Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 79

Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 79
Bænasafn heimilanna er að finna í þessari fallegu bænabók. Hún veitir ómetanlega leiðsögn þeim sem vilja fræðast um bæn og þroska trúarlíf sitt. Hér getur hver og einn fundið við sitt hæfi bænir í önnum hversdagsins, í gleði og sorg, nýjar og gamlar, kunnar og óþekktar. Karl Sigurbjörnsson biskup vefur hér saman fortíð og nútíð, reynsluheimi kynslóðanna og veruleika nútímafólks. Þessi bók ætti að vera til á hverju heimili. Bókin er hönnuð af myndlistarkonunum Björgu Vilhjálmsdóttur og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Bæn úr Bænabókinni: Þarfnast þú handa minna, Drottinn, til að geta hjálpað sjúkum, fátækum og nauðstöddum? Drottinn, í dag vil ég gefa þér hendur mínar. Þarfnast þú fóta minna, Drottinn, til að geta vitjað þeirra, sem einmana eru og án vonar? Drottinn, í dag vil ég gefa þér fætur mína. Þarfnast þú vara minna, Drottinn, til að geta talað til allra þeirra, sem þrá kærleiksríkt orð og viðmót? Drottinn, í dag vil ég gefa þér varir mínar. Þarfnast þú hjarta míns, Drottinn, að geta elskað skilyrðislaust sérhvern mann? Drottinn, í dag vil ég gefa þér hjarta mitt. (Móðir Theresa) Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan Laugavegi 31 Sími: 552 1090 og 562 1581 Netfang: skalholtsutgafan@skalholtsutgafan.is www.skalholtsutgafan.is KIRKJUHÚSIÐ - BÓKABÚÐ Á KRISTNUM GRUNNI BÆNABÓKIN “Hííííí-eróóóóónýmus! Hííííí- eróóóóónýmus!“ hrópar Pétur við dyr himnaríkis. Það heyrist greinilega að hann er reiður… Litli engillinn, hann Híerónýmus, er mikill prakkari. Hann eltist við himneskar kindur, týnir lyklinum að hliði himnaríkis og truflar kórsöng himinsins. Hvernig ætti slíkur engill að geta orðið góður verndarengill? Dag nokkurn fær Híerónýmus verðugt verkefni og sekkur sér ofan í það ... VERNDARENGILL LEYSIR MÁLIÐ Fást í Kirkjuhúsinu og öllum helstu bókaverslunum Höfundur er Karl Sigurbjörnsson, biskup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.