Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MAGNÚS Stefánsson félagsmála- ráðherra og Siv Friðleifsdóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra undirrituðu síðasta sumar samkomulag við Nýja leið ráðgjöf um að sjá um meðferðarstarf fyrir ungt fólk með áhættu- sama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Verkefnið kallast Lífs- list. Í samkomulaginu felst að Ný leið býður ungu fólki á aldrinum 15–18 ára upp á að stunda listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni í því skyni að minnka líkurnar á áhættusamri hegðun. Verkefnið tekur til hóps ungmenna á höfuðborg- arsvæðinu og víða um land og stendur til árs- ins 2008 sem til- raunaverkefni. Gert er ráð fyrir að allt að 15 ungmennum standi þessi úrræði til boða á hverri önn á höf- uðborgarsvæðinu og 15–20 manns utan höf- uðborgarsvæðisins. Ný leið ráðgjöf mun sjá um verkefnið á höfuðborg- arsvæðinu en á lands- byggðinni verður unnið í samráði við viðkom- andi ungmennahús og í nánu samstarfi við Rauða kross Íslands. Lífslistin er skipulagt sem sjálf- styrkjandi nám sem felur í sér fjóra meginþætti: 1. Listnám þar sem sköp- unarkraftur unglinga er virkjaður til að byggja þá upp. 2. Vellíðan án vímuefna (e. natural highs) þar sem ungmennum er kennt að láta sér líða vel án vímu- efna. 3. Hópmeðferð þar sem hugrænni atferlismeðferð er beitt til að kenna unglingum nýjar leiðir til að bregðast við erfiðum aðstæðum og auka fé- lagslega færni þeirra. 4. Sjálfstyrking þar sem unglingunum er hjálpað að draga fram mátt sinn og megin. Ástæður þess að Lífslistin er talin líkleg til að skila góðum árangri eru m.a. þær að listræn sköpun er í háveg- um höfð hjá ungu fólki. Þessu til stuðn- ings nægir að nefna mikinn áhuga á uppfærslum framhaldsskólanna á leik- ritum og söngleikjum, mikla ásókn ungs fólks í Listaháskóla Íslands, og þá velgengni sem tónlistarsamkeppnir á borð við Músíktilraunir og Söngva- keppni framhaldsskólanna hafa átt að fagna. Rannsóknir gefa sterka vís- bendingu um að meðferðarúrræði, sem ekki fela í sér stofnanavistun, skili unglingum með hegðunarvandamál að jafnaði betri árangri en stofnanavist- anir. Þótt varhugavert geti verið að heimfæra þessar bandarísku rann- sóknir upp á íslenskar aðstæður er tímabært að skoða hvaða árangur ís- lenskir unglingar geti haft af meðferð- arúrræðum sem ekki krefjast vistunar á stofn- unum. Verkefnið var undirbúið með stuðningi félagsmálaráðuneytis, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis, Forvarnasjóðs og Minn- ingarsjóðs Margrétar Björgólfsdóttur. Talið er að fjórði hver Íslendingur eigi við geð- ræn vandamál að stríða einhvern tíma á ævinni. Með réttri meðhöndlun og stuðningi eru mjög góðar líkur á því að fólk nái bata. Nýverið fór Sparisjóðurinn af stað með söfnunarátak undir yfirskriftinni Þú gefur styrk! Þar hefur Spari- sjóðurinn ákveðið að sýna hinn sanna jólaanda og styrkja átta verkefni á sviði geðheilbrigðismála með því að gefa 1.000 krónur á hvern þann við- skiptavin er tekur þátt og lætur sig málið varða. En allir geta verið með og gefið aukinn styrk með eigin framlagi með því að hringja í söfnunanúmerið 901 1000, en hvert símtal kostar 1.000 kr. sem dreifist jafnt á milli verkefna, heimsótt eða hringt í næsta útibú Sparisjóðsins eða heimsótt heimasíðu Sparisjóðsins www.spar.is. Þau verkefni sem Sparisjóðurinn styrkir eru ADHD-samtökin, Forma, Geðhjálp, Hugarafl, Klúbburinn Geysir, Ný leið, Rauði krossinn og Spegillinn. Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á heimasíðu Spari- sjóðsins, www.spar.is. Ný leið ráðgjöf hvetur landsmenn til þess að taka þátt í söfnunarátaki Sparisjóðanna nú fyrir jólin og gefa styrk. Listsköpun í með- ferð unglinga Hrafndís Tekla Petursdóttir fjallar um verkefnið Lífslistina og söfnun Sparisjóðsins Þú gef- ur styrk Hrafndís Tekla Pétursdóttir »… að með-ferðarúr- ræði, sem ekki fela í sér stofn- anavistun, skili unglingum með hegðunarvanda- mál að jafnaði betri árangri en stofnanavist- anir. Höfundur er sálfræðingur og fram- kvæmdastjóri Nýrrar leiðar ráð- gjafar. HVERT verður haldreipi okkar á 21. öldinni til að halda uppi siðmenn- ingu, mannúð og jákvæðri trú, sem verndar okkur fyrir ótta, græðgi og vantrú á hin raunverulegu gildi lífs- ins? Þessi spurning brann mér í hjarta þegar ég leit yfir greinina: „Er tími trúarinnar liðinn?“ eftir minn ágæta vin Gunnar Dal, sem ekki þarf að kynna frekar. Grein- in sem skrifuð er árið 2000 og ég hef góðfús- legt leyfi höfundar til að vitna í, hefst á þessum orðum: „Hvað verður um trú mannsins á þriðja árþúsundinu? Eftir að stóru trúar- brögðin komu fram fyr- ir hálfu þriðja árþús- undi hefur trúin mótað líf manna meira en nokkuð annað.“ Síðar segir svo: „Þýðir þetta að tími trúarinnar sé liðinn? Ég held ekki. Ég held að trúin sé þar sem hún hefur alltaf verið, í sál hins einstaka manns.“ Þetta vil ég taka undir. Trúin er í hjörtum mann- anna milliliðalaust, þó ritningar geti veitt leiðsögn, eða með öðrum orðum: „Guðsríkið er hið innra með yður,“ eins og Kristur sagði. Það er nokkuð ljóst, að sú gjörbylting sem nú teygir sig um mestan hluta heims, skapar annað andrúmsloft en það sem ríkjandi var þegar ritningar trúar- bragða voru skráðar, enda bera þær þess glögg merki að vera mótaðar af sinni samtíð þó margt í þeim sé sígilt og beri vott um æðri handleiðslu. Það er því ekki óeðlilegt að velta þessum hlutum fyrir sér, ekki síst vegna þess návígis sem nú er að skapast milli hinna ýmsu trúarhópa. Kærleiks- boðskapur Krists virðist manni eiga erindi til allra manna, hvaða trú sem þeir játa og eins þótt þeir telji sig van- trúaða. Erfitt er að koma auga á hvert stefndi hjá mannkyni sem ekki hefði lengur kristilegan kærleiksboðskap að viðmiði eða annað það sem boðað er í göfugum trúarbrögðum og snertir streng í hjarta hvers einasta manns ef hann gefur sér tíma til að horfa, hlusta og hug- leiða. Það má svo velta því fyrir sér hvort við eigum að sækja allt til fortíðar í trúarlegum efnum, þó réttmætt sé að halda fast í fornar dyggðir þá finnst manni að samtíðin ætti að geta styrkt þær stoðir. Hin upplýsta kynslóð nú- tímans þarf að hafa eitt- hvað fast undir fótum frá sinni samtíð, sem slær á óttann og óvissuna. Hugvitinu hefir verið mjög einhliða beint að efnisvísindum en hin andlegu vísindi vanmetin. Þó hefir það til dæmis verið sannað, að fólk með fá- tíða hæfileika getur farið sálförum og lýst stöðum og fólki í mikilli fjarlægð. Þetta er bara dæmi um það hvað mannshugurinn getur verið mik- ilfenglegur. Mikilvægar kannanir á hæfileikum mannsandans eru ekki á allra vitorði og ekkert upplýs- ingaflæði í gangi á borð við það sem gerist í efnisvísindunum. Andleg vís- indi geta skotið styrkari stoðum undir öryggi og óttaleysi samtímans. Það hefir sýnt sig, að auknar samgöngur og meiri nálægð hafa skapað ýmis vandamál og árekstra milli ein- staklinga og trúarhópa í hinum vest- ræna heimi og sjálfsagt víðar. Í loka- orðum greinar Gunnars Dal sem ég hef áður vitnað í segir svo: „Sá sem trúir því að guð sé fjölskyldufaðir alls mannkyns en ekki aðeins sumra, hlýt- ur að bera hlýjan hug til allra manna hvar sem þeir eru í heiminum. Mér finnst ekki ósennilegt að þriðja árþús- undið þurfi að endurskoða og end- urskilgreina hugtök eins og trú og trúarbrögð. Því færri orð sem menn nota í þeirri skilgreiningu því betri verður hún. Ef ég mætti ráða yrði hin sameiginlega trúarjátning aðeins þrjú orð: Guð er til. Allt annað eru neð- anmálsskýringar og flestar óþarfar vegna þess að þær segja sig oftast sjálfar.