Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 32
tónlist 32 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sparidagar eldri borgara Hótel Örk Hefjast 18. febrúar 2007 - Fjölbreytt dagskrá alla daga - Þriggja rétta kvöldverður öll kvöld - Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri - Hádegisverður innifalinn (nýtt!) Verð 29.800,- krónur á mann í tvíbýli (5 nætur með kvöldverði og skemmtidagskrá) Skemmtileg jólagjöf! Gjafabréf á Sparidaga eldri borgara fást á Hótel Örk og Hótel Cabin, Borgartúni 32 Reykjavík. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 F undarstaður okkar þre- menninga er Hvíta- sunnukirkjan Fíladelfía við Hátún, þar sem Óskar starfar. Hann er stjórnandi Gospelkórs Reykjavíkur og hefur sem slíkur staðið fyrir margþættri starfssemi undanfarin ár. Óskar er einnig með aðstöðu til að vinna tónlist í kirkjunni og hún var og vettvangur fyrir æfingar hjá Sálinni og kórnum, þegar nefndir tónleikar voru undirbúnir. „Þessi Sálartónlist (með tilvísun í hljómsveitina) hafði lengi verið mér ofarlega í huga,“ útskýrir Óskar, þegar þeir félagar eru spurðir um aðdragandann. „Hún passar mjög vel við gosp- el, þráðurinn á milli er svo stuttur. Lögin bjóða hreinlega upp á að það sé unnið með þau svona. Ég var búinn að vera með þetta í hausnum í mörg ár, og kórinn hef- ur sungið Sálarlög í brúðkaupum, þá þessi rólegu, fallegu ástarlög. En ég var síðan staddur á Höfn í Hornafirði í nóvember í fyrra, og var þar með gospelnámskeið. Þar spunnust umræður um að það væri nú gaman að prufa eitthvað nýtt. Þá barst Sálin í tal. Sama kvöld hringdi síminn og þá var það Jói Hjöll (trymbill Sálarinnar) og var hann staddur á Akureyri. Þá höfðu þeir verið að ræða um sama hlut! Hérna hefur yfirvaldið verið með í för.“ Guðmundur Jónsson, gítarleik- ari og aðallagahöfundur Sálarinn- ar, setti sig síðar í samband við Óskar og óðar var ákveðið að kýla á verkefnið. Næsta póstnúmer við „Ég man eftir þessu,“ rifjar Stefán upp. „Þegar við vorum á Akureyri, þá vorum við að ræða okkar á milli hvað væri nú sniðugt að gera. Okkur langaði til að kynna okkar tónlist eftir öðrum leiðum en þeim hefðbundnu, þ.e. að gefa út plötu, spila, gefa út plötu o.s.frv. Við höfum starfað með Sinfóníuhljómsveitinni, gerð- um þennan söngleik og gáfum út órafmagnaða plötu árið ’99. Við er- um alltaf að leita leiða til þess að hafa eitthvað til að hlakka til, hafa eitthvert verkefni til að takast á við.“ Stefán sá svo um að skipuleggja tónleikahaldið, og Óskar fór í út- setningar og naut aðstoðar eins kórfélagans, Þóru Gísladóttur, í fjórum lögum en hún syngur ásamt Stefáni í laginu „Þú trúir því“ sem er annað spánýrra laga á plötunni. Guðmundur kom þá að útsetningarvinnunni líka og hann og Óskar köstuðu á milli sín hug- myndum. „Ég sá líka um að ritskoða laga- valið,“ segir Óskar. „Við syngjum ekki neitt sem við stöndum ekki fyrir, þ.e. Gospelkórinn. En þessi lög sem valin voru fjalla um ástina og allt þetta góða í heiminum. En við myndum ekki taka þátt í því að Hin sanna sálartónlist Í haust leiddu Sálin hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur saman hesta sína í troðfullri Laugar- dalshöll. Geisla- og mynddiskur með upptökum frá tónleikunum er nú ein söluhæsta útgáfa þessara jóla og verða síðbúnir útgáfutónleikar haldnir með sömu liðsskipan og á sama stað 30. desember. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Stefán Hilm- arsson og Óskar Einarsson um tiltækið. Stemmning Sálin og Gospelkór Reykjavíkur koma fram í troðfullri Laugardalshöll. Tónleikarnir eru nú komnir út á geisladiski. Gjöfult samstarf Stefán Hilmarsson og Óskar Einarsson. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.