Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMNINGAMENN Íslands í þeim viðræðum, sem í hönd fara um ör- yggis- og varnarmál við fjögur grannríki, leggja mikla áherzlu á að ekki sé verið að biðja um varanlega viðveru herafla á Íslandi eða fara fram á að þessi ríki komi í stað Bandaríkjanna í vörnum Íslands. Viðræðurnar gangi fyrst og fremst út á að finna sameiginlega hags- muni Íslands, Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada á Norður- Atlantshafi og byggja samstarf á þeim sameiginlegu hagsmunum. Ekki aukin fjárútlát „Það er enginn að tala um var- anlega viðveru herafla hér á landi,“ segir Grétar Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins. „Við förum heldur ekki fram á það að fyrra bragði að ríkin taki að sér einhverjar nýjar skuldbindingar gagnvart Íslandi eða þurfi að leggja út í fjárútlát vegna samstarfs við okkur.“ Á meðal þess, sem rætt verður í viðræðunum, sem hefjast í dag, bæði við Dani og Norðmenn, er hvernig aðstaða á Íslandi geti sam- nýtzt NATO-ríkjunum við Norður- Atlantshaf. Þar á meðal eru rat- sjárstöðvarnar fjórar og fjar- skiptakerfi þeim tengd, auk aðstöðu fyrir herflugvélar á Keflavík- urflugvelli. Íslenzkir embættismenn segjast hafa orðið varir við að hjá þeim, sem starfi við það í ná- grannaríkjunum að vinna úr rat- sjárupplýsingum, sé eftirspurn eftir ratsjármerkjum héðan. Það sé þess vegna reynandi að skapa samstöðu um það á meðal þessara ríkja að tala fyrir því innan Mann- virkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins að stöðvarnar verði reknar áfram. Fullgilt NATO-ríki Í þessu skyni meðal annars hefur Ísland ákveðið að ganga í Mann- virkjasjóðinn. Íslenzk stjórnvöld hafa aldrei átt aðild að sjóðnum og ekki greitt í hann neina peninga. Bandaríkin hafa komið fram sem „gistiríki“ gagnvart sjóðnum hvað varðar þær framkvæmdir, sem hann hefur fjármagnað hér á landi. Þar á meðal eru ratsjár- stöðvakerfið, olíubirgðastöðin í Helguvík, ýmis búnaður og bygg- ingar á Keflavíkurflugvelli, þar með talin sprengjuheldu flugskýlin, og svo flugbrautirnar sjálfar á vell- inum. Eftirlit færist nær Íslandi Markmiðið með viðræðunum er meðal annars að reyna að tryggja eftirlit úr lofti á hafsvæðinu um- hverfis Ísland. Norðmenn hafa lýst sig reiðubúna að stækka eftirlits- svæði eftirlitsflugvéla sinna. Danir hafa bent á það, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, að eftirlits- flugvélar þeirra séu þegar mikið á ferðinni við Ísland vegna verkefna sinna við Grænland. „Öll ríkin, sem um ræðir, eru með einhvers konar varnartengda starfsemi á Norður-Atlantshafi,“ segir Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi í utanríkismálum í forsætisráðuneyt- inu. „Spurningin er hvort hægt er að endurskipuleggja þá starfsemi þannig að hún færist nær Íslandi en allir njóti góðs af.“ Ekki í hlutverki beiðandans Sturla undirstrikar að Ísland vilji ekki vera í hlutverki beiðandans í viðræðunum. „Við viljum reyna að sannreyna hvort ekki sé um sam- eiginlega hagsmuni að ræða, sem geti leitt til aukins samstarfs,“ seg- ir hann. Á meðal þess, sem getur verið um að ræða, er að ríkin skiptist á meiri upplýsingum, að Íslendingar geti til dæmis fengið upplýsingar frá eftirlitsflugvélum og skipum ná- grannaríkjanna, en einnig verði hægt að miðla í auknum mæli þeim upplýsingum, sem íslenzk varðskip og flugvélar Landhelgisgæzlunnar afla. Þarf að sýna NATO-flaggið Sturla segir að hér verði ákveðin varnartengd verkefni á frið- artímum, sem Íslendingar muni sinna sjálfir með borgaralegum starfsmönnum. Undir það flokkist til dæmis efld landhelgisgæzla, sér- sveit lögreglu, upplýsingaöflun og -miðlun, almannavarnir, mengunar- eftirlit, eftirlit úr lofti, leit og björg- un. Önnur verkefni séu þess eðlis að Ísland ráði ekki við þau eitt og sér og þar vonist menn eftir sam- starfi við aðra. Eitt af því sé að geta sent orrustuþotur á loft ef þörf krefur, og sé þá helzt horft til Norðmanna og Breta. „Það er mikilvægt að geta áfram sýnt NATO-flaggið á svæðinu um- hverfis Ísland,“ segir Sturla. Hann nefnir að þáttur í því sama séu æf- ingar herflugvéla frá NATO-ríkjum hér á landi. Ekki beðið um varanlega viðveru herafla