Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEGA vakti ég athygli á því, með grein í Morgunblaðinu, að við Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fluttum frumvarp til laga á Al- þingi um að banna hvalveiðar árið 1988. Tilefnið var þetta arfa- vitlausa leyfi Einars Guðfinnssonar sjáv- arútvegráðherra um að leyfa hvalveiðar að nýju. Nú eru fyrstu af- leiðingarnar að skila sér, fólk í ferðaþjón- ustu hefur þegar orðið fyrir búsifjum í þessu sambandi. Þá hefur hundruð milljóna markaðsstarf í Banda- ríkjunum með landbúnaðarvörum verið ónýtt. Whole Foods Market verslanakeðjan gefur tóninn og hef- ur með því gefið á bátinn fyr- irmyndarlandið Ísland sem útflytj- anda á landbúnaðarvörum og fiski. Við umhverfissinnar erum ekki hissa á þessari ákvörðun. Tap ís- lenskra fyrirtækja, vegna hvalveiða 1988, hafa aldrei verið reiknuð út og eins og ég benti á í fyrri grein minni hér í blaðinu gerði sú útgerð út af við lagmetisiðnaðinn. Barnaleg rök sjávarútvegsráðherra eru sorg- leg. Ómerkilegur þjóðrembingur í málflutningi hans og utanríkisráðherra hafa því miður ekki nokkuð að segja þegar um þessi mál er fjallað er- lendis. Afleikur sjáv- arútvegsráðherra í sambandi við takmark- að bann á togveiðum á úthöfum er einn angi af þekkingarleysi þess- ara ráðamanna á al- þjóðasamfélaginu. Í stað þess að taka for- ystuna á þessum vett- vangi, eins og við gerð- um í 200 mílunum á sinni tíð, leikur ráðherrann okkur út í horn og gerir landið áhrifalaust. Sama má segja um utanríkisráðherra Valgerði Sverrisdóttur, þegar hún í viðtali við erlenda fjölmiðla segir, að þeir sem vilji vernda hvali byggi það á tilfinningum en ekki á kaldri pen- ingahyggju. Elsku Valgerður, lífið er byggt á tilfinningum, hvernig yrði um ástina ef tilfinningar væru ekki þar að baki? Ég segi bara að tilfinningar eru uppspretta mannlífs á jörðinni og margt hið göfugasta, sem gert hefur verið, á upptök hjá tilfinningaríku fólki. Kæru ráð- herrar, hættið að verja vitleysuna og takið ykkur heldur friðarstaf í hönd. Leitið heldur ráða hjá tilfinn- ingaverum en tilfinningalausum gróðapungum, eins og forveri sjáv- arútvegsráðherra nefndi ákveðna stétt manna. Ég held að það vanti mannúð og mildi í íslensk stjórn- mál. Hvalveiðibann eða veiðar ? Hreggviður Jónsson fjallar um hvalveiðar » Leitið heldur ráðahjá tilfinningaverum en tilfinningalausum gróðapungum, eins og forveri sjávarútvegs- ráðherra nefndi ákveðna stétt manna. Hreggviður Jónsson Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. FRIÐBERT Traustason hagfræð- ingur og formaður SÍB spyr í Morg- unblaðinu 12. september: „Hver á líf- eyrissjóðinn minn?“ Hann svarar sjálfur: „Þeir eru eign hvers og eins“, og skrif- ar: „Með aðild að sjóðn- um tryggja sjóðfélagar ekki eingöngu eftirlaun sín, þegar þeir hætta á vinnumarkaði, heldur einnig bætur vegna hugsanlegrar skerð- ingar á starfsorku, makalífeyri fyrir eft- irlifandi maka og barnalífeyri fyrir börn- in“. Þannig ætti þetta að vera en er því miður ekki svona. Það er nefnilega þannig að við fáum ekkert úr sjóðnum eftir að við förum yfir móðuna miklu. Verra er að maki okkar fær í flestum tilfellum aðeins helming þess sem við hefðum fengið mánaðarlega í lífeyri og það aðeins í 18 mánuði. Sjóðirnir eiga sig því sjálfir og stela oftast