Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við brúsapallinn býður þeirra mær. VEÐUR Það er hægt að ganga skrefi oflangt. Því hefur franski tenór- söngvarinn Roberto Alagna (sem hefur að vísu ekki orðið nýr Pav- arotti) fengið að kynnast undan- farna daga.   Alagna fékkfínan dóm í International Herald Tribune fyrir rúmri viku fyrir frammi- stöðu sína í Aidu í nýrri uppfærslu Scala-óperunnar í Mílanó. Og einn- ig hjá ítölskum gagnrýnendum.   Blaðið segir að Alagna hafi virtzttaugaóstyrkur, þegar hann söng Celeste Aida en eftir það hafi sjálfstraust hans vaxið stöðugt.   Þegar upp var staðið var söngv-urum fagnað í 12 mínútur.   Ámenningarsíðum Morgunblaðs-ins síðustu daga hefur hins veg- ar mátt fylgjast með eftirleiknum. Á einni þeirra sýninga, sem á eftir fylgdu, var púað á Alagna, sem ekki er óalgengt í ítölskum óperu- húsum en heldur óskemmtilegt.   Söngvarinn gekk af sviðinu oghvarf út í buskann og staðgeng- ill var sendur inn í staðinn.   Alagna vildi koma aftur en óperu-húsið vildi ekki sjá hann. Hann kvaddi Scala-óperuna eins og hver annar vegfarandi utan dyra. Og sjálfsagt líða mörg ár þangað til söngvaranum verður boðið að syngja aftur á Scala.   Menn ganga ekki út í miðjumleik.   Það er stundum hægt að gangaskrefi of langt. Það gerði Ro- berto Alagna í þessu tilviki. Enginn er ómissandi. Jafnvel ekki í heimi óperunnar. STAKSTEINAR Roberto Alagna Skrefi of langt SIGMUND           ! "#  $ %& ' (          )' * +, - % . /  * ,             !! "! " ##  01   0 2  3 1, 1 ) , 4 0 $ 5 '67 8 3 # '   &    ##     9 )#:; !!              !      ) ## : )  ' ( )! !(!   * + <1 < <1 < <1 ' ) # !, # -!. #  ,     <6 /)(0! + ! !!* !! ! "!'# ! !+!( 1 #!  # ! ! ! # !!  2 ! !## !! # ! !(" < .## #! ( #!!  ! !0!#!  # # "!3 # #!( " 5 1   /(+ ! ## #! ! ( #! ##! ! (!##0!#  !# # " /!( !! !! " 42!! 55 # !*!6 * !, # 2&34 =3 =)<4>?@ )A-.@<4>?@ +4B/A (-@ 0& 0% "&$ $" %" &" $" "%  "& "&$ &" "& "% %" %0 0$ 0 0 0 0 0 0 %0% 0 0 0& 0 0&      HEILDARTEKJUR Kópavogsbæjar eru áætl- aðar rúmir 14 milljarðar króna á næsta ári og aukast skatttekjur um 1,2 milljarða króna milli ára eða 13%, að því er fram kemur í fjárhags- áætlun bæjarins vegna ársins 2007 sem hefur verið lögð fram. Fram kemur einnig að útgjöld til reksturs málaflokka A-hluta verði um 11,2 milljónir á næsta ári, sem er um 9% hækkun milli ára, en stærsti útgjaldaliður bæjarins og stofnana hans eru laun og launatengd gjöld og nema þau 52,3% af heildarútgjöldum. Mest hækka útgjöld til fræðslu- og uppeldis- mála, um 700 milljónir kr. milli ára. Rekstr- arafgangur ársins verður rúmir tveir milljarðar króna. Framkvæmt fyrir 6,7 milljarða Samtals verður framkvæmt fyrir 6,8 milljarða króna í Kópavogi á næsta ári. Mestar fram- kvæmdir eru á sviði íþróttamála en þar verður framkvæmt fyrir 1,7 milljarð króna. Fram- kvæmdir við nýjar og eldri götur nema 1,2 millj- arði króna og tæpur milljarður fer í framkvæmd- ir við leik- og grunnskóla. Þá verður varið 1,5 milljarði króna til kaupa á nýju byggingarlandi. Skuldir 11,1 milljarður Áætlað er að heildarskuldir bæjarins í lok næsta