Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR - The Sunday Times www.jpv.is Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is JÓLAKÚLUR, jólakerti, jólalög jólasveinar, jólahvað? Stundum gleymast einföldustu hlutir í jóla- undirbúninginum og stressinu sem stundum fylgir. Hópurinn sem gekk í kringum einiberjarunn í jólaþorp- inu í Hafnarfirði í gær lét þó ekki á sig fá þótt gleymst hefði að vinda þvottinn áður en hann var hengdur upp. Verkið var þá bara unnið í öf- ugri röð og göngunni í kringum jóla- tréð haldið áfram undir traustum forsöng þeirra Gunna og Felix. Þetta er í fjórða sinn sem jólaþorp er sett upp í Hafnarfirði. Þar eru sölubásar með jólakerti, fisk og ull- arpeysur svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem óvæntir gestir á borð við fígúruna Sprota og einstaka jóla- svein villast inn á svæðið og heilsa upp á yngstu kynslóðina. Fólk lét kuldabola ekki á sig fá á þessum síðasta sunnudegi fyrir jól. Kakóbollarnir ruku þó út eins og heitar lummur enda fátt betra á köldum degi en að brenna tunguna örlítið og fá sykur í kroppinn. Sigurður Örvar Arnarson Selfyss- ingur seldi pólskar jólakúlur og sagðist hæstánægður með þorpið. ?Þetta er tvímælalaust einn besti staður í heimi. Fyrst þegar ég var beðinn um að koma hingað þverneit- aði ég og sagði það ekki koma til greina að selja jólakúlur utandyra í desember á Íslandi. En nú myndi ég svo sannarlega ekki vilja missa af þessu,? sagði Sigurður sem var vel klæddur og ornaði sér við rafmagns- hitara. Þorpið verður opið fram eftir kvöldi á Þorláksmessu og fólk sem vill forðast eril verslana getur keypt síðustu jólagjafirnar utandyra. Jólakúlur Í jólaþorpinu er fjöldi sölubása með ýmiss konar handverk og annan jólavarning. Áhugasamir kaup- endur nálguðust pólskar jólakúlur og jólatrjátoppa af miklum áhuga en skrautið fæst í öllum regnbogans litum. Gleymdu að vinda Jólatík Æsa var kannski dálítið hissa yfir öllu jólafjörinu en skellti sér samt í jólafötin í tilefni dagsins og heilsaði upp á dýr og menn í jólaþorpinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólastemning Þórhildur og Bryn- dís sögðust hlakka til jólanna og nutu stemningarinnar í þorpinu. Stemningin í jólaþorpinu í Hafnarfirði lætur engan ósnortinn SVÍNKURNAR slógu heldur betur í gegn í jólaþorp- inu í gær og svo virðist sem þær Stella (hljómborð), Jenný (gítar), Sunneva (trommur) og Birna (bassi) stefni hraðbyri á frægð og frama. Stelpurnar eru all- ar þrettán ára gamlar og hljómsveitin hefur leikið saman í þrjú ár. Þær einbeita sér helst að frumsömdu efni en æfa eitt og eitt lag sem hæfir tilefninu og tóku því líka jólalag fyrir gesti jólaþorpsins í gær. ?Við eigum reyndar líka eitt jólalag sem við sömdum sjálfar,? segja þær glaðbeittar og stefna á útgáfu um leið og þær verða uppgötvaðar. Svínkurnar leika þó ekki aðeins á hljóðfæri heldur spila þær líka fótbolta saman fyrir FH. Á meðan knattspyrnuiðkendur annarra liða finna kannski til smákvíða geta tónlistarunnendur farið að hlakka til að heyra meira í þessari hafnfirsku hljómsveit. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svínkurnar tróðu upp í jólaþorpinu ?ÉG tel að stærsta vandamálið í umferðarmenningu Íslendinga sé skortur á aga og skortur á fyr- irmyndum,? segir Sigurður Helga- son, sviðsstjóri hjá Umferðarstofu. Það sem af er ári hafa 30 manns látist í umferðinni, nú síðast lést 24 ára karlmaður í bílveltu á Álfta- nesvegi, og eru það ellefu fleiri en í fyrra. Sigurður segir þróunina óásættanlega og kallar eftir vit- undarvakningu á meðal ökumanna. ?Mér þykir umræðan hafa tekið svolítið skrítinn sveig. Vandamálið er að hluta til að vegirnir eru ekki nægilega öruggir en stærsta vandamálið liggur hjá ökumönnun- um sjálfum. Það eru þeir sem skapa gæfu og öryggi í umferð- inni,? segir Sigurður og bætir því við að ökumenn þurfa að breyta hegðun sinni og hugsun í akstr- inum. Varðandi tvöföldun stofnbrauta til og frá Reykjavík segir Sigurður meira máli skipta að sem flestir njóti aukins umferðaröryggis og það verði gert með 2+1 vegi. Hann segir ekki mikinn mun á öryggi 2+1 vegar og tvöföldum, hins veg- ar er hann mun ódýrari og því gætu slíkar framkvæmdir nýst fleirum. ?Mér heyrist á stjórn- málamönnum að það sé vilji til að fara í aðgerðir og mín von er sú að fyrst og fremst verði lögð áhersla á að auka öryggi sem flestra. Það gerum við með því að nýta fjár- muni sem best.? Mikið hefur verið rætt um hlut ungra ökumanna í umferðinni og hvort réttlætanlegt sé í ljósi slysa- tíðni þess aldurshóps að hækka ökuleyfisaldurinn. ?Þetta er einn af þeim hlutum sem þarf að skoða og ræða. Mín skoðun er hins vegar sú að mestu máli skiptir að bæta kennsluna, undirbúninginn og jafn- vel vinna í því að auka agann svo börnin hafi betri fyrirmyndir þeg- ar þau fara út í umferðina.? MT50MT48MT48MT48 MT50MT48MT48MT50 MT50MT48MT48MT52 MT50MT51 Skortur á betri fyrirmyndum