Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 53 HUGVEKJA Í Lúkasarguðspjalli segir, að á undan öllum öðrum stéttum mannfólksins hafi fjárhirðum verið gefið að heyra tíðindin góðu. Eftir að hafa greint frá aðdrag- anda og reisu þeirra Maríu og Jós- efs úr Nasaret yfir til Betlehem, og svo fæðingunni, kemur þessi texti: En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarð- ar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“ Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur vel- þóknun á. Fyrsti hirðir sem nefndur er í Biblíunni er Abel; hann var sonur Adams. Á eftir komu m.a. Abra- ham, Jakob, Rakel, Móse og Dav- íð. Hinn síðast nefndi hafði þar að auki verið sóttur út á Betlemsvelli ungur drengur og smurður til kon- ungs. Eflaust hefur það ákveðna merkingu, að 1000 árum síðar hafi þetta gerst aftur, nú endanlega og með stærri höfðingjum í aðal- hlutverkum. Starf hirðisins var afar þýðing- armikið. Á morgnana byrjaði hann á að kalla féð saman, og leiddi það svo í góða haga og að vatni til að svala þorstanum; verndaði hjörð- ina fyrir ræningjum, villidýrum (s.s. bjarndýrum, hýenum, ljónum, sjakölum og úlfum), eða óblíðum náttúruöflunum, kom henni undir kvöld inn í byrgið eða réttina, og gætti til sólarupprisu. Búnaður hans var ekki mikill. Í fyrsta lagi stafur, um tveggja metra langur, einfaldur að allri gerð, en stundum með krók í ann- an endann; hafður til að verjast, klífa fjöll, berja lauf af trjám, ýta við hægfara kindum eða geitum eða bjarga þeim úr sjálfheldi, og til að styðjast við. Í öðru lagi sproti, um 70 cm langur, notaður sem vopn; ekki ósvipaður kylfu, og voru hvassyddir naglar reknir í gildari partinn. Í þriðja lagi slönguvaður eða kastlykkja, einn- ig til varnar. Í fjórða lagi skjóða úr geitaskinni; þar geymdi hirðirinn nesti sitt, t.d. brauð, döðlur, ólífur, rúsínur og þurrkaðar fíkjur. Og í fimmta lagi var á stundum flauta með í pokahorninu, honum og öðr- um til ánægju á löngum og erf- iðum vökum. Á fyrri tíð var hann oftast klæddur leðurkyrtli, en síðar gerðum úr úlfaldahári. Belti var um hann miðjan. Á fótum sand- alar. Sumt af þessu má lesa um í 23. Davíðssálmi. En hvers vegna skyldu fjár- hirðar hafa valist til að heyra á undan öðrum tíðindin gleðilegu jólanóttina fyrstu? Svarið er að finna í þessum orðum Jesú, sem er að finna í 4. kafla Lúkasarguð- spjalls, og hann las úr bók Jesaja í samkunduhúsinu í Nasaret, eftir dvölina í óbyggðunum, þá um 30 ára gamall, og sem marka upphaf starfs hans: „Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náð- arár Drottins.“ Og áfram segir: Síðan lukti hann aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist nið- ur, en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur rætst þessi ritning í áheyrn yðar.“ Og sannarlega voru hirðarnir ekki ríkir af veraldlegum auði á 1. öld, enda oft þrælar. Og víst er, að ekki var tekið mark á þeim fyrir dómi. Í mannfélagsstiganum varð eiginlega ekki neðar komist. Í þessu sneri Guð væntingum og skilningi og hugmyndum þeirra, sem annað hefðu kosið, gjörsamlega á hvolf, eins og hann átti líka eftir að gera iðulega síðar, m.a. þegar hann breytti kross- inum, þessu hrikalegasta aftöku- tæki Rómverja, í mesta lífs- og sigurtákn veraldar. Þannig vinnur hann, blæs á egó- ið og hégómann, en opnar