Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AXELMA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. desember kl. 15.00. Fanney Júlíusdóttir, Erlendur Magnússon, Júlíus Örn Júlíusson, Anna María Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, séra MAGNÚS GUÐMUNDSSON fyrrverandi sóknarprestur, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudag- inn 21. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Grundar- fjarðarkirkju, sími 438 6725. Sigurbjörn Magnússon, Kristín Steinarsdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur, ÁSTMAR ÖRN ARNARSON húsasmíðameistari, Bröndukvísl 15, Reykjavík, sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi laugardaginn 9. desember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 18. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð líknardeildar LSH í Kópavogi, sími 543 1159. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, Björn Ástmarsson, Ingólfur Ástmarsson, Sólbjört S. Gestsdóttir, Svavar F. Torfason. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA (STELLA) GÍSLADÓTTIR, Bakkagerði 19, Reykjavík, sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 4. desember verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. desember kl. 13:00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð Grundar, sími 530 6100. Benedikt Antonsson, Gísli Benediktsson, Eva María Gunnarsdóttir, Davíð Benedikt Gíslason, Brynhildur Þorgeirsdóttir, María Gísladóttir, Einar Kristinn Hjaltested og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri GUÐBRANDUR STEFÁNSSON bóndi, Hólum, Dýrafirði, sem lést á heimili sínu föstudaginn 8. desember, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju þriðjudag- inn 19. desember kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Stefánsdóttir, Haraldur Stefánsson, Friðbert Kristjánsson, Ásta Kristinsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐLAUG KLEMENSDÓTTIR, Víðinesi, áður Langagerði 44, Reykjavík, er andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi laugardag- inn 9. desember, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 19. desember kl. 15.00. Kristján Gunnarsson, Áslaug Jóhanna Guðjónsdóttir, Ólafur Rúnar Gunnarsson, Steingerður Steingrímsdóttir, Guðlaugur Gunnarsson, Guðný Rósa Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, afi og langafi, ÞORVARÐUR STEFÁN GUÐMUNDSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 6. desember, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. desember kl. 13.00. Guðmundur Kristján Þorvarðarson, Eiríkur Rúnar Þorvarðarson, S. Ladda Þorvarðarson, Sigurjón Rafn Gíslason, Guðlaugur Gíslason, Guðbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ísafold Þor-steinsdóttir fæddist á Akureyri 15. maí 1944. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 2 ágúst 1913, d. 8. október 1999 og (Andrés) Þorsteinn Sigvaldason, f. 19. ágúst 1912, d. 7. desember 1998. Systkini Ísafold- ar eru Herdís, f. 1943, Þröstur, f. 1945, Guðmundur Brynjar, f. 1946, Edda Björk, f. 1947, d. 2002 og Grétar Breiðfjörð, f. 1950. Hálfsystkini Ísafoldar, sam- feðra, eru Gylfi, f. 1935 og Jón- ína Maggý, f. 1940. Ísafold giftist hinn 8. sept- ember 1962 Gesti Ámundasyni frá Vatnsenda í Villingaholts- hreppi, f. 19. mars 1940. Foreldrar hans voru Ámundi Guðmundsson, f. 1902, d. 1948 og Kristín Guðmunds- dóttir, f. 1910, d. 1963. Systkini Gests eru Guðmundur, f. 1932, Sigrún, f. 1934, Ingibjörg, f. 1936 og Guðmar Helgi, f. 1947. Börn Ísafoldar og Gests eru: 1) Kristín, f. 21. febrúar 1963, maki Paul John Evans, f. 18. apr- íl 1968. Dætur þeirra eru Kate Ísafold, f. 17. ágúst 2000 og Holly Lilja, f. 14. mars 2002. Þau búa á Englandi. 2) Þorsteinn, f. 28. des- ember 1964, hann býr í Reykja- vík. Ísafold og Gestur hafa búið all- an sinn búskap í Þorlákshöfn. Ísafold var jarðsungin í kyrr- þey að eigin ósk 16. desember. Kveðja frá saumaklúbbnum Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Vinkona okkar hún Ísafold er dá- in aðeins 62 ára að aldri. Hún greindist með krabbamein fyrir 6 árum, í fyrstu gekk meðferðin vel en síðastliðið vor tók meinið sig aft- ur upp. Ísafold sýndi mikið æðru- leysi í baráttu sinni við krabba- meinið og hélt sínum styrk í gegnum erfið veikindi. Eitt aðal- einkenni hennar var létt skap og glaður hlátur, sem við eigum eftir að sakna mikið, en einnig hafði hún ákveðnar skoðanir á málefnum líð- andi stundar og málin oft rædd hispurslaust. Ísafold var góður vin- ur og dugleg að heimsækja fólk en einnig var hún afskaplega gestrisin og góð heim að sækja. Erfitt er að kveðja svona góða vinkonu, en við höfum haldið hóp- inn bæði undir merkjum sauma- klúbbsins okkar og sem miklar vin- konur í yfir 40 ár. Við kynntumst á árunum upp úr 1960 en þá var mik- ill uppbygging í