Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 33 Karlar vilja ekki horfa á hálfbera karla. www.jbs.dk spurðu eftir þeimmeð nafni framleitt af syngja um eitthvað sem væri klúrt og tvírætt.“ Stefán grípur fram í. „Við skul- um orða það svo, að lagið „Sód- óma“ var aldrei inn í myndinni. Né nokkurt lag af Þessi þungu högg (hlær).“ Sálin hans Jóns míns hóf starfs- semi á sínum tíma í heiðursskyni við sálartónlist, eins og heyra má á fyrstu skífu sveitarinnar, Syngj- andi sveittir. Þá var liðsskipan nokkuð önnur, einu meðlimirnir þá sem enn eru Sálverjar eru þeir Stefán og Guðmundur. Stefáni „leið bærilega“ á skífunni eins og hann tilkynnti um í laginu „Á tjá og tundri“ og menn renndu sér í gegnum staðalnúmer eins og „When a Man loves a Woman“ og „Everybody needs Somebody to Love“. Segja má því að Sálin hafi að einhverju leyti verið að fara aft- ur í ræturnar í þessu nýjasta verk- efni sínu. Stefán hefur auk þess troðið upp við og við sem söngvari sveitarinnar Straumar og Stefán, sálartónlistarsveitar sem hann og Jón Ólafsson reka. Þannig að gospelið hefur aldrei verið langt undan, þannig séð. „Jú, jú … þetta var á margan hátt „eðlilegt“ fyrir okkur,“ segir Stefán. „Okkar rætur eru í „soul“- tónlistinni og sú taug hefur alla tíð verið sterk í okkur. Þannig að það er ekki spurning um að okkur fannst þetta mjög viðeigandi. Þetta var næsta póstnúmer við.“ „Á grensunni“ Gospelkórinn syngur í nær öll- um tilfellum trúarlega tónlist, og í mörgum tilfellum hafa þau hafnað tilboðum um samstarf við poppara. En tækifæri til að vinna með Sál- inni var dálítið annað, einstakt tækifæri að sögn Óskars. „Sumir kórfélagar neituðu að taka þátt, fannst þetta ekki sér- staklega spennandi og völdu því að sitja hjá. Af ákveðnu prinsippi þá, og ég virði það.“ Þau lög og textar Sálarinnar sem valin voru á tónleikana (t.d. „Þú fullkomnar mig“, „Ekki nema von“ og „Upplifun“) falla vel að gospelhugmyndinni. „Já, þetta eru friðarins textar og rólyndislegir,“ segir Stefán jánk- andi. „Þeir komust a.m.k. í gegn- um stækkunargler Óskars og þá möskvastærð sem hann hafði girt (kímir). En að öllu gríni slepptu, þá vorum við búnir að undirbúa þetta með tilliti til þess sem fram átti að fara.“ Stefán segir að þau lög sem röt- uðu á diskinn séu þægileg áheyrn- ar, eins og svo mörg Sálarlög. „Við storkum ekki örlögunum með þessum lögum og ætlum ekki að frelsa heiminn með þeim. Við höfum ekki verið pólitískir í text- um okkar hingað til og tónlistin hefur ekkert kallað á slíkt. Lítið og melódískt þriggja mínútna popplag úr smiðju Guðmundar Jónssonar á jafnan lítinn samhljóm með texta um Framsóknarflokkinn eða Íraksstríðið. Þetta er eitthvað sem hefur ekki ratað inn í okkar tónlist, einfaldlega vegna forms- ins.“ Óskar tiltekur að textar Sálar- innar, alltént þeir sem völdust í verkefnið, séu jákvæðir og lögin undirstriki þá enn frekar. Stefán segir hins vegar að hann eigi erfitt með að tjá sig um þessa texta. „Þetta bara kemur og svo fer þetta … og svona hefur það verið í átján ár.“ En textarnir fyrir nýju lögin tvö, „Þú trúir því“ og „Handrit lífsins“, þar sem Stefán á fyrri textann en Friðrik Sturluson bassaleikari þann seinni, voru samdir sérstaklega með þetta verkefni í huga eins og lögin. „Við vildum hafa þá … ja kannski ekki trúarlegs eðlis en alla vega á grensunni,“ segir Stefán um textana. „Það er hægt að sjá út úr þeim trúarlega skírskotun ef menn vilja. Við lágum lengi yfir þessu, en allt er ort undir rós. Í „Þú trúir því“ er t.d. sagt „Þú trúir því að hann sé fyrir þig“, og þessi hann getur ver- ið Guð, eða einhver maður úti í bæ. Túlkunin er semsagt opin, sumir myndu segja að það væri hræsni af okkur að tala ekki bara beint út um Guð en okkur langaði einfald- lega ekki til að gefa okkur þessu algerlega á vald, með fullri virð- ingu fyrir trúfólki hvarvetna. Við dönsuðum á línunni, en það má þó segja að við höfum þó stigið aðeins í vænginn við almættið.“ Stefán segist aðspurður ekki telja félaga sína í Sálinni sérstak- lega trúaða menn, en sjálfur hafi hann vissulega ávallt haldið í sína barnatrú. Sáluhjálp Stefán segir bæði kosti og galla að vinna temabundið, en Sálin er orðin býsna reynd í slíku. „T.d. Sól og Mána plöturnar, þær voru bundnar í ákveðna heild- arhugmynd. Það gat verið þvingandi – en það var líka leið- beinandi. Farvegurinn var til stað- ar, og svo var bara að veita hug- myndunum þangað. Eins var með þessi tvö nýju lög.“ Óskar segir að Gospeltónlistin sé hægt og bítandi að sækja í sig veðrið hérlendis, en staðan sé þó allt önnur en t.d. í Noregi og Sví- þjóð, en þar er mikill markaður fyrir slíka tónlist. „Þetta er svona að koma, og það var gott að fá Sálina til hjálpar.“ Stefán rifjar nú upp að þegar lagið „Þú fullkomnar mig“ kom út á sínum tíma (2002) hafi sókn- arprestur hringt í hann og Guð- mund og rætt við þá um að það væri greinilegt trúartema í text- anum en lagið nýtur í dag mikilla vinsælda í brúðkaupum. „En það var samt alls ekki það sem var lagt upp með. Presturinn sagði þó að hér væri kominn fram nýr sálmur. Það var þá sem fræi þessa verkefnis var sáð, og tók það sér bólfestu í höfðina á Gumma. Þetta hefur legið undir niðri í hans pækli lengi, hann er alltaf að pæla í nýjum hugmyndum og hvað við getum gert við tónlistina okkar.“ Upplifunin við það að koma fram í Höllinni undir þessum formerkj- um var þá mjög sérstök að mati Stefáns. „Þetta var allt annað en maður átti von á. Alveg einstök upplifun og það rigndi yfir óskum í kjölfarið hvort ekki væri hægt að endurtaka leik. Ég held að við höfum dottið niður á mjög góða tímasetningu hvað það varðar, mér líst mjög vel á að endurtaka þetta á milli jóla og nýárs, þá er mikill og skemmti- legur hátíðleiki yfir öllu og það er vel hæfandi.“ » Við dönsuðum á lín- unni, en það má þó segja að við höfum þó stigið aðeins í vænginn við almættið. Sala á tónleikana, þann 30. des- ember hófst 6. desember og fer fram á midi.is www.salinhansjonsmins.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.