nýjar leiðir, vekur upp rós, þar sem hún á ekki að geta sprottið, hvað þá dafnað og blómstrað, og lætur hana verða fegurst allra. Hann er engum líkur. Í myndlist kirkjunnar áttu vitr- ingarnir frá Austurlöndum og gjafir þeirra alla athygli framan af, á meðan hinir voru í auka- hlutverki, utangarðsmennirnir, ef þeir á annað borð sáust. Það er ekki fyrr en á 15. öld að nokkur jöfnuður er kominn þar á. Á 16. og 17. öld vex hróður þeirra svo enn meira, til þess sem nú er. Þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvar engillinn birtist forðum, er ekkert álitamál að þar er nú Beit Sahour, u.þ.b. 14.000 manna þorp eða bær, skammt austur af Betle- hem. Um tvo bletti er helst að ræða, Deir el- Ra’wat og Der Es- Siar. Nánar verður ekki að þessu komist. Og kannski á það að vera ein- mitt þannig. Hirðakertið sigurdur.aegisson@kirkjan.is Þriðja kertið á að- ventukransinum dregur nafn sitt af fjárhirðum á Betle- hemsvöllum, sem engill tjáði um dimma og kalda nótt að frelsarinn væri í heiminn borinn. Sigurður Ægisson gerir þeim hér skil í pistli dagsins. ALDARMINNING Á þessum degi fyrir 100 árum fæddist Árni Kristjánsson píanóleik- ari. Ég hef valið það á þessum tíma- mótum að láta hann sjálfan hafa orðið á sinn hugnæma hátt: „Ég fæddist að Grund í Eyjafirði 17. desember 1906. Ég er skammdegisbarn, fæddur í svartnættismánuðinum desember á norðurlandi. Ég vandist logandi ljós- um, sem lifðu á kertakveikjum og ol- íulömpum. Þegar ég var lítill drengur á Akureyri á 1. og 2. áratug síðustu aldar var veturinn langur og dimmur. Myrkrið grúfði yfir okkur og ægði veiklunduðum börnum eins og mér. Logaðu og lýstu Þegar ég hugsa til fyrstu bernsku minnar man ég það sælast þegar ég hélt á litlu rauðu kerti, sem lýsti á jólanóttina og flæmdi burt skuggana í kringum sig. Þá var öldin önnur og engin hvít rafmagnsljós komin til sög- unnar. Rafmagnsljósin komu skömmu síð- ar, en þau voru köld, – þau loguðu hvorki né lifðu. Jólin urðu allt önnur við tilkomu þeirra, þessara gerviljósa. Þau glitruðu. Guðs friður er ekki í þeirra skini, eins og hann er í loga kertisins, sem gefur frá sér ljós sitt með „lífi“ sínu. „Logaðu og lýstu“ vildi ég eitt sinn gera að einkunnarorðum mínum, en þótti þau, er til kom, of tilætlunarsöm. Samt búa þau í mér.“ Píanóleikur Árna „En ég reyndi samt að syngja, – ef svo má að orði komast – eins vel og bezt ég gat með þeirri rödd, sem mér var af skaparanum gefin, en aldrei í því skyni að falla þeim í geð, sem á hlýddu, heldur aðeins af því að ég mátti til með að reyna að koma þeirri músík fram, sem svo mjög hreif mig sjálfan. Það hefir gengið misjafnlega og koma þar til margs konar erfiðleik- ar og mannlegir brestir. En samt! Ég þykist finna eitthvað guðlegt í tónlist meistaranna og byggi á því mína guðstrú. Annara raka þarfnast ég ekki. Trú, Von og Kærleikur er í önd- vegisverkum hinna miklu tónskálda.“ Skólaganga Árna og tónlistarnám „Ég kom aldrei í barnaskóla, en sat tvo vetur í Gagnfræðaskóla Akureyr- ar. Það var öll mín skólavist. Hugur minn hneigðist til tónlistar. Faðir minn hafði verið organisti Grundar- kirkju og vandist ég söng og orgelspili í heimahúsum. Fyrir áeggjan tónelskra frænda minna var ég sendur til tónlistarnáms í Berlín, fimmtán ára að aldri.