Þorlákshöfn. Meit- illinn hf. rak frystihús þar sem tug- ir kvenna unnu í sal við snyrtingu á fiski. Það var verið að stækka höfn- ina, það var mikil vinna og mikil bjartsýni ríkjandi, mikið byggt af íbúðarhúsum, en á þeim tíma voru örfá hús í bæjarfélaginu okkar. Við komum úr ýmsum áttum í at- vinnuleit en áttum það sameigin- legt að vera ung og ætla að byggja okkur framtíð og búa okkur heimili í Þorlákshöfn. Ísafold kynntist manninum sínum, Gesti, og þau fóru fljótlega að byggja húsið sitt á Hjallabraut 6, þar sem þau bjuggu í nær 40 ár. Saumaklúbburinn varð til, vinahópur okkar, eiginmanna og barna og margt skemmtilegt gert saman sem gaman er að minnast. Á fyrstu árum okkar í Þorláks- höfn, þegar börnin voru lítil, var ekki leikskóli eins og er í dag. Við pössuðum því hver fyrir aðra ef á þurfti að halda. Þá var svo gott að biðja Ísafold og börnin í sjöunda himni að fá að vera hjá henni og ekki spillti Gestur fyrir með sinni góðu nærveru. Á þeim tíma var ekki skroppið til Reykjavíkur, held- ur farið með rútu sem gekk á milli og ferðalagið tók allan daginn. Okkur vinkonunum, körlunum okkar og börnunum, þótti öllum af- ar vænt um Ísafold. Það voru ófáar útilegurnar t.d. í Þórsmörk sem við fórum sjö fjölskyldur saman og undum okkur saman í söng, gleði og leik. Þar sem Ísafold var þar voru börnin, hún hafði gaman af þeim og þeim leið vel í návist henn- ar, hún var einstaklega barngóð kona. Ísafold vann utan heimilis við verslun, á leikskóla og í fiski þar til fyrir sex árum er hún varð að hætta af heilsufarsástæðum. Hún var mikil hannyrðakona, sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt lék í höndunum á henni og gott var að leita til hennar. Gaman var að fá ísaumuðu jólakortin frá henni. Eft- ir að hún hætti að vinna, vann hún mikið við hannyrðir og tók þátt í félagsstarfi á Egilsbraut 9. Ísafold og Gestur voru sérlega samhent hjón og sýndu hvort öðru ætið mikla virðingu. Þau eignuðust tvö börn, Kristínu og Þorstein, og nú seinni árin bættust í hópinn tvær litlar dætur Kristínar. Þrátt fyrir að Kristín, Poul og dætur þeirra byggju í öðru landi voru samskiptin mikil og Ísafold hafði mjög gaman að því að prjóna á litlu stelpurnar sínar, naut þess að fá þær í heimsókn svo og að fara til þeirra í heimsókn. Við viljum þakka Ísafold allar skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Klúbburinn okkar verður ekki sá sami á eftir, nærvera hennar hafi alltaf góð áhrif á hópinn. Við og fjölskyldur okkar vottum Gesti, Þorsteini, Kristínu og fjöl- skyldu hennar, okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Ísafoldar, Alda, Guðfinna, Helga, Jóna, Ragna og Sigríður. Elsku hjartans vinkona, nú er komið að kveðjustund. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Við vorum alltaf bestu vinkonur og aldrei féll skuggi á vináttuna okk- ar. Við fórum í mörg ferðalög sam- an, til Íbísa og fleiri staða. Einnig voru veiðiferðirnar margar sem við fórum í með mönnunum okkar Gesti og Tolla. Takk fyrir að leyfa mér að koma með þér til Englands og passa ömmustelpurnar þínar, þær Kate Ísafold og Holly Lilju. Ég hafði sérstaklega gaman af því að fá tækifæri til þess að koma með þér í þessa ferð þar sem börnin þín, Kristín og Steini, hafa alltaf verið mér einstaklega kær. Í þessari ferð skemmtum við okkur mjög vel og gerðum margt skemmtilegt með stelpunum sem dýrkuðu ömmu sína. Ömmu sem alltaf var svo hlý, lífleg og tilbúin að sprella og leika sér. Ég man að á heimleið var líka gaman hjá okkur þegar við sett- umst niður á Heathrow-flugvelli með hvítvín og skálduðum sögur um fólk sem var í kringum okkur. Við hlógum mikið og vorum í ess- inu okkar með einkahúmorinn. Þú varst einstaklega skipulögð og flink í höndunum. Allir leirmun- irnir sem þú gerðir, svo og lista- verk, að ekki sé talað um alla fal- legu handavinnuna þína. Jákvæðni og dugnaður var alltaf einkennandi fyrir þig. Þú gast líka verið ákveðin og staðföst, jafnvel dálítið þrjósk. Fyrir um fimm árum greindist þú með brjóstakrabbamein. Þú barðist hetjulega og ávallt með æðruleysi og jákvæðnina í fyrir- rúmi. Síðastliðið vor fórum við síð- an saman til Reykjavíkur í lækn- isskoðun. Allt kom vel út og við héldum upp á það með því að fara á kaffihús. Mánuði síðar seig á ógæfuhliðina, krabbameinið hafði tekið sig aftur upp. Takk fyrir að vera ætíð til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu. Börnin mín og barnabörn héldu öll svo mikið upp á þig. Elsku Gestur, Steini, Kristín, Paul, Kate og Hollý, við Tolli send- um ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðju. Minningin um frábæra konu sem bar hag fjölskyldu sinnar ætíð fyrir brjósti mun lifa með okk- ur. Þín vinkona, Inga A. Pétursdóttir og Þorleifur Björgvinsson. Ísafold Þorsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.