Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 36
við manninn mælt 36 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ É g á mér draum. Í draumnum hef ég komið upp matarpalli og fuglabaði í garðinum þar sem að- þrengdir smáfuglar geta sest að nægtaborði í sátt og samlyndi þegar þeir svelta í jarðbönnum og frosthörk- um. Í draumnum unir fjöldi tegunda sér við át og böð á öruggum stað en ég sit í makindum í hlýrri stofu og fylgist með atferli þeirra. Ég hef séð svona garð niðri í Norðurmýri þar sem skríkjandi auðnutittlingar héngu á löppunum neðan á fóðurdalli og hámuðu í sig fræ en þrestir og starrar rifu í epli á meðan. Þetta er mín draumsýn og fyrirmynd. Fulltrúi heimilisins var því gerður út af örk- inni og sótti fyrirlestur hjá sérfræðingi um fóðrun garðfugla og kom kringileygur heim með bækling og góð áform orðinn sjófróður um lifnaðarhætti stélpenings. Fuglasamfélagið við Háteigsveg býr greini- lega yfir öflugu vöktunarkerfi því í fyrsta sinn sem farið var út með söxuð epli og þeim dreift á jörðina voru nokkrir feitir skógarþrestir mættir í hrúguna örfáum mínútum seinna. Svo komu starrarnir aðvífandi og það var barist heiftarlega um eplið og ástandið undir birki- trjánum var um stund verra en fyrir botni Mið- jarðarhafs. Svo kláraðist eplið. Síðan hafa óeirðaseggirnir nokkrum sinnum fengið epli og ég held að nú sé valinn þröstur á vakt í einu trénu því þeir eru sestir að snæðingi áður en ég kemst upp á tröppur. Söxuð bróm- ber vöktu mikla hrifningu þegar eplin þraut á dögunum. Ég spurði fólkið í 10–11 hvort væru til þrastaepli en því fannst ég ekkert fyndinn. Kattahald er afar útbreitt við Háteigsveg og það virðist ekki síður fréttast í kattasamfélag- inu að þrestir séu farnir að hópast saman á nýj- um slóðum. Hér á heimilinu er eitt eintak og þess vegna hljómar það eins og bölvaður tví- skinnungur eða vonlaust verk að kattafólk laði að sér fugla. En þegar tíðarfarið er þannig að fuglar þurfa á mat að halda fer kötturinn helst ekki út úr húsi því honum finnst of kalt og á þeim átta árum sem við höfum herbergjað köttinn Ragnar höfum við aldrei staðið hann að neinum veiðitilraunum. En til hvers erum við að þessu? Erum við ekki að grípa fram fyrir hendur náttúrunnar með því að bera út mat fyrir fugla sem annars myndu einfaldlega drepast úr hungri? Truflar þetta ekki eðlilega framrás líf- keðjunnar og slævir hæfileika fuglanna til að komast af við náttúrulegar aðstæður? Þessu ræður algerlega eigingjarnt viðhorf. Okkur er farið líkt og fleiri borgarbúum heims- ins að við finnum það djúpt í sálinni að náttúr- an er okkur nauðsynleg og við viljum reyna að hafa hana eins nálægt okkur og hægt er þótt í smáu sé. Í samfélagi fuglanna í garðinum sjáum við einfaldleika og hörku lífsins í sinni tærustu mynd og þótt fuglaskoðun sé almennt talin hjárænulegt og miðaldra áhugamál þá leynist þar sáluhjálp í flóknu lífi. Innst inni öf- undum við fuglana sem rífast um eplabitana í frostinu því við höldum að líf þeirra sé einfald- ara en okkar. Þá verður okkur hugsað til þess sem stendur í Biblíunni um liljur vallarins og fugla himinsins og látum okkur dreyma um einfalt líf en allt okkar flókna brölt er