Morgunblaðið - 17.12.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 17.12.2006, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ bókarkafli Brautryðjandi og læknir af Guðs náð Minningabrot Hjalta Þórarinssonar læknis Athyglisverðar frásagnir af einstökum læknisverkum Spaugsemi og leiftrandi hagmælska Dreifing: Sími 663 1224 Á rið 1951 var gott ár fyrirRíkharð Jónsson, 21 ársþrumuinnherja frá Akra-nesi. Lið hans hafði unnið Íslandsmótið 20. júní 1951 og fram- undan var landsleikur við Svía. Föstudagurinn 29. júní 1951 rann upp í Reykjavík. Það var hugur í mönnum, framundan var lands- leikur í knattspyrnu á Melavell- inum í Reykjavík, Ísland – Svíþjóð. Þetta var fyrsti landsleikur þjóð- anna og fimmti landsleikur Íslands. Þetta er einn fjölmargra leikja sem er Ríkharði minnisstæður. Þeir sem voru í áhorfendaskaranum þetta kvöld muna leikinn líka svo lengi sem þeir lifa. Ríkharður segir að minnisstæðastur allra atburða sé þó sá að hampa Íslandsbikarnum viku fyrir Svíaleikinn og landa hon- um þá um kvöldið á Akranesi þar sem fjölmenni fagnaði meist- urunum. Það er nú svo að Svíarnir voru að tala um þennan leik árum saman. Blaðamenn frá Svíþjóð spurðu mig oft um þennan sigurleik okkar og vildu að ég rifjaði hann upp og líka aðrar viðureignir við Svía. Það var nú svo á þessum árum að það var ekki búið að finna upp neina Svía- grýlu. Við mættum þeim bara eins og öðrum liðum ákveðnir í að gera okkar besta. Ég sagði þessum blaðamönnum líka að ef þeir vildu finna gull, þá færu þeir til Suður Afríku. En ef þeir vildu góða knattspyrnumenn, þá færu þeir upp á Skaga! Dreymdi fimm mörk Þessi leikur er mér í fersku minni þótt langt sé síðan að hann var leikinn. Ég man líka aðdrag- andann og allan þennan dag. Um morguninn var ég mættur til vinnu, var að mála skip í slippnum. Í há- deginu laumaðist ég til mömmu til að sníkja mér bita. Þá segir hún mér frá draumi sem hana dreymdi þá um nóttina. Hún sagði að ég mundi skora fimm mörk gegn Sví- um þá um kvöldið, alla vega eiga stóran þátt í öllum þessum mörk- um. Þetta þótti mér nú heldur ótrú- legt, kyssti mömmu fyrir matinn og góð orð í minn garð. Síðan hélt ég áfram að vinna, allt þar til tími var kominn til að keyra suður til Reykjavíkur í landsleikinn. Svona var þetta í gamla daga, menn slógu ekkert af í vinnu, þótt stórleikir væru framundan, jafnvel lands- leikir. Á Melavellinum klæddum við okkur í landsliðsbúninginn í róleg- heitum. Liðið kom úr ýmsum átt- um. Við vorum þarna þrír Skaga- menn, ég, Þórður Þórðarson og Guðjón Finnbogason. Þarna voru líka þrír fyrrverandi félagar mínir úr Fram, Karl Guðmundsson, Sæ- mundur Gíslason og Haukur Bjarnason, Bjarni Guðnason frá Víkingi, Einar Halldórsson og Haf- steinn Guðmundsson úr Val, mark- vörðurinn Bergur Bergsson, Ólafur Hannesson og Gunnar Guðmanns- son úr KR, sem ég hafði leikið með í Noregsferð KR tveim sumrum fyrr. Leikmennina þekkti ég og mér fannst ég vera í góðum fé- lagsskap. Fagnað af þúsundum Við gengum inn á völlinn klukkan 9 þetta kvöld og var fagnað af rúm- lega 5.600 áhorfendum. Aðsóknin var minni en oft áður, en stemn- ingin átti eftir að verða mögnuð, rétt eins og tugþúsundir væru á vellinum. Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðsöngvana. Leikurinn hófst og sóknirnar reyndust hraðar, miklu hraðari en landsliðið okkar hafði áður sýnt. Strax á 7. mínútu vorum við búnir að bora okkur gegnum vörnina, ég skaut en því miður framhjá. Við sóttum stíft og Þórður félagi minn brenndi líka af. Svíarnir tóku síðan við af okkur en ógnuðu ekkert að ráði. Vörnin réð við þetta allt saman. Ísland skorar! En mörkin komu, og það vorum við sem skoruðum. Fyrst var það eftir hálftíma leik að Bjarni Guðna- son náði boltanum á miðjunni, lék áfram, gaf á Þórð og hann síðan á mig í ágætu færi. Við vorum búnir að skora gegn sænsku risunum, einu albesta knattspyrnuliði Evr- ópu. Fögnuður áhorfenda var mikill og smitaði okkur inni á vellinum. Líklega voru menn hissa, því ekki höfðu margir lagt upp með miklar sigurvonir. Ég varð fyrir smáó- happi og fór af velli, en ákvað að harka þetta af mér. Ég fór því inn á aftur og gleymdi meiðslinu. Ég sá ekki eftir því, skoraði fjögur mörk til viðbótar, eitt þeirra þó dæmt af. Svíar urðu albrjálaðir í að skora eftir að við komumst yfir og gerðu heiðarlegar tilraunir án árangurs. En svo var það Gunnar Guðmanns- son, Nunni í KR, sem kom siglandi upp vinstri kantinn, gaf þessa líka góðu sendingu á mig, og boltinn lá aftur í netinu. 2:0 í hálfleik fyrir Ís- land. Mér varð eitt andartak hugsað til mömmu minnar og draumsins hennar. Líka til Hallberu minnar og Ragnheiðar litlu, sem var lasin þennan dag. Þær sátu heima og hlustuðu á lýsinguna hans Sigurðar Sigurðssonar í útvarpinu. Hjá þeim sat læknirinn okkar góði, hann Hallgrímur Björnsson og var á bakvakt. Hann hafði hringt heim til sín og sagt að ef einhver hringdi og þyrfti á læknisaðstoð að halda, þá væri hann heima hjá Rikka. Sigurdagur Íslendinga Meðan fyrri hálfleikur stóð yfir ávarpaði Baldur Jónsson, vall- arstjóri Melavallarins, áhorfendur og flutti þeim ánægjuleg tíðindi sem áreiðanlega voru uppörvandi fyrir liðið okkar. Ísland hafði sigrað Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. Fagnaðarlæti brutust út sem aldrei fyrr, þau voru óskapleg, Ís- lendingar ætluðu varla að trúa eig- in eyrum. Og við vorum að spila vel gegn sjálfum fótboltarisanum frá Svíþjóð, en mörkin ekki komin, þegar þessi gleðifregn barst. Baldur sagði seinna að hann hefði hvorki fyrr né síðar heyrt önnur eins viðbrögð á gamla Mela- vellinum. Hann sagði ennfremur að vinur sinn sem var staddur inn við Elliðaár hefði heyrt fagnaðarlætin þangað austur eftir. Ég vissi dæmi þess að menn sem voru að hlusta á lýsinguna þustu af stað vestur á Melavöll til að sjá með eigin augum það sem var að gerast. Svíar mættu náttúrlega dýróðir í seinni hálfleikinn. Þessir stoltu knattspyrnumenn í gulu búning- unum með þrjár kórónur á brjóst- inu, ætluðu ekki að láta litla Ísland vinna sinn annan landsliðssigur í þessum leik. Fljótlega reyndi á Berg Bergsson í markinu. Hann stóð sig eins og ævinlega, bæklaður maður, með annan fót styttri. Hann var frábær íþróttamaður og félagi sem allir treystu. Við snerum vörn í sókn og eftir 5 mínútna leik rataði hárnákvæm aukaspyrna Karls Guðmundssonar beint á hausinn á mér, og mér tókst að þrykkja boltanum í netið, virki- lega skemmtilegt mark. Þessi leik- ur var að verða ótrúlegur, 3:0 fyrir Ísland. Svíar sýna klærnar En Bergur gat ekki haldið mark- inu hreinu og ekki við hann að sak- ast. Svíar sóttu grimmt og nokkr- um mínútum seinna höfðu þeir betur gegn vörninni og Bergi. Eftir þetta voru Svíar í hörkusókn, þó tókst mér að ná skoti á mark þeirra, en yfir. Það fór um okkur þegar Svíum tókst að minnka mun- inn eftir rúmt kortér af seinni hálf- leik, klúðurmark og staðan 3:2. Það gat allt gerst í þeirri stöðu, næstum hálftími eftir. Menn voru ekkert að gefast upp, ekki að bíða eftir að dómarinn flautaði af. Það leið ekki langur tími þangað til sóknin okkar náði fínu spili sem endaði með góðri sendingu frá Þórði til mín. Ég hélt áfram upp miðjuna og við vítateiginn kom skotfærið. Boltinn lenti uppi í hægra horninu, 