Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 351. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg breytileg átt og léttskýjað en austan og suð- austan 5–10 m/s og dálítil snjókoma suð- vestan til. » 8 Heitast Kaldast 0°C -15°C NÍTJÁN ára ökumaður var stöðvaður af lög- reglunni í Reykjavík á Sæbrautinni rétt eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardags eftir að lögregla mældi bifreið hans á um 150 km hraða. Á Sæbrautinni má hins vegar aðeins aka á 60 km hraða á klukkustund. Þegar lögregla leit svo inn í bifreið manns- ins kom í ljós að einum farþega var ofaukið. Ungi ökumaðurinn má búast við ökuleyfis- sviptingu vegna athæfisins og mjög hárri sekt. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði þar að auki um 150 bifreiðar sömu nótt á Sæbraut en haldið er úti átaki gegn akstri undir áhrif- um áfengis í desember. Tveir ökumenn voru látnir hætta akstri þar sem áfengismagn í öndunarsýni var yfir leyfilegum mörkum. Magnið mældist hins vegar ekki svo mikið að mennirnir verði kærðir fyrir athæfið. Þá var ökuferð eins ökumanns stöðvuð þar sem hann hafði ekki tilskilin ökuréttindi. Of margir taka áhættuna Um hádegi í gær höfðu sjö ökumenn verið færðir á lögreglustöð til blóðtöku vegna gruns um ölvun við akstur. Frá fimmtudegi hafa sautján ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum og segir lög- regla að sú tala sé allt of há. Átak lögregl- unnar mun halda áfram í jólamánuðinum enda virðist sem fjölmargir ökumenn taki enn áhættuna og keyri bifreið sína þrátt fyrir að hafa drukkið áfengi. Með of marga farþega á 150 km hraða JARÐVEGSFOK á virkjanasvæðinu við Þjórsá ofanverða hefur oft verið svo mikið í haust að þar hefur verið illfært nema menn sættu sig við skemmdir á bílum, að sögn Sigurð- ar Páls Ásólfssonar, vatnamælingamanns Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu. Sig- urður er fæddur og uppalinn á Ásólfsstöð- um í Þjórsárdal og búsettur þar. Hann sagði að snjór hefði verið með allra minnsta móti á hálendinu sunnanverðu í haust. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri hefur haft orð á snjóleysinu sunnanlands í Morg- unblaðinu. Snjóleysið á sinn þátt í óvenju miklu jarðvegsrofi á sunnlenskum afréttum undanfarið. Ótrúlega vindasamt Sigurður sagði að oft væri snjólétt á þess- um slóðum fram að áramótum. Hann kvaðst geta tekið undir með Sveini að þetta væri með snjóléttasta tíma þar eystra. „Það sem er óvenjulegt við þetta haust er að það hefur verið alveg ótrúlega vinda- samt,“ sagði Sigurður. „Þess vegna hefur maður orðið miklu meira var við fjúkandi jarðveg nú en oft áður. Þar að auki var líka fyrripart haustsins algerlega frostlaust þannig að jarðvegur var orðinn laus.“ Sigurður nefndi að eftir Heklugosið 1970 hefði verið nokkuð algengt að ófært væri neðan úr Þjórsárdal og inn að Búrfellsvirkj- un vegna sandbyls. „Um daginn voru tveir dagar sem eiginlega var ekki hægt að kom- ast hér á milli út af sandbyl, að hluta til vegna þess hvað jarðvegur var lítið frosinn. Í haust og vetur hefur oft verið illfært og bílar orðið fyrir miklum skemmdum vegna sand- og grjótfoks á virkjanasvæðinu ofan Búrfells. Mökkurinn þarna framúr er oft svo svartur að ekki sést til Heklu úr Þjórs- árdal,“ sagði Sigurður. Óvenju snjólétt á hálendinu Sigurður Páll Ásólfsson SEGJA má að hlaupið hafi á snærið hjá Potta- sleiki þegar honum barst óvænt aðstoð frá Landhelgisgæslunni. Pottasleikir hafði átt í vandræðum með að komast til byggða á sleða sínum sökum snjó- leysis sem ríkt hefur á hálendinu að undan- förnu og leitaði því ásjár hjá Gæslunni sem varð undir eins við bón hans. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá fljúgandi jólasveina á sveimi yf- ir borginni. Eins og sjá má var Pottasleikir drekkhlaðinn gjöfum, enda gjafapoki hans út- troðinn, svo líklegt er að honum hafi tekist að gleðja fjölda barna með því að lauma ein- hverju góðgæti í skóinn til þeirra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pottasleikir fékk far til byggða Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur og Orra Pál Ormarsson DR. HERDÍS Þorgeirsdóttir, pró- fessor í stjórnskipunarrétti og mannréttindum við lagadeild Há- skólans á Bifröst, segir að ein meg- inreglan varðandi ráðstafanir sem varða börn sé sú, að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang. „Þessi regla virðist því miður ekki ráða ferðinni á allt of mörgum sviðum þar sem hagsmun- ir barna eru í húfi,“ segir Herdís en Morgunblaðið heldur áfram að fjalla um málefni barnafölskyldna í dag í sjöttu grein greinaflokksins „Er Ísland barnvænt samfélag?“ Herdís segir að við leggjum of mikið á börnin okkar. „Það má segja að oft nýtum við okkur okkar eigin réttindi á kostnað þeirra. Það er réttur þeirra að alast upp innan fjölskyldu, við hamingju, ást og skilning, til þess að persónuleiki þeirra geti mótast á heilsteyptan og jákvæðan hátt. Sumpart er af- staða okkar til barna eins og af- staða stjórnvalda fyrr á öldum til þegna áður en hugmyndir um jafn- rétti allra fyrir lögum og réttarríki voru útbreiddar. Tilhneigingin er að líta á þau sem annars flokks af því að þau eru háð okkur um af- komu sína. Börn þurfa sérstaka vernd þar sem þau eru berskjald- aðri en fullorðnir fyrir ranglæti heimsins. Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna er ætlað að tryggja þau rétt- indi sem börn þurfa til þess að þroskast, án þess að líða hungur, fátækt, vanrækslu eða ofbeldi en samningurinn felur einnig í sér þá nýju sýn að börn séu jafn mikilvæg fjölskyldu og samfélagi og aðrir og hafi réttindi og skyldur í samræmi við aldur og þroska,“ segir Herdís. Fólk verður sjálft að forgangsraða Í greininni er einnig er rætt við forsvarsmenn fyrirtækja sem tekið hafa upp fjölskylduvæna starfs- mannastefnu. Eitt þeirra er Glitn- ir. Bjarni Ármannsson forstjóri segir starfsmannastefnu Glitnis snúast um einstaklinga, ekki bara barnafólk. Það sé aftur á móti stað- reynd að stór hluti þeirra starfs- manna sem Glitnir reynir að laða til fyrirtækisins sé vel menntað ungt fólk. „Þetta er sá hópur í sam- félaginu sem er að eignast börn og að sjálfsögðu reynum við af fremsta megni að koma til móts við þarfir þessa fólk. Þegar upp er staðið verður fólkið sjálft hins veg- ar að forgangsraða. Glitnir getur ekki gert það fyrir það.“ Björg Snjólfsdóttir, þriggja barna einstæð móðir, fór fram á sveigjanlegan vinnutíma hjá Svefni og heilsu. „Ég fór fram á þetta þeg- ar ég var ráðin og það var sjálfsagt mál. Það er engin ástæða til að fórna fjölskyldunni fyrir vinnuna. Að mínu mati á fólk skilyrðislaust að fara fram á það að vinnutíminn henti fjölskyldunni. Það er engin ástæða til að gefa sér fyrirfram að vinnuveitandinn taki þeirri umleit- an illa. Fyrirtæki eru mun opnari fyrir þessu en við höldum. Það er hægt að finna flöt á öllum málum.“  Er Ísland barnvænt? | 10–18 Tilhneiging að líta á börn sem annars flokks Meginreglan sú að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang Í HNOTSKURN »Börn þurfa sérstakavernd þar sem þau eru berskjaldaðri en fullorðnir fyrir ranglæti heimsins. »Reynsla viðmælenda erað fyrirtæki eru opnari fyrir sveigjanlegum vinnu- tíma foreldra en margir halda. Morgunblaðið/G. Rúnar ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.