í raun- inni leitin að einföldu lífi. Það er ekki víst að það sé betra að vera mað- ur en þröstur en annar getur áreiðanlega lært eitthvað af hinum. Leyfið fuglunum að koma til mín HUGSAÐ UPPHÁTT Páll Ásgeir Ásgeirsson L eiðin að kjallaraíbúð Sig- ríðar Níelsdóttur við Hallveigarstíg liggur í gegnum bakgarðinn. „Þú gengur framhjá leikföngum og krökkum, sem ég á ekkert í, og niður kjallaratröppur,“ segir hún á hinum enda línunnar. Það stendur heima. Í stofunni inn af eldhúsinu stendur hljómborð við gluggann og í hillum úrval geisladiska; öll lög og ljóð frum- samin og flutt af þessari 76 ára gömlu konu, sem syngur sjálf og spilar und- ir. Tónlistin tilraunakennd í meira lagi; síðast gaf hún út diskinn Var- iations, þar sem öll lögin eru með sama stefi. – En ég nota ekki alltaf sama takt, spila ýmist hratt eða hægt. Maður gerir þetta bara einu sinni á ævinni! Sigríður hefur búið á Íslandi síðan hún kom frá Danmörku 19 ára gömul árið 1949 fyrir utan átta ár í Brasilíu á tíunda áratugnum. – Yngsta dóttir mín, Anna, hafði verið í hjónabandi hér á landi og eign- ast tvo stráka, en maðurinn hennar dó í vinnuslysi. Tveim árum seinna kynntist hún brasilískum manni, Osi, og fór með strákana út. Ég fór út til að hjálpa til og var um kyrrt í átta ár. Það stóð aldrei til að Sigríður yrði lengur á Íslandi en eitt ár, enda ætl- aði hún í háskólanám í Kaupmanna- höfn. – Það var upplifun að sigla inn fló- ann og líta Reykjavík augum í fyrsta skipti, hún leit allt öðruvísi út en núna. Ég man að ég velti því fyrir mér hvaða ljóta dökkgráa bygging blasti við í miðbænum. Þá var það Þjóðleikhúsið. Það verður víst ekki rifið úr þessu, enda ekkert víst að þeir myndu reisa annað. Kannski er hægt að breyta því í fangelsi? Sigríður hlær innilega. – Nei, ætli það nýtist ekki vel sem leikhús. Hún hafði ráðið sig til Magnúsar Schevings Thorsteinssonar og Lauru Gunnarsdóttur Havstein og þar voru tvær aðrar danskar stúlkur í vist. – Þetta voru kokkastúlka, stofu- stúlka og barnastúlka sem var ég. Stofustúlkan sótti mig í skipið, okkur var ekið í bústaðinn og við vorum þar yfir sumarið. Þó að þetta væri stór sumarbústaður, þá sváfum ég og kokkastúlkan í tjaldi, þar sem voru tvö rúm, kommóða og naglar fyrir herðatré. Mér fannst það dásamlegt; svolítið kjarr í kringum tjaldið og mikið af fuglum. Maður vaknaði við fuglasöng og það mótaði fyrir litlum fuglum trítlandi á tjaldinu. Fjöl- skyldan var stór og oft gestir, þannig að ég var fegin að vera í tjaldi. Þegar ég ætlaði aftur til Danmerk- ur í skóla að ári liðnu veiktist frú Thorsteinsson og bað mig um að vera ár í viðbót. Hún lést á því ári. Þá bað herra Thorsteinsson mig um að vera annað ár í viðbót. Gunnar Magnús, yngsti strákurinn, sem ég passaði, var aðeins sex ára og nýbúinn að missa móður sína, þannig að það hefði verið erfitt ef ég hefði hætt á sama tíma. Svo ég var áfram og hætti alveg við að snúa aftur til Danmerkur. – Þú hafðir búið í Danmörku með- an á stríðinu stóð. – Stríðið er kapítuli út af fyrir sig. Mér er það eftirminnilegt þegar það byrjaði að morgni 9. apríl. Ég var tíu ára að ganga í skólann þegar himinn- inn fylltist af flugvélum. Þegar ég kom í skólann var