Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 43
þjóðlífsþankar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 43 Um daginn þurfti ég að útvegasmið og pípulagningamann- .Ég hafði smið í vinnu fyrir nokkr- um árum og ákvað að leita fyrst til hans. Ég tók símaskrána og leitaði uppi nafn hans. Við skulum kalla hann Jón Jónsson. Margir slíkir voru í skránni og loks fann ég smið á slóðum þar sem mig minnti að smiðurinn kunningi minn hefði bú- ið. Ég hringdi og það svaraði hæg- lætisleg karlmannsrödd í símann. Ég kynnti mig og spurði hvort hann myndi eftir mér, hann hefði lagfært fyrir mig íbúð fyrir nokkrum árum. Ekki gat hann komið mér fyrir sig en sagði í afsakandi tón að hann hefði nú haft svo marga viðskipta- vini um dagana. Ég reyndi að lýsa bæði mér og íbúðinni fyrir honum en allt kom fyrir ekki. Þá minnti ég hann á að hann hefði líka unnið fyr- ir dóttur mína, hvort hann myndi ekki eftir henni? Nei, hann gat ómögulega rekið minni til okkar mæðgna. Þá nefndi ég til sögunnar arkitektinn sem hafði teiknað upp endurbæturnar á íbúðinni sem hann hafði lagað fyrir mig. Þá kom annað hljóð í strokkinn – hann mundi vel eftir arkitektinum, ágæt- ur maður það. Nú fannst mér vænkast hagur minn svo ég spurði hvernig staðan væri hjá honum núna. „Bara prýðileg,“ svaraði smiður- inn að bragði. Það glaðnaði yfir mér. „Þú værir kannski viss með að taka að þér verk fyrir mér nákom- inn aðila?“ sagði ég. „Æ, það held ég ekki, ég er bara alveg hættur,“ svaraði smiðurinn. Hættur! Nú var ég hissa. Mér hafði sýnst maðurinn mjög hress og á góðum aldri. „Það er ótrúlegt að þú sért hætt- ur,“ sagði ég. „Ja, svona er það. Ég tek varla að mér fleiri verk, ég er nú kominn langt á níunda tuginn,“ svaraði smiðurinn hæglætislega. Ég hafði greinilega farið manna- villt. Rétta nafnið var tveimur lín- um neðar í símaskránni. En sá smiður hefði rétt eins getað verið hættur líka, hann kvað alls enga möguleika á að hann gæti tekið að sér smíðaverk nú fyrir jólin. „Ég er svo hart keyrður að ég fæ varla svefnfrið,“ sagði hann en lof- aði að hugsa til mín eftir áramótin. Þá sneri ég mér að því að ræða við pípulagningamanninn. Hann hefur löngum reynst mér vel og ég gerði mér vonir um að geta fengið hann á staðinn. En þrátt fyrir þessi góðu kynni kvaðst hann algerlega upptekinn. „Hann verður líklega kominn á eftirlaun þegar röðin kemur að mér,“ hugsaði ég með mér. Svona fór um sjóferð þá. Ég fékk hvorki smið né pípulagningamann hvernig sem ég reyndi – slíkar eru annir iðnaðarmanna á aðventunni. Víst veit ég að fólk vill hafa fínt hjá sér á jólunum, – en fyrr má nú gagn gera. Þá er ekki um annað að gera en þraukað þar til smiðurinn getur komið þótt kuldinn smjúgi um gisinn glugga – og hvað rörið sprungna áhrærir þá er það nú margvafið meðsterku límbandi og vona ég að með hæversklegri notk- un geti það lafað þar til pípulagn- ingamaðurinn minn góði kemur mér inn í röðina hjá sér. En til vara hef ég keypt nokkrar tegundir af límbandi og eyði líklega jólunum í að fylgjast með rörinu svo það bresti ekki með tilheyrandi flóði. Mín skoðun er sú að það þurfi að hvetja fólk til að læra iðngreinar á borð við trésmíði og pípulagnir, það verður ólíft í þessu landi ef öll slík verkmenntun leggst að mestu af eins og nú horfir. Raunar heyrði ég um daginn að sérstök nefnd legði til miklar breytingar sem gætu skilað okkur fleiri iðnaðarmönnum. Við Íslendingar þurfum að eiga góða iðnaðarmenn og sýna þeim virð- ingu, verkmennt er undirstaða sið- menningar, það má sjá á öllum þeim fornu byggingum sem við gerum okkur ferðir út í lönd til að skoða. Það dugir ekki að við sitjum öll og lærum fög á borð við frönsku, heim- speki, listasögu og félagsfræði. Það er eins og slík kunnátta verði létt í vasa þegar næðir um mann við gisna glugga, vatn flæðir úr sprungnum leiðslum og hitaveitan á ekki lengur aðgang að köldum ofn- um. Eru iðnaðarmenn deyjandi stétt? Gisnir gluggar og kaldir ofnar Guðrún Guðlaugsdóttir gudrung@mbl.is Fréttir í tölvupósti Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.