sínar og hann þá kannski gefið líka, eins og gengur og gerist. Nei, takk! Og Páll hefur líklega sagt mér þetta vegna þess að bækurnar tvær voru frá Hannesi Péturssyni! Fyrri bókin var Í sumardölum og það var Ragnar í Smára sem stóð fyrir því. Það voru 25 tölusett eintök af þeirri bók og Ragnar vildi endilega að Dav- íð fengi eintak, lága tölu, því Ragnar þurfti eitthvað að mýkja Davíð. Það gat gengið á ýmsu hjá þeim í útgáfu- málum. Við skrifuðum báðir undir, Ragnar og ég. Síðan sendi ég Davíð Stund og staði. Þetta voru allar bæk- urnar í þessu stóra safni og það bend- ir til vissrar einangrunar. Það fannst mér undarlegt. En það er margt skrýtið í veröldinni.“ Stældi skáldin í skóla Á árum sínum í gagnfræðaskóla og menntaskóla segist Hannes ekki hafa haft neina sérstaka fyrirmynd meðal skálda. „Ég las öll meiriháttar íslensk ljóðskáld eins og þau lögðu sig. Ég byrjaði að lesa ungur og gat sem bet- ur fer gengið að ljóðasöfnum þessara skálda í föðurhúsum. Ég fór að lesa ljóð markvisst nálægt fermingu, þó að ég hefði enga burði eða þekkingu til að lesa þau nema grunnt. Síðan las ég þau skáld sem voru á lífi og stældi »Oft hef ég unnið vor-nætur og sumar- nætur og ekkert litið á klukku, ekkert haft áhyggjur af gangi klukknanna í heiminum. Morgunblaðið/Einar Falur Um Stein Steinarr „Hann var snjall í hrekkjum og skrýtlutilbúningi.“ Laugavegur 61 • Sími 552 4930 jonogoskar.is P IP A R • S ÍA • 6 0 9 1 2 Úrval demantsúra Eitt vandaðasta úr veraldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.