“ Um túlkun segir Árni eftirfarandi: „Þegar leikin eru á hljóðfæri verk, sem ég þekki vel og kann að meta, heyri ég fljótt hvort það er höfundur verksins eða sá sem leikur, sem ræður fram- vindunni. Flutningur verksins getur verið „fullkominn“ hvað áferðina snertir en samt utangátta og ósannur í mínum eyrum. SANNUR getur hann því aðeins orðið, að flytjandinn Árni Kristjánsson gleymi sjálfum sér og láti stjórnast af ósjálfráðri ást til verksins, sem hann túlkar. Það, sem er „ekta“ eða ósvikið, skín af sjálfu sér, hið ósanna glitrar kalt. Perlan glóir þá fyrst, er hún snertir hlýtt holdið, sem hún á að prýða. Enginn eignast það til fulls, sem hann ekki gefur frá sér aftur. Gáfur, sem Guð gefur eru af okkur teknar ef við ekki gerum öðrum gott með þeim. Besta túlkunaraðferð er þegar til kemur e.t.v. sú, að reyna ekki að „túlka“ tónverk af ásetningi, heldur lofa tónlistinni að koma til þín, láta hana verma þig, lífga og uppljóma. Ef HÚN er aðalatriðið er öllu borgið og hljóðfærið þér undirgefið, en sért ÞÚ í fyrirrúmi muntu alltaf eiga í stríði. Lát aldrei í ótíma „ljós þitt“ skína. Mér verður jafnan um og ó þegar ég á að skýra fyrir nemendum mínum tónverk, sem eru mér kær og mikils virði. Skýringar verða einskonar fræðilegt tungutal, sem ekki nær til anda tónverksins heldur aðeins til forms þess og framsetningarmáta. Skýringin verður einskonar krufning, sem fælir andann burt úr holdinu. Við verðum að taka við miklu tónverki með eyra sálarinnar, ef svo má segja, þ.e. með KÆRLEIKA ef það á að bera ávöxt í okkur. Að verða hrifinn, frá sér numinn, er æðsta stig listar.“ Jesú sagði við sína lærisveina: „Sannlega segi ég yður: Hver sem eigi tekur á móti guðsríki eins og barn mun alls ekki inn í það koma.“ Barnið er einlægt og auðtrúa undir Guðs vernd.“ Eftirfarandi er frásögn Árna af þrengingum þeim er hann lenti í síðar á lífsleiðinni: „Það var á Lúsíumessu, 13. desem- ber 1957. Ég var sjúklingur á heilsu- hælinu í Skodsborg á Sjálandi. Hafði komið þangað um haustið, í septem- bermánuði, mjög vesæll eftir tauga- áfall. Líðan mín var enn slæm og lífs- löngunin þrotin. Ég vaknaði um átta-leytið þennan morgun, uppgef- inn á líkama og sál. Ég bý í litlum skála við ströndina, þar sem sér yfir Eyrarsund og inn til Kaupmannahafnar. Niðamyrkur grúfir yfir sjó og landi. Mér finnst lífi mínu vera lokið og sætti mig við það. Rökkrið róar mig. Allt í einu tek ég eftir rauðum geisla, sem kemur inn um svarta gluggarúðuna. Ég geng út að glugganum og sé, er ég lít inn til Kaupmannahafnar, rauða sólar- kringluna brjótast fram úr myrkrinu sem hún rekur á undan sér og eyðir smám saman. Hún lýsist um leið sjálf og skýrist. Ég horfi hugfanginn á þessa nýju sól, man eftir Lúsíumessu- deginum og hugsa: „Þetta er Guðs auga, sem gægist inn til mín“, og vitr- aðist mér um leið að Guð ætlaði að gefa mér nýtt líf. Í stað þess að fara inn í matsalinn rölti ég út í Jægersborg Hegn, skóg- arþykkni bak við heilsuhælissvæðið. Þar þurfti ég að hvíla mig og lagðist á jörðina undir gamalli og kræklóttri eik. Ég féll í svefn. Þegar ég vaknaði stóðu yfir mér tveir hindarkálfar, sem virtu mig fyrir sér með sínum svörtu sveskjuaugum. Þegar ég hreyfði mig fóru þeir sína leið. Þetta fannst mér undravert fyrirbæri, yndislegt ævin- týri. Ég fann einhverja unun streyma um mig og í stað þess að snúa aftur heim til