stórum hluta framlags okkar og stundum öllum. Þetta eru stór orð, sem hver og einn getur staðfest með útreikningi á framlagi sínu og sér þá, hverskonar svikamylla sjóðurinn er. Dæmi eru um að menn hafi fallið frá gildum sjóði án þess að þeirra nán- ustu fengju krónu úr sjóðnum. Hækkun skatta? Mér þykir í meira lagi langsótt að sjóðasöfnunin hafi lækkað tekjuskatt. Er einhver munur á 10% tekjuskatti og því að greiða 10% launaskatt af öllum tekjum í einhvern sjóð sem kannski greiðir okkur eitthvað til baka ein- hvern tíma seinna? Ávöxtun sjóðanna? Ekki veit ég hvort Árni Magnússon hannaði 90% lánshlutfall á eldhúsborðinu heima hjá sér líkt og Friðbert segir Ólaf Jó. hafa hannað verðtrygginguna. Af- leiðingarnar eru skelfilegar fyrir unga fólkið sem reyndi að eignast þak yfir höfuðið eftir síðustu kosn- ingar. Fyrst gleypti verðbólgan eigið framlag þeirra og til að bæta gráu of- an á svart keppast fjármálastofnanir við að tala niður íbúðaverðið. Þannig að nú eiga þau minna en ekki neitt í „eigin“ húsnæði. Margir tapa öllu sínu. Á sama tíma græða bankarnir og líf- eyrissjóðirnir sem aldr- ei fyrr á verðbólgunni og verðtryggingunni. Margir vilja eiga sjóðina – tekjutrygg- ingar ellilífeyris TR og skerðingar. Það er al- veg ljóst að með 10% greiðslu af öllum laun- um sínum ætti launþegi að eiga lífeyrissjóðinn „sinn“. Sjóði, sem stjórnað er af mis- vitrum mönnum, er sjá enga aðra ávöxtunarleið en útlán á okurvöxtum og hlutabréfakaup. Oft skapa þessir stjórnarmenn sjálfum sér ákveðin völd með stjórnarsetu í fyrirtækjum sem sjóðurinn á hlut í. Með starfs- lokasamningum sem þeir gera hver við annan og vafasömum fjárfest- ingum mætti halda að þeir teldu sig eiga sjóðina skuldlaust. Með skerðingu grunnlífeyris til þeirra sem greitt hafa í lífeyrissjóð er ríkið búið að slá eign sinni á sjóð- ina. Það kann að vera rétt að vissir stjórnmálamenn telji lífeyrissjóðina skulda samfélaginu hjúkrunarheimili en ekki rétt að: „Einstaka menn eru alveg bit á því að eignir almennra sjóðsfélaga skuli ekki notaðar til að bæta hag þeirra sem lítið sem ekkert hafa lagt inn til sjóðanna“. Friðbert skrifar áfram: „ … ein- staklingar áberandi og vinsælir í um- ræðunni … “, og á þá við Helga í Góu. Helgi hefur verið óþreytandi að benda á aðbúnað aldraðra með þeim árangri að nú vita pólitíkusarnir af gamla fólkinu. Hann hefur líka sýnt á myndrænan hátt hvernig sjóðirnir gætu breytt stöðunni án þess að finna mikið fyrir því. Lítið er um svör frá sjóðunum önnur en að skv. lögum um þá megi þeir helst ekki eiga neitt annað en skrifstofubúnað. Í því sambandi er rétt að benda á að ólíkt Biblíunni eru lög um lífeyr- issjóði mannanna verk sem má breyta. Þeim ber beinlínis að breyta sé það til hagsbóta fyrir sjóðsfélag- ana. Ég hef skrifað og gagnrýnt líf- eyrissjóðina en aldrei svo mikið sem gefið í skyn að sjóðirnir væru í skuld við samfélagið. Í Blaðinu 13.12. 2005 benti ég á hvernig mætti ávaxta þá betur og um leið bæta kjör sjóðs- félaganna. Síðan ég skrifaði það sem er hér á undan í september, hefur ríkið rænt mig lífeyri! Síðan ég skrifaði þetta í sept- ember, hefur það gerst að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ranglega skert greiðslu til mín. Hjá sjóðnum átti ég frjálsa „sér- eign“ 658.766 kr. lausa til útgreiðslu. „Séreignin“ er mikið til vegna ávöxtunar sjóðsins sem var 77.930 kr. árið 2005 og meiri fyrstu 10 mán- uði þessa árs. Mér var bent á að taka þetta út fyrr en seinna, ef ég ætlaði ekki að láta ríkið hirða stærsta hlutann. Ég sótti um út- greiðslu og 31.10. 