okkur sagt að fara heim og foreldrum að hlusta á útvarp og bíða átekta. Móðir Sigríðar var þýsk og hafði farið með börnin til Lübeck á hverju sumri, þar sem afi og amma Sigríðar ráku sjómannaheimili. – Það var gaman að vera hjá þeim í þessu stóra húsi og ég var oft niðri í stofu hjá sjómönnunum. – Það hefur verið blótað þar? – Nei, þetta var kristilegt heimili. Afi fór með morgunbænina og spilað var á lítið orgel. En það seig á ógæfu- hliðina og árið 1938 var ástandið orðið þannig að við fengum ekki að fara út á götu eftir kvöldmat vegna þess að það var hættulegt; við heyrðum skot- hvelli, hróp og köll. Það var síðasta árið sem við hittum afa og ömmu. Eftir að stríðið byrjaði gat mamma ekki haft neitt samband við sitt fólk af því að það var ekki í nasistaflokknum. Móðurbróðir minn varð að hætta há- skólanámi í læknisfræði af þeim sök- um. Svo dó afi úr krabbameini áður en stríðinu lauk. Amma lést ekki fyrr en árið 1946, en þá var ekki enn búið að opna Þýskaland. Við þurftum að sækja um leyfi til að fá að vera við út- förina, mamma fékk leyfið tveimur dögum á undan mér og ég fékk að fara daginn sem jarðarförin fór fram. Mamma bað mig um að koma með blóm, því það var bannað að rækta blóm í Þýskalandi. Þar sem var mold átti að rækta kartöflur og gulrætur. Við lögðum blómin á gröfina eftir jarðarförina og þau voru horfin dag- inn eftir. Fólk var ekki jarðað í kist- um, hver kirkja hafði sína eigin kistu, sem var notuð við kistulagningar og jarðarfarir, en líkið var látið ofan í gröfina í stórum pappírspoka. Það þurfti að nota allt timbur til þess að byggja upp; þessar stóru borgir voru rústir einar. Með slíkri hörku náði Þýskaland að rísa upp. Við fengum ekki að koma til Þýskalands nema með fæði fyrir þá daga sem við mátt- um dveljast þar. Við tókum eins mikið með og við mögulega gátum, því við vissum að það vantaði mat og borð- uðum eins lítið og okkur var unnt þennan tíma sem við vorum þarna. – Hvaða áhrif hafði stríðið á dag- legt líf ykkar í Danmörku? – Stríðsárin fengu mest á mömmu; hún fékk ótrúlega mikið af bréfum frá Þýskalandi um að einhver hefði dáið. En bréfin voru ritskoðuð, fyrst komu bréf þar sem búið var að strika með svörtu yfir og mamma velti því fyrir sér hvað hefði staðið þar. Svo var far- ið að klippa úr bréfunum, þannig að þau bárust götótt og það hvarf líka sem skrifað var hinumegin. Þetta var erfiður tími en ég huggaði mig við það að konungurinn ætti þýska konu eins og pabbi. Þjóðverjar voru orðnir brjálaðir undir það síðasta og bönnuðu fólki að ganga í fötum sem voru rauð, hvít og blá af því að það voru einkennislitir breska flughersins, RAF. Svo fann ein skólasystir mín skósmið sem seldi tölur í skó, oft voru stúlkur með ól yf- ir og hneppt, og við keyptum tölur sem voru rauðar, hvítar og bláar og saumuðum í skóna okkar. Við vorum voða montnar af því að þora að ganga í svona skóm. Sigríður segir að pabbi sinn hafi keypt nýtt útvarp til að ná ólöglegum Var bannað að rækta blóm Morgunblaðið/Sverrir Yfir 600 lög „Ég fæ bara hugmynd að lagi og spila það; þetta er allt gert eftir eyranu.“ Pétur Blöndal ræðir við SIGRÍÐI NÍELSDÓTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.