Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 69 menning GHOSTIGITAL á frönsku. Beta Band í baði. Gusgusgusgus. Laug- ardagsmorgunn með Afa. Til að lýsa tónlist Helmus und Dalli verður að grípa til fáránlegra lýs- inga vegna þess að tónlistin er … fáránleg! Þúsundþjalasmiðirnir Helgi Svavar og Davíð Þór hafa leikið inn á fjölda platna síðustu ár, flestar þeirra djassplötur, en einnig eru þeir í hljómsveitinni Benna Hemm Hemm svo dæmi sé tekið. Með Helmus und Dalli fá þeir útrás fyrir hugmyndir sem hafa ekki passað annars staðar: Þeir fá vini sína með sér, opna (líklegast) nokkra bjóra, og skemmta sér ærlega. Útkoman er Drunk Is Faster. Platan er í grunninn einhvers konar hipp-hopp- og/eða dans- tónlistarbræðingur þar sem kjána- legir hljóðbútar og furðuraddir spila lykilrullu. Þá er neðanbelt- ishúmor þó nokkuð áberandi, og yfirleitt mjög fyndinn. Dæmi: Í einu besta lagi plötunnar, „Trying My Best“, eru angurværir píanó- hljómar spyrtir saman við R’n’B- raddir, dynjandi hústakta og fönk- að hljóðgervilssóló. Það sem „ger- ir“ þó lagið er ógleymanleg frammistaða Jasons nokkurs sem lýsir ásetningi sínum við unga stúlku á sprenghlægilegri blöndu af íslensku og ensku. Í „Deep-Fried Monkey“ er skipt úr „Dry the Rain“ með Beta Band (eða tvíbura þess) yfir í söng am- erísks sveitalubba og aftur til baka á nokkrum sekúndum. Teiknimyndahljóð mynda takt- grunninn í „Mr. Ritz“ og þar á áhugarapparinn MC Leibbidjazz gríðarlega góða innkomu eins og í fleiri lögum, t.d. „Ice Cream“. Fönkgítar í „Freaky Design“ brýtur upp „óhljóða-hopp“ og fær- eysku (?) svo úr verður góð stemning. Söngur í „Touch Body Dance“ er ómótstæðilegur og gít- arsóló (eða er þetta hljóðgervill?) bindur lagið skemmtilega saman. Upphafslagið „Broken Heart“ er eitt fárra eiginlegra „laga“ með áþreifanlegum hljómagangi, rök- réttri byggingu, laglínu o.s.frv. Hér blómstra Helmus und Dalli í hipp-hopp-grúvi með fönkuðum bassa, gormahljóðum og kór. Eins og sjá má af ofangreindu er platan eins konar klippimynd, hljóðin koma héðan og þaðan og er púslað saman í eina nær órofa fimmtíu mínútna heild. Yfirleitt tekst lögunum ekki að höfða til manns sem slík, heldur sigtast at- riði héðan og þaðan úr plötunni allri og sitja eftir ein og sér í heilavefjunum að hlustun lokinni. Ég efast ekki um að það hafi verið gaman að gera þessa plötu, lífs- gleðin skín í gegn (umslagið á ekki lítinn þátt í því), og þó að hugurinn fyllist vissulega af alls konar skemmtilegum pælingum hefðu Helmus und Dalli eflaust haft gott af örlítilli ritstjórn svona rétt til að koma böndum á sjarm- ann. Sigtað í heilavefinn TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Helmus (Helga Svavar Helgason) und Dalli (Davíð Þór Jónsson), nema „Mr. Ritz“ sem er eftir Helmus, Dalla og DJ Magic (Gísla Galdur Þorgeirs- son). President Bongo, The Rally Horns, MC Leibbidjazz, Róbert Sturla, Youseff, Pink Lloyd, MC Búi, Earth, Jason, Valid Lilko (Tap Specialist), Irene, Rakel, Svenbest, Skítaguttinn og Dilbert koma einnig við sögu. Platan var tekin upp á Háaleitisbraut 41, í Klink&Bank og Flís stúdíói. Hljómblöndun og hljómjöfnun var í höndum Helmus und Dalli og Finns Há- konarsonar. Bjarni Grímsson tók myndir og Linda Loeskow teiknaði og hannaði umslag. Smekkleysa gefur út. 13 lög, 51:39. Helmus und Dalli – Drunk Is Faster  Atli Bollason Dmitri Hvorostovsky í Háskólabíói 20. maí Miðaverð: 5.900 / 6.400 San Francisco ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu 16.– 20. maí Tvennutilboð á barítónana út desember Á hátindi frægðar sinnar Tveir fremstu barítónar heims Miðaverð: 4.800 Sýningarnar eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins Miðaverð: 11.800 Takmarkaður sætafjöldi Nánari upplýsingar á www.listahatid.is Bryn Terfel í Háskólabíói 21. maí Miðaverð: 5.900 / 6.400 San Francisco ballettinn, Hvorostovsky og Terfel á Listahátíð í vor Glæsileg hátíðargjöf! Miðasala á www.listahatid.is og í síma 552 8588 Söngkonan fagra BeyonceKnowles segir að þegar hún stígur á svið breytist hún í aðra manneskju en hún er í raun og veru, en þessa manneskju kallar hún Söshu. „Mér myndi ekki líka vel við Söshu ef ég hitti hana ann- ars staðar en á sviðinu,“ segir Beyonce. „Hún er of ákveðin, of sterk, of kynþokkafull. Ég er ekk- ert lík henni í raunveruleik- anum.Ég er ekki með svona mikið sjálfstraust og algjörlega óttalaus eins og hún,“ segir hin 25 ára gamla söngkona. „Ég skapaði þessa per- sónu til þess að vernda sjálfa mig. Þegar ég kem heim þarf ég ekki lengur að hugsa um það sem ég geri að atvinnu. Sasha er ekki ég. Fólkið sem umgengst mig daglega veit hver ég er.“ Beyonce sem hóf ferilinn í stúlknasveitinni Destiny’s Child leikur aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Dreamg- irls sem nú er sýnd í kvikmynda- húsum í Bandaríkjunum.    Hótelerfinginn Paris Hilton hef-ur neitað fregnum þess efnis að hún noti eiturlyf. Orðrómur komst á kreik þegar myndir náðust af stúlkunni á förn- um vegi í New York, en á mynd- unum virtist hún vera með eitthvað hvítt á nefinu. Myndirnar birtust í dagblaðinu The New York Daily Post og þar var gefið í skyn að Hil- ton notaði kókaín. Elliot Mintz, talsmaður hennar, neitar þessu hins vegar alfarið. „Þeir spurðu mig hvort hún notaði kókaín og ég sagði þeim að hún notaði engin eit- urlyf. Þá spurðu þeir hvaða efni þetta gæti verið og ég sagði þeim að ég hefði ekki verið þarna og vissi það því ekki. En ég gaf þeim nokkr- ar hugsanlegar skýringar,“ sagði Mintz. Aðspurð sagði Mintz hugs- anlegt að Hilton muni höfða mál á hendur blaðinu vegna þessa. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.