Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR ferðast er um landið er varla sá staður þar sem ekki eru einn eða fleiri útlendingar við störf. Af hverju er svo komið? Ég tel að það sé þannig komið af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi er of mikil þensla samfara röngum áherslum. Hvað á ég við með því? Oft hafa góð- ar hugmyndir orðið að víkja fyrir duttlungum misviturra stjórnmálamanna. Ég get séð að nýliðun í ferðagreinum gæti átt sér stað með m.a. þeim hætti að börnum og unglingum væru snemma gefin tækifæri til að kynnast heimi ferðamanna. Þetta má gera með ýmsum hætti. Sumarið er vissulega aðal ferðamannatíminn og einnig sá tími sem vinnuskólar eru starf- andi í borgum og bæjum landsins. Þar sem eru söfn, s.s. við Glaumbæ, Laufás, Skóga, Árbæj- arsafn og víðar, mætti leyfa ein- hverjum tugum barna og unglinga að vera ferðafólki til aðstoðar og fróðleiks, m.a. með því að þau yrðu klædd þjóðlegum búningum og myndu þannig með nærveru sinni og viðmóti skapa fallegt og skemmti- legt myndefni sem væri í stíl við um- hverfið. Skipulagið yrði þannig að ávallt yrðu einhverjir til staðar við bílaplön og aðra aðkomu að söfnum til þess að bjóða ferðamenn vel- komna og sömuleiðis að kveðja þá formlega þegar söfnin væru yfirgef- in. Viðkomandi börn og unglingar yrðu á launum frá vinnuskólum en að auki er ég viss um að það yrði ekki óalgengt að ferðamenn létu eitthvert þjórfé af hendi rakna til þeirra. Varðandi eldri nemendur vinnu- skólanna mætti vinna eftirfarandi skipulag: Víðast hvar er sumarið að- al álagstíminn í ferðamannavinnunni eða hefur allavega verið hingað til og þá sérstaklega er annasamt hjá rútubílstjórum. Við skulum taka vinnudag rútubíl- stjóra sem er á ferð um landið með 35 manna hóp. Bílstjórinn vinnur frá klukkan 07.30 við undirbúning akst- urs, hlaða inn ca 50 þungum töskum og hefja svo akstur. Yf- irleitt eru eknir um 300 kílómetrar á dag með stoppum. Komið er í náttstað og þá hefst töskuburður og að hon- um loknum er farið á þvottaplan, rútur þrifn- ar og er vinnudagurinn hugsanlega búinn um kl. 20.00 og er þá sest að snæðingi. Dag eftir dag og hring eftir hring um landið, alveg fram á haust. Oft eru leið- sögumenn og bílstjórar sendir í burtu frá hópum sínum af skipuleggjendum ferða og hótela og þá tekur við akstur sem gæti staðið fram til kl. 21.30 í þann náttstað sem mönnum er skipað að halda til. Sé veður slæmt og gluggar óhreinir yfir daginn gæti það þýtt að skola þurfi af bílum nokkrum sinnum á dag. Þreyta gerir vart við sig, öryggi og gæði þjónustunnar minnkar. Ég sting upp á að með því að bjóða einhverjum tugum unglinga að vera aðstoðarmenn í rútubílum á sumrum og taka hluta álags af bíl- stjórunum þá sé hægt að ala upp jafnvel albestu framtíðarstarfs- mennina innan ferðaþjónustunnar. Unglingarnir kynnast landi og þjóð með skemmtilegum hætti, gera gagn og fá ágætis kaup. Ég hef oft hugsað um þetta þegar maður sér tíu til tuttugu unglinga liggjandi í kringum nokkurra fermetra stór blómabeð á umferðareyjum í Reykjavík með I-pod-spilara og GSM-símatengingar hangandi á eyr- unum og hrífur liggjandi allt í kring. Væri nú ekki skemmtilegra fyrir einhver þeirra að fá að kynnast land- inu með þeim hætti sem ég lýsti áð- an? Hvernig yrði þetta skipulagt? Ferðaskrifstofur, hótel, rútufyr- irtæki og allir þeir sem koma að skipulagningu í ferðaþjónustunni taki sig saman og stuðli að þessu ásamt vinnuskólum viðkomandi byggðarlaga. Þá