Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ bókarkafli S amúel Jónsson í Selárdalvarð frægur fyrir listaverksem hann gerði í Brautar-holti. Hér segir Sigurjón Einarsson frá kynnum sínum af Samúel. Á síðustu árum mínum í Arnar- firði settist að við ströndina í Sel- árdal maður sem um sumt minnti á þá Magnús Sveinsson og Reinald Kristjánsson þótt annarrar gerðar væri. Þessi maður var Samúel Jóns- son. Harka hans við sjálfan sig og harðfylgið, sem bauð öllu birginn þegar stefnt var að settu marki, voru eins hjá þeim öllum. Munurinn á þessum þrem mönnum var hins veg- ar sá að þeir Magnús og Reinald kunnu allvel að fara fyrir liði en Samúel var listrænn einfari. Hann fæddist árið 1884 á Horni í Mosdal í Arnarfirði, sonur giftra vinnuhjúa þar. Á ómálga aldri barst hann yfir í Selárdal og var í nokkur ár hjá Jóni Ólafssyni á Neðrabæ. Innan við tíu ára aldur var hann kominn á prestssetrið í dalnum, til séra Lárusar Benediktssonar, og ólst þar upp. Sjálfur komst Samúel reyndar svo að orði að hann hefði ekki alist þar upp, heldur „kvalist þar upp“. Um 1910 var Samúel far- inn að hokra á koti einu í Selárdal sem nefnt var Fossá og var móðir hans, Guðríður Guðmundsdóttir, þá fyrir framan hjá honum. Seinna bjó hann um skeið á Neðri-Uppsölum í Selárdal með ráðskonu sinni, Salóme Jónu Samúelsdóttur, en þaðan flutt- ust þau árið 1927 að Krossadal, ysta bæ við norðanverðan Tálknafjörð. Þar bjó Samúel í tuttugu ár en kom aftur í Selárdal árið 1947 og settist þá að í Brautarholti en það býli hafði Jón Kristmundsson reist á melnum þegar hann gerðist félagi Kristjáns Reinaldssonar í útgerðinni á Hinrik. Samúel fór snemma að mála myndir og fást við tréskurð Sú saga var alkunn í Ketildölum að þegar hann fyrrum var í Selárdal hefði hann aldamótaárið 1900 smíðað litlar líkkistur og raðað þeim upp á hill- unni fyrir ofan rúm sitt. Séra Lárus komst að þessu og tók kisturnar og brenndi þær en slíkt féll unga lista- manninum afar þungt. Síðar þótti þessi smíði fyrirboði um mannskaða- veðrið sem þetta haust skall á í Arn- arfirði og áður hefur verið greint frá. Þegar Samúel var í Krossadal var hann þegar farinn að skera út kistla og mála myndir fyrir fólk. Við þann starfa undi hann allar stundir en sveitungunum þótti hann búskussi og jafnvel vinnufælinn. Eftir að hann kom að Brautarholti og var farinn að njóta ellistyrksins taldi hann sér alla vegi færa á braut listarinnar og gat loks gefið þessari gáfu sinni lausan taum. Þar kom að hann málaði altaristöflu og vildi gefa kirkjunni í Selárdal en sóknar- nefndin hafnaði gjöfinni. Samúel greip þá til sinna ráða og tók að reisa kirkju í Brautarholti, sína eigin kirkju yfir altaristöfluna. Kirkjunni kom hann upp og setti á turninn laukspíru sem minnir á hina gullnu turna austurkirkjunnar og ættaðir eru frá Býsans. Auk kirkjunnar reisti Samúel safnahús rétt hjá henni og byggði við íbúðarhúsið. Eitt sérkennilegasta listaverk hans er eftirlíking af ljónagosbrunninum við Alhambrahöllina í borginni Granada á Spáni. Þetta furðuverk, sem stend- ur á sjávargrundinni í nánd við kirkjuna mun Samúel hafa gert eftir ljósmynd frá Alhambra er hann sá í bók um Spán úr bókaflokknum Lönd og lýðir. Byggð nær hjálparlaust Öll eru þessi mannvirki Samúels byggð úr steinsteypu og nær alltaf stóð hann einn að verki – vildi enga hjálp þiggja. Verkin eru því byggð með hans eigin höndum, án þeirra tækja og tóla sem nú eru í boði. Verkfæri þessa meistara voru aðeins sporjárn, hnífur og hefill, hamar og sög, fata og skófla. Allan sand og alla möl í steypuna bar hann á eigin herðum úr fjörunni upp á grundina. Hann vildi aldrei þiggja hest og kerru sem bóndinn í Selárdal, Ragn- ar Kristófersson, bauðst til að lána honum. Og margan dag var kapp öldungsins slíkt við byggingar og sköpun að hann unni sér hvorki svefns né matar. Eitt verka Samúels var líkan af Péturskirkjunni í Róm, gert úr tré, og stóð það lengi í safnahúsi hans í Brautarholti. Nú hafa verk Samúels