Morgunblaðið - 17.12.2006, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.12.2006, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 19. desember 1976: „Veiga- mesta viðfangsefni, sem úr- lausnar bíður á vettvangi landsmála á næstu mánuðum, er gerð nýrra kjarasamninga. Þetta verkefni mun skyggja á öll önnur úrlausnarefni vegna þess, að niðurstaða nýrra kjarasamninga mun fela í sér ákvörðun samfélagsins um það, hvort áfram skuli stefnt á þeirri braut, sem haldið hefur verið eftir síðustu tvö ár, að endurreisa efnahagslíf Íslend- inga og koma atvinnu- og efnahagsmálum landsmanna á heilbrigðan grundvöll – eða hvort okkur miðar aftur á bak á ný. Skiljanlegt er, að almenn- ingi finnist lítið þoka í rétta átt. það stafar fyrst og fremst af því, að efnahagsbatinn hef- ur ekki enn náð það langt að hafa jákvæð áhrif á pyngju hvers einstaklings. Að mati Þjóðhagsstofnunar minnkaði kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna enn á þessu ári en þó aðeins um 1%. En þótt efnahagsbatinn hafi ekki enn sem komið er náð því marki að bæta kjör almennings er alveg ljóst, að í tíð núverandi rík- isstjórnar hefur miðað í rétta átt í málefnum þjóðarbúsins sem heildar. Þannig var verð- bólgan um 54% á árinu 1974 en seint á því ári tók núver- andi ríkisstjórn við völdum en talið er, að verðbólgan í ár muni nema um 25–30%, m.ö.o. hún hefur minnkað um helm- ing á tveimur árum og er það umtalsverður árangur, ekki sízt þegar það er haft í huga að ríkisstjórnin hefur lagt á það höfuðáherzlu að halda fullri atvinnu á sama tíma og fjölmargar aðrar ríkisstjórnir Evrópu hafa einungis náð verðbólgunni niður með því að skapa vísvitandi mikið at- vinnuleysi.“ . . . . . . . . . . 14. desember 1986: „Horfur eru á því, að verðbólga hér á landi verði 11% í lok þessa árs. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum 1983 var hraði verðbólgunnar hins vegar 130%. Hagstæð ytri skilyrði ásamt skynsamlegri stefnu stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins hafa leitt til þessara umskipta, sem eru vafalítið mestu tíðindi í stjórn- málum í meira en áratug. Ef haldið verður fram á sömu braut er líklegt, að verðbólga hér á landi verði á næstu árum svipuð og í helstu viðskipta- löndum okkar.“ . . . . . . . . . . 15. desember 1996: „Íslenzkir náms- og fræðimenn, sem stundað hafa nám og rann- sóknir við erlenda háskóla hafa mjög á orði, hvað Háskóli Íslands sé vanbúinn bókum og öðrum heimildum og telja, að ein helzta forsenda þess, að hann geti staðið undir nafni sé sú, að vel sé að honum búið að þessu leyti. Nú hafa Landsbókasafn Ís- lands og Háskólabókasafn verið sameinuð í hinni miklu Þjóðarbókhlöðu, þar sem að- staða öll og tæknibúnaður fyr- ir námsmenn og fræðimenn er til fyrirmyndar. Vonandi verð- ur það fjárveitingarvaldinu hvatning til þess að búa svo að Þjóðarbókhlöðu, að bókakost- ur og heimildasöfn verði í samræmi við það.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RAFORKUVERÐ LANDSVIRKJUNAR Það hefur frá upphafi verið fariðmeð raforkuverðið, semLandsvirkjun hefur samið um við álfyrirtæki, sem eitt mesta leynd- armál þjóðarinnar. Rökin fyrir því hafa einfaldlega verið þau að það myndi skaða samningsstöðu okkar gagnvart erlendum álfyrirtækjum ef orkuverðið yrði gert opinbert. Seinni árin hefur krafan um að orkuverðið til álfyrirtækjanna yrði opinbert orðið stöðugt háværari. Rökin fyrir þeirri kröfu hafa líka ver- ið einföld. Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki í eigu þjóðarinnar og eig- endurnir eiga rétt á að vita hvert orkuverðið er og hvort verið er að selja raforkuna á of lágu verði til er- lendra álfyrirtækja. Krafa um opinbert orkuverð bygg- ist líka á því, að vaxandi efasemdir eru um að halda eigi áfram álvæð- ingu. Ein helzta forsenda fyrir því, að almenningur geti tekið afstöðu til þess máls, er sú að raforkuverðið sé á almanna vitorði. Í fyrradag gekk Álfheiður Inga- dóttir, stjórnarmaður í Lands- virkjun, af fundi stjórnarinnar vegna þess, að ekki var orðið við kröfu hennar um opinberun raforkuverðs. Í sjálfu sér er erfitt að sjá, hvaða markmiði Álfheiður ætlar að ná með þeirri útgöngu. Það eina sem í þeirri gerð felst eru táknræn mótmæli sem hafa í sjálfu sér enga þýðingu. Og engu hefði breytt þótt Steinunn Val- dís Óskarsdóttir hefði fylgt Álfheiði í útgöngunni en hún segir að við hafi legið, að hún gerði slíkt hið sama. Svona fjölmiðlaleikir hafa enga þýð- ingu. Hins vegar er orðið tímabært að ræða þetta mál efnislega. Það hefur margt breytzt frá því að Landsvirkj- un var stofnuð og samningurinn var gerður um álverið í Straumsvík. Þjóðfélag okkar er allt orðið opnara og nú þykir sjálfsagt að alls kyns upplýsingar sem áður var farið með sem trúnaðarmál séu aðgengilegar hverjum sem er. Hver eru rök stjórnenda Lands- virkjunar fyrir því að áfram eigi að fara með raforkuverð sem trúnaðar- mál? Er ástæða til að ætla að álfyr- irtækin þrjú sem hér starfa hafi ekki upplýsingar um hvaða raforkuverð þau eru að borga hvert um sig? Ríkir slíkur trúnaður um raforkuverð úti í heimi? Þegar fréttir birtast í erlendum blöðum um lokun álvera víðs vegar um heim er slík lokun gjarnan skýrð með því að kostnaður við rekstur þeirra sé orðinn of mikill og í slíkum fréttum birtast gjarnan tölur um orkukostnað vegna þess að það er hann sem veldur því að þessum fyr- irtækjum er lokað. Ef það eru ótvíræðir hagsmunir þjóðarinnar að farið sé með orku- verðið sem trúnaðarmál verða menn auðvitað að horfast í augu við það. Og það á líka við um Álfheiði Ingadóttur. En ef svo skyldi vera að eigendur Landsvirkjunar, íslenzka þjóðin, séu þeir einu sem vita ekki um raforku- verð til álvera hér á landi er ástæða til að endurskoða þá afstöðu sem Landsvirkjun hefur haft. Það hefur mikla þýðingu að þjóð- félag okkar sé opið og að allar upplýs- ingar sem varða hagsmuni þjóðarinn- ar liggi á borðinu fyrir hvern sem er að skoða. Þetta er grundvallaratriði í því lýðræðislega þjóðfélagi sem við viljum byggja upp á nýrri öld. Þess vegna þurfa mjög veigamikil rök að vera til staðar fyrir því að loka slíkar upplýsingar inni. Eru þau rök fyrir hendi í þessu máli nú? Þ að er ekki lítið afrek að setjast niður áttatíu og eins árs gamall og skrifa nærri 500 blaðsíðna bók með minn- ingarþáttum úr ævi sinni en það hefur Ásgeir Pétursson, fyrrum sýslumaður í Borgarnesi og bæjar- fógeti í Kópavogi, gert. Bókin er þeim mun áhuga- verðari, þar sem Ásgeir hefur staðið nálægt innsta kjarna íslenzkra