mætti setja ein- hverjar upphæðir af nýju landkynn- ingarpeningunum til þess að styrkja framtíðarinnviðina með þessum hætti. Það er hægt að skrifa endalaust um þennan málaflokk enda eru tæki- færin alls staðar. Auka þarf víðsýni og menn þurfa að sýna þor – þora að vera þjóðlegir. Það er ekkert „púkó“ við það að hvetja til þess að gamlar hefðir séu dregnar fram í dagsljósið. Það er það sem vantar sárlega inn í ferðaþjónustuna. Allt er gott í bland, en við megum passa okkur á því að verða ekki allt of alþjóðavædd í af- þreyingunni fyrir erlenda sem inn- lenda ferðamenn. Með því að gefa börnum og unglingum aukin tæki- færi með þessum hætti þá ölum við upp góða íslenska starfskrafta og þurfum ekki lengur að leita logandi ljósi að starfsmönnum um allan heim til þess m.a. að afgreiða pylsur og Prins Póló á Vopnafirði. Nýliðun í ferðaþjónustunni Friðrik Á. Brekkan fjallar um ferðaþjónustuna »… við megum passaokkur á því að verða ekki allt of alþjóðavædd í afþreyingunni fyrir er- lenda sem innlenda ferðamenn. Friðrik Á. Brekkan Höfundur er leiðsögumaður og ráðgjafi. MATTHÍAS Johannessen er með virtustu skáldum Íslands. Hann er kunnur að miklu menn- ingarstarfi og farsælum ferli sem ritstjóri mesta fjöl- miðils Íslandssög- unnar í fjóra áratugi, Morgunblaðsins. Sem slíkur hefur hann mótað viðhorf og skoðanir margra kyn- slóða Íslendinga, ef það er rétt sem oft er haldið fram að kyn- slóðabilið sé áratugur þá er hér um að ræða fjórar kynslóðir. Matthías, sem fæddur er árið 1930, heldur því fram í út- varpsviðtali á Rás 1 laugardaginn 9. desember að hann hafi fæðst undir dönskum fána. Í fljótu bragði gæti virst sem svo að Matthías hefði litið dagsins ljós í Kaupmannahöfn, en svo mun ei vera. Hér er því sennilega á ferð- inni sú innrótaða söguskoðun Hriflu-Jónasar, að Ísland hafi ver- ið nýlenda sem hrifsaði til sín sjálfstæði hinn 17. júní 1944 undir verndarvæng Bandaríkjanna. Svo skilvirkur hefur þessi heilaþvottur hins mikla áróðursmeistara frá Hriflu verið að jafnvel eitt af höf- uðskáldum 20. aldarinnar og mesti ritstjóri Íslands trúir þessu enn. Ísland var vissulega hluti danska ríkisins fram til 1. desem- ber 1918. Þann dag varð Ísland frjálst og fullvalda ríki til jafns við Danmörku – við öll önnur full- valda ríki heims. Þegar hjálendur ríkja fá stöðu fullvalda ríkis er það jafnan móðurríkið sem stað- festir það með ýmsu sniði, nema hjálendan hafi byggt upp öflugan her og rifið sig laust í blóðugri styrjöld. Danir staðfestu fullveldið með stofnun sendiráðs í Reykja- vík árið 1919 og í framhaldi af því var sendiráð Kon- ungsríkisins Íslands opnað í Kaupmanna- höfn. Við lestur skjala um umfjöllun danska ríkisþingsins kemur í ljós að danskir hægri menn voru ósáttir við þá skerðingu á full- veldi Dana sem sam- bandslagasamning- urinn hafði í för með sér. Aðskilinn rík- isborgararéttur og ís- lenskt ríkisfang kon- ungsfjölskyldunnar ásamt dönsku. Það sem hins vegar fór mest fyrir brjóstið á andstæðingum sam- bandslaganna í Danmörku var ákvæðið um að konungserfðir væru umfjöllunarefni tveggja full- valda þjóðþinga, danska rík- isþingsins og Alþingis Íslendinga. Það hefur hvorki gerst fyrr né síðar í danskri sögu að ákvörðun um ríkiserfðir þjóðhöfðingjans væri flutt úr landi. Stefna Íslendinga var ákveðin af Alþingi og skyldi byggja á hlut- leysi um aldur og æfi. Dönum var falið að sinna utanríkisþjónustu á grundvelli ákvarðana Alþingis og fengu greitt fyrir það. Skjald- armerki