lengi legið undir skemmdum en á allra síðustu árum hefur þó verið hafist handa að bjarga ljónabrunn- inum og kirkjunni – þökk sé Ólafi Gíslasyni, bónda á Neðrabæ, sem hefur verið allra manna ötulastur að vekja áhuga á þessum sérstæða listamanni og heiðra minningu hans. Með móður minni og Samúel var mjög kært og hún óspör á að bregða fyrir hann skildi þegar sveitungarnir voru að hæða hann og spotta. Þessa vináttu galt hann henni þegar hann færði henni málverk sitt af Sauð- lauksdal og hafði einnig smíðað rammann. Ég minnist þess að eitt sinn er Samúel hélt sýningu hér syðra fór ég með foreldrum mínum á hana og var vel fagnað. „Koma margir til að skoða“ spurði mamma. „Homm, sei, sei“ en það var talsháttur hans væri honum mikið niðri fyrir. „Homm, sei, sei, Kjarval kom í gær. Hann spurði mig hvað þessi mynd kostaði og benti á landslagsmynd á veggn- um. Hún væri dýr væri hún eftir þig, sagði ég. Þá hló Kjarval, fannst þetta víst gott svar, og hélt áfram að svipast um í salnum.“ Byggt í Brautarholti Samúel Jónsson og Sigurjón Einarsson í Brautarholti í Selárdal árið 1961. Í bakgrunni má sjá smíði þessa listræna einfara. Undir hamrastáli Sigurjón Einarsson var lengi prestur á Kirkju- bæjarklaustri, en hann hefur víða komið við og fór m.a. í þingframboð fyrir sósíalista og hlaut þá í Morgunblaðinu viðurnefnið „rúbluprestur“. Í bók- inni Undir hamrastáli segir hann frá lífshlaupi sínu. Undir hamrastáli, Uppvaxtarsaga og mannlífsmyndir úr Arnarfirði nefnast endurminningar Sigurjóns Einars- sonar. Bókin kemur út hjá Máli og menningu og er 407 síður með nafnaskrá. R agna missti tvö barnasinna í snjóflóðum. Bjarkisonur hennar lést í snjó-flóði í Óshlíð í mars 1989. Flestir misstíga sig einhvern tím- ann í lífinu og oft er það vegna áfeng- is. Bella glímdi við óreglu á tímabili, Garðar Smári neytti áfengis í hófi en sú neysla var þyrnir í augum Rögnu sem óttaðist að Bakkus myndi af- vegaleiða hann. Bjarki átti það sam- merkt með móður sinni að forðast óreglu. Stefnufesta einkenndi líf hans. Vélar voru stærsta áhugamálið og hann lauk meistaranámi í vél- virkjun. Hann stofnaði ungur fjöl- skyldu. Konan hans, Vilborg Arnars- dóttir, var frá Hvítadal í Dalasýslu, og þau eignuðust tvö börn, Ragnar og Sindra. Ragna og Bjarki höfðu rætt það sín í milli að hann kæmi innan tíð- ar og tæki við búinu og vorið 1989 var afráðið að hann kæmi alkominn að Laugabóli. Ragna hlakkaði til þess að losna frá amstrinu. Hún var orðin 64 ára og hafði búið á Laugabóli í næst- um þrjátíu ár og tími kominn til að aðrir tækju við. Það var henni líka mikilvægt að jörðin héldist í ættinni. Bjarki heimsótti hana 18. febrúar og dvaldi daglangt. Það urðu fagnaðar- fundir og þau ræddu um fyrirhugaða heimkomu hans að Laugabóli. Ákveð- ið var að byggja hús skammt neðan við laugina þar sem Bjarki myndi búa ásamt Vilborgu og sonunum tveimur. Húsið skyldi heita Hlíðarkot. Að vanda hjálpaði Bjarki móður sinni við að gefa kindunum. Þegar þau kvöddust um kvöldið bað Ragna Bjarka lengstra orða að fara varlega á Óshlíðinni þar sem hann fór um daglega á leið sinni til vinnu frá Bol- ungarvík til Ísafjarðar. Snjó hafði kyngt niður og Ragna óttaðist fátt meira en snjóflóðin sem engu eirðu. Ragna svaf illa aðfaranótt 8. mars 1989. Hana dreymdi föður sinn og svo tvo gráa fugla sem sátu á bæjarþak- inu. Hún áttaði sig ekki á tegundinni og hafði aldrei séð fugla sem líktust þessum. Í draumnum horfði hún á fuglana taka sig á loft og fljúga áleiðis út Djúpið. Draumurinn var henni í fersku minni þegar hún vaknaði og það voru eins og ónot í henni. Hún hafði ekki verið lengi á fótum þegar skerandi símhringing rauf þögnina. Hún gekk að símanum og tók hikandi upp tólið. Bella var í símanum og Ragna heyrði strax að hún var grát- andi. „Hann Bjarki er horfinn,“ stundi Bella upp á milli ekkasoganna. Séra Jakob Hjálmarsson, prestur á Ísafirði, hafði hringt í Bellu sem var að vinna í frystihúsi Frosta á Súðavík og sagt henni