þjóðfélagsátaka frá unga aldri og fylgzt með flestum helztu atburðum 20. aldarinnar á Íslandi frá sjónarhóli þeirra, sem mest komu við sögu. Hann var heimagangur á heimili Ólafs Thors, náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar og einkavinur Geirs Hallgrímssonar. Faðir hans, Pétur Magnússon, var varaformaður Sjálfstæð- isflokksins um skeið og ráðherra í Nýsköpunar- stjórn Ólafs Thors. Hann var ungur blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur haldið tengslum við blaðið alla tíð, ráðinn hingað af Sigurði Bjarnasyni frá Vigur, sem lifir í hárri elli og náinn vinur Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins í einn og hálfan áratug. Hann er kominn af merkum borgfirzkum ætt- um, á þar víða rætur og hefur haldið tengslin við Borgarfjörð til þessa dags. Þrátt fyrir sterk tengsl við innviði Sjálfstæð- isflokksins tók hann skrefið ekki til fulls með þátt- töku í stjórnmálabaráttunni og hefur hlédrægni hans áreiðanlega átt mikinn þátt í því. Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um símahleranir og hvers vegna gripið hafi verið til þeirra. Meginskýringin er að sjálfsögðu þeir at- burðir, sem urðu á Austurvelli hinn 30. marz 1949. Eftir þá atburði gátu ráðamenn þeirra tíma aldrei verið vissir um, að ekki yrði á ný gripið til ofbeldis- aðgerða í þjóðmálaátökum á Íslandi. Þess vegna töldu þeir sig ekki eiga annarra kosta völ. Ásgeir Pétursson fylgdist með aðdraganda þessara atburða og átökunum sjálfum og lýsir þeim í bók sinni. Hann segir m.a.: „Það var orðið lýðum ljóst, að kommúnistar ætl- uðu að hindra með valdi að ríkisstjórn og Alþingi gætu samþykkt aðild Íslands að bandalaginu. Yf- irlýsingar þeirra og samþykktir voru berorðar um þetta. Sögðu þeir að lýðræðissinnar myndu með þeim landráðum stuðla að tortímingu frelsis og menningar og jafnvel sjálfri tilveru íslenzku þjóð- arinnar.“ Síðan segir: „Hið fyrsta, sem ákveðið var að gera, var að nota hluta liðssafnaðar okkar til þess að fylla þingpalla Alþingis og aðgang að þeim. Sætum á þingpöllum var úthlutað í hlutfalli við þingmannafjölda. Þessi ákvörðun byggðist á því að koma í veg fyrir að háreysti og ólæti óspekt- armanna spilltu þingfriðnum. Þeir virtu ekki þing- helgina. En auk þess var talið hugsanlegt að ein- hverjir uppþotsmanna myndu reyna að stöðva þingfundinn með því að spilla andrúmslofti í þing- salnum. Þá var rætt um þann möguleika að reynt yrði að kveikja í þinghúsinu, t.d. með því að kasta flöskum með benzíni inn um glugga hússins, Molotovkokkteil. Þá gæti svo farið, að þingheimur yrði að yfirgefa húsið. Sjálfur hafði ég ekki trú á að til þessa kæmi – en taldi þó, að uppþot gætu stigmagnast í alger óhæfuverk. Var ákveðið að gera slökkviliði Reykjavíkur grein fyrir þessum sjónarmiðum og yrði hlutverk varnarliðs okkar við húsið að reyna með lögreglunni að hindra slík verk og ef til kæmi að ryðja slökkviliði braut að húsinu, veita því að- stoð og gæta búnaðar þess. Ef yfirgefa yrði Al- þingishúsið af einhverjum ástæðum var rætt um að halda fundi áfram annars staðar í Reykjavík og var Háskóli Íslands nefndur í því sambandi. Flest- ir hölluðust að því að uppþotsmenn myndu reyna að brjóta sér leið inn í Alþingishúsið og valda þar óskunda, hleypa upp fundi Alþingis og geta þannig stöðvað, a.m.k. í bili, afgreiðslu á aðild okkar að bandalaginu. Slíkt gátu þeir svo notað í áróðurs- skyni til þess að sýna „vilja“ þjóðarinnar, þ.e. að almenningur væri aðildinni andsnúinn og hefði þess vegna tekið fram fyrir hendur Alþingis.