Morgunblaðið - 17.12.2006, Page 45

Morgunblaðið - 17.12.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 45 Í MORGUNBLAÐINU 5. desem- ber sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ásbjörn Björgvinsson formann Hvalaskoðunarsam- taka Íslands undir yf- irskriftinni ,,Hvernig er best að nýta hvalina?“. Ég er sammála Ásbirni að hvalaskoðun sé já- kvæð leið til að nýta hvalastofnana þótt rök hans séu ekki trúverð- ug varðandi það að hvalaskoðun og sjálf- bærar hvalveiðar geti ekki farið saman hér eins og í öðrum löndum þar sem báðar þessar atvinnugreinar eru stundaðar t.d. í Noregi, Bandaríkj- unum, Japan, Grænlandi og Rúss- landi. Reynslan af hvalveiðum síð- ustu fjögurra ára hefur með óyggjandi hætti sýnt að hrakspár um væntanlegan skaða af þeim völdum hafa ekki verið á rökum reistar. Fyrir mér sem náttúruvernd- arsinna er sjálfbærni aðalatriðið í umræðu um ábyrga nýtingu nátt- úruauðlinda en einhverra hluta vegna hefur farið mjög lítið fyrir því hugtaki í umræðunni um hvalveiðimál hér á Íslandi undanfarið. Sú umræða hefur einkum snúist um markaðsmál og hvort hvalveiðar skaði þá ímynd af Íslandi og Íslendingum sem seld hef- ur verið erlendis. Það er umræðuefni út af fyrir sig hvernig sölumenn ferðaþjónustunnar taka sér það vald að selja tiltekna ímynd af Íslandi, t.d. um ósnortna náttúru, almenna álfa- trú og lausláta kvenþjóð (sbr. auglýs- ingu Icelandair ,,dirty weekend in Iceland“) og ætlast síðan til að lands- menn lagi sig að þeim væntingum ferðamanna sem hingað koma á þeim forsendum. Vegna þess hlutverks míns að veita vísindalega ráðgjöf um verndun og nýtingu hvalastofna hef ég hef hingað til forðast að taka þátt í umræðunni um hvalveiðimál á pólitískum og efnahagslegum forsendum, og ætla ekki að byrja á því hér. Hins vegar eru í grein Ásbjarnar svo margar staðreyndavillur og rangfærslur sem snúa beint að ummælum mínum og hvalarannsóknum þeim sem ég er í forsvari fyrir, að nauðsynlegt er að leiðrétta þær. Þetta er fyrri grein af tveimur. Ásbjörn vitnar í þau ummæli mín í útvarpsviðtali 1. nóvember sl. að mið- að við núverandi þekkingarstig get- um við ekki sagt fyrir um áhrif hvala- stofna á fiskistofna með vissu þótt það séu vissulega vísbendingar í þá átt. Að venju sparar Ásbjörn ekki stóru orðin og kallar þetta ,,söguleg tíðindi“ og ,,stórmerkileg ummæli“. Fyrir utan efasemdir um að hugleið- ingar mínar í útvarps- viðtali um eigin rann- sóknir geti almennt talist söguleg tíðindi, er mér fyrirmunað að skilja hvernig Ásbjörn kemst að þessari nið- urstöðu, því þessu hef ég alla tíð haldið fram. Þetta var í raun meg- inniðurstaða rannsókna vísindamanna á Haf- rannsóknastofnuninni sem birtist í tveim vís- indagreinum í erlendu tímariti fyrir um ára- tug. Þótt sýna megi fram á að hvalir hér við land éti tvö- til þrefalt það magn sem íslenski fiskiskipaflotinn veiðir og að það geti skipt verulegu máli fyrir afrakstur fiskistofna hvort hvalastofnar séu nýttir eða ekki, er talsverð óvissa um samspil hvala- stofna og fiskistofna hér við land. Einn stærsti óvissuþátturinn varðar fæðuval hrefnu, ekki síst hlutdeild þorsks í fæðunni, og er því sér- staklega mikilvægt að afla frekari upplýsinga um fæðuvistfræði þessa meginspendýrs í náttúru Íslands. Meginmarkmið yfirstandandi hrefnurannsókna er einmitt að afla slíkra gagna og leiða þær vonandi til upplýstari umræðu um þessi mál. Ásbjörn telur það sýna áhrifaleysi hvala í vistkerfinu að heildarneysla þeirra sé einungis ,,brot af þeim líf- massa sem lifir á landgrunni Ís- lands“. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann útreikninga sérfræðinga á Haf- rannsóknastofnuninni. Þeir útreikn- ingar snúast reyndar um framleiðni þörunga og slíkur samanburður segir ekkert um samspil dýra ofar í fæðu- keðjunni en eins og flestum ætti að vera kunnugt eru hvalir ekki græn- metisætur. Með slíkum rökum mætti allt eins halda því fram að fiskveiðar hafi engin áhrif á fiskistofnana og all- ar takmarkanir því óþarfar, en ekki trúi ég að Ásbjörn haldi slíku fram. Ábyrg veiðistjórnun og CITES-listinn Ásbjörn vitnar til þess að hvalir séu á lista CITES yfir tegundir í út- rýmingarhættu og þess vegna sé óá- byrgt að stunda hvalveiðar þótt lög- legt sé, því Íslendingar hafi gert fyrirvara við alla hvalastofna (sem reyndar er ekki rétt). Í þessu felst að Hafrannsóknastofnunin mæli með veiðum sem leitt geti til útrýmingar hrefnu og langreyðar. Það er auðvit- að víðs fjarri raunveruleikanum eins og hverjum manni er ljóst sem kynnt hefur sér rannsóknir á hvalastofnum hér við land. Staðreyndin er sú, að öf- ugt við aðra hópa dýra og plantna, eru hvalir flokkaðir á CITES- listanum á pólitískum forsendum en ekki vísindalegum, þ.e. með beinni skírskotun til hvalveiðibanns Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Samkvæmt síðustu talningum eru um 44 þúsund (95% öryggismörk 30–63 þús.) hrefn- ur og um 24 þúsund (95% örygg- ismörk 18–32 þús.) langreyðar hér við land. Að mati Hafrannsóknastofn- unarinnar eru veiðar á 150 lang- reyðum og 400 hrefnum á ári innan marka sjálfbærni. Mér er ekki kunn- ugt um neina líffræðinga sem gætu fallist á að veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum séu ekki sjálfbærar í líf- fræðilegum skilningi. Sjálfbærar veiðar og söguleg tíðindi Gísli Arnór Víkingsson gerir athugasemdir við grein for- manns Hvalaskoðunarsamtaka Íslands »Reynslan af hval-veiðum síðustu fjög- urra ára hefur með óyggjandi hætti sýnt að hrakspár um vænt- anlegan skaða af þeim völdum hafa ekki verið á rökum reistar. Gísli Arnór Víkingsson Höfundur er hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni. smáauglýsingar mbl.is Laugavegur 63 • S: 551 4422 Gæðakápur Pelskápur Pelsjakkar Hettukápur Kasmír-cape Loðhúfur Höfuðbönd Sjöl Ekta skinn Veittu vellíðan – gefðu gjafakort í NordicaSpa Gjafakort í heilsulind NordicaSpa er tilvalin gjöf. Við bjóðum upp á fyrsta flokks snyrtimeðferðir fyrir andlit og líkama og ýmsar tegundir af nuddi. Hægt er að kaupa gjafakort fyrir ákveðna upphæð, í tiltekna meðferð og ýmsa spa pakka. Einnig er hægt að kaupa gjafakort í heilsuræktina – meðlimakort, einkaþjálfun eða námskeið. Við aðstoðum þig við að finna réttu gjöfina handa þeim sem þú vilt gleðja. Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan og er Nordica Spa heimur út af fyrir sig. Opnunartímar:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.