á Íslandi Morgunblaðið/RAX Sameiginleg aðstaða Eitt af því, sem rætt verður í viðræðum um varnarmál við nágrannaríkin, er hvernig þau geti nýtt aðstöðu fyrir herflugvélar á Keflavíkurflugvelli. Norðmenn skoða öryggissvæðið á morgun. Í HNOTSKURN » Fyrsti fundur íslenzkra ogdanskra hátt settra emb- ættismanna um varnar- og ör- yggismál verður haldinn í Kaupmannahöfn í dag. » Í dag koma ennfremur tilÍslands norskir embættis- menn, sem munu kynna sér þann öryggisviðbúnað, sem er fyrir hendi hér á landi. Þeir munu einnig skoða öryggis- svæðið, sem Íslendingar bjóða öðrum NATO-ríkjum til af- nota á Keflavíkurflugvelli. Fréttaskýring | Samn- ingamenn Íslands í varnarviðræðunum við fjögur grannríki segja Ísland ekki verða í hlut- verki beiðandans. Ólaf- ur Þ. Stephensen skrif- ar um viðræðurnar, sem hefjast í dag. FRAMBOÐSLISTI Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs til alþingiskosninga í Norðaust- urkjördæmi var samþykktur á Akureyri í gær. Alþingismenn- irnir Stein- grímur J. Sig- fússon og Þuríður Back- man leiða listann, sem samanstendur af 20 manns. Næst á listanum koma Björn Valur Gíslason sjómaður, Dýrleif Skjóldal sundþjálfari, Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur, Jó- hanna Gísladóttir skólastjóri, Jón Kristófer Arnarson garðyrkju- fræðingur, Klara Sigurðardóttir skrifstofumaður, Þórunn Ólafs- dóttir nemi og Berglind Hauks- dóttir nemi. Heiðurssæti listans skipar Málfríður Sigurðardóttir, fv. alþingismaður. Listi VG í Norð- austurkjördæmi samþykktur Steingrímur J. Sigfússon NÝ SKOÐANAKÖNNUN, sem Capacent Gallup hefur gert á Norð- urlandi, leiðir í ljós að 58,2% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Alls reyndust 27,7% andvíg áformum um álver en 14,1% svarenda voru hlutlaus. Þetta kem- ur fram í tilkynningu Alcoa Fjarða- áls frá í gær. Ef aðeins er horft til viðhorfa Húsvíkinga kemur í ljós að 75,8% íbúa eru hlynnt hugsanlegu álveri en 17,9% andvíg. Tæplega 900 manns tóku þátt í könnuninni á Norðurlandi en hún er ein þriggja sem Capacent Gallup hefur unnið fyrir Alcoa Fjarðaál. Í annarri könnun, sem Capacent Gallup fram- kvæmdi á Mið-Austurlandi, kemur í ljós að 82,2% íbúa eru hlynnt bygg- ingu álvers í Reyðarfirði. Hlynnt bygg- ingu álvers HÆSTIRÉTTUR staðfesti á föstu- dag úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að 21 árs maður sæti gæsluvarðhaldi til 20. desember vegna gruns um að hann hafi nauðgað 13 ára stúlku. Maðurinn var í vikunni dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku á síðasta ári. Gæsluvarð- hald staðfest ELDRI borgarar hittust á fjölmenn- um fundi í gærdag til að ræða mögu- leika á framboði til næstu alþingis- kosninga. Umræður stóðu yfir í á fjórða tíma og var að lokum ákveðið að fresta afgreiðslu tillagna fram í janúar. Samþykkt var að sérstök nefnd fengi það hlutverk að taka saman til- lögur fyrir þingframboð en nefndina skipa Arndís Björnsdóttir, Kristján Guðmundsson og Sveinn Guðmunds- son. Flokkur eins málefnis Sveinn Guðmundsson segist bjart- sýnn á að efnt verði til framboðs enda hafi eldri borgurum lítið orðið ágengt í baráttu sinni fyrir betri kjörum. „Fjármálaráðherra vill bíða fram á næsta kjörtímabil og það er óásættanlegt,“ segir Sveinn. Þótt Samtök eldri borgara hafi verið í framvarðasveit í baráttunni fyrir bættum hag aldraðra myndu samtökin sem slík ekki koma að framboðinu þar sem þau eru ekki stjórnmálasamtök. Sveinn segist þó vonast til samstarfs við samtökin, ekki síst við að koma á tengslum við fólk úti á landi sem gæti boðið sig fram. Eldri borgarar telja margir að enginn stjórnmálaflokkur sinni mál- efnum þeirra nægilega vel og þá síst ríkisstjórnarflokkarnir. „Ef af samstarfinu verður yrðum við flokkur eins málefnis og heil- brigðrar skynsemi. Fengjum við þingfylgi væri auðvelt fyrir aðra flokka að semja við okkur,“ segir Sveinn. Hyggja á þingframboð í vor Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefna á þing Aldraðir eru orðnir uggandi yfir að enginn stjórnmálaflokk- ur taki þeirra mál upp á sína arma og hyggja þeir á þingframboð. Umræðum eldri borgara var frest- að fram í janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.