2006 fékk ég launaseðil frá Frjálsa lsj. með eft- irfarandi texta: Ellilífeyrir 656.153,00 –240.939 = 415.214 kr. laun alls. (240.939 er 36,72% stað- greiðsla). Er löglegt að skattleggja fjármagnstekjur með 36,7% í stað 10%? Þeir eru örugglega margir sem hafa lent í hliðstæðri skerðingu. Fæstir nenna að eyða tíma og pen- ingum í að reyna að fá þetta leiðrétt. Hvernig væri að lífeyrissjóðirnir ynnu þessa vinnu fyrir sjóðfélag- ana? Þeir hafa fjármagnið til þess og nóg af starfsfólki eftir nýlegar sameiningar sjóðanna. Spurt var í september: „Hver á lífeyrissjóðinn minn?“ Sigurður Oddsson fjallar um lífeyrissjóði »… við fáum ekkertúr sjóðnum eftir að við förum yfir móðuna miklu. Verra er að maki okkar fær í flestum til- fellum aðeins helming þess … Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. NÚ ÞEGAR aðventan er hafin og hátíð ljóss og friðar nálgast finna margir hvernig eft- irvæntingin vaknar, eftir tíma vonar, friðar og eindrægni. Birting- armyndir eftirvænt- ingar okkar geta verið með ýmsum hætti og flestar eru þær já- kvæðar, en einnig eru of margir sem finna mikinn kvíða og streitu heltaka sig, vegna alls umstangs- ins sem hið ytra jóla- hald krefst og finna til vanmáttar til að tak- ast á við það allt. Ýmis úrræði eru fyrir hendi til að fá aðstoð, svo sem hjá sálfræðingum og prestum, en of margir grípa því mið- ur til áfengisdrykkju eða neyslu annarra vímugjafa eins og lyfja og ólöglegra vímuefna. Þetta á því miður ekki síst við um börn og unglinga. Sú forvarnavinna sem unnin er meðal ungmenna þessa lands af sérfróðu fólki svo sem hjá SÁÁ og samtökunum „Hættu áður en þú byrjar“ – Ma- rita-verkefninu er afar mikilvæg og einnig er það mikilvægt að umræða sé vakandi um þennan mikilvæga málaflokk dag frá degi og ekki síst nú í aðdraganda jólahátíðar. Á fyrsta stigi forvarna er lögð áhersla á að minnka líkur á að fé- lagsleg vandamál komi upp og þar er heilbrigt fjölskyldulíf grundvall- aratriði. Áfengisneysla eða önnur vímuefnaneysla gengur þvert gegn slíkum markmiðum og allt of margir eiga sárar endurminningar frá jól- um vegna vímuefnaástands ástvina. Í nýlegum rannsóknum hefur komið í ljós að reykingar og vímu- efnaneysla ýmiss konar eykst mjög meðal unglinga sem eru á fyrsta ári í framhaldsskóla. Enda er vitað að félagaþrýstingur er mikill á þessu aldursskeiði. Á síðustu tíu árum hef- ur verið mikil aukning í notkun ólöglegra vímuefna, svo sem kanna- bis og amfetamíns, einnig á kókaíni og ecstasy-töflum, ekki síst meðal ungs fólks, afleiðingarnar eru oft geigvænlegar, jafnvel eftir aðeins fyrstu neyslu. Ef barn hefur leitað í áfengi eða önnur vímuefni þarf að leita svara við því hvers vegna barnið, sem hugsanlega býr við kjöraðstæður, að því er best verður séð, hefur leit- að í einhvers konar lífsflóttaefni, sem vímuefnin eru. Jákvæð sam- skipti foreldra og barna þeirra eru afar mikilvægur forvarnaþáttur og minnkar stórlega líkur á því að ein- hvers konar vímuefnaneysla komi upp. Það er grundvallaratriði að for- eldrar gefi sér tíma til samfélags