hælisins, þar sem strangur agi ríkti í hegðun og mataræði, brá ég mér inn á forboðinn stað (klaustur og knæpur eru jafnan samtýnis), - fékk mér þar kaffi og konjak og braut með því allar reglur hælisins. Ég sá blöð liggja á borði og sótti mér eitt til lestr- ar. Það var „Sunday Times“ frá Lond- on. Í því rakst ég á „kvæði dagsins“, það var „A Nocturnall on Saint Lu- cies Day“ eftir John Donne. Það féll í góðan jarðveg og þótti mér það höfða beint til mín sjálfs eins og á stóð. Þetta alvörukvæði kom mjög við mig og breytti minni lund til trausts og trúar. Til þess að geta endurfæðst eða endurnýjast verðum við að hafa misst allt. Í tæmdan bikar streymir hið nýja vín. Ég var tómur, búinn að gefa upp alla eftirvæntingu, alla löng- un. Guð vildi lofa mér að reyna á ný. Eftir þennan atburð fannst mér ég vera undir Guðs vernd. Hræðslan, sem fylgt hafði mér frá barnæsku var horfin. Ég óttaðist ekki dauðann held- ur.“ Árni lést 19. mars árið 2003, 96 ára að aldri. Kona hans, Anna Stein- grímsdóttir, lést 13. október sl. 96 ára að aldri. Þáttur þessa ástsæla og sanna listamanns er að mestu úr út- varpsviðtali við sr. Bernharð Guð- mundsson. Megi minning Árna vera okkur áfram sönn fyrirmynd. Haukur Guðlaugsson. Árni Kristjánsson og Anna Guðrún Steingrímsdóttir. ✝ Emilía Símonsenfæddist í Reykja- vík 13. maí 1920. Hún lést í Reykjavík 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Margrét Ket- ilbjarnardóttir, f. 5. ágúst 1898, d. 14. okt. 1968, og Jón Jónsson, f. 7. maí 1892, d. 1. des. 1930. Emilía var elst sjö systkina. Hin eru: Magnús, f. 11. ágúst 1921, Halldóra, f. 12. apríl 1923, María, f. 27. ágúst 1925, Eggert, f. 28. júlí 1930, Grétar, f. 24. júlí 1932, og Þórður Guð- laugur, f. 6. júní 1935. Emilía giftist Ottó Vilhelm Símonsen, f. 19. sept. 1916, d. 22. ágúst 1979. Börn þeirra eru: Guðný Kristín, f. 7. des. 1937, Sigrún, f. 21. júlí 1939, Margrét Jóna, f. 9. mars 1941, Eggert Snorri, f. 6. maí 1943, og Þórunn Guðrún, f. 29. des. 1944. Útför Emilíu var gerð frá Graf- arvogskirkju 13. desember. Elsku amma. Nú hefur þú kvatt okkur hinstu kveðju og minnumst við þín með söknuð í hjarta. Þú varst yndisleg amma, spáðir í bolla, varst létt í lund og alltaf hlæj- andi. Ekki léstu vaða yfir þig á nokk- urn hátt heldur varstu ákveðin og fylgin þér. Eins og þegar þú hafðir keypt súpujurtir sem voru skemmdar þá stormaðir þú með súpupottinn í búðina og sagðir: Þetta býð ég ekki mínu fólki, þið getið étið þetta sjálfir. Þetta var á Lokastígnum og þegar við vorum yngri var spennandi að koma að heimsækja ykkur afa þangað. Það var gaman að skoða framandi hluti á heimili ykkar eins og vaxlampann og gullfiskana hans afa. Við vorum lítil þegar þið afi fluttuð alla leið til Bandaríkjanna og við það fækkaði samverustundum okkar. Þú varst þó dugleg að heimsækja okkur hin seinni ár og fylgdi því mikil til- hlökkun að fá þig í heimsókn enda bjóstu þá á heimili okkar. Það var svo árið 2001 að þú fluttir aftur heim til Íslands og höfum við notið þess að hafa þig nær okkur síðustu fimm árin. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á drottin hæða. Og fela honum um æviár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ottó, Sigrún, Linda, Þórunn og fjölskyldur. Emilía Símonsen MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.