“ Sú sköpun sem nútíma vís- indi hafa opinberað okkur, er svo stór- fengleg, að það virðist augljóst að á bakvið hana sé yfirburða máttur, vits- munir og göfgi, fegurð og list. Spyrja má: Ættum við að örvænta um víð- áttur Andans, þegar við sjáum víð- áttur hins efnislega heims? Kærleikurinn er öllu öðru æðri og gæfa vor grundvallast á honum. Og Alviskan sjálf opinberast í þessum staðreyndum. Á krossgötum Gunnþór Guðmundsson fjallar um trúmál á nýju árþúsundi »Ef ég mætti ráðayrði hin sameig- inlega trúarjátning að- eins þrjú orð: Guð er til. Gunnþór Guðmundsson Höfundur er rithöfundur og fyrrum bóndi. STUNDUM kemur fram sá skiln- ingur, eins og t.d. í leiðara Morg- unblaðsins 28.12. ’04 og í almennum umræðum virtra aðila, að svonefndu „flugöryggi“ verði best náð fram með því „að fylgja öryggisreglum út í yztu æsar“. Það er iðulega gefið í skyn að slys smáflugvéla tengist flest útbúnaði vélanna, sem kalli þá á aukið opinbert eftirlit. Smáflugvél er fremur einföld smíði ef grannt er skoðað. Mót- or, skrúfa, vírar, blikk eða plast er allt sem þarf til að hún geti flog- ið. Rafmagn og radíó- græjur eru góð viðbót, en ekki nauðsynleg. Hún er miklu minna flókin en nútímabíll. Samt verður eigandi smáflugvélar, umfram bíleigandann, að fá lærðan flugvirkja til þess að plokka hana nánast í frumeindir á hverju ári til þess að sjá hvort hún sé hugsanlega nokkuð að bila. Af hverju verða slys á smávélum og af hverju vekja þau svona miklu meiri athygli en dagleg bílslys? Þeir fjöl- miðlungar og landsfeður, sem mest um málin fjalla, virðast þeirrar skoð- unar, að það sé af því að framantalið dót bili. Ég held að fáir flugmenn taki undir þetta. Ég er búinn að fylgjast með smáflugi í ein 50 ár. Ég minnist ekki neinna tilvika á þessum tíma þar sem vélarbilun er óyggjandi bein aðal- orsök slyss. Langflestum slysunum hefðu flugmennirnir sjáfir átt að af- stýra eins og raunar bílstjórar bílslys- unum. Flugvélin fer yfirleitt þangað sem henni er sagt að fara af stjórn- tækjunum. Svo einfalt er það. Og sorglegt um leið. „Flugvélar bíta bara bjánana,“ segir Skúli flugstjóri eftir tugþúsundir flugstunda. Bak við stjórntækin er nú yfirleitt bara heilinn í flugmanninum. En hann er ekki allt- af vel notaður í mannfólkinu. Vel þekkt flugmannstengt benzínleysi gerir bæði farþegaþotur og smávélar reglubundið að svifflugum eins og benzínleysi stoppar bíla í Reykjavík- urumferðinni. Það er búið að gera flugnám og einkaflug á Íslandi mjög erfitt og dýrt með misskildum „flugörygg- istengdum“ stjórnvaldsaðgerðum. Slysatryggingarskyldan, sem Alþingi setti á hvert sæti smávélar með því að setja samasemmerki milli einkavéla og atvinnukennsluvéla flugskólanna, tvöfaldaði tryggingakostnaðinn við einkaflugið. Gjöld og skattar frá tíð Ólafs Ragnars þyngja svo klyfjarnar. Aðalárang- urinn í „flugöryggi“ í seinni tíð er vegna fækk- unar íslenzkra einka- flugvéla og þar með flugstunda. Urðu ekki færri bílslys á bíllausum degi R-listans? Í átta daga á Kúbu heyrði ég hvorki né sá til flugvélar yfir Havana og