Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 41 Sovétríkjanna. Alveg sérstaklega hafði valdaránið í Prag árið áður, 1948, haft varanleg og djúpstæð áhrif á þá, sem fylgdust með úr fjarlægð. Atburðirnir á Austurvelli 30. marz 1949 höfðu varanleg áhrif á þá, sem þar komu við sögu. Það var ofarlega í huga þeirra eftir það að slíkir at- burðir gætu endurtekið sig. Upp úr 1960 var lögð mikil vinna í það í höfuðstöðvum Sjálfstæðis- flokksins í Valhöll við Suðurgötu að koma á fót nýju varaliði á borð við það, sem kallað var út til þess að verja Alþingishúsið í lok marz 1949. Þar var nafngreindum einstaklingum skipað í flokka, sem starfa skyldu undir stjórn tiltekinna einstak- linga. Skýringin, sem gefin var þeim, sem að þess- ari vinnu stóðu, var sú, að stjórnvöld óttuðust átök á vinnumarkaði, sem orðið höfðu ofbeldisfull nokkrum árum áður. Líklegra er þó, að forystu- menn ríkisstjórnarinnar á þeim tíma hafi haft áhyggjur af því, að samningar við Breta um 12 mílna lögsöguna, sem voru í aðsigi gætu fram- kallað svipuð átök og 1949 enda landhelgismálið mikið tilfinningamál. Þessar varúðarráðstafanir urðu aldrei annað en nöfn á blaði en minnisstæð þeim, sem tóku þátt í þessum undirbúningi. Atburðirnir á Austurvelli 1949, ofbeldisaðgerðir í verkföllum á miðjum sjötta áratugnum o.fl. urðu þess valdandi, að þeir, sem stjórnuðu landinu upp úr 1960, töldu sig verða að vera viðbúnir öllu hinu versta. Þetta andrúmsloft kalda stríðsins er ástæðan fyrir því að gripið var til símahlerana í ör- yggisskyni. Það er út af fyrir sig aldrei hægt að útskýra fyr- ir síðari tíma kynslóðum hvers vegna menn gerðu eitt og annað fyrr á tímum, sem getur verið illskilj- anlegt löngu síðar. Hvaða skýringar eru á því, að býsna stór hópur Íslendinga studdi stjórnarhætti Jóseps Stalíns í Sovétríkjunum á sínum tíma, þeg- ar 10 milljónir Úkraínumanna voru sveltar í hel svo að dæmi sé tekið og tugir milljóna drepnar í ógeðslegum ofsóknum? Svo lesa menn leiðara Þjóðviljans daginn eftir að upplýst var um dauða Stalíns, um mannvininn mikla Jósep Stalín! Skýr- ingin var sú, að þeir trúðu ekki sögum um ofbeld- isverk Stalíns og trúðu því í einlægni að sósíalism- inn myndi skapa betra mannlíf í veröldinni. Það er ósköp skiljanlegt að Ragnar Arnalds, fyrrum þingmaður og ráðherra, eigi erfitt með að skilja að sími hans var hleraður. Í augum þeirra, sem óskuðu eftir hlerun á síma hans á þessum ár- um, var hann einn helzti forystumaður nýrrar kynslóðar, sem barðist gegn aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin. Og þeir spurðu sig alltaf, hvort hann og skoðanabræður hans myndu grípa til sömu aðgerða og skoðanabræður hans höfðu gert áratug áður. Ekki sízt í ljósi þess, að sumir þeirra, sem tóku þátt í árásinni á þinghúsið 1949, voru samstarfsmenn hans í Friðlýstu landi. Kaflar í bók Ásgeirs Péturssonar, sem hér hef- ur verið vitnað til, lýsa þessu andrúmslofti mjög vel og hvers vegna gripið var til svo óvenjulegra ráðstafana sem símahlerana á þessum árum. Þess vegna er þessi bók holl lesning fyrir þá, sem á ann- að borð hafa áhuga á að kynna sér bakgrunn þess- ara ákvarðana og rökin, sem þar liggja að baki. Á Morgunblaðinu F róðlegt er að lesa lýsingu Ásgeirs Péturssonar á stuttri