Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 55 Föstudaginn 8. des- ember fengum við þær fréttir að þú hefðir sofnað hinum eilífa svefni á heimili þínu á Ísafirði. Okkur var mikið brugðið og margar hugsanir sóttu á okkur. Þú fæddist hinn 9. júlí árið 1936 og ólst upp á Tortenli, í sveit á eyjunni Senja í Norður-Nor- egi. Þú fórst snemma á flakk um hinn stóra heim og gerðir Ísland fljótt að þínu heimili og fengum við marga spennandi pakka senda það- an. Okkur þótti afar vænt um þínar heimsóknir til okkar í Noregi. Við viljum minnast þín og heiðra þig með þessu ljóði. Eg elskar livet som meg er gjeve. Det store under som går i djupet som eg fekk eige og ha hos meg. Eg elskar livet, det store drama som eg fekk spele og regissere og klappe heftig og applaudere. Eg elskar livet som er så skummelt at eg går dirrande gjennom det. Kva tru som lurer bak neste hjørne? Eg elskar livet, snart er eg komen til siste hjørne. Å du for spaning og dramatikk. Nú leggur þú af stað í þína hinstu ferð og ert sú fyrsta sem hittir mömmu og pabba. Við biðjum þig um að skila kveðju til þeirra frá okk- ur, og ryðja veginn svo það verði létt fyrir okkur hin systkinin að fylgja eftir. Við sendum okkar dýpstu sam- úð til eiginmanns þíns Kristjáns, barna þinna, barnabarna og lang- ömmubarna. Hvíldu í friði. Kveðja, systkinin í Noregi, Elsa, Arvid, Astrid, Jarle, Bjørn- Helge, Arnulf, Bror og Lillemor. Elsku Sonja mín. Mikið var ég heppin að kynnast þér þegar ég kom til Ísafjarðar um árið. Þá rakst þú mötuneytið á heimavistinni sem ég bjó á í heil fjögur ár. Við sem bjuggum á vistinni skipt- umst á við að aðstoða í eldhúsinu við frágang eftir matinn. Þar heyrðir þú til mín þar sem ég var að tala við vin- konu mína sem var búin að ráða sig í heimilisþrif úti í bæ. Eitthvað var ég að velta þessu fyrir mér hvort ég gæti líka fengið vinnu þegar þú blandaðir þér í umræðurnar og bauðst mér að vinna heima hjá þér. Ég samþykkti það strax og þá hófust okkar kynni. Þú reyndist mér mjög vel og gat ég alltaf leitað til þín. Í eldhúsinu á vistinni var oft glatt á hjalla og vorum við nokkur sem áttum þar okkar griðastað. Þegar ég hugsa til baka um þennan tíma á Ísa- firði eru þetta bestu stundirnar. Þú hafðir gaman af að fylgjast með okk- ur og því sem við vorum að gera. Ef einhverjum ,,varð það á“ að henda ósoðnu eggi í hausinn á næsta manni, skemmtir þú þér manna best. Þetta fannst mér svo æðislegt við þig. Þú tókst sjálfa þig ekkert of alvarlega og varst frekar þátttakandi í vitleys- unni með okkur heldur en að skamma og skipta þér af. Fastur liður hjá okkur var að fá þig til að spá í bolla. Þá komu mörg leyndarmálin fram í dagsljósið sem þú einhvern vegin náðir upp úr okk- ur. Man ég eftir einu atviki sem eng- inn vissi um nema ég sem þú sást í mínum bolla. Þegar þú varst búin að horfa smá stund í bollann minn, hundskammaðir þú mig og sagðir mér að hætta þessari vitleysu strax. María Sonja Hjálmarsdóttir ✝ María SonjaHjálmarsdóttir (Sonja) fæddist í Laukhella á eyjunni Senja í Norður- Noregi 9. júlí 1936. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu föstudaginn 8. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídalíns- kirkju 15. desem- ber. Þá fyrst fór ég að trúa því að þú hefðir ein- hverja bollaspádóms- hæfileika. Eftir að veru minni á Ísafirði lauk héldum við áfram sambandi og þegar ég flutti til Þingeyrar heimsótti ég þig þegar ég fór til Ísafjarðar. Á heima- vistarárunum sagðir þú við mig að þegar að ég gifti mig vildir þú fá að sjá um brúðkaups- veisluna. Og það gerð- ir þú svo sannarlega vel. Ennþá, eftir öll þessi ár, er verið að tala um hvað maturinn í brúðkaupinu mínu hafi verið góður. Þú varst algjör snilling- ur í mat og enn og aftur, takk fyrir mig. Ég man hvað ferðin þín til mín var erfið þegar kom að blessuðu brúð- kaupinu. Þú þjáðist alla tíð af inni- lokunarkennd og hefti það þig að mörgu leyti mikið. En daginn sem þú ætlaðir að koma var þykk þoka á Breiðadalsheiðinni og í þínum huga var það óyfirsíganleg hindrun. Þú hringdir í mig og sagðir ,,ta er toka á heidin“. Við vorum komin að