Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 52

Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 52
52 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI útlendingum sjálfs-traust í að tala íslensku. Margir myndu annars ekki hafa tíma eða peninga til að læra málið. Leik-skólinn Hvarf í Kópa-vogi hefur líka boðið útlenskum starfs-mönnum upp á íslensku-nám. Það hefur skilað góðum árangri. Íslensku-nám á vinnu-tíma Margir útlendingar leggja sig fram um að læra íslensku. Þessar konur lærðu hjá Mími. ÍSLENSKU-NÁM á vinnu-tíma skilar góðum árangri fyrir útlendinga. Sífellt fleiri fyrir-tæki og stofnanir bjóða upp á slíkt nám. Einar Skúlason er framkvæmda-stjóri Alþjóða-húss. Hann segir að hugarfars-breyting hafi orðið hjá fyrir-tækjum. Áður var litið á íslensku-nám sem einka-mál starfsmanna. Nú sjá fleiri að það er gott fyrir vinnu-staði að bjóða upp á íslensku-kennslu. Myndu ekki hafa tíma 16 starfs-menn þjónustu-íbúða og heima-þjónustu í Laugar-dal og Háa-leiti fóru á nám-skeið á vinnu-tíma. Fólkið var ánægt og árangurinn góður. Þetta gefur AUGUSTO Pinochet er dáinn. Hann var einræðis-herra í Chile. Pinochet var 91 árs og lést á her-- sjúkra-húsi. Fyrir 33 árum steypti hann ríkis-stjórn Chile. Byltingin var blóðug. Ríkis-stjórnin var vinstri-sinnuð. Þetta var liður í kalda stríðinu. Banda-ríkin studdu Pinochet af ótta við kommúnisma. Pinochet bannaði kosningar í Chile. Hann lét bæði pynta fólk og taka það af lífi. Margir Chile-búar fögnuðu þegar Pinochet dó. Aðrir voru ósáttir við að hann hefði aldrei verið dæmdur fyrir glæpina. Einræðis- herrann dáinn Pinochet varð 91 árs. Fátæk börn heilsu-minni 7 af hverjum 100 börnum á Íslandi búa við fátækt. Heilsa þeirra er almennt verri en annarra barna. Þau borða óhollari mat og hreyfa sig sjaldnar. Lægstu laun virðast ekki duga fyrir lágmarks-fram-færslu. Sérstak-lega ekki fyrir ein-stæða foreldra. Mis-mikil neyðar-aðstoð Heims-byggðin gaf 1.200 milljarða til neyðar-aðstoðar á síðasta ári. Fólk virðist frekar gefa peninga ef það heyrir mikið um neyð í fjöl-miðlum. Rauði krossinn hefur áhyggjur af þessu. T.d. var erfitt að bregðast við hungurs-neyð í Malaví því fáir gáfu peninga. Ís-laus Norður-póll? Norður-póllinn verður ís-laus árið 2040. Þetta segja sér-fræðingar sem hafa skoðað loftslags-breytingar. Talið er Norður-póllinn bráðni rólega en eftir 2024 fari hlutirnir að gerast hratt. Annan að hætta Kofi Annan er að hætta sem framkvæmda-stjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann hélt kveðju-ræðu sl. mánu-dag. Annan gagn-rýndi Banda-ríkin í ræðunni. Honum finnst þau hafa snúið baki við eigin hug-sjónum. Þau voru áður leiðandi í mannréttinda-baráttu. Stutt PETER Boyle er látinn. Hann var leikari. Boyle lék í mörgum kvik-myndum. Síðustu ár hefur hann leikið í sjónvarps-þáttunum Everybody Loves Raymond. Þar lék hann föður Raymonds og þótti stundum dá-lítið skap-vondur. Fékk hjarta-áfall Boyle dó úr hjarta-sjúk-dómi. Hann hafði áður fengið hjarta-áfall og árið 1990 fékk hann heila-blóðfall. Þá gat hann ekki talað í hálft ár. Boyle fékk einu sinni Emmy-verðlaun fyrir að hafa verið gesta-leikari í X Files. Hann lætur eftir sig eigin-konu og 2 dætur. Peter Boyle er allur RAÐ-MORÐINGI gengur laus í Englandi. Hann hefur myrt 5 vændis-konur í Ipswich. Konurnar voru á aldrinum 19–29 ára. Líkin voru öll án fata en ekki með neina áverka. Ipswich er borg sem er í 110 kíló-metra fjar-lægð frá höfuð-borginni, Lundúnum. Talið er að þar séu 30-40 vændis-konur á götunni. Flestar þeirra eru háðar eitur-lyfjum, oftast heróíni og/eða krakki. 200 manns að rannsaka málið Lögreglan leitar nú að morðingjanum. 200 lögreglu-menn taka þátt í rannsókninni. Sér-fræðingar segja að það sé óvenju-legt að svona stuttur tími líði milli morða. Gísli H. Guðjónsson er prófessor í réttar-sálfræði í Lundúnum. Hann segir að sumir menn fái út-rás fyrir hatur á konum með því að drepa konu. Hann segir líka að rað-morðingjar séu yfir-leitt menn sem enginn myndi gruna um morð. Hefur drepið fimm konur Reuters Blóm til minningar um fórnar-lömbin. ÞRÍR karlar hafa verið ákærðir fyrir að brjóta samkeppnis-lög. Þeir voru allir for-stjórar olíu-félaga og einn er það ennþá. Olíu-félögin áttu að vera í sam-keppni en eru sökuð um að hafa unnið saman. Þau hafi meðal annars ákveðið verð á bensíni og vörum í sam-einingu og skipt bæjum á milli sín til að græða sem mest. Þetta hefur verið kallað olíu-samráðið. Karlarnir heita Einar Benediktsson, Geir Magnússon og Kristinn Björnsson. Þrír karlar ákærðir í olíu-sam-ráðinu Morgunblaðið/Jim Smart Olíu-félögin eru sögð hafa ákveðið bensín-verð saman. ÍÞRÓTTA-MENN ársins í íþróttum fatlaðra voru verð-launaðir síðasta miðviku-dag. Kristín Rós Hákonardóttir sund-kona fékk verðlaun en hún hefur staðið sig vel í mörg ár. Kristín vann tvenn brons-verðlaun á heims-meistara-mótinu í sundi. Mótinu er ný-lokið. Góður í frjálsum Jón Oddur Halldórsson fékk líka verð-laun. Hann er frjáls-íþrótta-maður. Fyrr á árinu fékk hann brons-verðlaun í 100 metra hlaupi á heims-meistara-mótinu í frjálsum íþróttum. Kristín Rós og Jón Oddur hafa verið bestu íþrótta-mennirnir síðustu ár. Kristín Rós og Jón Oddur verð-launuð Morgunblaðið/RAX Kristín Rós og Jón Oddur voru ánægð með árangurinn. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.