þessi hörmulegu tíð- indi. Presturinn bað Bellu jafnframt um að hringja í móður sína og til- kynna henni um örlög sonarins. Bella stundi upp að snjóflóð hefði fallið í Óshlíð og hrifið með sér Bjarka og annan ungan mann, Skarphéðin Rún- ar. Þeirra var leitað. Ragna vissi strax að þetta væru endalokin hjá Bjarka. Hún kvaddi Bellu og settist niður með sáran sting fyrir brjóstinu. Í fyrsta sinn á lífsleiðinni vildi hún ekki lengur lifa. Þungt högg Skömmu eftir símtalið frá Bellu hringdi Lilja Sölvadóttir, fósturmóðir Vilborgar, konu Bjarka. Hún sagði Rögnu hvað hafði gerst um morg- uninn. Bjarki hafði verið á leið til vinnu á Ísafirði frá Bolungarvík. Skömmu eftir að hann lagði af stað ók hann fram á fólk sem hafði fest bíl sinn. Hann hjálpaði því að losa hann og ók svo áfram áleiðis til Ísafjarðar. Þegar hann var að koma inn á Óshlíð- ina kom hann að snjóflóði sem hafði lokað veginum. Lögreglumennirnir Jónmundur Kjartansson og Skarp- héðinn voru þar fyrir. Bjarki ræddi við þá og þeir Skarphéðinn ákváðu að ganga upp á flóðið til að kanna stærð þess og aðstæður en Jónmundur sat eftir í bílnum. Þá dundi ógæfan yfir og annað flóð féll og hreif mennina með sér. Ragna var sem lömuð allan daginn og var varla með réttu ráði. Ó, guð minn góður, Bjarki minn elskulegur er týndur. Hann lenti í snjóflóði á Ós- hlíð. Þetta er þungt högg. Þetta afber ég aldrei. Ég vil deyja líka, skrifaði Ragna í dagbókina sína 8. mars. Ég næ ekki andanum, ég er stjörf og í einu orði sagt veik. Ég er að kafna í mínum eigin tilfinningum. Litli fallegi fuglinn settist hérna á þakið á bænum og flaug svo í austurátt milli 7 og hálf átta. Þetta hefur verið Bjarki minn elskulegur að kveðja hana mömmu sína, bætti hún við. Rúna á Birnustöðum kom til henn- ar til að votta henni samúð sína og Sigurjón á Hrafnabjörgum kom um kvöldið. Nágrannarnir vissu hve gríð- arlegt höggið var og þeir reyndu allt til að létta Rögnu lífið. Hún fékk reglulega fréttir af leit- inni að Bjarka en ætíð sömu tíðindin, hann fannst ekki. Eldri sonur hans, Ragnar, var fimm ára og sá yngri, Sindri, rétt tæplega eins árs þegar ógæfan dundi yfir. Svartnættið í huga Rögnu var al- gjört og henni varð ekki svefnsamt um nóttina. Daginn eftir kom Sirrý, systir hennar á Strandseljum, til að vera hjá henni. Það var Rögnu ómet- anlegur styrkur. Þrátt fyrir bugandi sorgina hélt Ragna til verka sinna í fjárhúsunum. Hún sinnti skepnunum eins og í leiðslu. Úti var hörkufrost en Ragna fann ekki fyrir því. Til þess var hún of dofin. Þremur dögum eftir slysið á Óshlíðinni fannst lík Skarphéðins. Ragna vonaði innilega að Bjarki fyndist líka. Börnin hennar, Smári og Bella, komu ásamt barnabörnunum Petreu og Ragnari að Laugabóli. Ragnar litli skildi auðvitað ekki hvað hafði gerst fremur en Petrea. Það var ómetanlegur styrkur á sorgarstund að hafa þau hjá sér. Ragna spurði stöðugt í þögulli kvöl um ástæður þess að Bjarki þurfti að fara en ekki hún sem átti að baki langt líf. Hún fékk engin svör. Bella og Smári fóru heim nokkrum dögum síðar ásamt Ragnari litla. Pet- rea varð eftir hjá ömmu sinni. Rögnu varð hugsað til þess hve mikill gim- steinn þessi sjö ára stúlka var í lífi hennar. Hún vildi hjálpa til við öll verk og létta ömmu sinni lífið. Rögnu fannst sem Petrea hefði bjargað henni frá því að missa vitið. Einn daginn féll snjóflóð ofan í vík skammt utan við Hamarinn á Óshlíð. Ekki tókst að loka víkinni nógu tím- anlega með neti til að fyrirbyggja að lík Bjarka bærist á haf út. Það rann upp fyrir Rögnu að sonur hennar myndi aldrei finnast. Kvenskörungurinn á Laugabóli Ragna Aðalsteins- dóttir, bóndi á Lauga- bóli við Djúp, hefur mátt þola átök og um- brot. Ljósið í Djúpinu er saga hennar. Reynir Traustason skráði. Mæðgin Ragna og Bjarki yngsta barn hennar. Ljósið í Djúpinu, Örlagasaga Rögnu Aðalsteinsdóttur á Laugabóli, eftir Reyni Traustason kemur út hjá Vöku- Helgafelli og er 184 síður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.