Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 65 menning Fyrir jólin Nóatúni 4 · Sími 520 3000 Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali A T A R N A / S T ÍN A M . / F ÍT Kaffivél, brauðrist og hraðsuðukanna í sama stíl. Nútíma tækni og ný glæsileg hönnun. Siemens executive edition. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is TK 65001 Ný alsjálfvirk kaffivél sem malar baunir og býr til ýmsa kaffidrykki. 1400 W. Jólaverð: 89.000 kr. stgr. TT 61101 Brauðrist Jólaverð: 3.900 kr. stgr. TW 60101 Hraðsuðukanna Jólaverð: 5.900 kr. stgr. TC 60201 Kaffikanna Jólaverð: 4.900 kr. stgr. MK 55100 Ný matvinnsluvél. 800 W. Jólaverð: 9.900 kr. stgr. VS 08G2422 Afmælisryksugan. Mjög öflug: 2400 W. Virkilega þrífandi hrífandi. Jólaverð: 26.900 kr. stgr. SE 44M551SK Ný glæsileg uppþvottavél úr ryðfríu stáli. Mjög hljóðlát og fljót. A/A/A. Jólaverð: 89.800 kr. stgr. Gigaset S450 Glæsilegur þráðlaus sími. Jólaverð: 8.900 kr. stgr. Allt í stíl Manet línan. TB 21350 Ódýrt og gott straujárn. Jólaverð: 3.900 kr. stgr. iittala pottar og pönnur eru úr 18/10 ryðfríu stáli, hafa margfaldan botn og mikla hitaleiðni. Ganga á öll helluborð. iittala pottar og pönnur á 20% afslætti til jóla. KERTALJÓS 4 teg. Einstök vinargjöf, fyrir allan aldur. Verð aðeins kr. 1.650.- KRINGLUNNI FALLEG www.tk.is JÓLAGJÖF gæða postulín SKÆRBLEIK bókarkápan og skemmtilegur káputexti gefur tón- inn fyrir þann anda sem ráðandi er í fyrstu bók Sifjar Sigmars- dóttur, Ég er ekki dramadrottn- ing. Raunir Emblu Þorvarð- ardóttur. Hér segir unglingsstúlkan Embla frá einum og hálfum mánuði í lífi sínu á lit- ríkan og fjörlegan hátt. Í upphafi bókar er Embla í uppnámi yfir því að fjölskylda hennar ætlar að flytja til London en hún getur ekki hugsað sér að yfirgefa Ísland og vinkonurnar svo ekki sé talað um GK (gangandi kynþokka), strákinn sem hún er skotin í. Meginhluti bókarinnar segir síðan frá einum sumarmánuði sem fjöl- skyldan ver í London í þeim til- gangi að aðlagast lífinu þar fyrir áætlaðan flutning um haustið. Embla fylgir með tilneydd en er staðráðin í að dvölin verði öm- urleg. Eins og við er að búast þróast málin þó á þann veg að helst vill hún ekki snúa aftur heim (og er búin að steingleyma GK). Þar sem Embla er sögumaður litast frásögnin að sjálfsögðu af hennar sýn á tilveruna sem er, geri ég ráð fyrir, nokkuð dæmi- gerð fyrir unglingsstelpu sem hef- ur áhyggjur af útliti sínu, hefur áhuga á fötum og tísku og á bágt með að þola hallærisganginn í for- eldrum sínum. Framsetning máls Emblu tekur einnig mið af nú- tímaveruleika unglinga og hluti textans er settur fram í formi bloggfærslana. Þessi hluti hefði jafnvel mátt vera meiri því hann setur skemmtilegan svip á bókina. Texti Sifjar er vel skrifaður, góður húmor einkennir hann og skemmtilegar ýkjur eiga stóran þátt í að gæða textann lífi. Þetta kemur vel fram í þessari upphafs- klausu bókarinnar sem hefur yf- irskriftina „Varúð!“ og gerir góð- látlegt grín að íslenskum barnabókum um leið og hún setur tóninn fyrir það sem koma skal: „Bók þessi er ekki skemmtileg og spennandi saga fyrir hressa krakka, hún er ekki svar Íslands við Harry Potter og hún inniheld- ur engan góðan boðskap. Sagan gerist ekki í sveit og engir dul- arfullir atburðir eiga sér stað í henni (nema ef telja má óeðlilega mikinn hárvöxt sem dularfullan atburð). Þau fáu krúttlegu dýr sem koma við sögu eru flest í formi Dr. Martens skóbúnaðar og McDonald’s hamborgara.“ Sif tekst vel upp í persónusköp- un, auk Emblu og vina hennar eru dregnar upp lifandi myndir af for- eldrum, fósturforeldrum, tengda- foreldrum og nágrönnum og margar mjög skemmtilegar per- sónulýsingar þar á ferðinni. Sem fyrsta bók höfundar er bókin vel heppnuð og gera má ráð fyrir að þessi höfundur eigi eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Þetta er bók sem flestar stúlkur á aldrinum tólf til fjórtán ára ættu að hafa gaman af og ekki er ótrú- legt að fleiri bækur um Emblu Þorvarðardóttur eigi eftir að líta dagsljósið, alla vega býður saga hennar upp á framhald. Af raunum Emblu Þorvarðardóttur Sif Sigmarsdóttir BÆKUR Skáldsaga Eftir Sif Sigmarsdóttur. Mál og menning 2006, 166 bls. Ég er ekki dramadrottning Soffía Auður Birgisdóttir Leikkonan Angelina Jolie er lít-ið gefin fyrir faðmlög, og reynir að forðast þau í lengstu lög. Þá segist hún alls ekki geta grátið. „Maður græðir ekkert á því að gráta. Og það hjálpar ekkert að fá faðmlag,“ segir hún. „Ef einhver faðmar mig held ég niðri í mér andanum. Mér líður bara illa undir slíkum kringumstæðum,“ bætir leikkonan fagra við. Eins og mörg- um er kunnugt er Jolie með leik- aranum Brad Pitt, en hann þykir með kynþokkafyllri mönnum í heiminum í dag. Það virðist hins vegar ekki skipta Jolie neinu máli því það er sama um hvern ræðir, hún vill ekki faðmlög. Fólk folk@mbl.is Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.