Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 31
þau auðvitað í mínum skólakveðskap, eins og er eðlilegur gangur. Mér þótti vænt um Davíð Stefánsson og las hann náttúrlega og mér var hlýtt til Steins Steinarrs og Snorra Hjart- arsonar. Ég nefni líka Jóhannes úr Kötlum, Guðmund Böðvarsson, Guð- mund Frímann og svo framvegis. Ég las öll skáld mér til ánægju á þessum skólaárum.“ – Og kynntist Steini. „Já og kynntist honum vel. Ég skrifaði fyrir löngu þó nokkuð langt mál um kynni mín af honum. Það hef- ur verið sex til sjö árum eftir lát hans og ég mundi hann enn vel og margt smátt sem snerti kynni mín af hon- um. Ég rakti ferilinn frá fyrstu kynn- um til loka og hef gert meira af þessu, en lofa því að vera í skúffunum enn um sinn.“ Hannes tóbakar sig og leggur aug- un aftur, eins og stundum þegar hann talar: „Steinn var töluvert hornóttur; hann er alveg maður til að rísa undir því öllu og ég var ekkert að draga fjöður yfir það sem mér þótti miður í fari hans.“ – Þú lýsir honum á einum stað sem miklum riddara hins mælta máls. „Hann var það og ég er ákaflega montinn yfir því að hafa fengið þá út- gáfuhugmynd að safna saman lausa- máli hans. En ég sé eftir einu, svo við víkjum enn að Davíð. Ég flokkaði allt niður sem Steinn hafði birt í blöðum og fékk að fara í fórur hans hjá ekkj- unni, Ásthildi Björnsdóttur. Ég tók upp í þetta safn óbirt efni sem lá í tals- vert stórri ferðatösku undir dívani heima hjá honum, meðal annars pistil sem gæti hafa verið skriflegt svar Steins og átt að fylgja viðtali við hann. Á þessu blaði voru mikil ónot út í Davíð og Steinn hafði raunar sneitt að honum áður. Hann skrifaði undir dulnefni fáeina pistla í dagskrá út- varpsins í Alþýðublaðinu undir stöf- unum A.K., sem stóð fyrir Aðalstein Kristmundsson. Þar sneiddi hann einu sinni að Davíð vegna bók- menntakynningar í Háskólanum. En pistillinn sem ég fann var grimm- úðugri og ég birti hann ásamt fleiru óbirtu efni í syrpu. Steinn hæðir Dav- íð og segir eitthvað á þá leið að ekkert þjóðskáld hafi jafn billegan áslátt og Davíð. Þetta hefur síðan verið notað sem ógurlegur dómur um Davíð af ungu fólki og birst aftur og aftur. En það voru gamlar væringar milli Stefáns frá Hvítadal og Davíðs út af trúmálum. Davíð leiddist dekur Stef- áns við kaþólskuna, orti í þá áttina og það var þyrrkingur á milli þeirra. Steinn var mikill Stefánsmaður, var sjálfur kaþólskur um tíma, og svo var Davíð þar á ofan mjög fyrirferð- armikill í íslenskum skáldskap. Steinn þurfti nú eitthvað að beita oln- bogunum! Hann skrifar pistilinn og ætlar sér líklega að láta hann fara, en hefur hikað við og dregið hann til baka. Svo það var kannski ástæðu- laust af mér að vera að draga hann fram úr fylgsnum. Ég þykist vita að Davíð hafi reiðst mjög áliti Steins, því hann skrifaði Bréf til uppskafningsins sem birtist í bókinni Mælt mál. Það var misheppn- að að manni fannst, því Davíð var svo reiður þegar hann skrifaði það, skaut þvers og kruss í allar áttir, og var að gera upp sakir. Þetta litla kver mitt kom út árið 1961 og Davíð virðist hafa svarað því á síðustu árum sínum. Ég held að Steinn hafi ekkert vilj- að abbast upp á Davíð opinberlega og þess vegna viljað geyma þessa illind- islegu klausu um hann. Ég man að veturinn ’54 til ’55 sá Steinn um að velja eitt ljóð á kvöldi í nokkurn tíma í þáttinn Ljóð kvöldsins. Það voru nokkrir lesarar, en þegar Steinn valdi ljóð eftir Davíð las hann það sjálfur. Ég man að ég lagði eyrun við þessu fyrir norðan. Ég var síhlustandi á út- varp, enda ólst ég upp við það, mikill Rásar 1-maður.