Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 51

Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 51 Höfum fengið til sölu hótel og veitingarekstur miðsv. á Austur- landi, aðeins 60 km frá álverinu á Reyðarfirði. Um er að ræða hótel Bláfell á Breiðdalsvík. Hótelið sem er rótgróið tekur um 43 manns í gistingu. Salirnir sem eru 2 taka um 150 manns í sæti. Eldhúsið er vel tækjum búið. Saunaaðstaða er einnig til staðar. Þessi staður býður upp á mikla mögul. enda um að ræða stórt og mikið hús eða ca 1.160 fm. Staðurinn hefur verið í öflugum rekstri mörg undanfarin ár og hefur stóran hóp fastra viðskipta- vina. Þegar eru komnar góðar bókanir fyrir sumarið 2007. Gullið tækifæri fyrir þá sem vilja starfa sjálfstætt. Nánari upplýsingar gefur Guðný í símum 476 1616, 893 9333 eða í gudny@gma.is. HÓTEL OG VEITINGAREKSTUR Á AUSTURLANDI GMA lögmannsstofa ehf., sími 476 1616, www.gma.is Hægt er að skoða myndir af hótelinu á www.gma.is eða www.mbl.is Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Haukanes - Sjávarlóð Biskupsgata - aðeins þrjú hús eftir Vel staðsett 402 fm einbýlishús á 1500 fm. Sjávarlóð. Húsið er á tveim hæðum og skiptist þannig. Á efri hæð er forstofa, hol, gestasnyrting, þrjú herbergi, þrjár stofur, eldhús, búr, snyrting og baðherbergi. Ásamt tvöföldum bílskúr. Á jarðhæð er hol, gestasnyrting, fjögur til fimm svefnherbergi, bátaskýli og stór útgrafin rými, sem nýtast sem hobbýherbergi, þvottahús, baðherbergi og geymslur.V. 85,0 m. 6179 Þingholtsstræti Glæsileg íbúð við Þingholtsstræti í Reykjavík. Íbúðin er sérlega glæsileg enda fékk hún sérstaka umfjöllun í Hús og Hýbýli þegar henni var breytt. Íbúðin er 210,5 fm. og telur sex svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofu og eldhús auk 7,2 fm geymslu. Afar vel hefur verið vandað til alls þegar húsnæðinu var breytt í íbúð og hvergi til sparað. Hérna er á ferðinni glæsileg íbúð á besta stað í Þingholtunum V. 62,5 m. 6338 Laugarnesvegur Glæsileg 110 fm íbúð á 3. hæð ásamt stæði í góðu bílskýli. Um er að ræða nýlegt ál- klætt fjölbýlishús byggt af ÍAV. Sérinngangur. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, eld- hús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og sérþvottahús í íbúð. V. 37,0 m. 6340 Kórsalir - þakíbúð Glæsileg 180,7 fm íbúð á 6. hæð í lyfthúsi. Stæði í bílageymslu. Stórfenglegt útsýni (sjá myndir á netinu). Íbúðin er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni eru m.a stórar stofur með suðursvölum útaf, eldhús, þvottahús og tvö herbergi. Á efri hæðinni eru tvö herb. og sjónvarpshol. Um það bil 40 fm hellulögð verönd er útaf efri hæðinni. V. 49,5 m. 5172 Fallegt raðhús á einni hæð sem skiptist í forstofu, hol, sjónvarps- hol, þrjú herbergi, geymslu, þvottahús, baðherbergi, stofu og eldhús. Mikil lofthæð er í húsinu. Húsið er til afhendingar strax og er tilbúið til innréttingar. Húsið er 140 fm auk 28 fm bílskúrs. Sam- tals 168 fm. V. 34,0 m. 5344 Þorragata - fyrir eldri borgara Falleg 2ja herbergja 58,2 fm íbúð á jarðhæð með sérgarði í þessu vinsæla húsi við Þorragötu. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, stofu/eldhús og svefnherbergi. Sérgeymsla fylgir á hæðinni. Sameiginlegt þvottahús. Um er að ræða íbúð fyrir 63 ára og eldri. V. 21,5 m. 6330 HAFA dagforeldrar það of gott í okkar samfélagi í dag? Maður spyr sig. Mikið er talað um að dagfor- eldrar séu nú sjálfstæðir atvinnu- rekendur og það á víst að vera voða fínt, er það ekki bara orðið sem lað- ar að? Á undanförnum árum hefur ástandið stórversnað í sambandi við pláss hjá dagforeldri. Vita nú margir ástæðuna en ekk- ert er gert. Af hverju skyldi það vera að stjórnvöld grafi hausinn bara í sandinn þegar kemur að þess- um málum? Enginn fær það skilið, þetta varðar framtíð komandi kyn- slóða. Leikskólaráð kemur með til- lögur fyrir borgarráð til að reyna að sporna við fækkun dagforeldra, leik- skólaráð leggur til að niðurgreiðslur til dagforeldra hækki um 40%. Það er ágætisbyrjun að mínu mati, en gleymum ekki að þetta er bara til- laga til borgarráðs. Mér finnst nú að stjórnvöld ættu að kynna sér þessi mál til hlítar, ekki halda að þú þekk- ir málið af því að þú ert með barn hjá dagforeldri, það er mjög mikill misskilningur. Það vita allir að dag- foreldrar passa börn, elda mat, taka til, svæfa og skipta á bleyjum. Þetta er nú einu sinni þeirra vinna, en það er ekki málið. Aðal- málið er að dagforeldrar hafa enga tryggingu fyrir neinu, þeir geta ver- ið án atvinnu marga mánuði á ári eða með alveg fullt út úr dyrum. Það er enginn stöðugleiki í stéttinni. Á vorin, u.þ.b. í apríl þeg- ar leikskólarnir eru að skipu- leggja starf sitt, senda þeir for- eldrum verðandi leikskólabarna bréf um að börnin þeirra hafi fengið pláss í leikskóla. Það er frábært, en það er stundum enginn fyrirvari fyrir hvorki foreldri né dagforeldri. Það er mánaðar uppsagnarfrestur á báða bóga, en leikskólinn veitir öðru barni plássið ef foreldri tekur ekki það sem er í boði. Á foreldri sem er í svona aðstöðu að borga bæði dag- foreldri uppsagnarfrestinn og pláss- ið í leikskólanum svo að hann haldi sig annars vegar við reglur á einum stað og hins vegar möguleika á leik- skólaplássi? Oftast eru það dagfor- eldrar sem þurfa að láta í minni pokann. Það er engin trygging fyrir því að dagforeldrar fái laun þó að börn fari í leikskólann, þetta er tekjumissir fyrir dagforelda án fyr- irvara. Segjum að þú vinnir í fyr- irtæki og annarri deildinni sem þú vinnur í er lokað án fyrirvara og þú verður ráðin hálfan daginn, hvernig litist þér á það? Málið er að mínu mati mjög einfalt, þetta er svo van- metin stétt að ég held að stjórnvöld viti ekki hvað þetta fólk er að gera fyrir Reykjavíkurborg, það er að spara stórfé og þá meina ég í kring- um tvo til tvo og hálfan milljarð á ári með því einu að opna heimili sín og taka á móti þessum börnum sem þurfa samastað á milli fæðing- arorlofs og leikskóla. Hvernig væri að gera eitthvað fyrir dagforeldra? Nú þetta eru nú einu sinni „sjálf- stæðir atvinnurekendur“ háðir starfsleyfum frá borginni og starfa undir ráðgjöf og eftirliti daggæslu- fulltrúa. Er ekki hægt að reyna að koma til móts við þá eitthvað, þó ekki sé nema matarkostnað og leyfa dagforeldrum að hafa VSK-númer til að minnka þann kostnað? Einnig skal nefna kostnað sem gleymist þegar rætt er um þessi málefni, og það er viðhald á húsnæði, leikföng, tryggingar og launatengd gjöld. Fólk heldur að allt fari bara beint í vasann. Það er svo greinilegt að eitt- hvað þarf að aðhafast í þessu máli, það er sorglegt hvernig þessi stétt gleymist í þjóðfélaginu. Stjórnvöld vilja leysa allt með fleiri leikskólum. Ég spyr þá: Hver á að vinna á þess- um tilteknu leikskólum og hvað mun það kosta? Er ekki betra að gera eitthvað fyrir núverandi dagvistun í heimahúsum í stað þess að byggja meira? SANDRA BJÖRK JÓHANNSDÓTTIR Hamragörðum 211, Borgarnesi. Hafa