Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 13 Síðumúla 21. Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com ? ? ? ? CID14 ? CID14 ? ?CID14 ? ? ? ? CID14 ? ? ? ? ? ? ? ? CID14 Bang & Olufsen óska þér gleðilegra jóla! BeoSound 1: BeoSound 1 er hin fullkomna jólagjöf fyrir vini, fjölskyldu eða sjálfa(n) þig. Úr glæsilegri hönnun berst afbragðs hljóm- burður - hvort sem þú hlustar á uppáhalds geisladiskinn þinn eða útvarpið. Komdu við hjá Bang & Olufsen og upplifðu. Gefðu þínum nánustu hina fullkomnu jólagjöf frá B&O. BeoCom 6000: BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig - og þú ákveður hvort þú vilt svara! Einnig getur þú tengt 6 önnur símtæki við og haft þína eigin símstöð á heimilinu. BeoSound 3: Í ferðahljómtækinu frá Bang og Olufsen sameinast nýjasta tækni og hönnun á heimsmælikvarða. Tækið er ekki einungis fullkomið FM útvarp heldur er hægt að spila í því tónlist af stafrænu SD korti í frábærum hljómgæðum. Frábært tæki í eldhúsið, sumarbústaðinn eða bara hvar sem er. N orðmenn hafa nú af því áhyggjur að erfiðlega geti gengið að ná sam- komulagi milli landanna fimm sem nýta norsk-íslenzka síld- arstofninn. Það er ekki nema von. Þeir hafa sett fram slíkar kröfur um aukna hlutdeild að ekki kemur til greina að semja við þá á þeim grunni. Reyndar hafa Rússar og Evrópusambandið lúffað fyrir yf- irgangi Norðmanna í ár og við- urkennt kröfur þeirra, að vísu með því að fá aukinn aðgang að lögsögu Norðmanna til að sækja veiðiheim- ildir sínar. Norðmenn beita því öll- um brögðum til að kaupa sér fylgi við yfirgang sinn. Færeyingar eru milli steins og sleggju í þessum mál- um, þótt þeir hafi lýst samstöðu sinni með Íslendingum í andstöð- unni gegn auknum hlut Norðmanna. Þeir eiga svo mikilla hagsmuna að gæta í veiðiheimildum í botnfiski innan lögsögu Noregs í Barentshafi. Síðast þegar samkomulag var í þessum málum, var hlutur Norð- manna 57% og byggðist það meðal annars á sögulegum þáttum, en þó fyrst og fremst á því hve mikið síld- in hélt sig innan lögsögu Noregs. Síðan þá hefur það gerzt að út- breiðslusvæði síldarinnar hefur stækkað verulega til vesturs og áætla má að ein til tvær milljónir tonna af síld hafi verið innan ís- lenzku lögsögunnar þegar mest var síðastliðið vor. Norðmenn virðast ekki með nokkru móti geta sætt sig við það og heimta stöðugt stærri hlut úr vaxandi síldarstofni, sem er nú líklega stærsti einstaki fiskistofn í heiminum. Mikið vill meira. Og gildir þá einu um þá staðreynd að útbreiðsla síldarinnar hefur breytzt og ef eitthvað væri, ætti hlutur Norðmanna að minnka en hlutur okkar og Færeyinga að aukast að sama skapi. Yfirgangur Norðmanna á þessu sviði er engin ný bóla og á sínum tíma, þegar síldarstofninn var að ná sér á strik eftir hrunið í lok sjöunda áratugarins, var það opinber og yf- irlýst stefna norskra stjórnvalda að veiða svo mikið af síldinni að stofn- inn næði sér ekki á strik á ný, nóg til þess að hefja sínar hefðbundnu göngur vestur til Íslands í ætisleit og vetursetu, en hrygningar við Noreg eins og alltaf áður. Þeir vildu heldur halda stofninum niðri þrátt fyrir að þeir fengju minna út úr honum en byggja hann upp til hags- bóta fyrir öll hlutaðeigandi ríki. Það er ástæða til að rifja þetta upp nú, þegar enn verður reynt að ná samkomulagi milli Noregs, Ís- lands, Færeyja, Rússlands og Evr- ópusambandsins um nýtingu