Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRIÐ 1828 uppgötvuðu Íslendingar hjólið. Það ár var samþykkt á borg- arafundi í Reykjavík að biðja rentu- kammerið í Kaupmannahöfn um tvær kerrur og hæfileg aktygi fyrir íslenska hesta. Næst segja heimildir frá því að 1836 hafi Reykjavík- urbær kerru til leigu. Fyrst er vitað til að hest- vagnar hafi verið notaðir til flutninga milli Suður- lands og Reykjavíkur árið 1896, þegar nokkrir vagnar voru sendir austur fyrir fjall að sækja börn eftir hörmungarnar sem komu í kjölfar Suðurlandsskjálftans sem lagði fjölda bæja í rúst austanfjalls. Áður voru landflutningar aðeins það sem menn og hestar gátu borið. Vegagerð fólst helst í því að menn fóru með pála og rekur og hlóðu upp brautir yfir mýrar og foröð svo hægt væri að komast þar yfir nokk- urn veginn þurrum fótum. Þetta hétu brýr. Þegar hestvagnarnir komu var fyrst leitast við að fara með þá sömu eða svipaðar leiðir og áður höfðu verið troðnar fótum manna og hesta. Þá komu hjólför og vegagerð þróaðist áfram með því að menn fóru með skóflur og haka að bæta úr helstu torfærunum sem akandi umferð hestvagna stóð frammi fyrir. Síðar komu bílar til sögu og eðli hjólsins samkvæmt var fyrst leitast við að fara með þá eftir hestvagna- slóðum. Svo komu menn með skófl- ur og haka til að bæta úr helstu misfellunum. Í framhaldinu fóru of- urhugar að kanna ókunna stigu með utanvegaakstri á bílum, oft á tíðum ævintýralegum og gjarnan förnum með aðstoð manna og hesta. Síðan komu menn með haka og skóflur og lögðu grunninn að þjóð- vegakerfi landsins eftir hjólförum brautryðjendanna. Að breyttu breytanda erum við enn á skóflu-og-haka-stiginu. Kom- um á eftir þar sem farin leið stend- ur ekki undir væntingum og reyn- um að hreyta í misfellurnar. Alltaf á eftir. Eins og einn góður vinur minn orðaði það: Stjórnvöld eru alltaf að keyra á 50 þar sem þjóðin er komin á 80–90. Við vitum hvar vandinn er núna. Þá er freistandi að mæta með skófl- una og hakann og lappa upp á mis- felluna. En er ekki kominn tími til að horfa fram í tímann? Hver verð- ur vandinn eftir 25 ár, 50 ár? Get- um við leyst málin til framtíðar svo við þurfum ekki endalaust að búa við lapparí til bráðabirgða? Hver verður þróunin í farartækjum og samgöngum á landi næstu hálfa öldina og hvernig getum við brugð- ist við henni núna svo við þurfum ekki að standa á gati með reglulegu millibili, horfa í okkar skörðóttu skófluegg og styðjast við lúin ha- kasköft? Samfélag okkar byggist á sam- göngum. Við höfum gefið frat í strandflutninga á sjó og guðsbless- unarlega hlaupið yfir járn- brautastigið. Er ekki ráðlegt að hlaupa yfir fleiri millistig? Eðlileg þróun samfélagsins er því aðeins möguleg að samgöngurnar séu greiðar og góðar. Er það ekki sjálf- um okkar mest til framdráttar að snúa okkur myndarlega að vega- gerð – ekki leggja bara eina skó- bótina enn? SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON, sjálfstætt starfandi blaðamaður, höfundur Sögu bílsins á Íslandi. Með skóflu og haka Frá Sigurði Hreiðari Hreiðarssyni: Með skóflu og haka – vegavinna á Suðurlandi á fjórða áratugnum. Bílinn, Ford AA árg. 1930, átti Hálfdán Auðunsson á Seljalandi og bílstjóri var um tíma Pálmi Eyjólfsson, síðar sýsluskrifari á Hvolsvelli. Hjá honum var myndin fengin. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is RÁÐHERRA sjálfstæðismanna fullyrti í sjónvarpinu í umræðu að kaupmáttaraukning Íslendinga væri 60% á árinu. Þá eru ekki tald- ir með eldri borgarar og öryrkjar því þeir hafa enga kaupmátt- araukningu fengið í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það má segja að bætur hafi hækkað um smáupphæðir – lífeyr- issjóður líka en á sama tíma hækka öll gjöld margfalt og afborganir á lánum sem hækka stöðugt þar til allt er uppurið sem fólk hefur unn- ið fyrir með þrældómi síðustu kyn- slóðar – kynlóðin sem kunni ekki að sitja framan við tölvu og græða peninga á annarra vinnu. Það sjá allir í gegnum menn sem vita ekki einu sinni hverjar ör- orkubætur eru, vita ekki um kostn- að einstæðra eða veikra. Það er með eindæmum að þessir menn skuli standa frammi fyrir al- þjóð í sjónvarpi með staðlausa stafi og sýnir kannski best virðing- arleysið og það að þurfa aldrei að bera ábyrgð á eigin orðum. Það er kannski gott dæmi um ránshendur þessarar stjórnar eitt lítið dæmi um slysadagpeninga. Undirrituð varð fyrir slysi fyrir tæpum tveim árum og fór í aðgerð á báðum hnjám. Fékk dagpeninga frá tryggingarfélagi 90.000 kr., af því tók skatturinn 40.000 kr., svo ég rúnni af smáupphæðir. Súrt en 50.000 voru þolanleg. En þá kom venjulega ránskr- umlan með hálstakið! „Ætlarðu að fara að liggja í vellystingum prag- tuglega með tvö hné í tætlum?