Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 29 Staksteinar 8 Minningar 30/33 Veður 8 Menning 36/40 Úr verinu 12/13 Leikhús 38 Viðskipti 14 Myndasögur 40 Erlent 14/15 Dægradvöl 41 Listir 16 StaðurStund 42 Vesturland 17 Dagbók 44 Daglegt líf 18/23 Víkverji 44 Forystugrein 24 Velvakandi 44 Umræðan 26/29 Ljósvakamiðlar 46 * * * Innlent  Ísland hefur fengið aðild að Mannvirkjasjóði Atlantshafs- bandalagsins og mun í fyrsta skipti greiða í hann á næsta ári. Aðlög- unartími íslenskra stjórnvalda nær til ársins 2016 og munu fullar greiðslur nema um 30 milljónum króna. Nefndin á fjölda mannvirkja hér á landi, s.s. flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli og flugskýli. »4  Hugsanlegt er að Cantat-3- sæstrengurinn komist ekki í lag fyrr en eftir þrjár vikur en strengurinn bilaði á laugardagskvöld. Flestir há- skólar landsins, Landspítali – há- skólasjúkrahús og Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri eru á meðal þeirra stofnana sem eru netsambands- lausar. » Forsíða  Eldur kom upp í húsnæði Ís- félagsins í Vestmannaeyjum á laug- ardagskvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og að sögn fjár- málastjóra mun starfssemi félagsins ekki raskast. Rannsóknarlög- reglumaður segir grun leika á að um íkveikju sé að ræða. » 6  Á fundi um möguleika framboðs eldri borgara var samþykkt að sérstök nefnd fái það hlutverk að taka saman tillögur fyrir þing- framboðið í vor. Umræður stóðu yfir í á fjórða tíma og var fundurinn fjölmennur. » 4 Erlent  Kosið var til sveitarstjórna og svonefnds sérfræðingaráðs í Íran á föstudag og benda bráðabirgðatölur til þess að skoðanabræður Mahmo- uds Ahmadinejads forseta hafi farið halloka. Sérfræðingaráðið hefur eft- irlit með helsta valdamanni landsins, ajatollah Ali Khamenei. Hashemi Rafsanjani, keppinautur Ahmad- inejads í síðustu forsetakosningum, varð langefstur í kjöri til ráðsins en þar sitja 86 manns. » Forsíða  Hátt á þriðja hundrað manns voru handteknir á Norðurbrú í Kaupmannahöfn á laugardag þegar til óeirða kom vegna þess að reka átti hústökumenn úr félagsmiðstöð sem þeir lögðu undir sig fyrir 24 ár- um. Tveir særðust illa, annar þeirra lögreglumaður. » 14  Nær 250 milljónir barna eru nú í vinnuþrælkun að sögn Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar og Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Lang- flest þeirra starfa við landbúnað og um 65% þeirra búa í Asíu. » 14 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SAMKVÆMT upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru yfirgnæf- andi líkur á að jólin verði rauð á landinu sunnanverðu þetta árið, þó jörð geti verið hvítflekkótt á stöku stað norðanlands. Ekki verður þó um nýfallinn snjó að ræða á aðfangadag norðan heiða heldur afgang af sköflum. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Þar á bæ er spáð talsverðum hlý- indum nú í vikunni, suðlægum áttum og hita yfir tíu gráðum. Á morgun og miðvikudag er spáð hvassri sunnan- eða suðvestanátt með talsverðri rigningu en úr- komulítið norðaustan til. Gera megi ráð fyrir að hiti verði víða 6 til 11 stig. Að sögn Ólafs verður kólnandi veður seinni part vikunnar. Þannig verður á fimmtudag minnkandi suðvestanátt og skúrir eða él, en úrkomulítið norðaust- antil. Á föstudag er spáð hæg- viðri, stöku él og frost 0 til 7 stig. Snýst í ört vaxandi suðaustanátt síðdegis með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu og hlýnar í veðri. Aðeins tvisvar verið hvít jól í Reykjavík síðan 1996 Á Þorláksmessu er spáð suð- lægri átt og rigningu eða slyddu og hita á bilinu 0 til 6 stig. Að- spurður hvort líkur séu á að ein- hverri snjóglætu verði vart ein- hvern jóladaganna segir Óli það nánast útilokað sunnanlands. Samkvæmt snjómælingum Veð- urstofu Íslands hefur frá árinu 1996 aðeins tvisvar verið snjór í Reykjavík á jóladagsmorgun. Þess má geta að Veðurstofan skil- greinir jól sem hvít eða rauð eftir því hvort snjór