veru hans á Morgunblaðinu fyrir meira en hálfri öld, þegar hann var ráðinn þingfréttaritari blaðsins. Hann segir m.a.: „Þingið var ekki tekið til starfa eftir jólafrí, þeg- ar ég byrjaði. Varð það til þess, að ég sinnti ýms- um almennum fréttum, tók viðtöl við fólk og kann- aði einhver mál, sem til stóð að blaðið gerði skil. Vann ég þá talsvert undir stjórn Valtýs Stefáns- sonar, ritstjóra. Féll mér mjög vel að vinna með honum. Hann var sanngjarn maður og afar starf- samur og var því tilvalið tækifæri að læra af hon- um, hvernig blöð eru undirbúin, efnið valið og komið áleiðis í prentun. Valtýr var kunnur fyrir af- bragðsgóð viðtöl við fólk og man ég að eitt fyrsta verkefni, sem hann fól mér var að fara suður með sjó og taka viðtal við mann, sem var að hefja nýja aðferð við fiskvinnslu … Ég þekkti Valtý lítið eitt frá æskuárum mínum og heyrði stundum af hon- um heima hjá mér, því þeir voru bekkjarbræður og samstúdentar 1911, faðir minn og hann. En þeir voru líka vinir og samherjar í stjórnmálabar- áttunni. Átökin í þeirri baráttu voru þá oft rætin. Andstæðingar Valtýs létu sér ekki nægja að veit- ast að stefnu hans og skoðunum, heldur var líka ráðist á persónu hans, borið á hann þekkingarleysi og farið háðulegum orðum um ritstíl hans. Vissu- lega barði Valtýr frá sér en hirti oft ekki um að svara því, sem honum fannst vera skítkast.“ Síðan segir Ásgeir: „Ég get sagt það um þing- fréttaritarastarf mitt, að ég reyndi að segja þær fréttir í Morgunblaðinu á sæmilega óhlutdrægan hátt. En það var þó ekki fyrr en síðar að þessi fréttaþáttur varð til fyrirmyndar. Það var þegar Þór Vilhjálmsson, síðar hæstaréttardómari, var þingfréttaritari Morgunblaðsins. Þór gerði þing- fréttirnar þannig úr garði, að hann var bæði gagn- orður og óhlutdrægur. Ég fagnaði þessu og nefndi það við Bjarna Benediktsson, sem þá var ritstjóri blaðsins. Hann var ánægður með starfshætti Þórs og taldi þá til bóta fyrir blaðið.“ Yfirsýn Þ að er fengur að minningarþáttum Ásgeirs Péturssonar. Hann hefur mikla yfirsýn yfir helztu stjórn- málaatburði 20. aldarinnar, bæði vegna beinnar aðildar að sumum þeirra eins og hér hefur verið rakið en einnig vegna náinna tengsla hans við helztu sögupersónur. Samtímasagan er ýmist skrifuð af þeim, sem við sögu komu eða öðrum sem fylgdust með úr mikilli nálægð svo og af ungum sagnfræðingum, sem byggja ekki sízt á skjölum og öðrum skriflegum heimildum um liðna tíð. Þegar upp er staðið er fróðlegt að kynnast þess- ari sögu frá ýmsum sjónarhólum. Má sem dæmi nefna bók Solveigar Einarsdóttur um föður henn- ar Einar Olgeirsson, þar sem fjallað er um þjóð- félagsatburði þessara tíma með allt öðrum hætti en Ásgeir Pétursson gerir í sinni bók. En smátt og smátt verður til heildarmynd, sem gagnlegt er og nauðsynlegt fyrir nýjar kynslóðir að kynnast vilji þær á annað borð skilja sjónarmið og gerðir þeirra, sem á undan fóru. » Þessi lýsing Ásgeirs Péturssonar á aðdraganda atburðannaá Austurvelli 30. marz 1949 og þeim umræðum, sem fram fóru á milli manna, sem báru ábyrgð á landstjórninni, en Ólafur Thors var einn þeirra manna, er upplýsandi fyrir nýjar kyn- slóðir, sem ekki þekkja þessa tíma af eigin raun. rbréf Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.