Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 39

Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 39 ans og ganga þá í víkingafélög. Þar er bardagatæknin rannsökuð og nið- urstöðurnar notaðar við æfingar og sýningar á víkingahátíðum. Aðrir fara í þetta vegna áhuga á handverki og listum. Það eru mörg skapandi störf í víkingabúðum og á mörkuðum. Gerðir eru skartgripir og minjagripir ýmiss konar, vopn smíð- uð eða hljóðfæri og tónlist flutt. Í þessum hópi eru nokkrir atvinnuvík- ingar. Þeir nota veturinn til að smíða gripina og fara svo á milli sem flestra víkingahátíða og markaða á sumrin til að selja afurðirnar og halda áfram að framleiða. Þetta er þó ekki stór hópur, flestir eru í annarri vinnu og nota sumarfríið til að leika víkinga. Starfsfólk safna og víkingagarða er auðvitað atvinnuvíkingar en þar eru einnig margir hugsjónamenn með brennandi áhuga á faginu. Enn aðrir ganga í víkingafélög vegna áhuga á textíl. Cathrine Glette, umsjónarmaður víkingabæj- arins í Bukkøy við Ögvaldsnes (Avaldsnes) í Noregi, er ein þeirra. Hún er frá Körmt, sveitarfélaginu sem Ögvaldsnes tilheyrir, og gekk þar í víkingahóp fyrir rúmum áratug vegna áhuga síns á listum og gömlum vefjarefnum. Að sjálfsögðu hefur hún sjálf saumað allan sinn vík- ingafatnað. Hún bjó lengi í Ósló en er nú flutt aftur á æskustöðvarnar og getur sinnt þessu áhugamáli sínu og unnið við það um leið. Enn eina ástæðuna nefnir danski víkingurinn Jacob Hessellund, það er að vinna að rannsóknum á vík- ingatímanum. Hann hefur hætt allri sölumennsku og snúið sér meira að rannsóknum. Er til dæmis að vinna að athugun á notkun á skjám gerðum úr kálfsmaga og ull í stað glers í gluggum víkingahúsa. Um leið og hann hryllir sig segist Jacob ætla að leggja það á sig að búa í slíku húsi í hálfan mánuð í mestu kuldunum í vetur, til að athuga hvort hægt sé að lifa við þetta. Víkingasirkusinn fer af stað Mikill áhugi er á víkingatímanum á Norðurlöndunum, heimasvæði vík- inganna, en einnig í löndunum sem víkingarnir herjuðu á. Þetta á við um Bretland þar sem víkingarnir skildu eftir sig mikil ummerki, Pólland, Holland og Þýskaland, svo nokkur helstu löndin séu nefnd. En á vík- ingahátíðirnar kemur einnig fólk frá fleiri löndum Evrópu, til dæmis Ítal- íu, og frá Ameríku. Jacob Hessellund telur að um 500 Danir lifi eins og víkingar einhvern hluta úr árinu og að í Evrópu séu ein- hver þúsund virkra víkinga. Fólkið hittist á fjölmörgum vík- ingahátíðum og mörkuðum sem efnt er til flestar helgar sumarsins. Ég tók eftir því þegar ég kom á vík- ingamarkaðinn í Foteviken, vík- ingabænum á Skáni, að þar urðu fagnaðarfundir þegar víkingar komu til hátíðarinnar og hittu fólk sem fyr- ir var. Jacob líkir þessu við sirkus, það verði fagnaðarfundir þegar vík- ingasirkusinn fari af stað. Hafsteinn Pétursson, jarl í Rimmugýgjar og Jómsvíkingum, tekur þátt í flestum víkingahátíðum hér á landi og fer með félögum sínum á eina til tvær erlendar hátíðir á hverju sumri. Hann segir að þetta sé góður félagsskapur. „Ég hef kynnst mörgum góðum félögum í gegnum þetta, í Bretlandi, á Norðurlönd- unum og víðar. Menn vinna náið saman og kynnast vel. Maður hittir suma félagana annað hvert ár eða sjaldnar en það verða alltaf fagn- aðarfundir. Samt veit maður ekki mikið um bakgrunn fólksins, til dæmis hvað það starfar. Maður kynnist persónunni þeim mun bet- ur,“ segir Hafsteinn. Hann segist vera forvitinn um fólk, til dæmis hvað það starfi en menn gefi það ekki mikið upp. Vitað er að margir kennarar eru í víkinga- sirkusnum og kannast Hafsteinn við það en hann er sjálfur kennari í Hafnarfirði. Hann telur þó að þarna sé nánast að finna þversnið af sam- félögunum. Nefnir hann sem dæmi að óhapp hafi orðið í bardaga á einni hátíðinni og þurft hafi að gera að sár- um þátttakanda. Þá hafi stokkið vík- ingur út úr einum sölubásnum, mað- ur sem hafi verið að búa til skartgripi úr grjóti. Komið hafi í ljós að þetta er læknir og hann hafi verið með áhöld til að sauma sárið. Hópurinn alltaf að stækka Jerker Fahlström er sænskur vík- ingur sem blaðamaður hitti á vík- ingamarkaðnum í Foteviken. Hann er leikari, meðal annars með eigin leikflokki í Gautaborg. Hann fer á margar víkingahátíðir á hverju ári og segir sögur, meðal annars á Íslandi. „Ég hef mikinn áhuga á sögu víking- anna og hef gaman af því að lesa þær,“ segir Jerker. Hann býr í eigin tjaldi á víkingahátíðunum og tjaldið er jafnframt leikhús því það er bæki- stöð sagnamannsins. Það muna sjálf- sagt margir gestir víkingahátíðanna í Hafnarfirði eftir þessum litríka sögu- manni, enginn kemst hjá því að heyra hann segja frá. Jerker kemur til Íslands tvisvar til þrisvar á ári, alltaf á víkingahátíðina í Hafnarfirði og svo vinnur hann yfirleitt í mán- aðartíma sem sögumaður í Fjöru- kránni. „Ég skil ekki af hverju ég sæki svona til Íslands. Ég fer af stað með áform um að sjá eitthvað nýtt en enda svo alltaf á Íslandi.“ „Þetta er bara áhugamálið. Ég á bíl og hús heima í Gautaborg, líka DVD-spilara og sjónvarp,“ segir Jer- ker þegar hann er spurður hversu al- varlega hann taki víkingahlutverkið. Hann segir að hópurinn sé alltaf að stækka, ný andlit sjáist á hverju ári, „en við þessir gömlu erum ekkert að hætta. Það er ekki hægt að hætta að fara í víking,“ segir Jerker Fa- hlström. helgi@mbl.is í víking Bogfimi Æfð er bogfimi í sumum víkingagörðunum og geta allir tekið þátt. JÓLAGJAFIRNAR Í ÁR Pókersett 500 chips Tilboðsverð 4.990 Pókersett 300 chips Tilboðsverð 3.390 Glæsilegt 10 manna pókerborð Tilboðsverð 17.990 Aerobic stepper Tilboðsverð 990 Tilboðsverð 3900 Körfuboltaspjald Körfubolta-standur Verð frá 13.900 Rafmagnshlaupahjól með sæti Tilboðsverð 2990 WWW.VERSLA.IS Hlíðasmári 13 s. 5666 999 Pantaðu á netinu eða kíktu til okkar og verslaðu á staðnum. 10-40% afsláttur fram að jólum (tilboð miðast við vöru sótta í búð). . .I lí s ri s. t ti í t til r v rsl st . - fsl tt r fr j l (til i st vi v r s tt í ).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.