Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 49 Á SÍÐUSTU misserum hafa orðið mörg slys á Suðurlands- og Vesturlandsvegi. Mjög mikil um- ræða hefur fylgt í kjölfar þessara slysa og verið ýtt við stjórnvöldum að gera eitthvað í öryggis- málum samgangna á vegunum frá höf- uðborginni. Annað mál tengt þessum slysum langar mig til að fjalla um hér. Það er tillitsleysi vegfar- enda sem leið eiga hjá slysstöðum. Á dögunum varð mjög alvarlegt slys á Suðurlandsvegi þar sem tvennt lést. Í fréttum kom fram að komið hefði til handalögmála milli vegfarenda og lög- reglunnar þegar þeir fyrrnefndu reyndu að ryðjast inn á vett- vang slyssins. Þegar spurningum var beint að lögreglu var svar- ið að þetta væru al- geng viðbrögð hjá vegfarendum sem vildu komast leiðar sinnar og áttuðu sig ekki á lokun vega í kjölfar svona atburða. Núna á sunnudagskvöldið gerð- ust álíka atburðir í kjölfar bana- slyss við Þingvallaafleggjara. Samkvæmt fréttum þá lentu bæði þeir sem komu fyrst að slysinu og lögregla í vandræðum með aðra vegfarendur. Áður en lögregla mætti á staðinn var fólk að ryðja sér leið í gegnum slys- staðinn til að komast leiðar sinn- ar. Seinna þegar lögregla hafði lokað staðnum og búið var að flytja slasaða á brott reyndu vegfarendur aftur að ryðja sér leið í gegnum vettvang slyssins. Þetta vil ég kalla hámarks ósvífni og tillitsleysi. Þegar búið er að hlúa að slös- uðum og koma þeim í lækn- ishendur hefst annar þáttur vinnu á slysstað en það eru rann- sóknir. Mæla þarf og athuga allan vett- vanginn og búa til vandaðar skýrslur. Almenningur hefur ekki gefið lögregl- unni neinn afslátt í gegnum tíðina þegar kemur að því að meta þeirra vinnu- brögð. Þvert á móti eru það forsíðufréttir ef lögreglan hugs- anlega misstígur sig í verkum sínum. Ekkert tillit er tekið til aðstæðna þegar dómstóll göt- unnar kveður upp dóm sinn yfir lög- reglumönnum. Í áð- urnefndum umferð- arslysum er lögreglu og þeim sem veita fyrstu hjálp gert erf- itt fyrir við störf sín. Aðstæður á slys- stað eru undantekn- ingarlaust erfiðar þar sem hver sek- únda og hvert hand- bragð geta skipt sköpum. Rannsóknir á slysstað eru mjög mikilvægar, ekki bara til að leiða í ljós hvað gerst hef- ur, heldur líka til lærdóms hvernig betur er hægt að gera í framtíðinni. Fyrir mér er það ekki nema hálf lausn að tvöfalda vegi og gera mislæg gatnamót ef tillitssemi og ábyrgð vegfarenda ætlar að ferðast um á mold- arstígum og kindargötum. Tillits- og ábyrgðarleysi í umferðinni Valdimar Sigurjónsson fjallar um umferðarslys og tillitsleysi vegfarenda sem leið eiga hjá slysstöðum Valdimar Sigurjónsson » Aðstæður áslysstað eru undantekning- arlaust erfiðar þar sem hver sekúnda og hvert hand- bragð geta skipt sköpum. Höfundur er viðskiptalögfræðingur og tíður vegfarandi um Vesturlands- veg. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Eldtefjandi efni er sprautað er á kerta- skreytingar koma aldrei í veg fyrir bruna Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins                                                                                                                      Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum: gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 9:00 og 15:00, verða starfsmenn Kirkjugarðanna á vettvangi og taka á móti ykkur og leiðbeina að leiðum. Fossvogskirkja verður opin á aðfangadag frá kl. 10:00 til 15:00. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is                    Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.