um- hverfi. Þar ræður kast- R-oListinn. Auðvitað fækkaði flugslysum með lokun flestra flugvalla. „Hjörtum mannanna svipar saman …“ segir Tómas. Heimska flugmanna er trúlega hættulegasti þáttur flugsins. Enginn flugmaður vill samt vera heimskur. En það bara hendir okkur öll að við gerum eitthvað heimskt, sem við iðrumst. Ef við fáum annað tækifæri. Glópalán og vernd- arenglar hvers og eins ráða því hversu mikið og lengi maður sleppur í gegn- um lífið. Lífsleikni, sem tengist reynslu, hefur áhrif á flugöryggið. Flugslysum fer fækkandi með fjölg- andi flugstundum flugmanna. Reynsl- an vegur á móti heimskunni í flugi eins og í bílakeyrslu. Hún fæst ekki nema með ástundun. Ég hef ekki trú á því, að heimska flugmanna muni minnka mikið með áköllum um stjómvaldsstutt „flug- öryggi“ með „reglugerðum út í yztu æsar“. Íslenzk flugmálayfirvöld hafa til dæmis gert einkaflugmönnum óframkvæmanlegt að taka blindflug- spróf hérlendis utanskóla. Slík kunn- átta væri hins vegar besta flugörygg- isráðstöfun, sem völ væri. Heimskir flugmenn munu því halda áfram að rekast á grjót þegar þeir fljúga til móts við það í lækkandi skyggni í skjóli upplýsts skilningsleysis Flug- málastjórnar á raunverulegu flug- öryggi. Í Ameríku geta menn keypt sér bók frá þeirra flugmálastjórn, FAA, með 4.932 spumingum með fjórum mögu- legum svörum við hverri. 20.000 skýr- ingum á því hvers vegna aðeins eitt svar er rétt við hverri spurningu. Hver sem er getur farið í próf í þessari bók fyrir framan tölvu sem er í sam- bandi við FAA. Náirðu 7,5 hefur þú lokið bóklegum hluta bandarískra blindflugsréttinda. Hvers vegna er þetta ekki hægt hér? Starfsmaður Flugmálastjórnar svaraði mér því til, að þetta væri nú alltof „billegt“, menn gætu bara lært svörin! Ég féll í fyrstu tilraun við þetta próf og þurfti að reyna talsvert á mig til að ná því í seinna skiptið. Hef ekki lært meira bóklegt um flug í annan tíma þó að okkar Flugmálastjórn telji þetta ómerkilegt. Íslenzkt smávélaflug er nokkur hornreka í þjóðlífinu. Margir telja þetta óþarfa lúxus fáeinna ríkisbubba. Þetta fólk hefur ekki horft í stjörnu- fyllt augu ungmennanna niðri á velli, sem eru að berjast áfram í flugnámi úr eigin vasa. Þeir sem hafa geð í sér til að skattpína nám þessara ungmenna sérstaklega ætlast svo væntanlega til þess að þeir fljúgi síðar með þá á sól- arstrendur fyrir sem minnst. Hvaðan eiga flugmenn okkar að koma í framtíðinni? Frá Póllandi? Al- þingi, Morgunblaðið, R-listinn og Flugmálastjórn virðast gera það sem þau geta til þess að svo megi verða. „Flugöryggi“ frá Póllandi? Halldór Jónsson fjallar um flugöryggi » Íslenzk flugmála-yfirvöld hafa til dæmis gert einka- flugmönnum ófram- kvæmanlegt að taka blindflugspróf hérlendis utanskóla Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. Lexus GS-300 EXE Lexus GS-300 EXE, á götuna 03/06, sjálfskiptur, leður, sóllúga, lykil- laust aðgengi, Bluetooth tenging fyrir gsm, spólvörn, skriðvörn, ABS, aðvörunarkerfi fyrir loftþrýsting í dekkjum, xenon framljós sem fylgja stýrisstefnu, 18" álfelgur, heitur eða kaldur blástur í fram- sætum, rafmagnsfærsla á stýri, sætum og speglum með minni, Led ljósakerfi inn í bíl og kringum, aðgerðastýri, hraðastillir, 10 líknar- belgir, tvískipt loftkæling með frjókornasíu, rafmagnsgardína í aft- urrúðu, nálægðarskynjarar að framan og aftan, spoiler , fullkomin hljómtæki með 6 diska geislaspilara. Verð 5.690.000 kr. Skipti athugandi á ódýrari. Sími 587 2000 Kletthálsi 2 - 110 Rvk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.