Morgunblaðið - 17.12.2006, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 17.12.2006, Qupperneq 60
Í TILEFNI af útgáfu geislaplöt- unnar Brynjólfsmessa eftir Gunn- ar Þórðarson er efnt til útgáfu- tónleika í Grafarvogskirkju á morgun, mánudag. Messan var frumflutt í Keflavík, Skálholti og Reykjavík síðastliðið vor, en nú gefst fólki aftur tækifæri til þess að hlýða á þetta klukkutíma langa verk í aðdraganda jóla. Messan er samin við hinn sígilda latneska messutexta kirkjunnar, kyrie, gloria, credo, sanctus, ben- dictus og agnus dei. Að auki inni- heldur messan hluta úr einu helgi- ljóða Brynjólfs biskups Sveinssonar, ljóðinu Virgo Diva sem hann orti til heilagrar Guðs- móður. Gunnar helgar messuna minningu Brynjólfs biskups í til- efni af því að 400 ár voru liðin frá fæðingu Brynjólfs árið 2005. Flytjendur eru úr kórum Kefla- víkur-, Skálholts- og Grafarvogs- kirkna, auk barnakóra kirknanna. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Kammersveit verksins er Jón Leifs Camerata. Kórstjórar kirkjukóranna eru Hilmar Örn Agnarsson kantor í Skálholti, Hörður Bragason organisti Graf- arvogskirkju og Hákon Leifsson kórstjóri og organisti Keflavík- urkirkju. Aðgöngumiðar eru til sölu hjá kórfélögum og miðaverð er 2000 krónur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Brynjólfsmessa endurflutt í Grafarvogi Morgunblaðið/Ómar Afköst Brynjólfsmessa er önnur messa Gunnars Þórðarsonar, en hann samdi líka Heilagamessu árið 2000. |sunnudagur|17. 12. 2006| mbl.is staðurstund Ingveldur Geirsdóttir ræðir við Sindra Freysson um nýjustu ljóðabók hans sem heitir (M)orð & myndir. » 62 bókmenntir Rapparinn Jay-Z er snúinn aft- ur með nýja plötu og Árni Matt- híasson lítur yfir feril hans að því tilefni. » 61 tónlist Soffía Auður Birgisdóttir telur að fyrsta bók Sifjar Sigmars- dóttur sé vel heppnuð og býst við meiru. » 65 dómur Cameron Diaz laðast stundum að öðrum konum, og við- urkennir að vera svolítið skotin í Pamelu Anderson. » 70 fólk Fyrsta plata Helga Rafns, Personal belongings, fær fjórar stjörnur af fimm hjá Ragnheiði Eiríksdóttur. » 64 gagnrýni Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Nýverið sendi Áshildur Haraldsdóttirflautuleikari frá sér tvöfaldageislaplötu þar sem hún leikur öllflautuverk Atla Heimis Sveins- sonar frá upphafi. Um er að ræða fyrstu heild- arútgáfu á flaututónlist Atla Heimis og fyrstu hljóðritun á fjórum vekanna. „Þetta eru öll flautuverkin hans Atla, það elsta er frá 1978 og það yngsta er tveggja ára gamalt,“ segir Áshildur. „Þetta er óvenjumikið magn af verk- um fyrir flautu, að minnsta kosti af íslensku tónskáldi að vera. Það hefur enginn á Íslandi skrifað svona mikið fyrir flautuna.“ Litríkt og ólíkt Áshildur segir að Atli Heimir gjörþekki hljóðfærið og því sé sérstaklega skemmtilegt að leika verk hans. „Þarna eru mjög litrík verk og þau eru alveg ótrúlega ólík. Atli er samt með höfundareinkenni þótt hann geti skrifað í mjög ólíkum stílum,“ segir hún. „Annars vegar er hann mjög lagrænn, hann ratar mjög oft á ótrúlega skemmtilegar mel- ódíur sem sitja í minni. Hins vegar er hann mjög öfgafullur og það getur verið mikið um andstæður í verkunum hans. Kannski er eitt- hvað ofurhægt en svo kemur sprenging þar sem allt hleypur upp einn, tveir og þrír,“ segir Áshildur. „Það er eins og ekkert sé honum forboðið, hann gerir allt og er mjög frjálst tónskáld.“ Gítarleikur fyrir byrjendur Á plötunni eru verk sem Áshildur segir að séu á meðal sinna uppáhaldsverka í tónbók- menntunum, og nefnir hún verkið Xanities sem dæmi. „Þarna er líka verk sem Atli skrif- aði fyrir leikhús þar sem gítar kemur fyrir. Það er eiginlega bara fyrir byrjanda í gít- arleik, það getur nánast hver sá sem er að byrja á gítar spilað það.“ Áshildur segir að Atli Heimir geri þó fleira en að semja verkin á plötunni. „Hann spilar sjálfur á píanó með mér í nokkrum verkum og gerir það rosalega vel, það var mjög gaman. Við höfum reyndar spilað saman áður, fyrir mörgum árum,“ segir Áshildur, en auk Atla leikur Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó á plötunni og Kristinn H. Árnason á gítar. Sérstaka athygli vekur verkið 21 tónam- ínúta sem skiptist niður í 21 hluta eins og nafnið bendir til. Áshildur segir hvern hluta verksins vera ákveðinn heim út af fyrir sig. „Það er eins og það opnist smáhleri og mað- ur fær svona rétt að sjá inn í hvern heim í eins og eina mínútu og svo skellur hlerinn aftur. Það er bara klippt eftir eina mínútu og þá á maður að hætta að spila og byrja á næsta. Og ef maður er ekki búinn með hverja mínútu á maður bara að byrja aftur, þannig að þetta er bara eins og polaroid-myndir,“ segir hún. Jól og sinfónía Aðspurð segir Áshildur töluverða vinnu að baki útgáfu sem þessari. „Þetta er svona 20 ára vinna því ég hef verið að spila sum þessara verka svo lengi. Ætli ég hafi ekki verið svona 13 ára þegar ég spilaði fyrsta verkið og síðan þá hef ég alltaf verið að grípa í Atla Heimi,“ segir hún. „En það er töluverð vinna að vera tilbúinn með þetta allt saman á sama tímabili, og að hugsa hvernig maður ætlar að nálgast þetta. Þannig að þetta eru ansi margir klukkutímar í æfingaherberginu. Svo geta einhverjir klukkutímar farið í ákveðna staði í verkunum, sem taka samt bara eina mínútu á geisladiskinum. Þetta er allt svo afstætt.“ Áshildur segir enga sérstaka útgáfutónleika á dagskrá vegna útkomu plötunnar. „Nei það verða engir þannig tónleikar, ég læt bara diskinn tala,“ segir hún. „Nú eru það bara jól- in og sinfónían.“ Frelsi og ekk- ert forboðið Morgunblaið/RAX Dugnaður „Þetta er svona 20 ára vinna því ég hef verið að spila sum þessara verka svo lengi. “ Morgunblaðið/Eggert Frjáls „Það er eins og ekkert sé honum for- boðið, hann gerir allt og er mjög frjálst tón- skáld,“ segir Áshildur um Atla Heimi. Tónlist | Áshildur Haraldsdóttir leikur öll flautuverk Atla Heimis á nýrri geislaplötu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.