stofns- ins. Þegar það er haft í huga að Audun Maråk, framkvæmdastjóri Samtaka norskra útvegsmanna, segir í samtali við norska blaðið Fiskeribladet að fái íslenzk og fær- eysk skip ekki leyfi til síldveiða inn- an norsku lögsögunnar, verði veið- arnar minna hagkvæmar en ella og þau geti ekki veitt síldina þegar hún er hvað best. Á þessu ári hafi ís- lenzki flotinn heldur ekki náð að veiða þann kvóta, sem Íslendingar hafi sett sér. Það séu engar ástæður til þess að Norðmönnum sé þröngv- að til samninga sem færi þeim hlut- deild, sem sé lítil með hliðsjón af út- breiðslu síldarinnar. Það er ekki nóg með að Maråk fari með rangt mál með því að segja að Íslendingar hafi ekki náð kvóta sínum ? það gerðu þeir og ríflega það ? heldur vill hann greinilega ekki semja. Telur greinilega að Norðmenn eigi að fara sínu fram án tillits til annarra og án tillits til auk- innar útbreiðslu síldarinnar til vest- urs, inn í íslenzku lögsöguna. Þetta virðist ekki lýsa vilja til fjölþjóðlegs samstarfs. En engu að síður. Auðvitað vilja menn ná samkomulagi. Vonandi næst það í þeirri samningalotu sem nú stendur yfir í Ósló. Mikið vill meira BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason » Síðan þá hefur það gerzt að útbreiðslu- svæði síldarinnar hefur stækkað verulega til vesturs. hjgi@mbl.is LEIGUVERÐ á þorski í báðum fiskveiðistjórnunarkerfunum hefur á síðustu árum sveiflazt í takt við gengi krónunnar. Það fór hæst á árinu 2002 í um 180 krónur á kílóið, lækkaði síðan niður í 100 krónur á haustmánuðum 2003 og er loks nú um 160 krónur. Fiskistofa hefur skráð upplýsing- ar um verð í viðskiptum með afla- mark frá 1. júní 2001, en skráning viðskiptanna hófst þá, þegar Kvóta- þing var lagt niður. Frá þessu er greint á heimasíðu Fiskistofu og segir þar svo: ?Ekki er auðvelt skoða þróun verðs yfir lengri tíma með þessum hætti. Meðfylgjandi mynd sýnir verðþróun aflamarks og krókaaflamarks í þorski á tíma- bilinu 1. júní 2001 til 13. desember 2006. Miðað er við hæstu verð hvern dag í viðskiptum með aflamark/ krókaaflamark sem flutt er milli óskyldra aðila. Aflamark án endurgreiðslu Reynslan kennir að hæstu dag- verðin lýsa verðþróuninni best. Þegar skoðaðar eru einstakar sölur á vef Fiskistofu sést að talsvert er um að aflamark sé flutt milli óskyldra aðila á 0,00 kr/kg og á öðr- um verðum langt frá hæsta dag- verði. Það virðist samt ljóst þegar skoðuð eru dagleg viðskipti að eðli- leg verðmyndun er á markaði afla- marks/krókaaflamarks. Ítrekað skal hér að hæsta dagverð er valið á meðfylgjandi línuriti til að sýna þró- un verðs aflamarks og krókaafla- marks til lengri tíma á meðfylgjandi mynd. Í megindráttum sveiflaðist verð aflamarks á árunum 2001?2006 í takt við gengi krónunnar með nokk- urri tímatöf. Þannig var verð afla- marks í hámarki í kringum 180 kr./ kg á tímabilinu mars til maí 2002, en gengi krónunnar var hæst í janúar 2002 (raungengið lægst). Með lækk- andi gengi krónu lækkaði verð afla- marks og var komið í 120?130 kr./kg í júní 2003. Síðan var verð afla- marks ákaflega stöðugt, u.þ.b. 120 kr./kg, þar til verðið fór að hækka með hækkandi gengi krónu (fallandi raungengi) síðastliðið vor. Verð krókaaflamarks í þorski hefur breyst með svipuðum hætti og verð þorskaflamarksins. Verð krókaafla- marks hefur þó verið nokkru lægra en verð aflamarks.? Leiguverðið sveiflast með gengi krónunnar