árs, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum, nemi 11,1 milljarði króna. Í frétt frá Kópavogsbæ af þessu tilefni segir að helsta vaxtarsvæði bæj- arins verði áfram í Vatnsenda en ný hverfi rísi einnig í Fossvogsdal og á Kársnesi auk þess sem gert er ráð fyrir framkvæmdum og aukinni þjón- ustu við eldri hverfi bæjarins. Rekstrarafgangur tveir milljarðar Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2007 með 14 milljarða tekjum SJÓVÁ forvarnahúsið, í samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, hratt af stað átaki nú í desem- bermánuði til að minna fólk á að fara varlega með eld. Að sögn Einars Guðmundssonar, forstöðumanns forvarnahússins, liggur fyrir að færri kertabrunar hafa verið í mánuðinum en síðustu jól en þessir brunar hafa verið mjög áberandi í desember og janúar und- anfarin ár. Rúmlega 120 kertabrunar hafa orðið að meðaltali í desembermánuði frá árinu 2000 en það ár urðu þeir 164 talsins. Þá hafa rúmlega 70 kertabrunar orðið í janúarmánuði, flestir fyrstu daga meðan jólin standa enn yfir. Flestir brunarnir hafa átt sér stað sjálfa jóladagana en þó hafa að meðaltali 24 kertabrunar orðið fyrstu tvær vikur desem- bermánaðar. Í ár hafa hins vegar ekki verið til- kynntir nema sex kertabrunar fyrstu tvær vikurnar í desember. „Þó það sé of mikið, þá er gleðilegt að sjá þessa miklu fækkun. Það er von okkar sem vinnum að bruna- vörnum að fólk fari varlega með kerti og kertaskreytingar,“ segir Einar en á vefnum forvarnahusid.is má nálgast ýmis góð ráð við því að forðast kertabruna eða aðra elds- voða yfir hátíðirnar. Færri kerta- brunar en áður Í HNOTSKURN »Að jafnaði hafa orðið um120 kertabrunar í desem- ber síðan árið 2000, en þá urðu brunarnir 164 talsins. »Fyrstu tvær vikurnar íþessum mánuði var aðeins tilkynnt um sex kertabruna. Morgunblaðið/Sverrir ÓSKAÐ hefur verið eftir því af félags- málaráðuneytinu að ríkisendurskoð- un geri athugun á því hvernig fjár- stuðningi sem ríkið hefur veitt í rekstur kristilega líknarfélagsins Byrgisins hefur verið varið. Gert var ráð fyrir að endurskoðun á stuðningi ríkisins við reksturinn myndi fara fram árið 2007 auk þess sem alþingismenn höfðu lýst áhuga á að vita hvernig stuðningi ríkisins væri háttað. 226 milljóna framlag Í bréfi félagsmálaráðuneytisins til ríkisendurskoðanda kemur fram að ríkissjóður hefur veitt Byrginu fjár- stuðning á fjárlögum frá árinu 1999 og hefur Byrgið fengið um 226 millj- ónir, að árinu 2007 meðtöldu. Þetta eru þó ekki endanlegar upplýsingar um styrkfjárhæðir því hugsanlegt er að fleiri stofnanir og ráðuneyti hafi veitt fé til Byrgisins og hefur m.a. Fangelsismálastofnun gert sam- komulag við Byrgið um tiltekin verk- efni. Í bréfinu kemur einnig fram að árið 2003 hafi verið undirrituð yfirlýsing um greiðslu á styrk þar sem sett voru tiltekin skilyrði varðandi áframhald- andi styrkveitingar. Í kjölfarið hafi verið samin önnur yfirlýsing um styrk af hálfu ráðuneytisins sem óskað var eftir að forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, undirritaði. Endurskoð- un á rekstri Byrgisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.