“ Nei, Tryggingastofnun passar allt með sínu alsjáandi auga: Komdu með 42.000 þúsundin okkar.“ Þeir þurfa ekki að biðja um neitt, þeir bara taka. Samt er búið að banna þeim að taka út af reikningum gamalmenna og sjúkra, það er framför mikil. Af 90.000 krónum, sem eru tekjur mínar, fæ ég um 18.000 krónur. Þar með komin með stólpatekjur þetta árið og skal svelta það næsta. Ekki er til frádráttar kostnaður við slys og annað sem af því hlýst. Ég ætla því að biðja ykkur, kæru ræningjar, að sækja þessa aura bara sjálfir og eins er um jólagjöf- ina í ár frá Tryggingastofnun, ef um slíka rausn er að ræða. Hún fer í skattinn, en er reiknuð mér til tekna. Ég afþakka þessa jólagjöf með öllu. Það þótti einu sinni mesta hneisa sem til var að ræna sjúk- linga og örvasa gamalmenni og lít- ilmennska hin mesta sem þekktist. Þeim flökrar ekki við því sem skammta sér peningana okkar sjálfir. ERLA MAGNA ALEXANDERSDÓTTIR, snyrtifræðingur. Að ljúga frammi fyrir alþjóð Frá Erlu Mögnu Alexandersdóttur: UNDANFARIN misseri hafa verið unnin stórvirki í félagsmála- ráðuneytinu undir stjórn Magn- úsar Stefánssonar. Þar eru mörg vel unnin og brýn verkefni sem kynnt hafa verið. Ég vil hér sérstaklega nefna nýja stefnu og fram- kvæmdaáætlun um þjónustu við geðfatl- að fólk sem unnin var í samvinnu við heil- brigðisráðuneytið. Þar er að finna nýja sýn á réttindamál geðfatlaðs fólks, og annað sem ekki er síður mikilvægt er að notendur þjónust- unnar hafa veruleg áhrif á fjölbreytileika þjónustuúrræðanna. Þeir fjármunir sem nýttir eru til verkefn- isins eru m.a. fjár- munir sem urðu til vegna sölu Símans. Mér finnst það mjög glæsilegt að ákveðið var að hlúa að þessu sviði fyrir þá pen- inga. Ég tel að stefnan marki ákveðinn farveg um möguleika á aukinni samvinnu fyrirtækja og hagsmunaaðila. Í því sambandi má benda á samvinnu Sparisjóðsins og Geðhjálpar sem er fagnaðar- efni. Þjónusta við fólk með geð- raskanir á að fara fram með því hugarfari að ætlunin sé að virkja þá reynslu og þekkingu sem fólkið sjálft býr yfir. Það er okkar að rjúfa þá einangrun sem sumstaðar hefur ríkt í samfélaginu um mál- efni geðfatlaðra. Einnig er það okkar hlutverk sem búum þetta land að eyða fordómum þar sem þá er að finna. Þessari áætlun er ætlað að tryggja samhæfingu þeirra sem annast þjónustu í þessum málaflokki, sem eykur samkennd allra þeirra sem láta sig málið varða. Ég er stolt af þessu verki sem er stórt skref í rétta átt, og vonandi eigum við eftir að fylgja áætl- uninni enn betur um komandi framtíð . Það er frábært að sjá hversu vel félagsmála- ráðuneyti og heil- brigðisráðuneyti ásamt Dagnýju Jóns- dóttur sem verkefn- isstjóra hafa náð að vinna með notendum, aðstandendum og fagfólki að þessu verkefni. Áfram Framsókn í velferðarmálum Anna Kolbrún Árnadóttir skrif- ar um samfélagsmál Anna Kolbrún Árnadóttir »Ég vil hérsérstaklega nefna nýja stefnu og fram- kvæmdaáætlun um þjónustu við geðfatlað fólk... Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti á lista framsóknarmanna í Norðaust- urkjördæmi. Óskum eftir Óskum eftir 2ja–4ra herbergja íbúðum í Reykjavík fyrir fjársterkan aðila. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignirnar! Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Tryggvi Kornelíusson sölumaður, sími 891 7307 Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari, sími 897 2593 3ja til 4ra herbergja ca 100 fm íbúð með bílskúr eða stæði í bílageymslu á jarðhæð eða í lyftuhúsi með góðu hjólastólaaðgengi á stór Reykjavíkusvæðinu. Einnig vantar okkur 3.000–5.000 fm at- vinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu! Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Heimilis fasteignasölu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST VEGNA MIKILLAR SÖLU ÓSKUM VIÐ EFTIR ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM ATVINNUHÚSNÆÐIS Á SKRÁ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Um er að ræða fyrirtæki sem hefur fest sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þ.e. þjónustu- og afþreyingarmiðstöð fyrir ferðamenn, sem byggir starfsemi sína á því hvað hægt er að gera með íslenskum jarðhita í ræktun á plöntum auk verslunar- og veitingasölu. Miklir möguleikar eru í að þróa starfsemina frekar og tengja hana í ríkari mæli við Hveragerði sem er vaxandi bær fyrir heilsutengda þjónustu. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir 1.500 fm stækkun gróðurhúsa og tengibyggingar aftan við núverandi veitingasal. Einnig er gert ráð fyrir fjögurra hæða hótelbyggingu með fjölda herbergja, auk kjallara, á austurhluta lóðarinnar. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. EDEN EHF. HVERAGERÐI Aldingarður í alfaraleið Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.