dagforeldrar það of gott? Frá Söndru Björk Jóhannsdóttur: Sandra Björk Jóhannsdóttir Það dró til tíðinda í nýafstöðnu próf- kjöri Samfylkingarinnar á Suðurlandi sem fram fór laugardaginn 4. nóv- ember sl. Alls greiddu atkvæði 5.149 manns í kjördæminu og hlaut Björg- vin G. Sigurðsson afgerandi sigur, en Suðurnesjamenn eiga ekki málsvara í forystusveitinni. Eflaust greinir menn á um það hvað sé besta aðferðin til þess að velja frambjóðanda til forystu, próf- kjör er eflaust besta aðferðin til þess. Hvaða leikreglur gilda um prófkjör er hinsvegar umhugsunarefni. Til- gangurinn hlýtur að vera að gera það á sem lýðræðislegastan máta, þannig að þeir sem styðja framboðið fái tæki- færi til að hafa eitthvað um það að segja hvernig framboðslistinn lítur út. Sú aðferð að láta þröngan hóp, svo sem fulltrúaráð flokksins, velja fram- bjóðendur getur varla talist lýðræð- isleg aðferð til að velja einstaklinga til forystu og ekki líkleg til að draga að fylgi. Sú aðferð að hafa svokallað galopið prófkjör þar sem allir kosningabærir einstaklingar, sem eru með lögheimili í kjördæminu á kjördag, geta tekið þátt án þess að þurfa að ganga til liðs við viðkomandi framboðslista, er heldur ekki lýðræðisleg aðferð. Reyndar vil ég ganga svo langt að kalla þessa aðferð „hryðjuverka- aðferðina“. Galopið prófkjör leiðir til þess að frambjóðendur kalla til liðs við sig ættingja og vini, sem margir hverjir eru flokksbundnir öðrum framboðum og ætla sér alls ekki að greiða fram- boðslista vinar síns atkvæði á kjör- dag. Þetta er gert í þeirri trú að verið sé að gera viðkomandi greiða og sjálf- sagt að styðja góðan mann eða konu til góðra verka. Sumir eiga duglegan og stærri hóp ættingja og vina en aðrir og njóta þess í því að þeir ná hærra á viðkom- andi framboðslista. Þetta er nátt- úrulega skrumskæling á lýðræðinu og gerir ekkert annað en að bitna á viðkomandi framboðslista á kjördag. Lýðræðið hlýtur að birtast í þeirri mynd að þeir einir sem ætla að greiða viðkomandi framboðslista atkvæði sitt á kjördag, fá að taka þátt í próf- kjöri til vals á forystu framboðslist- ans. Töluverð umræða og blaðaskrif urðu um það á Suðurnesjum í aðdrag- anda prófkjörs að við hefðum ekki átt ráðherra. Hvernig er hægt að ætlast til þess að við eignumst ráðherra þeg- ar við göngum ætíð fram í sundraðri fylkingu? Í stað þess að standa saman og láta eigin hagsmuni víkja um stund berjumst við til síðasta manns og látum aðra um að grípa tækifæri okkar. Svo eru það þeir sem ætíð telja að þeir sem eru lengst í burtu séu hæf- astir til forystu. Styðja jafnvel ekki Suðurnesjamenn eins og raunin virð- ist vera nú, þar sem við eigum ekki málsvara í forystusveit, þrátt fyrir að hafa um helming atkvæða á bak við okkur. Velti ég því reyndar fyrir mér nú á þessari stundu, hvort ég eigi lengur samleið með slíkum hóp manna, þannig hugsa eflaust margir á Suðurnesjum að afloknu þessu prófkjöri. Ég skora á Suðurnesjamenn í öll- um flokkum að taka þetta til athug- unar. Ef tækifærið er runnið úr greipum okkar núna, breytum þá næst og sameinumst um að fá tæki- færi til að hafa áhrif og völd til að breyta umhverfi okkar til hins betra. Að lokum vil ég óska frambjóð- endum öllum til hamingju með það sæti sem þeir hrepptu. GUÐMUNDUR R.J. GUÐMUNDSSON, aðstoðarframkvæmdastjóri og Suðurnesjamaður. Prófkjör – lýðræðislegt val á forystu Frá Guðmundi R.J. Guðmundssyni: Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.