4:2. Eftir þetta unnum við mest í vörninni. Svíar sóttu stíft og voru grimmir. Þeir skoruðu á 43. mínútu, 4:3. Þeir áttu hættulegt færi eftir hornspyrnu á síðustu mínútu, skölluðu í stöngina. Við vorum hólpnir!! Fimm mörk Það er af draumi móður minnar að segja að hann rættist full- komlega. Ég skoraði nefnilega fimm mörk eins og hún hafði sagt. Eitt markið hafði Guðjón Einarsson dæmt af. Ég held bara að Guðjóni hafi verið farið að líða illa, íslenskur dómari að dæma leik Íslands, og hans menn að vinna. Þennan leik neyddist hann til að dæma þar eð erlendu dómararnir komust ekki til landsins. Ég reikna með að ef þarna hefði verið erlendur dómari, þá hefðu mörkin mín orðið fimm, alveg eins og draumur mömmu sagði þennan morgun. Á skotskónum Ríkharður Jónsson á hér skot í stöng á marki Norðmanna í leik þjóðanna í forkeppni ólympíuleikanna á Laugardalsvelli sumarið 1959. Gulldrengur Ríkharður Jónsson borinn á gullstól eftir að hafa skor- að öll mörk Íslands í 4-3 sigri á Sví- um á Melavellinum 1951. Þrumuinnherjinn frá Akranesi Sagt hefur verið að Rík- harður Jónsson sé besti knattspyrnumaður, sem Íslendingar hafa átt. Í bókinni Rikki fót- boltakappi eftir Jón Birgi Pétursson er farið yfir feril Ríkharðs í máli og myndum. Rikki fótboltakappi er eftir Jón Birgi Pétursson og er 210 síður. Tindur gefur bókina út. Helgi Rafn er ungur tónlistarmaður sem hefur hingað til verið kunnur landsmönnum fyrir að taka þátt í söngkeppni Idol í sjónvarpsþátt- unum samnefndu. Þar sýndi hann greinilega sönghæfileika, en það fer ekkert endilega saman að geta sung- ið og geta samið tónlist. Á plötunni ,,Personal belongings“ er þó alveg greinilegt að það er heilmikil músík í piltinum. Hann semur tæplega einn þriðja af lögunum, en tónlistarmenn- irnir Pétur Ben og Karl Olgeirsson semja á móti honum. Lögin á plötunni eru svolítið mis- lit, en passa þrátt fyrir það alveg prýðilega vel saman. Útkoman er því afskaplega heilleg og vel unnin poppplata, sem vinnur á við nokkrar hlustanir. Besta lag plötunnar ,,Heading for the stars“ er þó ekki eftir Helga Rafn sjálfan, heldur Pét- ur Ben, og í flutningi Helga Rafns er það lag nánast fullkomið. Skemmti- leg laglína, tælandi texti og ein- hvernveginn spennandi hljóð- heimur, og gaman væri að heyra meira í þessum anda frá Helga Rafni í framtíðinni. Fast á hæla þessa lags og því næst-besta lag plötunnar er lagið ,,A day in June“, og það semur Helgi Rafn sjálfur. Með því sannar hann að hann getur vel samið góðar popp- melódíur. Útsetning lagsins með strengjum og píanói er hreint af- bragð, og almennt eru útsetningar á strengjum og röddum mjög fram- bærilegar. Fleiri lög eru þó í rólegri kant- inum og færri eins og stuðsmell- urinn hans Péturs Ben, og það gerir það að verkum að platan er svolítið hæg, og helst að vanti smá meira krydd á stundum. Eins eru ekki allir textar jafn spennandi, en á heildina séð hæfa þeir þó tónunum ágætlega. Poppplata sem er vel yfir meðallagi og ágætis gripur. Vel yfir meðallagi TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Helga Rafns, sem ber heitið Personal belongings. 13 lög, heildartími 49.19 mínútur. Lög eftir Helga Rafn, Pét- ur Ben, Karl Olgeirsson, Hilmar Garð- arsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Textar eftir Pétur Örn Guðmundsson, Karl Ol- geirsson, Önnu M. Sigurðardóttur, Pétur Ben, Helga Rafn, Hilmar Garðarsson og Kolbein Tumason. Frost music gefur út 2006. Helgi Rafn – Personal belongings Ragnheiður Eiríksdóttir Góður „Útkoman er því afskaplega heilleg og vel unnin poppplata.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.