við börn sín, séu vinir þeirra og hlusti á þau, heyri hvað brennur á. Þetta veitir börnum öryggiskennd og byggir upp traust þeirra til foreldra sinna. Prestar kirkju Jesú Krists fá svo meðvitað tækifæri til að nálgast börnin og foreldra þeirra með for- varnir gegn vímuefnum þegar að fermingarfræðslunni kemur. Hvernig þessi möguleiki er nýttur byggist á því að prestar hafi vilja til að sinna forvarnamálum af alvöru og hafi aflað sér þekkingar á þessu sviði og leggi þannig fram krafta sína með öflugum hætti gegn þeim sölumönnum dauðans, sem fíkni- efnasalarnir ótvírætt eru. Að fermingu lokinni þarf kirkjan einnig að fylgja börnunum eftir inn í umbrotaár ung- lingsáranna og þar eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Sem fyrrverandi lög- reglumaður til tæps aldarfjórðungs er und- irritaður vel meðvit- aður um hvílík hætta vofir yfir hvað varðar fíkniefnaneyslu ung- menna. Við upphaf starfs sem sóknarprestur ákvað undirritaður því að setja fram nýjan möguleika frá hendi kirkjunnar til styrktar fjölskyldum þessa lands, einmitt ekki síst árið eftir fermingu. Ársafmæli ferming- arinnar Á hverju ári var fermingarbörnum árs- ins á undan boðið til samveru í kirkjunni með foreldrum sínum og prestum kirkjunnar. Þar voru vináttubönd endurnýjuð og efnt til samtals um lífið og til- veruna, en er það ekki einmitt í samtalinu sem möguleikinn til framþróunar og jákvæðrar upp- byggingar liggur? Í ársafmælið mætti öll árin einhver frá for- varnadeild lögreglunnar eða toll- gæslu og fræddi viðstadda um ým- islegt í sambandi við forvarnamálin. Var oft ýmsum brugðið, bæði for- eldrum og börnum, vegna þess að fræðslan var hispurslaus og mark- viss. Þarna var talað tæpitungu- laust um þessi mál og stálkruml- unni lýst sem grípur vímuefnaneytandann og fjölskyldu hans heljartökum og sleppir ógjarnan taki sínu fyrr en í fulla hnefana. Stóð greinarhöfundur fyrir Ma- rita-forvarnaverkefninu sem sam- starfsverkefni kirkjunnar, bæj- arfélagsins, lögreglunnar og Garðaskóla. Kom það glöggt fram hve mikilvægt er að þessir aðilar snúi bökum saman í forvörnum gegn vímuefnum. Í reglulegum ferðum mínum í miðbæ Reykjavíkur á föstudags- og laugardagskvöldum kom í ljós að í hverjum árgangi reyndist þörf á að aðstoða einhver ungmenni úr hremmingum vímuefnanna. Nauðsynlegt er að kirkjan komi meira að forvarnastarfinu almennt og fylki sér enn frekar til samstarfs við aðra á því sviði. Þegar um er að ræða áfengis- og vímuefnavanda í fjölskyldum þá kemur hann ekki síst í ljós um jólahátíðina þegar vonirnar eru svo miklar og því vonbrigðin mikil þeg- ar út af bregður. Sameinumst í því að leitast æv- inlega við að bægja stálkrumlu vímuefnaneyslunnar frá fjöl- skyldum okkar góða lands, sem og nú á aðventunni og á helgri jólatíð. Gleðileg vímulaus jól. Jólin, börnin og vímuefnavandinn Hans Markús Hafsteinsson fjallar um vímuefnavanda og forvarnir Hans Markús Hafsteinsson » Sameinumstí því að leit- ast ævinlega við að bægja stálkr- umlu vímu- efnaneyslunnar frá fjölskyldum okkar góða lands, sem og nú á aðventunni og á helgri jólatíð. Höfundur er héraðsprestur. Sagt var: Aukningin nemur þrjátíu pró sent. RÉTT VÆRI: … nemur þrjátíu prósentum. (þ.e. þrjátíu hundraðshlutum.) Gætum tungunnar Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.