Íslands var komið fyrir á dönsku sendiráðunum og sendi- herrar Dana afhentu tvískipt trúnaðarbréf viðkomandi þjóð- höfðingjum. Það er hins vegar augljóst að allur almenningur gerði sér litla grein fyrir hvað í fullveldinu fólst, stofnun sjálfstæðs íslensks rík- isvalds, sem á stríðsárunum stofn- aði fjögur sendiráð erlendis fyrir lýðveldisstofnunina auk sendiráðs- ins í Kaupmannahöfn frá 1920. Samkvæmt þjóðarrétti er aug- ljóst að ekkert ríki hefði tekið við sendiráðum Íslendinga nema vegna þess að landið var fullvalda, að konungurinn hafði sýnt fullan skilning á heimköllun sendiherra Íslands frá Kaupmannahöfn og útnefningu hans í stöðu rík- isstjóra. Þetta kemur fram í ávarpi Sveins Björnssonar á Al- þingi við embættistöku rík- isstjóra. Jafnframt er augljóst að hefði ekki komið til lýðveld- isstofnunar 17. júní 1944 hefði Konungsríkið Ísland getað gengið í Sameinuðu þjóðirnar 1946 eða 1947. Stjórnvöld höfðu gert milli- ríkjasamninga á 4. áratugnum við Ítali, hafnað samningum við Þjóð- verja um loftumferð og varn- arsamning við Bandaríkin 1941 svo nokkuð sé nefnt. Því miður hefur þessum kafla Íslandssögunnar ekki verið sinnt sem vert væri og þess vegna eru ranghugmyndir ríkjandi á borð við þær sem ungir menn mynduðu sér í kringum 1940, eins og dæm- in sanna. Matthías og danski fáninn Borgþór S. Kjærnested skrifar um útvarpsviðtal við Matthías Johannessen » Því miður hefurþessum kafla Ís- landssögunnar ekki ver- ið sinnt sem vert væri... Borgþór S. Kjærnested Höfundur er leiðsögumaður og áhugamaður um sagnfræði og þjóða- rétt. EINU sinni enn er boðað að rýra eigi þjónustuna við borgarbúa með hækkun á sorphirðugjaldi. Á árum áður var greiddur fast- eignaskattur til borg- arinnar sem stóð undir öllum þjónustugjöld- um fyrir þá þjónustu er borgarbúar fengu. Fundinn hefur verið upp tekjustofn hjá borginni sem nefndur hefur verið sorphirðu- gjald. Ekki vantar hugmyndaflugið enda tókst að koma þessu í gegn og síðan að hækka þetta gjald jafnt og þétt án þess að lækka fast- eignaskattana á móti eins og eðlilegt væri að gera þar sem sorp- hirðugjaldið var þar innifalið. Fast- eignaskatturinn er ákveðið hlutfall af matsverði fasteignar og því var erfitt að ná í aukatekjur á þann hátt en fasteignaskatt- urinn hefur hækkað á hverju ári við hækkun á matsverði eigna. Var þá farið að hrópa að „þeir eigi að greiða sem menga“ eða eins og FROS-brosið Gísli M. Baldursson orðaði það í fréttagrein Morgunbl. 2. nóv. 2006 „sá sem mengar beri kostnaðinn“ er hann tilkynnti um enn eina hækk- unina á sorphirðugjaldi. Spyrja má G.M.B. hvort hafin sé söfnun fyrir nýrri heimsreisu stjórn- enda borgarinnar og því þurfi að hækka sorphirðugjaldið. Varðandi slagorðið „þeir eiga að borga sem menga“ ættu borgaryf- irvöld að snúa sér að því að sinna þörfum borgaranna betur en gert er. Má þar benda á sóðaskapinn og mengunina sem verður af dreifingu á öllum þeim ruslpósti sem flæðir yf- ir borgarana og þar með talið Fréttablaðið og Blaðið. Þessum ósóma er hellt yfir borgarbúa án þess að óskað sé eftir því. Það á ekki að vera kvöð á borg- arbúum að taka við þessu rusli og ósvífni að krefjast þess að hver borgarbúi eigi að standa í því að segja sig frá þessum ósóma. Borg- aryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að banna alla dreifingu á ruslpósti til borgaranna nema viðkomandi íbúi hafi sérstaklega óskað eftir því, við útgefendur á ruslpósti, að fá slíkar sendingar. Yfirvöldum borgarinnar á ekki