því að panta hamborgara og franskar þeg- ar þú ákvaðst að láta þig hafa það. Ég veit hvað þetta var þér erfitt, en það tókst. Eftir að ég flutti í Mjólkárvirkjun 1996 og jarðgöngin komu undir Breiðadalsheiði komst þú aldrei í heimsókn. Ég hefði svo gjarnan vilj- að fá þig, bara til að þú sæir hvernig ég hefði það þarna með minni fjöl- skyldu. Eftir að tvíburarnir mínir fæddust í nóv. 2000 kom sending frá þér, fullt af jólasmákökum. Þvílík himnasend- ing! Alltaf varst þú að hugsa til mín, Sonja mín. Nú ert þú búin að vera mikið veik og eins og ég sagði við þig, þá átti ég orðið von á að fá hringingu um að þú værir dáin. Þegar ég hitti þig síðast varstu mjög hress og ég ákvað að þú værir ekkert svona mikið veik. Ég varð því hissa að þú hefðir virkilega dáið núna. En svona er víst lífið, það endar, og alltaf kemur það manni samt á óvart. Elsku Sonja mín, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar og fyrir að fylgjast með mér öll þessi ár. Ég og fjölskylda mín vottum Kristjáni og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði kæra vinkona. Nanna Björk. Mig langar að kveðja gamla vin- konu með nokkrum orðum. Ég kynntist Sonju fyrir rúmum 19 árum þegar ég fór að kenna við Mennta- skólann á Ísafirði. Sonja rak þar mötuneyti heimavistarinnar og ég flutti í kokkaíbúðina ásamt dóttur minni sem þá var sex ára. Við mæðg- ur eigum margar góðar minningar um Sonju og ég er henni afar þakklát fyrir alla þá hjálp sem hún veitti okk- ur. Sonja kallaði ekki allt ömmu sína og það var fátt sem henni reyndist ómögulegt. Ég lærði mikið af henni sem hefur gagnast mér í lífinu. Ég votta Kristjáni og öllum að- standendum Sonju samúð mína. Valdís Stefánsdóttir. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Elskuleg systir okkar og frænka, ANNA MALMQUIST EIDSHEIM, lést í Kristiansand, Noregi, sunnudaginn 10. desember síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram. Hildur, Sigurbjörg, Unnur, Inga, Rakel, Kristrún og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SESSELJA BJÖRG HELGADÓTTIR, Vesturvangi 38, Hafnarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 13. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 18. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja minn- ast hennar láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Magnús Gunnþórsson, Steinn Ármann Magnússon, Jenný Rúnarsdóttir, Halldór Magnússon, Tumi Steinsson og Hugi Steinsson. ✝ Elskuleg systir og mágkona, RÓSA GÍSLADÓTTIR SHULTZ, Lancaster, PA, lést fimmtudaginn 14. desember. Alda Gísladóttir, Brynleifur Sigurjónsson. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis í Víðilundi 6H, lést sunnudaginn 10. desember. Útförin fer fram frá Höfðakapellu þriðjudaginn 19. desember kl. 13:00. Kolbrún Matthíasdóttir, Guðný Matthíasdóttir, Jóhann Sigvaldason, Jón Matthíasson, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Halldór Matthíasson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BERGÞÓR JÓHANNSSON grasafræðingur, Reynimel 78, Reykjavík, sem lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut að morgni sunnudagsins 10. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. des- ember kl. 15.00. Dóra Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Brynhildur Bergþórsdóttir, Jens Ingólfsson, Ásdís Bergþórsdóttir, Anna Bergþórsdóttir, Auður Ákadóttir, Ólafur Ásdísarson. ✝ Elsku besti sonur okkar, bróðir, mágur og barna- barn, ÁGÚST BJARNASON, Esjugrund 33, áður til heimilis á Kirkjubæjarbraut 4, Vestmannaeyjum, sem lést af slysförum sunnudaginn 10. desember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjudag- inn 19. desember kl. 14:00. Aurora G. Friðriksdóttir, Bjarni Sighvatsson, Sighvatur Bjarnason, Jóhanna Jóhannsdóttir, Anna J. Oddgeirs, Friðrik Á. Hjörleifsson, Elín J. Ágústsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 20. desember kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán R. Jónsson, Anna Þ. Bjarnadóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Lárus Kjartansson, Anna Björk Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.