mælist eða ekki klukkan níu á jóladagsmorgun, þegar mælingar fara fram. Á síðustu 45 árum hafa verið hvít jól í 47% tilvika í Reykjavík. Á sama tímabili hefur á Akureyri verið alhvítt í 65% tilvika á jóla- dag. Allt útlit fyrir að jólin verði rauð í ár Von á suðlægum áttum og rigningu Morgunblaðið/Ásdís Fjörið búið Unga kynslóðin hefur undanfarið getað skemmt sér í snjónum, líkt og þessi stúlka í Langholtsskóla, en veðurspár binda nú endi á þá gleði. AF ÞEIM um 800 hundruð manns sem misstu vinnuna þegar banda- ríski herinn hélt af landi brott hafa um 700 manns fundið sér nýja vinnu. Aðeins hafa um 100 starfs- menn skráð sig á atvinnuleysisskrá. Þetta segir Guðjón H. Arngríms- son, varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Að- spurður segist Guðjón ekki vita á hvaða aldri þeir sem skráð hafi sig á atvinnuleysisskrá séu, en tekur fram að hann hafi af því fregnir að hlutfall stjórnenda í hópnum sé nokkuð hátt. Spurður hvort stór hluti hópsins, sem missti vinnuna þegar herinn fór, hafi þurft að leita út fyrir byggðarlagið eftir atvinnu segist Guðjón ekki telja að svo hafi verið. Bendir hann á að hluti hópsins hafi búið í Reykjavík þótt hann hafi sótt vinnu til Keflavíkur og hafi flestir úr þeim hópi fengið vinnu í Reykja- vík. Einnig bendir hann á að um 150 manns hafi farið yfir til Flug- málastjórnar á Keflavíkurflugvelli þegar hún tók við verkefnum af bandaríska hernum. Spurður hvort staðan í dag sé viðunandi svarar Guðjón því neit- andi og segir aldrei viðunandi þeg- ar svo mikill fjöldi þurfi að skrá sig á atvinnuleysisskrá. „Hins vegar hefði ástandið getað orðið miklu verra en það varð,“ seg- ir Guðjón og tekur fram að hann vonist til þess að það rætist úr ástandinu á næstu mánuðum. Tek- ur hann í því sambandi fram að miklar væntingar séu bundnar við Þróunarfélagið og að menn vonist til þess að sú starfsemi sem komi á Keflavíkurflugvöll kalli á aukinn mannafla. Hundrað enn á atvinnuleysisskrá Suðurnesjamenn binda vonir við fyrir- hugaða starfsemi Þróunarfélagsins Í HNOTSKURN »Um 800 manns misstu vinn-una þegar Bandaríkjaher fór af landi brott. »Af þeim hafa 100 ein-staklingar skráð sig á at- vinnuleysisskrá. Fyrrverandi stjórnendum virðist ganga verr að finna sér nýtt starf. LOKA varð Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk upp úr miðnætti í nótt, eftir nokkuð harðan árekstur fólksbíls og strætisvagns, sem voru á suðurleið. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru tildrög slyssins þau að fólks- bíllinn snerist á veginum og hafnaði á strætisvagninum. Ökumaður fólksbílsins var einn á ferð og var fluttur á slysadeild. Er Morgun- blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hve meiðsl ökumannsins voru alvar- leg. Bílstjóra strætisvagnsins og farþega hans, sem voru fáir, sakaði ekki. Hafnarfjarðarvegi lokað eftir harðan árekstur MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi á Álftanesvegi aðfaranótt laug- ardags hét Guðmundur Eiður Guð- mundsson, til heimilis á Skólatúni 4 á Álftanesi. Guðmundur Eiður var fæddur 20. ágúst 1982, hann var ókvæntur og barnlaus. Lést í um- ferðarslysi Guðmundur Eiður Guðmundsson TVÖ vinnuslys voru á framkvæmda- svæðinu við Kárahnjúka um helgina en bæði reyndust minniháttar. Ann- að slysið átti sér stað í aðrennslis- göngum þar sem unnið var við steypusprautun. Kínverskur starfs- maður fékk ofan á sig steypuklump og var fluttur á sjúkrahús til að- hlynningar. Þá féll starfsmaður úr stiga og var honum einnig komið undir læknishendur. Ekki er langt síðan verkamaður lamaðist fyrir neðan mitti í alvarlegu vinnuslysi á framkvæmdasvæðinu auk þess sem kínverskum starfs- manni Impregilo er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Impregilo hefur þegar tilkynnt um aðgerðir til að sporna við slysum, s.s. öryggisnámskeið fyrir verk- stjóra og fjölgun öryggisvarða. Enn fjölgar vinnuslysum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.