“ Hannes fer inn í eldhús til að hella upp á kaffi, snýr sér við í gættinni og spyr: „Er þér nokkuð kalt?“ – Nei. „Súrnar þér nokkuð í augum?“ – Nei, svarar blaðamaður undr- andi. Kemur á daginn að Hannes gleymdi að slökkva á eldavélarhellu nýverið, allt fylltist af reyk og hann óttast að lyktin festist í innanstokks- munum. Þegar hann sest segir hann glaðbeittur: „Ég setti maskíneríið aftur í gang.“ Þetta er maður sem kallar kaffivélina maskíneríið og upp- tökutæki blaðamanns apparatið. Og ekki hefur hann tengst netinu. „Ef ég þarf að senda rafrænt fæ ég Hauk son minn til þess. Ég les ekkert á net- inu og hef ekki hugmynd um hvað gerist í netheimum, frekar en langt út í stjörnuhvolfinu.“ Svo tekur Hannes upp þráðinn aft- ur þar sem frá var horfið: „Steinn sneiddi líka að Einari Benediktssyni í sínum skáldskap, paróderaði hann. Svo kom upp úr kafinu að hann fór einhvern tíma til Herdísarvíkur þegar Einar var þar, gerði allt vitlaust og Einar rak hann á dyr með harðri hendi, en það er nú önnur saga. Þennan vetur valdi hann líka erindi eftir Einar og las sjálfur. Það var eins og hann væri að taka of- an fyrir þessum mönnum; hann vildi sjálfur lesa ljóð eftir þá. Steinn var ólíkindatól og þó að hann væri með slettur út í menn, þá var ekki þar með sagt að það mætti taka því alveg eins og það flaug fyrir; það voru aðrir strengir dýpri til. Hann var snjall í hrekkjum og skrýtlutilbúningi, smíðaði skrýtnar sögur, mótaði þær hægt og bítandi inni í sér og kom svo með þær full- mótaðar – þetta voru oft snilldarverk og kvikindisskapur í Steini, svona karíkatúr.“ – En það var í tísku á tímabili að steypa Davíð af stalli – og er kannski enn? „Ég er ekki viss um það. Reglan er sú að ef menn eru afar vinsælir á tímabili, þá myndast mótspyrna, sem jafnast aftur og út úr því kemur eitt- hvað sem er nær lagi en oflofið og svo nartið og níðið. Þetta hefur verið gangurinn í bókmenntasögunni. Auðvitað orti Davíð Stefánsson svo mikið að það er ekki von að það sé allt jafn gott, ekkert frekar en hjá öðrum mönnum. En enginn í seinni tíð hefur átt annan eins lesendahóp. Það má segja að þjóðin hafi öll verið hans les- endahópur. En ég kunni ekki við upp- lestur hans; hann dramatíseraði of mikið og lagði sinn þunga þrumu- bassa ofan á þessar lýrísku línur. Þegar ég var tíu ára heyrði ég hann hinsvegar lesa Hrærek konung á Kálfskinni í útvarpinu og þá fannst mér það eiga við.“ Hannes grípur andann á lofti og þrumar: „Tár úr blindum augum renna“! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 31 Á borginni kunnum við skil, húsum og götum kringum garðinn og unnum henni. Eitt sinn skein hún björt á æskumjóar hendur. Borginni unnum við og enda þótt nú séu óstöðugar ásjónur vegfarenda og fullur svívirðu svelgur næturinnar. Borginni unnum við samt – þessari ístöðulitlu hreyfingu. Hannes Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.