að vaxa það í augum að banna óæskilegan ruslpóst frekar en að banna hundahald í borginni. Aðrir en þeir sem óska eftir því að fá ruslið eiga kvaðalaust að vera lausir við þennan ósóma. Síðan eiga borgaryf- irvöld að snúa sér að réttum aðilum, sem eru útgefendur og sendendur á ruslpósti, og krefja þá um greiðslu fyrir þann kostnað er til verður vegna þess hluta sorpsins. Er það svo að yfirvöld (borg- arfulltrúar allra flokka) vilja ekki styggja ruslpóstsútgefendur af því að þeir greiða í kosningasjóði? Svo virðist sem kjörnir fulltrúar í borgarstjórn séu ekki í sambandi við nútímann. Þeir hafa ráðist í að kaupa rándýran búnað til að vigta sorp sem lendir í sorptunnum en hafa ekki hugsað út í það hvernig þeir eigi að ná til þeirra sem hafa verið fosrsjálir og komið fyrir kvörn- um við niðurföll úr vöskum og hakka allan lífrænan úrgang svo og glerílát. Lífrænn úrgangur (matvæli) er það sem vegur þyngst í sorpinu. Þar sem hluti af sorpi fer í gegnum skolpkerfi borgarinnar gjald- frjálst ættu borg- arfulltrúar að hugsa um það að láta hirða sorp er til fellur án þess að mismuna borgurunum í skattheimtu. Hafa borgarfulltrúar verið svo forsjálir að láta koma fyrir kvörn- um við eldhúsvaska heimila sinna þegar þeim hugkvæmdist ný skattpíning? Hvernig ætla skattp- íningastjórar borg- arinnar að framfylgja slagorði sínu um að þeir borgi sem menga? Hvað ætla þeir að gera til að sundurliða hverjir menga meira en aðrir í íbúðablokk með 50 íbúðum þar sem eru tveir íbúar í einhverjum íbúðanna og 6-8 manns í sumum? Á að deila sorphirðingarkostnaði niður á hausana eða lappirnar? Borgaryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í að bæta þjónustu við borg- arana hvað sorphirðu varðar. Borg- aryfirvöld eiga að koma á kerf- isbundinni hirðingu á flokkuðu sorpi eins og pappír, fernum og öðru sem óskað er eftir að sé aðskilið frá öðru sorpi. Varla getur það verið mikið mál að skipuleggja ár fram í tímann og tilkynna borgarbúum hvenær slík hirðing fari fram t.d. einu sinni í mánuði við hverja götu. Borgararnir mættu svo koma umræddu flokkuðu sorpi, vel frá gengnu (hnýtt utan um það eða í plastpokum), við sorptunn- ur þann dag sem hirðing á þessari tegund sorps fer fram. Sú krafa borgaryfirvalda að flokk- uðu sorpi sé skilað til sorphirð- ingastöðva er fáranleg og heimsku- leg. Þessi krafa leggur þær kvaðir á fólk að það eigi bifreið til þess að flytja þetta affall frá heimilisrekstri til sorphirðingastöðva. Þótt borg- arfulltrúar í vel launuðum störfum eigi bifreiðar og geti sinnt þessu (af- fallsflutningum á sorphirð- ingastöðvar) þá er það ósvífni að krefjast þess af t.d. eldra fólki að það sinni svona vitleysu. Ef borg- arfulltrúar sjá ekki sóma sinn í því að bæta þjónustuna við borgarana en gera ekkert nema hækka álögur ættu þeir að leita sér að annari vinnu því þeir eru ekki menn til að sinna því sem þeir buðu sig fram til að framkvæma, þ.e. að sinna þörfum borgaranna en ekki eigin velferð. Er sérstaklega bent á að það er ekki kvöð á borgarfulltrúum að sitja út kjörtímabil ef þeir eru ekki mann- eskjur til að sinna þeim kvöðum og skyldum sem hvíla á kjörnum fulltrúum. Skattlagning og sorphirða Kristján Guðmundsson fjallar um þjónustu borgaryfirvalda Kristján Guðmundsson » Borgaryf-irvöld ættu að sjá sóma sinn í því að banna alla dreifingu á ruslpósti til borgaranna nema viðkom- andi íbúi hafi sérstaklega ósk- að eftir því... Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.