“ Ásgeir lýsir svo athyglisverðum umræðum á heimili Ólafs Thors að kvöldi hins 29. marz. Hann segir m.a.: „Forleikurinn að árásinni á Alþingi 30. marz varð svo að kvöldi 29. marz. Ærslalýður hóf þá grjótkast á glugga Alþingishússins. Rigndi bæði grjóti og glerbrotum um þingsalinn. Tilraunir voru gerðar til þess að komast inn í húsið og ráðast á dyr þess, hvað eftir annað. Svipaða sögu var að segja um Sjálfstæðishúsið. Gerður var aðsúgur að forystumönnum Sjálfstæðisflokksins er þeir gengu frá Alþingi og út í Sjálfstæðishúsið. En þar inni voru sjálfboðaliðar á fundi. Fór stór hluti þeirra út og stjakaði árásarmönnum frá húsinu. Lögreglan greip inn í og skakkaði leikinn. Nú þótti með vissu sýnt hvað í vændum væri og því var allt varðlið lýðræðissinna hvatt til starfa í og við Alþingishúsið næsta dag. 30. marz 1949.“ Og þá kemur að heimsókn Ásgeirs og félaga heim til Ólafs Thors þetta kvöld: „Að kveldi þessa dags fórum við nokkrir félagar heim til Ólafs Thors í Garðastræti. Þar voru, auk mín, þeir Thor Ólafsson Thors, Eyjólfur Konráð Jónsson og Jónas Gíslason. Einhverjir fleiri voru þarna. Ólafur var hinn hressasti og sá ekki á hon- um nein merki um geig eða kvíða. En þegar farið var að ræða það, sem í vændum var næsta dag varð hann alvörugefinn og kom skýrt fram, að honum var alveg ljóst, að hætta var framundan. Hann sagðist þó vera þess fullviss að takast myndi að verja þinghúsið og aðild okkar að bandalagi lýð- ræðisþjóðanna yrði örugglega í höfn næsta kvöld. Ólafur var þá spurður um það, hvernig við skyldi bregðast ef valdarán tækist og landið yrði stjórnlaust. Hvort ekki yrði þá að leita aðstoðar Bandaríkjamanna. Svar hans var á þá leið að tæp- ast þyrfti að ræða slíka svartsýni. Hins vegar gæti hann sagt það, að ef svo færi í reynd, að valdarán og upplausn yrði hér, væri eðlilegt að leita að- stoðar brezku ríkisstjórnarinnar. Bandaríkja- mönnum í Keflavík ætti að halda utan við öll þessi átök. Þetta var ekki rætt frekar. En ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna Ólafur taldi að eðli- legt væri að leita aðstoðar Breta við að koma hér á lögum og reglu á ný, ef illa færi. Líklegast finnst mér það, að hann hafi ekki viljað hefja það sam- starf, sem væntanlega gat orðið við Bandaríkja- menn um varnir landsins – með því að biðja þá að koma hér á lögum og reglu. Slíkt myndi hafa veikt stöðu okkar varanlega.“ Andrúmsloft kalda stríðsins Þ essi lýsing Ásgeirs Péturssonar á að- draganda atburðanna á Austurvelli 30. marz 1949 og þeim umræðum, sem fram fóru á milli manna, sem báru ábyrgð á landstjórninni, en Ólafur Thors var einn þeirra manna, er upplýsandi fyrir nýjar kynslóðir, sem ekki þekkja þessa tíma af eigin raun. Bakgrunnur þessara atburða og átaka var sá, að hver höfuðborgin á fætur annarri í austurhluta Evrópu hafði fallið undir vald Rauða hersins og Laugardagur 16. desember Reykjavíkur Strokkur í Haukadal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.