Morgunblaðið - 17.12.2006, Page 57

Morgunblaðið - 17.12.2006, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 57 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður og afa, ÁRNA SIGURÐSSONAR, Þrastargötu 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa Eiríki Jónssyni lækni og starfsfólki Landspítalans við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Ingigerður R. Árnadóttir, Árni Ragnar Árnason, Elmar Freyr Árnason. ✝ Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru KOLBRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR sjúkraliða, Ljósheimum 20, Reykjavík. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Þórunn Daníelsdóttir, Ármann Jóhannsson, Edda Bryndís Ármannsdóttir, Gunnvant B. Ármannsson, Brandur Gunnvantsson, María Kristjánsdóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra GUNNARS M. SIGURÐSSONAR, (Gunna Sig.), Álfaskeiði 76, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Vífilfells hf. og Starfsmannafé- lags Vífilfells, fyrir auðsýnda virðingu við minningu hans. Aðalbjörg Sigþórsdóttir, Sigurður Örn Gunnarsson,Sif Heiða Guðmundsdóttir, Hilmar Örn Gunnarsson, Ólöf Jónsdóttir, Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Höskuldur Þór Höskuldsson, Sigríður Ósk Zoëga Sig., Guðmundur Smári Tómasson. ✝ Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SELMU S. GUNNARSDÓTTUR, Andrésarbrunni 5, Reykjavík. Rannveig Hrönn Harðardóttir, Sævar Björnsson, Guðný J. Karlsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Gígja Karlsdóttir, Anton Sigurðsson, Gylfi Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við fjölskyldum okkar, vinum og samstarfsfólki sem sýndi okkur samúð og veitti okkur styrk við andlát og útför okkar elskulegrar eiginkonu, móður og dóttur, MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, Tómasarhaga 12. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba- meinsdeildar og heimahlynningar LSH fyrir alúð og kærleiksríka umönnun. Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gretar Reynisson, Dagur Gretarsson, Hringur Gretarsson, Guðný Pétursdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður til heimilis á Stekkjarholti 5. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Höfða og Sjúkrahúss Akraness. Guð blessi ykur öll. Sjöfn Jóhannesdóttir Jóhannes Guðjónsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Hrefna Guðjónsdóttir, Sigurður Sigurðsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GESTSDÓTTUR, Grænagarði, Garðaholti, Garðabæ. Þökkum starfsfólki LSH í Fossvogi og Reykjalund- ar fyrir kærleiksríka umönnun. Sigurður Þorkelsson, Jóhann Sigurðsson, Ingibjörg St. Sigurðardóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ágúst Þ. Gunnarsson, Bjarney Sigurðardóttir, Þór Sverrisson, barnabörn og langömmubarn. ✝ Þakkir fyrir sýndan hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, sonar okkar og bróður, PÉTURS MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR leiðsögumanns, Grófinni 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Jakobs Jóhannssonar læknis, starfsfólks krabbameinsdeildar 11E, líknardeildar í Kópavogi og annars starfsfólks Landspítalans fyrir frábæra umönnun í veikindum hans svo og starfsfólks Kynnisferða, Félags leiðsögumanna og lífeyrissjóðs félagsins fyrir veittan stuðning. Sveinn Haraldsson, Guðmundur Pétursson, Ásdís Steingrímsdóttir, Bergljót Guðmundsdóttir, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson. Hinn 23. ágúst síð- astliðinn kom sú þunga frétt að hann Pétur Maack væri allur. Um hug- ann fara góðar og skemmtilegar minningar um mann sem var allt í senn skemmtilegur, hugrakkur, reynslumikill og hvers manns hug- ljúfi. Ég gæti notað margar síður Morgunblaðsins til að fara yfir okk- ar kynni en vil frekar hafa þetta stutt, hreint og beint eins og hann kenndi mér að gera með svo margt. Mín kynni af Pétri byrjuðu þegar ég var aðeins átta ára gamall, ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar rogginn maður kom á bæjarhlaðið heima á Unalæk og heilsaði upp á fólkið. Auðvitað heils- aði hann mér með föstu og öruggu handabandi og ég fann strax að þarna var góður maður á ferð. Var hann þar mættur til að fá leyfi til að koma sumarhúsi fyrir rétt við tún- fótinn hjá okkur við Lagarfljótið. Var sú ferð farin á traktor sem dró sumarhúsið á réttan stað, mikið ævintýri og hugarkonfekt. Vissi ég strax að skemmtilegur tími myndi fara í hönd. Fjölskylda Péturs dvaldi þar mikið á sumrin, margt var brallað og „baksað“.Tókst fljót- lega góður vinskapur milli foreldra minna og Péturs og Öglu. Var oft setið við spil. Einnig náðum við vel saman ég og yngsti sonurinn Siggi. Pétur hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, ógleyman- legan orðaforða og lýsingar hans á stöðu þjóðfélagsins fyrr og nú voru mjög skemmtilegar og áhugaverð- ar. Hann var hreinyrtur og ráða- góður, það kunni ég að meta. Pétur Maack Þorsteinsson ✝ Pétur AndrésMaack Þor- steinsson fæddist á Reyðarfirði 21. des- ember 1919. Hann andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 23. ágúst síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Kópa- vogskirkju 1. sept- ember. Hann var þannig maður að auðvelt var að launa honum hjálp- ina og leita til hans með sín vandamál. Hann var hvetjandi og kunni að gagnrýna og hrósa á réttum stöðum og ekki var verra þegar maður var duglegur, þá fékk maður nammi og gos en það var gulls ígildi á þessum tíma. Alla tíð höfum við Pétur verið vinir og sálufélagar, hann lagði sig alltaf fram um að hjálpa mér þegar þess þurfti, bæði þegar ég var krakki og eins nú í seinni tíð. Pétur og fjölskylda hans hjálpaði mér mikið þegar ég og kona mín fluttum suður til náms 1990 og ekki stóð á því að koma mér í góðar hendur á vinnumarkaðinum hér í Reykjavík. Það var hans aðalsmerki að þú vissir alltaf hvar þú hafðir hann, kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Einstakur maður. Eitt veit ég að það er einn maður sem hefur tekið á móti Pétri með sterku og innihaldsríku faðmlagi, það mun vera hann faðir minn enda var vinskapur þeirra góður og traustur hér í lifanda lífi. Og er ég viss að ekki minnkar vinskapurinn í heimi þeirra sem farnir eru á braut. Ég mun halda í minningar og ánægjuleg kynni af manni sem var einstakur, mun ég leyfa góðum minningum að koma upp í huga mér og mínum til skemmtunar og gagns hvenær sem er. Agla, synir og barnabörn, ég óska þess að þið fáið styrk til að vinna á þeim tómleika sem nú hefur kveðið að dyrum, það gerist þegar stór maður kveður. Haldið fast í minningar um hann Pétur Maack, þar er mikill höfðingi genginn á braut. Samúðarkveðja. Sólmundur Oddsson og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Co- unt). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.